Nýliðahandbók Elkem

Page 1


Velkominn til starfa hjá Elkem

Nýliðabæklingur 2024

Velkominn í Elkem hópinn

Í þessum bækling er að búið að taka saman ýmsar praktískar upplýsingar fyrir nýtt starfsfólk Elkem.

Upplýsingarnar eiga að hjálpa þér að kynnast vinnuumhverfi Elkem betur og varpa ljósi á það sem er mikilvægt fyrir þig að vita þegar þú stígur þín fyrstu skref hjá okkur.

Takk fyrir að velja okkur sem þinn vinnustað, við hlökkum til kynnast þér nánar.

Njóttu lestursins!

Mannauðsdeild Elkem

Efnisyfirlit

lkem starfsemi

Það er ekki sjálfgefið að koma til starfa hjá fyrirtæki og vita nákvæmlega hvað það gerir. Það er erfitt að útskýra hvað það er sem við gerum hér fyrir aðra utanaðkomandi eins og þú átt örugglega eftir að upplifa, þetta er eitthvað sem þú verður að sjá og upplifa til að skilja. En stutta útgáfan er að Elkem framleiðir kísilmál sem við köllum einnig FeSi. Kísiljárn er málmur úr frumefnum Silicium (Si) Kvarts og járni (Fe). Kísiljárn er notað sem íblöndunarefni í stáliðnaði og notað til að fjarlægja súrefni úr stáli Súrefni í stáli er óhreinindi og gerir það stökkt og brothætt

Hér sérðu lýsandi mynd um framleiðsluferil Elkem:

lkem samskipti

Þú ert með Elkem netfang

Allt starfsfólk er með Elkem netfang Netfangið samanstendur af fullu nafni starfsmanns með punktum á milli og endar á elkem.com. (jon.jonsson@elkem.com) Hægt að styðjast við vafra með innskráningu á mail.elkem.com eða sækja appið Outlook í símann sinn í gegnum app eða play store

Við mælum hiklaust með því en til þess að sækja appið þarftu að sækja öryggisforrit Elkem. Forrit sem hjálpar okkur og þér að varðveita vinnugögnin. Við erum með leiðbeiningar í Elkem Ísland teyminu um hvernig hægt er að sækja forritin í símann sinn. Leiðbeiningarnar bárust þér með stofnun netfangsins. Láttu okkur vita ef þig vantar þær.

Innra net Elkem Ísland

Elkem Ísland er með innra net síðu fyrir starfsfólk í gegnum SharePoint. Síðan er aðgengileg í miðlægum tölvum á vinnusvæðum Elkem en einnig er hægt að sækja SharePoint appið í símann sinn og skrá sig með Elkem netfangi til þess að fá aðgengi að síðunni. Hér er stiklað á stóru hvaða upplýsingar er hægt að skoða á innri vefnum:

• Fréttir frá Elkem Ísland

• Matseðill vikunnar og viðveru á heilsugæslu

• Form og stöðu úttekta hjá Elkem

• Dagatal Elkem Ísland - hvað er framundan

• Flýtileiðir á Tardis, Synergi, laus störf og Elkem brand upplýsingar

• Fræðsluupplýsingar

• Upplýsingar um gildi og stefnu Elkem Ísland

• Upplýsingar um deildir innan Elkem Ísland

• Ýmsar aðrar gagnlegar upplýsingar

Starfsmannafélag Elkem Ísland (STEL)

Hlutverk STEL er að efla samstarf og stuðla að kynningu meðal félagsmanna með skemmtiferðum skemmtunum og hverskonar menningar- og fræðslustarfi sem félagsmönnum má að gagni vera. STEL stendur fyrir að lágmarki 4-5 fjölbreyttum viðburðum á ári og eru meðlimir í stjórn félagsins allir kosnir úr röðum starfsmanna. Allt starfsfólk Elkem Ísland er sjálfkrafa skráð í STEL við ráðningu, óski starfsmaður eftir að vera ekki félaginu þá þarf að gera það skriflega.

Fylgstu með Facebook grúppunni okkar: STEL - Starfsmannafélag Elkem Ísland og ekki láta þig vanta í skemmtunina!

Nýliðahandbók Elkem Ísland

Elkem rútuferðir

Akranes - Elkem - Akranes

Elkem býður daglega upp á þrjár rútuferðir frá Akranesi og Elkem. Sjá mynd hér að neðan, en upplýsingar um brottfarir og stoppistöðvar er einnig að finna á innra neti Elkem.

Hér er að sjá yfirlitskort af rútuleiðinni:

Nýliðahandbók Elkem Ísland

Elkem inn og út

Innstimplun

Allt starfsfólk fær svokallaðan dropa sem veitir aðgang innan svæðisins, skráningu í mat og innstimplun. Ef þú ert ekki komin með dropa þegar þú ert að lesa þetta, skaltu athuga stöðuna á því hjá mannauðsdeild.

Í skrifstofubyggingunni á fyrstu hæð og í baðhúsinu er að finna innstimplunartæki Mikilvægt er að starfsfólk skrái sig inn þegar vakt byrjar og út þegar hún endar Þessar skráningar lesast inn í

Bakvörð sem þú færð greidd laun út frá. Auk þess er innstimplunin öryggisatriði ef upp koma atvik á svæðinu og telja þarf mannskapinn séu húsnæði rýmd.

Bakvörður

Bakvörður er tímaskráningarkerfi Elkem. Allt starfsfólk hefur þar aðgang með rafrænum skilríkjum. Innskráning er á slóðinni https://bakvordur.advania.is/ Starfsfólk þarf að ganga frá sínum stimplunum fyrir 20. hvers mánaðar, þannig að yfirmaður geti staðfest og skilað til launadeildar. Útbúið hefur verið stutt kennslumyndband um bakvörð sem aðgengilegt er á innra neti Elkem. Við hvetjum þig til að horfa á það.

Útborgun

Launatímabil hjá Elkem er frá 21. til 20. hvers mánaðar og er alltaf greitt út 1. hvers mánaðar.

Veikindi

Tilkynning um veikindi skal berast til yfirmanns, sama á við um fjarveru vegna veikinda barna. Nýtt starfsfólk á tvo veikindadaga fyrir hvern unnin mánuð. Fyrir vaktirnar er hringt í vaktleiðtoga þeirrar vaktar sem á við hverju sinni. Veikindi þarf bara að tilkynna einu sinni, svo tilkynnir þú hvenær þú kemur aftur til vinnu. Mikilvægt að veikindi séu tilkynnt eins fljótt og auðið er þar sem manna þarf í stöðu.

Nýliðahandbók Elkem Ísland

Elkem matur

Mötuneyti Elkem

Mötuneytið er staðsett í skrifstofubyggingunni Matseðill vikunnar er birtur í innra neti Elkem í hverri viku.

Græna hlíð

Græna hlíð er mötuneyti fyrir vaktavinnu mannskapinn, þinn þjálfari mun sýna þér það þegar þú mætir til vinnu. Á vöktunum höfum við það sem kallað er fljótandi matartími sem þýðir að það er enginn þannig séð fastur matartími.

Sjálfsalar

Í sjálfsölunum færðu aðgengi að nauðsynlegum búnaði sem notaður er daglega innan vinnunnar ásamt því eru nokkrir sjálfsalir útbúnir með skyri og samlokum Starfsfólk notar dropann við pöntun úr sjálfsalnum og eru þeir staðsettir í baðhúsi, töppun milli ofns 1 og 2 og strikinu við steypubelti.

Allur varningur er án endurgjalds.

Hreinlæti

Dagleg verkefni hjá okkur varða að miklu leyti hreinlæti þar sem í umhverfinu okkar er mikið um ryk og önnur óhreinindi Því er mikilvægt að hugsa vel um sitt hreinlæti sérstaklega þegar þú kemur inn í mötuneyti t.d. að blása varlega ryk af jakka og buxum. Við göngum vel um kaffistofur og matarherbergi.

Nýliðahandbók Elkem Ísland

Elkem vaktir

Vaktakerfi Elkem

Hjá Elkem er unnið bæði í dagvinnu og vaktavinnu. Dagvinna er að öllu jöfnu frá kl. 07:30 til 15:30 alla virka daga. Verður hér næst útskýrt hvernig vaktarkerfi Elkem virkar.

Mikill fjöldi starfsfólks vinnur á svokölluðum 5/5 vöktum þar sem unnið er fimm daga í röð, tvær dagvaktir frá kl. 07:30 til 15:30, tvær næturvaktir frá kl. 23:30 til 07:30 og tvær kvöldvaktir frá kl. 15:30 til 23:30 Á þessum vöktum starfa fimm vaktir, þ.e. A, B, C, D og E.

Vaktakerfið gengur upp á svokölluðum stuttskiptum, sem þýðir að stuttskipti er á milli vakta, frá dagvakt yfir á næturvakt og næturvakt yfir á kvöldvakt. Útskýrum aðeins betur: Þú kemur heim kl. 16:00 eftir dagvakt, þá verður þú að sofa og hvíla þig þar sem þú mætir aftur kl. 23:30 á næturvakt. Eftir seinni næturvakt kemur þú heim kl. 08:00, þá verður þú að sofa og hvíla fyrir kvöldvakt kl. 15:30. Stuttskipti geta verið erfið fyrir suma og því gott að koma sér upp venju til að ná sem mestri hvíld, að enda törnina á kvöldvakt er talið gott að geta rétt sig af fyrir fimm daga frí.

Aukavaktir

Hjá Elkem er ákveðið forrit notað sem er til þess að gefa kost á sér í aukavinnu. Þar birtist nafnalisti sem hægt er að hringja út vanti manneskju á vakt. Við köllum þetta „setja kortið sitt upp“. Það er gert þannig að þú lætur vaktleiðtoga vita hvaða daga og hvaða vaktir þú vilt/getur unnið, sem er svo skráð inn í skjalið.

Elkem Ísland

Elkem styrkir

Heilsuefling

Fyrirtækið leggur áherslu á að velferð og heilsu starfsmanna í takt við gildi fyrirtækisins og mannauðsstefnu. Markmið heilsueflingarstyrks er að hvetja starfsmenn til þess að hreyfa sig og efla líkamlega og/eða andlega heilsu á annan hátt og þar með bæta líðan.

Hægt er að sækja um heilsueflingarstyrk eftir 6 mánuði í starfi og er styrkurinn ætlaður fastráðnu starfsfólki og/eða þeim sem hafa starfað 6 mánuði eða lengur í 60% starfshlutfalli eða meira.

Umsóknum skal skilað fyrir 10. hvers mánaðar og eru styrkir að öllu jöfnu greiddir út fyrir 20. hvers mánaðar. Styrkurinn er ekki fyrir kaup á tækjum eða fatnaði. Nánari upplýsingar ásamt umsóknareyðublaði er að finna á innra netinu.

Námsstyrkur

Elkem hefur boðið uppá námsstyrki þegar það á við, þ.e.a.s Master eða Bachelor nám eða sambærilegt nám, sem gagnast bæði starfsmanni og Elkem. Ákvörðun um styrkveitingu tekur mannauðsstjóri í samvinnu með yfirmanni umsækjanda. Gera þarf grein fyrir heildarkostnaði og hvaða nám er sótt um. Námsstyrkurinn getur verið allt að 80% af skólagjöldum. Nánari upplýsingar veitir næsti yfirmaður eða mannauðsdeild Elkem.

Fríðindabanki

Við viljum bjóða starfsfólki Elkem að njóta hagstæðra tilboða í gegnum birgja fyrirtækisins. Í

fríðindabanka Elkem er að finna góð tilboð sem starfsmenn geta nýtt sér, m.a. hjá Símanum, Rubix og Íslandshótelum. Bankinn er í uppbyggingu og munu fleiri tilboð bætast við eftir því sem líður. Tilboðin eru að finna á innra netinu.

Elkem þjálfun

Þjálfun hjá Elkem er tvíþætt, bókleg og verkleg Þetta getur tekið á fyrir marga að reyna muna allt efnið sem farið er yfir þegar þjálfun á sér stað en ekki hafa áhyggjur af því, þinn þjálfari og vinnufélagar muna allir hvernig það er í byrjun og styðja við bakið á þér. Áhersla okkar er að

þjálfunin sé sniðin að þér og í góðu samstarfi við þinn þjálfara.

Allir heilir heim

Okkar mottó er allir heilir heim. Það þýðir að þú komir heim í sama ástandi og þegar þú mættir í vinnuna Í þjálfuninni viljum við að þú öðlist öryggi, sjálfstraust og fáir þann stuðning sem þú þarft Þú ert hluti af Elkem teyminu, við sýnum hvort öðru virðingu og hlustum á hvort annað. Við leitumst alltaf við að gera betur, verið því óhrædd við að spyrja ef þið eruð óviss, engin spurning er röng. Öryggi þitt er í fyrirrúmi, það að fylgja öllum öryggisreglum og nota réttan hlífðarbúnað er krafa sem við setjum.

Þjálfunarbók

Allir nýliðar hjá Elkem fá þjálfunarbók afhenta þegar þeir mæta til vinnu hjá Elkem. Þjálfunarbækur er á ábyrgð starfsmannsins og í henni er að finna allt sem þú verður þjálfaður í. Bókum skal skila að lokinni þjálfun til mannauðsdeildar. Tryggja skal að bók sé undirrituð af þjálfara og starfsmanni áður en henni er skilað. Mannauðsdeild heldur utan um skráningar á þjálfun starfsmanna. Allar þjálfunarbækur eru aðgengilegar í gæðakerfi Elkem.

Í þjálfun skipta samskipti öllu máli, mundu…

▪ að spyrja spurninga, enginn spurning er röng

▪ að segja frá ef þú skilur ekki það sem er verið að kenna þér

▪ að tala um það ef þú ert óörugg/ur í aðstæðum

▪ að láta vita ef þú vilt fá meiri þjálfun í ákveðnum verkefnum

Rambase (INIOSA) og SOP

Hér er um að ræða tvö orð sem þú átt eftir að heyra oft, Rambase og SOP.

Rambase (INOSA) er kerfi sem við notum til að halda utan um rafræna skjalastýringu fyrir gæða- og umhverfisstjórnunarkerfin. Kerfið inniheldur einnig hlutverk og hæfni fyrir hvern og einn starfsmann og gerir starfsmanni kleift að nálgast þær verklýsingar og upplýsingar sem tilheyrir starfi viðkomandi.

Þar á meðal eru verklýsingar sem við köllum SOP (Standard Operating Procedures). SOP-um er ætlað að tryggja að verk séu gerð á öruggan og réttan hátt svo rétt útkoma fáist með tilliti til gæða, tíma og kostnaðar. Einnig er SOP stuðningur þegar við erum þjálfuð upp í verkum og erum að þjálfa aðra í sömu verkum.

Hver starfsmaður hefur sinn persónulega aðgang að INOSA sem inniheldur hlutverk viðkomandi.

Hverjum og einum starfsmanni ber að lesa þau skjöl sem hafa verið skilgreind í þeim hlutverkum, með því að kvitta fyrir lestur. Með því að kvitta fyrir lestur, staðfestir viðkomandi að hann hafi lesið og skilið viðkomandi skjal og þær upplýsingar sem koma þar fram

Vinnuvélaréttindi

Í mörgum störfum innan Elkem þarf starfsfólk að hafa vinnuvélaréttindi. Elkem tryggir að slík réttindi séu til staðar og skráir nýtt starfsfólk til náms. Elkem stendur straum af kostnaði við vinnuvélanám starfsmanna sinna.

Nýtt starfsfólk án réttinda þarf að byrja að fara í gegnum bóklegt nám í vinnuvélum áður en þjálfun hefst. Í lok bóklegs náms er tekið skriflegt lokapróf. Þegar því er lokið getur starfsmaður æft sig á vélar samhliða annarri þjálfun. Bóklegu námi á að öllu jöfnu að vera lokið innan 10 daga frá skráningu.

Elkem aðstoðar nýliða sem eiga í námserfiðleikum, s.s. lesblindu, kvíða og þess háttar. Mikilvægt er að láta mannauðsdeild vita strax svo að hægt sé að tryggja stuðning í gegnum námið. Við viljum ekki að námið sé hindrun fyrir starfsmenn að starfa hjá okkur.

Eftir að starfsmaður hefur fengið þjálfun og æfingu á vinnutæki er hann skráður í verklegt próf. Slík próf eru framkvæmd á vinnusvæði Elkem og kemur matsmaður frá Vinnueftirlitinu til að framkvæma prófið. Að því loknu er hægt að sækja stafrænt vinnuvélaskírteini. Afrit af skírteini skal senda á mannauðsdeild Elkem.

Nýliðahandbók Elkem Ísland

Elkem öryggi

Vinnuaðstæður hjá Elkem geta verið krefjandi og mismunandi. Sem hluti af öryggismenningu þá gilda hjá okkur reglur þegar kemur að persónuhlífum og öryggismálum innan girðingar fyrirtækisins. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að reglurnar eru hér af ástæðu. Hættur í okkar

umhverfi eru talsverðar og því er mikilvægt að framfylgja þessum reglum. Við vinnum með það hugarfar að við tökum ábendingum um það sem betur má fara vel og þökkum fyrir ábendingar. Mörg störf hér eru þess eðlis að þau geta haft skaðleg áhrif á barnshafandi konur eða konur með barn á brjósti og gera þarf áhættuminnkandi aðgerðir fyrir þau tilfelli sem tekur mið af hverri starfsstöð fyrir sig. Konur skulu láta yfirmann sinn vita ef slíkar aðstæður eru uppi.

Notkun heyrnatóla

Hjá Elkem er ekki heimilt að nota heyrnatól við störf á verksmiðjusvæði vegna öryggis. Notkun heyrnatóla getur hindrað heyrn í vinnuvélum á svæðinu og mikilvæg samskipti milli starfsfólks.

Persónuhlífar

Í þjálfuninni átt þú að fá betri innsýn inn í hvað ber að varast, hverju skal klæðast o.s.frv. Þú skalt muna að spyrja alltaf ef þú ert ekki viss. Á vinnusvæði Elkem er skylda að nota alltaf öryggishjálm, gleraugu, öryggisskó, föðurland, langerma rúllukragabol og vinnuföt sem er merkt viðkomandi starfsmanni með nafni/merki. Þá er einnig skylda á vinnusvæði Elkem ef þú kemur keyrandi á bíl að bakka í stæði þegar þú leggur bílnum í stæði.

Rýming á svæðinu

Komi upp atvik þar sem rýma þarf svæðið eru gefin hljóðmerki um slíkt. Við rýmingu er gefið stanslaust flaut/hljóðmerki í 30 sek, hafir þú ekki hlutverk í rýmingaráætlun þá er að koma sér styðstu og öruggustu leið út úr húsi og safnast saman við Baðhúsið.

Önnur rýming getur verið vegna sprenginga í ofni eða skorsteini. Hljóðmerki eru gefin með 3 sek millibili í 15 til 20 sek, þá er gott að koma sér á öruggt svæði ef þú ert inn í ofnhúsi t.d. hvíldarrými eða stjórnstöð. Svo er gefið eitt langt flaut sirka 20 sek eftir sprengingu sem gefur til kynna að hætta sé liðin hjá. Hættan þar er helst á frákasti frá sprengingunni og að ryk falli af bitum.

Einelti og áreitni

Einelti og eða kynferðisleg áreitni er ekki liðin hjá Elkem Ísland. Einelti eða kynferðisleg áreitni er niðurlægjandi, særandi fyrir þann sem verður fyrir slíku og eyðileggur út frá sér. Upplifir þú einelti,

Nýliðahandbók Elkem Ísland

kynferðislega áreitni eða verði vitni af slíku, átt þú að leita til næsta yfirmanns, hjúkrunarfræðings, öryggisfulltrúa, trúnaðarmanns, mannauðsstjóra eða öryggistengiliðs.

Áfengi og vímuefni

Elkem Ísland er vímulaus vinnustaður. Neysla áfengis og vímuefna er stranglega bönnuð á svæðinu, eins er óheimilt að mæta undir áhrifum slíkra efna til vinnu. Verði starfsmaður uppvís að slíku

varðar það fyrirvaralausri brottvísun.

Sé starfsmaður að taka sterk lyfseðilsskyld verkjalyf sem geta haft áhrif á starfsgetu viðkomandi skal láta yfirmann vita.

Fyrstu viðbrögð

Komir þú að slysi, þá skal fyrsta aðgerð vera að tryggja aðstæður til að koma í veg fyrir frekari slys og kalla á hjálp Hringja skal svo í

112 og gefa upp hvar atvikið er, hvað gerðist, slasað fólk eða bruni, og síðast hver hringir. Síðan er að veita slasaða fyrstu hjálp.

112 kallar út viðbragðteymi Elkem sem svo tekur yfir stjórn.

Komir þú að bruna skal leitast við að hindra útbreiðslu elds með tiltækjum handslökkvibúnaði. Sé útlit fyrir að eldurinn verði óviðráðanlegur skal hringja strax í 112 og kalla út slökkvilið. Starfsfólk Elkem á aldrei að setja sig í hættu til þess að bjarga búnaði eða tækjum.

Umgengni er öryggi

Snyrtimennska er dyggð. Með því að hafa vinnusvæðið sitt í röð og reglu og ekki síst hreint, hefur mikið að segja hvernig vinnudagurinn verður með því að venja sig strax á að hafa verkfæri og önnur tól á sínum stað og fjarlæga óþarfa hluti í burtu. Það getur oft skipt sköpum ef það koma upp vandamál að geta gripið strax til rétt verkfæri ef þarf, enn að þurfa fara að leita vegna þess að verkfærið var ekki sett á sinn stað eftir notkun síðast. Það er gott að setja sér strax sem venju að halda sínu vinnusvæði hreinu og öll tól og tæki á sínum stað er öryggismál og eykur vellíðan.

Viðbragðsteymi

Hjá Elkem er viðbragðsteymi að störfum sem samanstendur af hópi starfsfólks sem er þjálfað í vettvangsstjórnun, fyrstu hjálp, slökkvistörfum og reykköfun. Komi upp slys eða bruni á svæðinu og hringt er í 112, þá er það 112 sem kallar út viðbragðsteymið auk slökkviliðs, sjúkrabíl og lögreglu ef þarf og sér þá viðbragðs teymið um fyrstu viðbrögð þar til fagaðilar koma. Það skulu vera lágmark 5 viðbragðs aðilar í hvert sinn og lágmark 2 reykkafarar.

Nýliðahandbók Elkem Ísland

Heilsugæsla Elkem

Elkem heldur uppi þjónustu fyrir starfsfólkið sitt og rekur litla útgáfu af heilsugæslu. Nokkrum

sínum í mánuði er hægt að leita þjónustu hjúkrunarfræðings og/eða læknis. Tímar þeirra eru auglýstir fyrir hvern mánuð í senn á innra neti Elkem.

Nýliðahandbók Elkem Ísland

Nýliðahandbók Elkem var gefin út í mars 2022 og endurskoðuð febrúar 2024. Hún er ætluð öllum

þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref innan fyrirtækisins.

Umbrot og hönnun: Mannauðsdeild Elkem.

Nýliðahandbók Elkem Ísland

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.