ÍSLAND - Atvinnuhættir og menning 2010

Page 34

36 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

Lífaldur starfsmanna: 21 – 30 ára 31 – 40 ára 41 – 50 ára 51 – 60 ára 61 – 70 ára

15% 33% 27% 19% 6%

Starfsaldur: <3 ár 3 – 5 ár 6-10 ár 11 – 20 ár 21 – 30 ár >31 ár

20% 31% 14% 13% 15% 7%

Lögfræðisvið – samanstendur af tveimur deildum; lögfræðideild og lögfræðiinnheimtu. Hlutverk lögfræðideildar er að veita öðrum einingum bankans alhliða lögfræðiþjónustu í samræmi við þarfir þeirra, þ.á.m. lögfræðiráðgjöf og aðstoð við samningsgerð. Hlutverk lögfræðiinnheimtu er að innheimta vanskilakröfur fyrir bankann og hefur lögfræðiinnheimta með höndum alla lögfræðiinnheimtu á hans vegum og hluta milliinnheimtu. Innri endurskoðun – veitir Íslandsbanka óháða og hlutlæga staðfestingu og ráðgjöf sem ætlað er að vera virðisaukandi og bæta rekstur bankans og félaga í hans eigu. Innri endurskoðun leggur mat á og bætir virkni áhættustýringar, eftirlitsaðferða og stjórnarhátta með kerfisbundnum og öguðum vinnubrögðum og styður Íslandsbanka þannig í að ná markmiðum sínum. Mannauðsmál – Mannauðssvið hefur yfirumsjón með starfsmannamálum og innri þróun bankans þar með talið ráðningum, starfsþjálfun, starfsþróun og launamálum. Hlutverk mannauðsteymis er að byggja upp bestu liðsheildina sem stuðlar að framúrskarandi þjónustu með hagsmuni bankans (og samfélagsins) að leiðarljósi. Markaðsmál – fer með markaðssetningu bankans á breiðum grundvelli. Undir þetta fellur vöruþróun, vefir bankans, netbanki, auglýsinga- og styrkjamál. Regluvarsla – hefur með höndum lögbundið hlutverk sem regluverði er falið með lögum um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007 ásamt reglugerðum, leiðbeinandi tilmælum FME og reglum bankans. Regluvörður hefur eftirlit með því að viðskipti starfsmanna og meðhöndlun upplýsinga og gagna séu í samræmi við reglur bankans. Regluvörður er einnig ábyrgðamaður aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Nútíminn og framtíðin Kannanir hafa sýnt að Íslandsbanki er leiðandi í þjónustu við lítil og meðalstór fyrirtæki. Framtíðarsýn Íslandsbanka er að verða númer eitt í þjónustu. Marmiðið er að skapa bankanum skýra aðgreiningu frá öðrum fjármálastofnunum, auka ánægju viðskiptavina og starfsmanna, auka tryggð og traust. Í bankanum eru unnið í 10 lykilverkefnum sem öll styðja þessa framtíðarsýn, t.a.m. að klára fjárhagslega endurskipulagningu, hagkvæmum rekstri, eignarhaldi til framtíðar, uppbyggingu trausts, vaxtartækifærum og að viðhalda bestu liðsheildinni.

Aðsetur Íslandsbanki er með höfuðstöðvar í þremur húsnæðum: Kirkjusandi, Lynghálsi 4 og Suðurlandsbraut 14. Að auki er bankinn með geymsluhúsnæði á leigu á þremur öðrum stöðum og á frá fornri tíð 2 orlofsíbúðir og 2 orlofshús. Útibú bankans eru í Reykjavík, Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi, Árbæ, Mosfellsbæ, Reykjanesbæ, Akranesi, Ísafirði (þar er einnig útibú frá þjónustuveri), Akureyri, Húsavík, Egilsstöðum, Reyðarfirði, Vestmannaeyjum og Selfossi. Ergo, fjármögnunarfyrirtæki Íslandsbanka, er á Suðurlandsbraut 14. VÍB, Verðbréfamarkaður Íslandsbanka, er á Kirkjusandi, sem og Íslandssjóðir.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.