Egla 5. tbl.

Page 1

SKÓLABLAÐIÐ EGLA

Vorönn 2016 - 4.árg - 5. tbl


Menntaskóli Borgarfjarðar Námsframboð Náttúrufræðibraut Náttúrufræðibraut – búfræðisvið Félagsfræðabraut Íþróttabraut – náttúrufræðisvið Íþróttabraut – félagsfræðasvið Framhaldsskólabraut Sérnámsbraut www.menntaborg.is

menntaborg@menntaborg.is

Sími: 433-7700


-EGLA-

SKÓLABLAÐIÐ EGLA Skólablað Menntaskóla Borgarfjarðar Vorönn 2016, 4. árg. - 5. tbl.

Efnisyfirlit

Upplag: 200 eintök. Útgefandi: Skólablaðið Egla Ábyrgðarmaður: Óli Valur Pétursson Umbrot og hönnun: Steinþór Logi Arnarsson Prentun: Svansprent

Ritstjórn Eglu bls. 4 Leiðari bls. 6 Ávarp Formanns NMB bls. 8 Ávarp Skólameistara MB bls. 9 Tvífarar MB bls. 10 Nýnemaferð NMB ­ bls. 12 Ingibjörg Melkorka - Minning bls. 13 Stúdent frá MB ræðir skólagönguna og lífið bls. 14 Heyrt á göngunum bls. 16 Leikfélagið Sv1, Benedikt Búálfur bls. 18 Myndir úr skólalífi bls. 20 Heimsókn í RÚV og Alþingi bls. 21 Stjörnuspá bls. 22 Viðtal við nýráðinn sveitarstjóra bls. 24 Goðsagnir í MB bls. 26 Árshátíð NMB bls. 28 From Egill Skallagrímsson to Frontline Science bls. 30 Barnamyndir af starfsfólki MB bls. 31 Gettu Betur bls. 32 Söngkeppni framhaldsskólanna bls. 32 Áskorendadagurinn bls. 33 Starfsbraut bls. 33 Hestahópur MB bls. 34 Fríða Frænka bls. 35 Mikilvægi líkamsstöðu bls. 36 Herra MB bls. 38 Frú MB bls. 39 Viðtal við Töru Tjörvadóttur, #égerekkitabú bls. 40 Skíðaferð NMB bls. 41 Íslenskuhorn Valmundar Zoega bls. 42 Þakkir bls. 43

RITSTJÓRN

Óli Valur Pétursson, ritstjóri Gróa Lísa Ómarsdóttir, aðstoðar-ritstýra Þóranna Hlíf Gilbertsdóttir, gjaldkeri Steinþór Logi Arnarsson, hönnuður og ljósmyndari Kristín H. Kristjánsdóttir, markaðsstjóri Alexandrea Rán Guðnýjardóttir, meðstjórnandi Dagbjört Diljá Haraldsdóttir, meðstjórnandi

GREINAHÖFUNDAR Alexandrea Rán Guðnýjardóttir Dagbjört Diljá Haraldsdóttir Eva Margrét Eiríksdóttir Gróa Lísa Ómarsdóttir Guðný Margrét Siguroddsdóttir Kristín H. Kristjánsdóttir Óli Valur Pétursson Steinþór Logi Arnarsson Unnur Helga Vífilsdóttir Þóranna Hlíf Gilbertsdóttir

3


-EGLA-

Ritstjórn Eglu... ÓLI VALUR PÉTURSSON RITSTJÓRI Þú í 3 orðum Þrjóskur, barnalegur, metnaðarfullur. Lífsmottó They Can take our lives, but they’ll never take our FREEDOM! Fyrirmynd þín Jón Páll og Batman Hvar sérðu þig eftir 30 ár? Á Tortóla með sand af seðlum eftir 15. bankahrun Íslands Afhverju bauðstu þig fram í Ritstjórn? Eftir að hafa legið andvaka nokkrar nætur í röð þá ákvað ég að taka yfir heiminn. Skólablaðið virtist vera góður byrjunarreitur.

GRÓA LÍSA ÓMARSDÓTTIR AÐSTOÐARRITSTÝRA Þú í 3 orðum Ljóshærð, gleraugu og matsalurinn... Lífsmottó Þetta er allt einn stór brandari svo hví ekki? Fyrirmynd þín Pocahontas og Tímon, geri ekki upp á milli þeirra! Hvar sérðu þig eftir 30 ár? Ennþá hér í MB að mjakast í átt að fyrirhugaðri útskrift árið 2070. Afhverju bauðstu þig fram í Ritstjórn? Bauð mig reyndar ekki fram. Ritstjóri kynnti fyrir mér áætlun um að ná heimsyfirráðum og þetta var hluti af henni. Þessar einföldu sálir eiga aldrei eftir að fatta þetta...!

ÞÓRANNA HLÍF GILBERTSDÓTTIR GJALDKERI Þú í 3 orðum Dalakona, metnaður og fullkomnunarárátta. Lífsmottó Að safna minningum en ekki hlutum. Fyrirmynd þín Ætli það sé ekki bara mamma. Hvar sérðu þig eftir 30 ár? Vonandi verð ég læknir í Reykavík. Afhverju bauðstu þig fram í Ritstjórn? Hef svo gaman af fjármálum.

4


-EGLA-

...í máli og myndum KRISTÍN H. KRISTJÁNSDÓTTIR MARKAÐSSTJÓRI

Þú í 3 orðum Gjörsamlega misskilinn snillingur. Lífsmottó Winter is coming. Fyrirmynd þín Allir þeir sem reyna að gera eitthvað gott í þessum guðsvolaða heimi eru fyrirmyndir mínar að öllu leiti. Hvar sérðu þig eftir 30 ár? Á eftirlaunum, trolollolloll!!! (já, ég er pínu eldri en aðrir í ritstjórninni). Afhverju bauðstu þig fram í Ritstjórn? Ég bauð mig víst fram í einhverju kaffisjokki á seinustu önn og gat barasta ekki bakkað með það. Nei djók! Þetta er ferlega gaman og ég hvet alla þá sem hafa áhuga á skólanum okkar og því sem er að gerast þar, að skella sér í ritstjórn Eglu. Það hefur verið mjög spennandi og skemmtileg áskorun að takast á við þetta.

DAGBJÖRT DILJÁ HARALDSDÓTTIR MEÐSTJÓRNANDI Þú í 3 orðum Góðhjörtuð, ævintýragjörn og þrjósk Lífsmottó Hakuna matata! Fyrirmynd þín Phoebe úr Friends Hvar sérðu þig eftir 30 ár? Í góðri vinnu og umkringd fólki sem mér þykir vænt um. Afhverju bauðstu þig fram í Ritstjórn? Ég var spurð hvort að ég vildi vera með og fannst þetta bara hljóma eins og skemmtilegt verkefni.

ALEXANDREA RÁN GUÐNÝJARDÓTTIR MEÐSTJÓRNANDI

Þú í 3 orðum Kettir, súkkulaði og O.C.D. Lífsmottó Happiness can be found even in the darkest of times, if one only remembers to turn on the light. - Albus Dumbledore Fyrirmynd þín Mamma klárlega. Hefur staðið sig svo vel í öllu sem hún hefur tekið sér fyrir hendur og ég er endalaust stolt af henni. Hvar sérðu þig eftir 30 ár? Vonandi búin að stofna mitt eigið fyrirtæki, komin með fullt af kisum og að springa úr hamingju Afhverju bauðstu þig fram í Ritstjórn? Var í rauninni bara gripin inn á einhvern fund og fannst þetta bara áhugavert tækifæri á að koma mikilvægum hlutum á framfæri.

5


-EGLA-

Leiðari Þá er komið að því, fimmta tölublað Eglu er komið út. Að því sögðu er þetta síðasta blaðið sem ég sit í valdastól Eglu, og nei, ég er ekki að segja af mér því að ég eða einhver nákominn mér eigi peninga á Panama. Nú er komið að útskrift og tími til kominn að leyfa næsta aðila að taka blaðið að sér. Valdatíð mín hefur verið óvenju löng, eða 2 ár, og er þetta annað tölublað Eglu sem ég ritstýri. Eins og aðrir góðir harðstjórar verður maður að vita hvenær tími manns er liðinn. Nú er kominn tími á að leyfa öðrum hungruðum blaðamönnum að taka við keflinu og halda blaðinu gangandi. Þessi tími sem ritstjóri hefur verið frábær. Áhugi minn á blaðamennsku kviknaði ekki af því að mér fannst gaman í íslensku eða gaman að því að skrifa. Sjálfur er ég lesblindur og stóð mig aldrei vel í íslensku. Áhugi minn kviknaði eftir að hafa horft á myndina Ancorman; The Legend of Ron Burgundy með Will Ferrell í aðalhlutverki. Þegar sú mynd kom út árið 2004, þegar flestir lesendur voru að stíga sín fyrstu skref á menntaveginum, vorum við 4 félagar í 9. bekk að gera okkar eigin útgáfu af fréttaþætti sem var hluti af þemadögum grunnskólans. Fyrir ykkur sem eruð að stíga ykkar fyrstu skref í MB þá er tekið viðtal við Bjarna stærðfræðikennara sem kenndi þá íþróttir. Við gerð á einum svona þætti eins og við strákarnir gerðum fékk maður fjölmiðlabakteríuna. Þegar komið var að Jólaútvarpinu árið eftir fórum við félagarnir og gerðum útvarpsþátt þar sem tekið var viðtal við Stein Ármann Magnússon og fjölmiðlagoðsögnina Boga Ágústsson. Þar var hann staðráðinn í að við værum komnir með fjölmiðlabakteríuna. Að fá svona orð frá Boga er rosalegt þegar maður er 16 ára, vona ég að mitt hlutverk geti gert það sama við þá blaðamenn sem halda Eglu gangandi þegar valdatíð minni lýkur. Blaðamennska er mikil vinna. Eins og fyrri ár leggur ritstjórnin allan sinn metnað í blaðið sem skilar þessu stútfulla og glæsilega tölublaði Eglu. Þar sem að stór hluti ritstjórnarinnar mun útskrifast á næstunni verða ákveðin kynslóðarskipti við útkomu næsta tölublaðs. Er ég handviss að komandi ritstjórn haldi heiðri Eglu á lofti. Ég þakka þessi 2 ár sem ég hef verið ritstjóri og öllu því frábæra fólki sem hefur komið að blaðinu á einn eða annan hátt og hefur átt stóran þátt í að gera þennan draum að veruleika. Takk fyrir mig og til hamingju með fimmta tölublað Eglu. Óli Valur Pétursson fráfarandi Ritstjóri

6


HÉR SKAPAR ÞÚ TÆKIFÆRI Opið fyrir umsóknir í HR til 5. júní „Ég valdi að fara í vettvangsnám þar sem ég fékk að kynnast starfi taugasálfræðings á Landspítalanum. Nú stefni ég á framhaldsnám á sviði taugasálfræði eða taugavísinda.“

Vaka Valsdóttir BSc-nemi í sálfræði

HÁSKÓLINN Í REYKJAVÍK


-EGLA-

Ávarp Formanns NMB Framhaldsskólaárin eru mikilvægur hluti af lífi margra. Og þeir vita það, sem stundað hafa nám við framhaldsskóla að þar er gott og auðvelt að eignast minningar. Minningar sem fylgja okkur alla leið á enda. En það er mikilvægt að þessar minningar séu góðar og að þær hafi jákvæð áhrif á okkur þegar við hugsum aftur til þeirra. Því getum við stuðlað að einmitt núna, þegar við göngum í Menntaskóla Borgarfjarðar. Vörumst það að flýta okkur of mikið, gleymum ekki að lífið er til þess gert að njóta þess. Það er bara eitt tækifæri, er ekki rétt að nota það tækifæri sem gefst sem best? Lærum að njóta augniblikanna sem bjóðast, upplifum þau í eigin persónu en ekki til dæmis í gegnum símana okkar. Verum líka dugleg að taka þátt í félagslífinu. Það gefur okkur meira en flestum myndi nokkurn tímann gruna. Félagslífið er óneitanlega stór þáttur í því að gera framhaldsskólaárin sem skemmtilegust og eftirminnanlegust og hefur þar nemendafélagið það gríðarlega mikilvæga hlutverk, að stuðla að góðum anda innan veggja skólans. Þannig eflir NMB samhug og stuðlar að meiri tengingu innanborðs með því til dæmis að skipuleggja viðburði, ferðir og annars konar starfsemi fyrir félaga þess. Starf NMB hefur gengið með ágætum í vetur, haldið hefur verið í hefðir sem skapast hafa síðustu ár með margskonar starfsemi en töluverð umfjöllun er um hana hér seinna í þessu blaði, má þar nefna nýnemaferðina, öflugt starf leikfélagsins, skíðaferðina, árshátíðina og vorferðina. En þó má alltaf gera betur og bæta í. Fjölmörg tækifæri liggja hér beint fyrir framan okkur. Bíða eftir að einhver komi, taki þau og gefi þeim líf. Gott félagslíf byggist fyrst og fremst á þeim sem í því taka þátt. Munum að við þurfum ekki endilega að starfa í stjórn nemendafélagsins eða öðrum ráðum til að láta gott af okkur leiða þegar kemur að félagslífinu, það getum við auðveldlega gert með því að koma okkur skoðunum og hugmyndum á framfæri. Alltaf er sá möguleiki að stofna til dæmis klúbb innan nemendafélagsins sem getur haft einhvers konar starfsemi fyrir þá sem á því hafa áhuga. Næsta vetur mun verða starfandi félagsmálafulltrúi innan skólans en það hefur ekki verið í MB síðustu ár og er það því stórt stökk fram á við fyrir félagslíf skólans og mun eflaust ekki gera neitt annað en að efla það og því ber að fagna. Að lokum segi ég við þig kæri nemandi, njóttu áranna þinna hér í MB, augnabliksins og lífsins í heild sinni. Ræktaðu sjálfan þig því aðeins þannig getur þú gefið frá þér. Steinþór Logi Arnarsson Formaður NMB

8


-EGLA-

Ávarp Skólameistara MB Með gleði í hjarta ávarpa ég lesendur Eglu, skólablaðs Menntaskóla Borgarfjarðar. Ég vil óska ritstjórn Eglu til hamingju með vandað blað sem og starfsfólki og nemendum almennt. Það er dýrmætt hverjum skóla að geta sýnt fram á faglega færni nemenda og Egla sýnir okkur sannarlega að við getum verið stolt af okkar nemendum og framlagi þeirra. Það er mjög mikilvægt að hafa skýra sýn hvað varðar menntun og einnig að hafa í huga hverjir eru raunverulegir hagsmunaaðilar menntunar. Það eru nemendur fyrst og fremst, foreldrar, starfsfólk menntastofnanna, vinnuveitendurnir (sveitarfélagið og ríkið) ásamt samfélaginu öllu. Það þarf góða samvinnu til að þróa menntamál til að menntunin þjóni einstaklingunum og ekki síður samfélaginu í heild. Í Menntaskóla Borgarfjarðar er aðallega boðið uppá bóknám sem undirbúning fyrir frekara nám. Frá upphafi Menntaskóla Borgarfjarðar hefur verið lögð áhersla á að skólinn fari ótroðnar slóðir í starfsháttum og verði í fremstu röð framhaldsskóla í uppeldi og kennslu. Samstarf er mikilvægt til að efla framboð náms og möguleika ungmenna á menntun í heimabyggð. Nú á vormánuðum hafa stjórnendur MB og FVA rætt um mögulegt samstarf um iðn- og verkgreinar. Hugmyndin er sú að nemendur geti verið lengur í heimahúsum og tekið allt bóklegt nám hér í MB en verklega áfanga í FVA á síðari stigum. Á næstu vikum hefst stefnumótunarvinna og þróunarstarf innan MB með það að markmiði að efla skólann og styrkja sérstöðuna. Inn í þá vinnu munum við sækja hugmyndir og tillögur til nemenda, starfsmanna og stjórnar skólans. Sérstaða MB er samt sem áður þónokkur. Skólinn er fámennur og persónulegur, hér eru ekki formleg lokapróf í desember og maí eins og í flestum ef ekki öllum öðrum framhaldsskólum landsins. Leiðsagnarmat MB og vörðurnar þar sem nemendur fá endurgjöf á nám sitt eru einstakar auk þess sem mikil áhersla er lögð á verkefnavinnu jafnt og þétt yfir námstímann. Einkunnarorð skólans eru Sjálfstæði – Færni – Framfarir og það hvernig við náum að laða fram þessa eiginleika í nemendum okkar er eitthvað sem við verðum ávallt að vera dugleg við að endurskoða. Nemendur bera þar mikla ábyrgð. Nemendur verða almennt að bera mikla ábyrgð. Ábyrgð á sjálfum sér sem einstaklingum og ábyrgð á eigin námi. Það er markmið okkar skólastjórnenda að ýta undir ábyrgðartilfinningu nemenda og efla sjálfstæði, frumkvæði og skapandi hugsun. Gera nemendur færari um að takast á við krefjandi viðfangsefni og með því að efla sjálfstæði og færni nemenda er stuðlað að sem mestum framförum þeirra. Aðal markmið MB verður þó ávallt að bjóða uppá metnaðarfullt og faglegt nám sem uppfyllir allar kröfur aðalnámskrár og hagsmunaaðila. Guðrún Björg Aðalsteinsdóttir Skólameistari

9


Tvífarar MB

KRISTJÁN KENNARI OG NED FLANDERS

GRÓA LÍSA OG LUNA LOVEGOOD

Að vísu skartar Kristján ekki jafn ræktarlegri mottu og Ned Flanders í augnablikinu, en hann gerði það einu sinni. Þeir félagar eru líka báðir miklir andans menn, hvor á sinn hátt. Og það er leitun að öðrum eins ljúflingum. Og þegar Kristján talar um heimspeki snemma á morgnanna, að þá heyra nemendur stundum (en bara stundum!) ekkert nema: Dang-diddly-dang-diddly-ding-dang-dong....

Ó já! Ekki nóg með að þær skarti báðar fögrum, ljósum lokkum, heldur eru þær líka báðar svona mígandi spes, með skrítna og skemmtilega sýn á lífið og tilveruna. Og hvorki Luna né Gróa pæla mikið í því hvað öðrum finnst um þessa “sérviskur” þeirra..þær eru bara þær sjálfar!

STEINUNN VALA OG DAENERYS TARGARYEN

ALMAR ÖRN OG MR. BEAN

Þarf að hafa fleiri orð um þetta? Það er ógeðslega svalt að eiga dreka og við fréttum að það vantaði staðgengil á Game of Thrones settið fyrir Dani, svo við sóttum auðvitað strax um fyrir hönd Steinunnar, því að þær eru spegilmynd af hvor annarri. Og við hjá Eglu uppgötvuðum það fyrst. Ekkert að þakka Steinunn!!!

Já ókei, Almar er kannski ekki alveg jafn þögull og Mr.Bean, en þeir eru báðir jafn miklir töffarar. Er ekki spurning að fara að fá sér jakka með olnbogabótum úr leðri og taka þetta tvífaradæmi alla leið heim? Ha, Almar?


Tvífarar MB

ÁGÚST VILBERG OG SVEPPI

ÞÓRÐUR ELÍ OG BJÖRN LOÐBRÓK

Þessir tveir sko. Léttgeggjaðir, ljóshærðir og krúttlega krullaðir. Eigum við að ræða þetta eitthvað meira? Nei, héldum ekki.

Það eru ekki aðeins líkindi með þeim. Þeir eru að öllu leiti alveg eins! Þessir meitluðu og norrænu andlitsdrættir! Þessi baráttuhugur! Þetta hár! Látið bara Dodda hafa sverð, og þá er hann eins og snýttur út úr nösunum á (pottþétt) langa-langa-langa-langa-langa o.s.frv afa sínum, kempunni Birni Loðbrók úr þáttunum Vikings.

JÓI BICEP OG WRECK IT RALPH

JÓNA JENNÝ OG KIM KARDASHIAN

Annar er að vísu algjör ljúflingur sem þekkir ekki sinn eigin styrk en hinn er...teiknimyndapersóna. En það er líka EINI munurinn!

Höfum við ekki öll lent í því að ruglast á þeim stöllum öðru hvoru. Eh jú! Ekki síst þegar að Jóna var búin að troða inn á sig púðanum fyrir leiksýninguna. En Kimmarinn kemst samt ekki með tærnar þar sem hún Jóna hefur hælana. Það er bara þannig..


-EGLA-

Nýnemaferð NMB

1. september var haldið suður á bóginn, í höfuðborgina fögru nánar tiltekið, í nýnemaferð. Hófst ferðin á stigaleik á Laugaveginum og næsta nágrenni en hann gekk þannig fram fyrir sig að hópnum var skipt í lið og var hægt að vinna inn stig með misgáfulegum aðferðum. Eftir hann var borðað og svo skundað í keilu í Egilshöllinni. Ferðin heppnaðist einkar vel og var vel sótt. Hér í kringum eru myndir úr stigaleiknum.

12


-EGLA-

Ingibjörg Melkorka - Minning Ingibjörg Melkorka Ásgeirsdóttir f. 8.mars 1998 var nemandi í Menntaskóla Borgarfjarðar síðastliðinn vetur en hún var búsett á Akranesi. Ingibjörg var í stjórn nemendafélagsins og ritstjórn síðasta tölublaðs Eglu. Hún lést 2. júní 2015. Minning Ingibjargar Melkorku lifir. Það er erfitt að lýsa Imbu fyrir fólki sem ekki þekkti hana. Flestir vilja heyra allt það góða og vita hversu æðislegt lífið hennar var en raunin er ekki sú. Imba átti mjög erfitt líf og það er margt sem ég og fleiri nánir vinir hennar vissu um hana sem er ekki eitthvað sem svona ung stelpa ætti að ganga í gegnum, eða einhver manneskja almennt. En þrátt fyrir hversu erfitt lífið hennar var þá reyndi hún alltaf að vera jákvæð og hún setti vini sína alltaf í fyrsta sæti. Hún var ótrúlega gjafmild og það var alltaf gaman að vera í kringum hana, hún var ein af bestu vinum sem ég hef átt. Það sem gerir mig mest reiða er það að lífið hennar var rétt að verða betra þegar hún dó og hún fékk ekki að upplifa það. Sögusagnir um það að hún hafi fyrirfarið sér eru ósannar og einnig þær sögusagnir um það að hún hafi verið dópisti, hún hafði aldrei gert neitt svona áður, þess vegna var þetta svo mikið sjokk. Það hefur verið frekar

algengt í hennar lífi að sögusagnir hafa gengið um hana, hversu kaldhæðnislegt að það haldi meira að segja áfram í dauða. Engin orð geta lýst þeirri tilfinningu að missa bestu vinkonu sína svona óvænt, ég myndi gera hvað sem er til að heyra hana hlæja aftur og fara með henni að kaupa kók og kit-kat. Ég mun aldrei gleyma þeim tíma sem ég fékk að eyða með henni, hversu góð hún var við mig og hversu fyndin hún var. Síðasta ár hefur verið eitt erfiðasta ár sem ég hef upplifað, að þurfa að mæta í skólan á hverjum degi og horfa á alla staðina sem við eyddum tíma saman er erfiðara en maður myndi halda. Ég man þegar hún sagði við mig að þegar hún myndi deyja þá vildi hún að Highway to Hell myndi vera spilað þegar það væri verið að jarða hana, við hlógum að því þá, nema við vissum ekki að það væri svona stutt í það. Ég hef aldrei mætt í eins fjölmenna jarðarför og hennar, það var svo mikið af fólki að það var fólk inni í safnaðarheimilinu á Akranesi að horfa á athöfnina í gegnum sjónvarp. Fólk sem þótti vænt um hana kom allstaðar frá bara til að kveðja hana í síðasta skiptið. Ég elskaði hana og ég sakna hennar á hverjum degi og held í vonina að kannski mun ég sjá hana aftur þegar minn tími kemur og ég get sagt henni frá því hversu miklu máli hún skipti hjá mörgu fólki. Unnur Helga Vífilsdóttir

13


-EGLA-

“Alltaf að koma sjálfri mér á

óvart og gera hluti sem ég hélt að ég gæti ekki gert” EVA MARGRÉT EIRÍKSDÓTTIR RÆÐIR SKÓLAGÖNGU SÍNA OG ÆVINTÝRI LÍFSINS

Ég hef alltaf átt mjög auðvelt með að læra en mér hefur aldrei þótt það neitt sérstaklega skemmtilegt. Menntaskólagangan mín var ekki mjög hefbundin. Ég er kannski heldur ekki þessi týpa sem kýs að fara þannig leiðir. En ég hóf mitt framhaldsskólanám í FVA á Akranesi á félagsfræðibraut. Eftir fyrstu önnina vissi ég ekki hvort þetta væri alveg minn stíll svo ég ákvað að fara á íþróttabraut í Framhaldsskólanum á Laugum. Það var fínt en ég fékk fljótt leið á því. Á öðru ári sótti ég um nám í MB en um áramót hafði ég alveg fengið nóg, enda búin að vera með mikinn skólaleiða síðan ég var krakki, þó svo mér hefði alltaf gengið mjög vel að læra. Ég ákvað að taka mér pásu og flutti út til Þýskalands í 7 mánuði og vann sem au pair á þýskum hestabúgarði með íslenskum hestum. Ég kom heim í lok sumars og byrjaði strax í námi við Fjölbrautarskólann í Breiðholti og tók þar einn vetur í snyrtifræði. Eftir það var ég ekki alveg viss um að það væri endilega eitthvað sem ég vildi vinna við svo ég flutti aftur heim og hóf (aftur) nám við MB í annað sinn. Ég tolldi í skólanum einn vetur en þá var ég aftur orðin hundleið á þessu öllu saman, enda vissi ég ekkert hvað mig langaði til þess að gera í framtíðinni og fannst ekki vera nein gulrót í að klára námið. Ég flutti til Reykjavíkur fór í áframhaldandi söngnám og byrjaði að vinna á hótel Hilton Reykjavík Nordica. Ég fékk fljótt stöðu sem supervisor executive lounge og var þar um tíma en það var

14

alltaf eitthvað svo mikið stuð í eldhúsinu að mér fannst ég eiga heima þar, svo ég skellti mér á samning hjá meistara á Vox veitingastaðnum á hótelinu. Eftir nokkra mánuði verknámi náði mér ungur og efnilegur draumaprins og úps.. Ég var orðin ólétt! Ég gerði mér strax grein fyrir því að ég gæti ekki verið kokkur og með lítið kríli. Ég þyrfti að hætta að láta eins og trippi, fara að taka mig aðeins saman og hugsa um framtíðina. Það var nóg komið af ævintýrum. Ég átti ekki nema nokkra áfanga eftir uppí stúdentsprófið og það vildi þannig til að þeir voru allir kenndir á vorönninni sem var að byrja. Ég skráði mig í nám í þriðja sinn í MB, enda var það alltaf skásti skólinn og kláraði þetta stúdentspróf af félagsfræðibraut sem var búið að hanga yfir mér of lengi. Ég útskrifaðist í Júní 2014, komin 6 mánuði á leið. Ég fæddi stúlku í Ágúst sem heitir Þórey Jóna og fór í fæðingarorlof um veturinn. Eftir að hafa tekið tíma með sjálfri mér og íhugað framtíðina vel og lengi ákvað ég að skrá mig í Búvísindi við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri. Fyrsta árið þar hefur verið aldeilis viðburðaríkt! Ég lenti strax í æðislegum og stórum bekk og skráði mig aukalega í áfanga í bændadeild með háskólanáminu því ég vildi taka meira verklegt. Einnig var ég beðin um að taka þátt í Ísland got talent og ég ákvað að slá til því mér hefur aldrei þótt leiðinlegt að fá athygli. Þessi vetur hefur sennilega verið sá allra allra erfiðasti og skemmtilegasti sem ég hef upplifað. Ég er alltaf að koma sjálfri mér á óvart og gera hluti


-EGLAsem ég hélt að ég gæti ekki gert. Talent ævintýrið var mjög skemmtilegt. Það tók reyndar full mikinn tíma frá skólanum en ég stórgræddi samt á þessari reynslu þó svo ég sitji uppi með 60 þúsund króna símareikning og engar milljónir til þess að borga hann. Ég lenti í 4. sæti og má örugglega vera stolt af því og minni frammistöðu því ég gerði mitt besta. Það er mjög mikilvægt að grípa tækifærin sem koma í lífinu því það er súrt að horfa alltaf til baka og hafa aldrei gert neitt fyrir sjálfan sig. Hefbundna leiðin og leiðin sem flestir aðrir fara er alls ekki alltaf sú rétta og þarf ekki að vera sú skemmtilegasta heldur. En þó maður finni sig kannski ekki alltaf alveg strax þá er allt nám gott og það er aldrei hægt að tapa á því að læra. MB var rétti skólinn fyrir mig, einhver var nú ástæða þess að ég skráði mig í hann þrisvar. Ég er virkilega ánægð með allt sem ég hef gert og stolt af sjálfri mér en ef ég ætti að nefna einhverja eftirsjá þá sé ég oft eftir því að hafa ekki tekið meiri stærðfræði. Ég reyndi að sleppa þar við eins lítið og þurfti en ég sé það núna að ég hefði átt að taka eins mikið og var í boði. En boðskapurinn með þessu hjá mér er líklega sá að stundum þarf að dýfa tánum í vatnið til að finna hvað það er heitt. Allt nám er gott og MB er klárlega lykill sem opnar svo miklu fleiri dyr og tækifæri. EME

Eva Margrét lauk stúdentsprófi af félagsfræðibraut við MB í júní 2014

limtrevirnet.is

Andlit hússins er bílskúrshurð frá Límtré Vírnet

Stuttur afgreiðslutími – uppsetningarþjónusta Söluaðili:

Aðalnúmer: 412 5300 | Söludeild: 412 5350 Aðalskrifstofa - Borgarbraut 74 - 310 Borgarnes Söluskrifstofa - Vesturvör 29 - 200 Kópavogur Netfang - sala@limtrevirnet.is


-EGLA-

Heyrt á göngunum Heyrst hefur að Eygló hyggist breyta út af vananum og fara að nota súrdeigsbrauð í langlokurnar. Mikill urgur er í nemendum vegna málsins. “Það er eins og verið sé að slíta úr manni hjartað!” er haft eftir niðurbrotnum nemenda sem vildi ekki láta nafns síns getið. Eygló neitaði að svara spurningum blaðamanns, þegar komið var að máli við hana.

Við hjá Eglu höfum áreiðanlegar heimildir eftir ýmsum krókaleiðum fyrir því að Gunnþóra eigi dágóða summu falda í skattaskjóli á Tortólu. Hættu að skúra, Gunna!! We are on to you!

Í afkimum skólans leynist ýmislegt og heyrði Egla því fleygt að starfrækt væri í leyni, MB-mafían, sem að Ísak Sigfússon stjórnar með harðri hendi. Þegar reynt var að nálgast Ísak til að fá staðfestingu á þessu, kom geðveikisglampi í augun á honum og sagði hann þetta “djöfuls lygaþvælu, enda hefði hann ofnæmi fyrir hvítum, persneskum köttum og ætti ekki einu sinni einglyrni”..... hvað sem hann átti nú við með því???

Guðrún skólameistari hefur ákveðið að ráða stöðumælavörð við MB og hart verður tekið á þeim sem leggja ólöglega eða asnalega og verði þeir uppvísir að broti, verða þeir látnir skrúbba hvert einasta salerni með tannbursta, sem og læra öll erindin í Sólarljóðum utanað..... Hver ætlar að segja Gústa? Pant ekki við!!!!

16

Eins og glöggir nemendur hafa tekið eftir, er auglýst staða íslenskukennara við skólann frá og með næstu önn. Það sem fólk vissi almennt ekki (en veit núna, afþví samfélagsþjónustan sko) er að umsóknarferlið er yfirvarp og það er nú þegar búið að ráða. Leiðinlegt fyrir hina! Egla vill vera fyrst til að bjóða Anítu Mist Mánadóttur velkomna til starfa, og sagði hún í samtali við blaðið, vera “ýkt spennt að taka viðissu! Geggt kúl að vera að fara að kenna íslensku, aþþí hún vissti að hún væri sko miklu betrari og aðrir eð´etthvað”....hérna, kannski spurning að endurræða umsóknarkröfurnar eitthvað aðeins betur? Nei, bara að spekúlera....


vilt þú hafa áhrif á nýtingu, verndun og viðhald náttúrunnar? kynntu þér spennandi nám í landbúnaðarháskóla íslands þar sem nálægðin við viðfangsefnið og kennara er í forgrunni. lítill skóli með mikla sérstöðu!

SkógfræðI- & LandgræðSLa

náttúrU- & UMHverfISfræðI

UMHverfISSkIpULag

HeStafræðI

garðyrkja & BúfræðI

BúvíSIndI

Búvísindi

hestafræði

skógfræði & landgræðsla

náttúru- & umhverfisfræði

umhverfisskipulag

framhaldsnám

starfs- & endurmenntun

Háskóli lífs & lands www.LBHI.IS | LandBúnaðarHáSkóLI íSLandS | HvanneyrI, 311 BorgarneSI | 433 5000 | LBHI@LBHI.IS


-EGLA-

Benedikt Búálfur

LEIKSÝNING VETRARINS HJÁ LEIKFÉLAGI NMB, SV1 Við kíktum með börnin (5 og 6 ára) á uppsetningu leikfélagsins Sv1 á Benedikt Búálfi eftir Ólaf Gunnar Guðlaugsson. Við fórum á allra seinustu sýninguna, svokallaða power sýningu, en þá lögðu leikararnir sérstaklega mikið í flutning og voru jafnvel í öðruvísi búningum. Skemmst er frá því að segja að bæði við og börnin skemmtum okkur konunglega! Þetta var í alla staði einstaklega flott sýning og metnaðarfull og leikarar stóðu sig hver öðrum betur. Að mati barnanna stóðu þó Baldur Snær Orrason, í hlutverki sínu sem Jósafat Mannahrellir, og Kristján Franklín Sindrason, í hlutverki sínu sem Sölvar Súri, upp úr. Og er það algjörlega að öllum hinum leikurunum ólöstuðum

Benedikt Búálfur (Alexandrea Rán) og ljósálfarnir,

Hvers vegna varð þetta leikrit fyrir valinu?

Leikritið varð fyrir valinu vegna þess að við tókum eftir stóru tómarúmi hvað varðar þjónustu við yngri kynslóðina í leiksögu Borgarbyggðar og langaði að bæta úr því. Einnig er boðskapur verksins frábær og á fullan rétt á inngangi inn í hjörtu leikhúsgesta. Með vini og jákvæðni að vopni er hægt að sigrast á öllum hraðahindrunum sem að birtast þér á lífsleiðinni.

Var uppsetning verksins umfangsmikil?

Þetta var að minnsta kosti umfangsmesta leikmynd sem ég hef tekið þátt í að gera á þeim þrem árum sem ég er búin að vera viðloðandi leikfélagið. Þetta árið settum við okkur há markmið, andinn meðal hópsins var eiginlega svolítið "go big or go home".

Höfðuð þið áhyggjur af hugsanlegum viðbrögðum barnanna við ákveðnum persónum? (Hafa ber í huga að Sölvar Súri í meðförum Kristjáns Franklíns Sindrasonar var afskaplega ógnvekjandi!)

Jósafat Mannahrellir (Baldur Snær Orrason).

Við náðum tali af Ellen Geirsdóttur, sem er formaður leikfélagsins og leikur einnig Dídí Mannabarn, og tókum hana í létta yfirheyrslu um verkið sjálft og aðdragandann að uppsetningu þess.

18

Sölvar Súri (Kristján Franklín Sindrason) og dökkálfarnir.


-EGLAAð sögn höfundar verksins var alveg dágóð prósenta af börnum sem að hlupu grátandi út þegar verkiðvar fyrst sýnt. Við höfðum vitaskuld áhyggjur af því en reyndum í raun eftir fremsta megni að skapa öruggt umhverfi fyrir krakkana og setja svolítið okkar eigin snúning á persónurnar sem að við höfðum hvað mestar áhyggjur af.

Álfadrottningin (Selma Rakel Gestsdóttir)

Hvernig fannst ykkur takast upp með sýningarnar? Eruð þið ánægð með aðsóknina?

Ég held að upp til hópa hafi fólk verið ánægt með aðsókn, enda var uppselt á hverja einustu sýningu. Sýningin fór í raun fram úr okkar björtustu vonum og við getum ekki verið annað en þakklát fyrir þann stuðning sem að samfélagið í kringum okkur hefur veitt okkur.

Hvað stóð upp úr í þessu verkefni?

Það sem stóð upp úr þessu verkefni fyrir mína Dídí mannabarn (Ellen Geirsdóttir), Daði dreki (Andi Freyr Dagsson) og Benedikt Búálfur (Alexandrea Rán). parta var klárlega að sjá gleðina á andlitinu á krökkunum sem við sýndum fyrir á hverri einustu sýningu, því þau voru jú einskonar heiðursgestir sýningarinnar. Þakklætið sem við fengum fyrir þessa sýningu er algjörlega ómetanlegt, bæði frá foreldrum og börnum.Þannig er nú það. Frábær sýning, frábærir leikarar, frábærir sviðsmenn og reddarar og síðast en ekki síst, ein mesta aðsókn í sögubókum Sv1. Það er auðvitað ekki annað hægt en að vera stoltur af þessum frábæra hóp! Við þökkum Elleni kærlega fyrir viðtalið og öllum hinum fyrir framúrskarandi sýningu. GLÓ KHK

GAGNRÝNI UNGA FÓLKSINS Geggjuð Kristjana Lind 10 ára

Ógeðslega skemmtileg! Margrét Signý 6 ára

Geðveik Jón Ingi 9 ára

Góð Magnús 9 ára

Geðveikt gaman! Lísa Camilla 5 ára

Skemmtileg Birgir 9 ára og Hrafnhildur 8 ára

Allir leikarar að lokinni sýningartörn.

19


-EGLA-

Myndir úr skólalífinu

20

S


-EGLA-

Heimsókn í RÚV og Alþingi FÉLAGSFRÆÐIBRAUT

Í nóvember fóru nemendur í uppeldisfræði í heimsókn í Ríkisútvarpið og ræddu við stjórnendur KrakkaRÚV en þar á meðal er Borgnesingurinn Guðmundur Björn Þorbjörnsson. Heimsóknin heppnaðist vel og skapaði hún miklar umræður. Að lokum var hópnum óvænt smalað í upptöku af þætti í Stúdíó A. Í sömu viku fóru einnig nemendur úr stjórnmálafræði í miðbæ Reykjavíkur. Fyrst var farið í húsnæði Vinstri Grænna þar sem Bjarki

Grönfeld, fyrrum nemandi MB og núverandi ungliði hjá VG, tók á móti hópnum ásamt Lárusi Ástmari Hannessyni, þingmanni. Einnig var átt hraðstefnumót við þingmennina Katrínu Júlíusdóttur, Elsu Láru Arnarsdóttur og Vilhjálm Árnason, auk tveggja úr ungliðahreyfingum flokkanna. Ferðinni lauk svo með skoðunarferð um Alþingishúsið auk samtals við Brynhildi Pétursdóttur, þingmann Bjartrar Framtíðar.

Jarðvinna – Vélaflutningar – Mælingar Klæðningar á vegi og plön – Húsflutningar Sólbakki 17│310 Borgarnes│Sími 430-0300│borgarverk@borgarverk.is

SLA


-EGLA-

Stjörnuspá VATNSBERINN (20. JANÚAR - 18. FEBRÚAR)

Það fyrsta sem kemur fram hér er þrjóskan. Það er sama hvað er, þú heldur fast í þitt. Sparaðu nú kraftana og viðurkenndu bara að aðrir hafa rétt fyrir sér. Þú ert í raun meiri sjóræningi inn við beinið en þig grunar. Þar sem sérviska og ópersónuleiki eru hluti af mörgum veikleikum Vatnsberans er ráðlagt að eyða sumrinu í farandsleikhúsi viðkvæmra ljóðskálda, Liljaða miðnætur skýið, en það er í samstarfi við félag íslenskra vælukjóa. Að endingu skaltu forðastu að nota skófatnað yfir sumartímann því annars muntu aldrei komast í snertingu við þinn innri mann.

FISKURINN (19. FEBRÚAR - 20. MARS)

Með vorinu komu merkir íslendingar og konur skrifuðu bréf. Dulspakt fólk var á hverju horni og þá rigndi blómum. Skáldið sem kyssti sólina hafði teflt í tvær hættur en heimilislæknirinn var einn á flótta. Draumar, sýnir og dulræna einkenndu sögur úr Biblíunni en silfurþræðir sýndu það skýrt og skorinort að misskipt er mannalán. Það er nú eins og gengur og hefur oft sést úr fylgsnum fyrri tíðar að læknamafían er sakamál aldarinnar fyrir utan bræðrabönd samtímans. Stríðs vindar munu fylgja dóttur óbyggðana, því það fýkur í sporin og þeir sem settu svip á öldina lifði í rangri veröld. Þú veist hvað ég meina, gangi þér vel!

HRÚTURINN (21. MARS - 19. APRÍL)

Tímar breytinga ganga í garð og nú veltur allt á því að þú stígir varlega til jarðar. Þú finnur gullpottinn við enda regnbogans eingöngu ef þú spilar rétt eftir reglunum. Alheimurinn kemur þeim til skila en aðeins ef þú opnar undirmeðvitundina. Gættu þess að stíga ekki á sprungur sem verða á vegi þínum um miðjan júní og ekki blikka augunum tvisvar í röð þegar bogamaðurinn er í merkúr. Megi litir vindsins fylgja þér.

NAUTIÐ (20. APRÍL - 20. MAÍ)

Andleg tenging þín við mat er aðdáunarverð en stundum gleymir þú að næra andann. Ekki geyma hann heldur í flösku, það eru víst komin lög gegn slíkri meðferð. Bjóddu honum frekar í lautaferð og takið náttúruna með. Í leiðinni skulið þið leita að þínu æðra sjálfi og jafnvel tilgangi lífsins. Leitið undir hverjum steini og bak við sér hvern hól. Hver veit nema sannleika lífsins sé að finna handan við næsta strá tilverunnar.

TVÍBURINN (21. MAÍ - 20. JÚNÍ)

Það er kannski best að byrja á að skoða nánar sálrænu hlið tvíburans. Gæti þetta þýtt að einstaklingar í þessu merki séu annaðhvort tvöfaldir í roðinu eða hafa kannski tvískiptan persónuleika? Þeir hafa allavegana fram- og bakhlið, kannski er það eitthvað… Þar af leiðandi má þess geta að þessi tími árs er sérstaklega óhentugur fyrir illgjörn ráðabrugg en mjög hentugur til að skoða myndbönd af fólki að detta eða af krúttlegum kisum. Örvæntu ekki því eftir nokkra mánuða áhorf mun einfeldni þín skína bjartar en nokkru sinni fyrr.

KRABBINN (21. JÚNÍ - 22. JÚLÍ)

Þú mátt búast við óvæntum atburðum á næstu dögum en ekki láta hrukkur gamla mannsins trufla þig því þetta mun í raun vera tákn mikillar gæfu. Það styttist einnig í það að þú þurfir að skella þér í ferðalag til að hrista veturinn af þér. Ferðaskrifstofa Bjarna & Simma bíður upp á glæsilegar ferðir til skattaskjólsparadísa á spottprís. Ekki spyrja þá um neina hluti sem þeir eru ekki búnir að kynna sér og láttu konuna hans Simma í friði, perrinn þinn! Hann borgaði skatt af henni eða hún af honum eða eitthvað!

22


-EGLA-

Stjörnuspá LJÓNIÐ (23. JÚLÍ - 22. ÁGÚST)

Júpíter virðist fylgja þér þennan mánuð og með honum er Plútó en ég sé Mikka hvergi. Þetta er nokkuð óvanaleg staða og kallar á óvenjulega atburði það sem eftir er árs, jafnvel atburði sem áður töldust ómögulegir. Ívar mun draga inn klærnar og hafa einungis eina risa lokaritgerð, fyrir utan allar hinar samt, heimspekinemendum mun takast að svara öllum ósvöruðu spurningunum og þar með verður sá áfangi lagður niður og að lokum mun siðfræði áfanginn framvegis verða kenndur aðeins fyrir kennara skólans, enda löngu komin tími til

MEYJAN (23. ÁGÚST - 22. SEPTEMBER) Það er alveg sáralítið að gerast hjá Meyjunni á næstu mánuðum, þetta er mest allt frekar svæfandi bara. Þú gætir reyndar reynt að breyta aðstæðum þér í hag en það er kannski pínu vesen. Ef þú ert tilbúin að láta á það reyna þá skaltu gera nákvæmlega eins og ég segi. Byrjaðu á því að veiða sæskrímsli og fáðu hjá því hárlokk. Saumaðu úr hárinu ættartréð þitt en það verður að ná yfir nákvæmlega 25 kynslóðir. Brenndu svo útsauminn á meðan þú þylur upp hagfræði hugtök á bæði íslensku og latínu. Ef ekkert gerist gæti það verið vegna þess að sæskrímslið litar á sér hárið svo gætt þess að huga að því í byrjun.

VOGIN (23. SEPTEMBER - 22. OKTÓBER)

Í enda þessa mánaðar munt þú verða ofsatrúi og afneita efnislegum gæðum. Sama hvernig fjölskylda þín og vinir munu reyna að sannfæra þig mun ekkert hagga þér í þeirri ákvörðun að flytjast til fjalla. Það eina sem þú munt leyfa þér er að taka með þér geitina Einar en hann mun verða þinn traustasti vinur og lífsförunautur. Saman munuð þið njóta dásemda nútímaljóðlistar og á kvöldin mun hann lesa fyrir þig á meðan þú hjúfrar þig að eldinum eða þér mun allavegana takast að sannfæra þig um svo sé. Þetta er alveg furðulega nákvæm spá.. en megi andi regnsins veita þér innblástur á för þinni og í þínum undarlegu ákvarðanatökum.

SPORÐDREKINN (23. OKTÓBER - 21. NÓVEMBER)

Ok ekki það að ég vilji móðga neinn enn… er það ekki áhugavert að þetta stjörnumerki er það eina sem er viðbjóðslegt skordýr sem lifir á ómögulegum stöðum og er nógu eitrað til að drepa fíl auk þess að geta lifað af kjarnorkusprengju? Segir það þér kannski eitthvað? Vogin er ekki að trufla neinn og bogamaðurinn er sérlega viðkunnalegur. Ljónið á reyndar sínar stundir en þar á móti á það frábæra hárdaga. Ég vil ekki vera að monta mig en ég hef hugsanlega uppgötvað orsök siðblindu, jafnvel sennilega bjargað heiminum… Ekkert að þakka, bara njóta.

BOGMAÐURINN (22. NÓVEMBER - 21. DESEMBER)

Bogmaðurinn er nú alltaf jafn indæll og heillandi. Að sjálfsögðu mun regnboginn vaka yfir þér og englar munu syngja þegar þú mætir á svæðið. Það er ekkert sem þú getur ekki og ótrúlegt að þú skulir þurfa að hanga með hinum stjörnumerkjunum þar sem þú ert greinilega langt yfir þau hafin/nn. Ekki láta þau skíta út glampann þinn með almúgakenndri nærveru sinni og haltu áfram að skína skært. Þú ert æði! Gott að ég tilheyri þessu stjörnumerki!

STEINGEITIN (22. DESEMBER - 19. JANÚAR)

Það er erfitt að snúa sér aftur að ,,venjulegu” stjörnumerki eftir að skoða spánna fyrir bogamanninn en jæja ég þarf á peningunum að halda. Reykelsi eru ekki ókeypis og hvað þá eins og efnahagsástandið er í dag. Allavegana þá er bara fullt af venjulegum hlutum að gerast hjá þér og þú hittir fullt af venjulegu fólki og þið munuð tala um venjulega hluti það sem eftir er. Flott, þá er það komið. Það er ekkert annað að gerast hjá þér nema reyndar ef þú heitir Einar, þá ættirðu kannski að setja þig í samband við einhvern í voginni. Spennandi hlutir að gerast þar.

23


-EGLA-

“Reynir að læra af einhverjum sem er betri en maður sjálfur” GUNNLAUGUR A. JÚLÍUSSON NÝRÁÐINN SVEITASTJÓRI TÓK GOTT SPJALL VIÐ BLAÐAMENNN EGLU ÞAR SEM ÞEIR KYNNTUST HONUM BETUR Gunnlaugur Auðunn er giftur Sigrúnu Sveinsdóttur lyfjafræðingi. Saman eiga þau þrjú börn: Sveinn sá elsti er búsettur í London og hefur verið það í hálft fimmta ár. Þar starfar hann sem tölfræðingur og hagfræðingur með meistaragráðu frá Oxford. Yngri strákurinn Jóhann Reynir er iðnaðarverkfræðingur og spilar handbolta með Víking. María Rún er yngsta barn þeirra hjóna en hún er læra lyfjafræði eins og móðir sín ásamt því að stunda frjálsar íþróttir með FH. „Allt mikið menntafólk“ segir Gunnlaugur og hlær.

Umhverfið sem hann ólst upp í mótaði stefnuna

Gunnlaugur ólst upp á Rauðasandi í VesturBarðastrandasýslu og átti landbúnaðurinn alltaf vel við hann. „Landbúnaðurinn var náttúrulega það sem maður kunni á og hrærðist í“. Ég hafði áhuga á því að vinna með skepnur og við búskapinn. Eftir landsprófið gamla fór Gunnlaugur ekki í skóla en á þeim tíma var ekki sjálfgefið að fara í menntaskóla. Í staðinn vann hann í tvö ár eða til átján ára aldurs á sjó og fleira . „Eftir þennan tíma áttaði maður sig á því að það þýddi nú ekkert annað en að fara í skóla, þá fer ég á Hvanneyri, fyrst í bændaskólann og held svo áfram upp í gegnum framhaldsdeildina“ þetta reyndist Gunnlaugi lykillinn að því að komast í háskólanám seinna meir.

Úr landbúnaðinum í sveitarstjórnarmálin

Eftir námið á Hvanneyri gerðist hann ráðunautur bæði á Vestfjörðum og norður í Eyjafirði en í framhaldi af því fór hann í nám erlendis. „Ég var í námi í sjö vetur í Svíþjóð og Danmörku, maður lærði bara þessa almennu landbúnaðarfræði hérna en ég fór svo þarna út og lærði landbúnaðarhagfræði og kom heim 1987“. Þegar komið var heim fékk hann starf hagfræðings hjá Stéttasambandi bænda og vann hann þar til ársins 1994 með viðkomu í landbúnaðarráðuneytinu um tíma. Þá lagði hann sveitarstjórnarmálin fyrir sig þegar hann fékk stöðu sveitastjóra norður á Raufarhöfn en þar starfaði hann til ársins 1999 að undanskildu einu ári þar sem hann fór til Rússlands í verkefni sem íslenskar sjávarafurðir voru með á Kamchatka skaga austur við Kyrrahaf. „Síðan er ég ráðinn til sambands sveitarfélaga sem sviðstjóri á hag- og upplýsingasviði og er búinn að vera þar í tæp 17 ár og nú er ég hér“ segir Gunnlaugur.

Þekkti Borgarfjörðinn af góðu einu

Aðspurður af hverju hann hafi sótt um starf sveitarstjóra í Borgarbyggð segir hann að sjálfum finnist honum sveitarstjórnarmálin mjög skemmtileg. „Þetta er fjölbreytt starf og maður tekur á ýmsu, það er eiginlega ekkert manni óvið-

24

komandi. Maður er í miklu návígi við samfélagið og maður getur haft áhrif inn í það, tekið þátt í þróun, úrvinnslu mála og svo framvegis. Það er gaman að umgangast fólk og vinna með fólki“. „Svo þekkti ég nú Borgarfjörðinn áður af góðu einu og þegar ég sá starfið auglýst í vetur tók ég bara ákvörðun að láta á það reyna og það er alltaf þannig að þegar maður fer í ákveðna vegferð er alltaf gaman að ná í mark.“ Eins og fram hefur komið hefur hann starfað í sveitastjórnarmálum í um 20 ár, bæði sem sveitarstjóri og einnig hjá sambandi sveitarfélaganna þar sam hann var í stöðugum samskiptum við sveitarfélögin í landinu. „Ég þekki þennan geira þokkalega og finnst hann mjög áhugaverður. Mæli með honum fyrir ykkur sem eruð að byrja vegferðina“ segir Gunnlaugur og hlær.

Q&A Mac eða PC? PC, þó farinn að hallast að Mac eftir að hafa lesið ævisögu Steve Jobs. Iphone eða Samsung? Iphone, er samt sagt að Samsung sé með betri myndavél. Kindur eða kýr? Pass. Pepsi eða kók? Hvorugt. Lopapeysa eða jakkaföt? Bæði. Bíltegund Ber mikla virðingu fyrir Volvo, þó ég eigi öðruvísi bíl í dag. Er það satt að það verði sett batman merki ofan á ráðhúsið? Krefst skoðunar... Nike eða Adidas? Hvorugt, ég er í asics.

Ferðaþjónustan tækifæri og áskoranir

Í Borgarbyggð er mikil uppbygging í ferðaþjónustu og finnst Gunnlaugi það vera á brennidepli í sveitarfélaginu í dag. Veitingahús rísa og mikil uppbygging. „Þetta eru kaflaskil og þetta gerir ekkert nema að vaxa. Suðurlandið er orðið fullt og menn eru farnir að horfa í aðrar áttir en þetta felur líka í sér margar áskoranir. Það verður að gera


umhverfið tilbúið til að taka á móti fjöldanum“. Er þetta stór áskorun fyrir Borgarbyggð og Vesturland í heild sinni. „Á þetta verður að horfa með jákvæðum augum, þetta eru tækifæri og áskoranir“. Í málefnum ungmenna sagði hann að það þyrfti að nýta kraftinn áhugann og sköpunargleðina það sé víða farið að halda ungmennaþing og starfandi ungmennaráð þannig að ungmennin geti tekið þátt í umræðum um ýmis mál. Það þurfi að virkja þennan hóp svo hann vilji taka þátt í umræðunni og leggja sitt að mörkum í mótun samfélagsins. „Maður verður bara að vera jákvæður og stuðla að öllu sem til framfara gæti orðið.“

Skilinn eftir á hliðarlínunni með yngri strákinn og fötin

Aðspurður hvort hann hafi hitt Forrest Gump á hlaupunum hlær hann og svarar: „Nei en ég hef verið spurður að því þegar aðrir hafi hitt mig hvort þeir hafi hitt Forrest Gump, svo það er spurning hver er Forrest Gump?“. En eins og margir vita er Gunnlaugur mikill hlaupari og á að baki mikinn feril í þeim geira. Hann segir þó að þegar hann hafi verið ungur hafi hann talið sig vita að hann væri enginn hlaupari. „Ég hljóp einhvern tímann 400 metra á héraðsmóti heima og hélt að ég myndi drepast“ en eitthvað átti það eftir að breytast. Hann segir þetta hafa allt byrjað fyrir tilviljun, kona hans Sigurlaug og eldri strákurinn þeirra hafi verið að taka þátt í skemmtiskokki í Reykjavíkurmaraþoninu en hann hafi verið eftir á hliðarlínunni með yngri strákinn og fötin. Stráknum hafi svo langað að hlaupa með og endaði það með því að þeir hlupu saman þrjá kílómetra sem hann hafi verið

mjög stoltur af að ná „það var bara langt“. Eftir það kviknaði smá áhugi hjá honum á hlaupum og hugsaði að það gæti verið gaman að taka þátt í svona af fullri alvöru árið eftir. „Þá hljóp ég 10 kílómetra og lifði það af og hljóp það í nokkur ár. Svo hálft maraþon sem ég lifði líka af og tveimur árum seinna var það maraþonið og það í nokkur ár. Þá fór mér að detta í hug að hlaupa Laugaveginn og svo 100 kílómetra, það var náttúrulega galið“. Í Borgmundarhólma í Danmörku rakst hann svo á Bandaríkjmann. „Hann heilsaði mér og spurði mig í hvernig skóm ég væri, það er víst einhver pick-up lína.“ Hann sagði Gunnlaugi frá 100 mílna hlaupi sem var hlaupið úti í Bandaríkjunum. „þetta var alveg fyrir utan sjóndeildarhringinn en skráði mig svo í það í bara svona í bríaríi og fór þá fyrst að æfa mig að einhverju marki, fór í það þarna um vorið, þetta er eitt frægasta hlaup í heimi, elsta 100 mílna hlaupið. Það gekk mjög vel, þá fór ég átta mig á því að þetta lægi fyrir mér að hlaupa löng hlaup. Svo er ég búinn að nudda í gegnum nokkur síðan, mjög gaman“

“Helstu fyrirmyndir eru þeir sem eru betri en maður sjálfur”

Að lokum var sú spurning borin upp hverjar fyrirmyndir Gunnlaugs væru. Þær eru margar eins og hjá flestum. „Maður reynir alltaf að að læra af einhverjum sem er betri en maður sjálfur í einvherju, sama í hverju það er... Ef ég get nefnt einhvern í því skyni þá er það Nelson Mandela, fyrrverandi forseti Suður Afríku“. ÓVP SLA

25


-EGLA-

Goðsagnir FJÁRSÓÐUR Í KJALLARANUM

í

MB BRESKIR HERMENN

Í kjallara Menntaskóla Borgarfjarðar leynist fjársjóðskista. Sagan segir að skólameistarar MB, núverandi og fyrrverandi, hafi sett laun sín annan hvern mánuð í þessa fjársjóðkistu. Ætti upphæðin í kistunni að vera einhverjar milljónir í dag. Hvorki Guðrún skólameistari né Kolfinna fyrrverandi skólameistari vildu tjá sig um málið.

Í seinni heimsstyrjöldinni var reiturinn sem MB stendur á braggabyggð fyrir breska herinn. Sögur fara af því að nokkrir þeirra hafi orðið úti í miklum stormi og síðar meir verið grafnir við MB. Sumir segja að hægt sé að sjá þá enn þann dag í dag labba um í kringum skólann á dimmum vetrarnóttum. Aðrir segja að þeir séu komnir inn og haldi til í stofu 205, það sé ekki að ástæðulausu að hún sé lítið notuð í kennslu.

DRAUGAR FYRRVERANDI NEMENDA Í KJALLARANUM

KLETTURINN

Við leit að goðsagnakenndu fjársjóðkistunni hafa margir nemendur týnst og aldrei fundist. Sumir segja þeir hafi farið heim og aðrir að þeir hafi týnst og séu dæmdir til að ráfa um kjallarann í leit að kistunni. Stundum heyrast öskrin þeirra niðri í Mími þar sem eftir margra ára leit hafi þeir hægt og rólega misst vitið.

Það er klettur við hliðina á Menntaskólanum og Nettó. Sá klettur er sagður vera álfahóll. Á kyrrum vetrarkvöldum þegar norðurljósin skína skært er sagt að kletturinn opnist og út komi verur svo fallegar að mannsaugað geti ekki höndlað alla þá fegurð. Sagt er að þær stundi ákveðnar keppnir, það sem við myndum kalla skauta og skíði að ógleymdri ljósadýrðinni sem á víst að vera alveg ótrúleg.

GEORGE CLOONEY

HVERFANDI MATUR Í MÍMI

Ef þú skilur eftir eitthvað matarkyns í Mími mun það hverfa þegar þú lítur undan, margir nemendur hafa orðið vitni að því að samlokur og kókómjólk og annað sem er matarkyns hefur horfið. Talið er að fyrrum nemendur steli matnum til að geta haldið leitinni áfram.

26

Silfurrefurinn George Clooney er sagður leigja skólann yfir stóran part sumars undir dulnefninu Stefen Hefferman. Hvað hann gerir í skólanum veit enginn en yfir þenna tíma er skólinn alveg lokaður og enginn fær að komast inn. Þeir sem hafa stigið inn á skrifstofu til Lilju hafa eflaust séð mynd í hilluni hennar af Clooney. Hún hefur öll þau ár sem hann hefur komið reynt að hitt á kauða til að reyna að fá mynd af þeim saman en aldrei fengið það. Kannski snýst lukka hennar þetta sumarið.


-EGLA-

27


Árshátíð NMB 2016 fór fram 3. mars í Hjálmakletti Þriggja rétta veislumatur Veislustjóri var Iddi Biddi Árshátíðarvideo og tilnefningar Ljósmyndir: Samúel Halldórsson


6


From Egill Skallagrímsson to Frontline Science Í október síðastliðið haust fór hópur nemenda MB í heimsókn í NFU menntaskólanum í Svedala á Skáni. NFU á í samstarfi við MB en þetta er í fyrsta sinn sem nemendur MB heimsækja NFU. Ferðin er hluti af verkefninu “From Egill Skallagrímsson to Frontline Science” sem felur í sér ýmis verkefni og heimsóknir. Sem dæmi má nefna heimsókn í víkingaþorpið í Fótavík á sama tíma og gerðar voru eðlisfræðitilraunir á tilraunastofu skólans í Svedala. Þá var næst-elsta safn heims í Lundi sótt heim, fræðst um blóðbaðið í Torup og sjálfbæra samfélagið í Vesturhöfninni í Malmö s k o ð a ð . Einnig var heimsókn í Sysav, sem er skánska Sorpan. Þar er 99% alls sorps endur unnið. Ferðinni lauk síðan með heimsókn í vísindamiðstöðina í Lundi.

Í vor komu síðan nokkrir sænskir nemendur í heimsókn til að halda áfram með sama verkefni. Sænsku nemendurnir fóru ásamt nemendum í MB í nokkrar skoðunarferðir um landið. Farið var í Reykholt þar sem nemendur kynntust sögu staðarins og Snorra Sturlusyni, og í þeirri ferð fóru nemendurnir líka að Hraunfossum, Barnafossi, Deildartunguhveri og upp á Grábrók. Einnig var farin ferð suður að skoða Gullfoss, Geysi og Þingvelli. Þriðja daginn var farið að Borg á Mýrum og í Landnámssetrið þar sem að nemendurnir fræddust um Egils sögu. Síðasta daginn var farið til Reykjavíkur þar sem Alþingi var heimsótt, Ríkisútvarpið, Hellisheiðavirkjun og íslensk erfðagreining. Gert er ráð fyrir að hópur nemenda úr MB fari í heimsókn til Svedala á næsta skólaári.

30

DDH


-EGLA-

Barnamyndir af starfsfólki MB Við hjá Eglu höfum safnað saman gömlum barnamyndum af flestum starfsmönnum skólans. Þekkir þú fólkið? Myndirnar eru númeraðar en nöfnin má finna á hvolfi neðst á bls. 35 á hvolfi.

31


-EGLA-

Gettu Betur Gettu Betur lið MB þennan veturinn samanstóð af þeim Katrínu Pétursdóttur, Steinþóri Loga Arnarssyni og Helgu Dóru Hólm en þess má geta að þau eru öll nýnemar. Liðið keppti fyrir hönd skólans á West Side í haust og gekk þar ágætlega auk þess sem það keppti fyir hönd nemenda gegn kennurum MB á áskorendadeginum. En í byrjun janúar hélt liðið af stað í útvarpshúsið á Efstaleiti í Reykjavík og átti þar viðureign í undankeppninni gegn menntaskólanum á Laugarvatni í en þurfti að lúta lægra valdi í þetta skiptið. Hefð er komin fyrir því að skólinn sendi lið í keppnina og mun starf getspekifélagsins vonandi eflast á komandi árum.

Söngkeppni framhaldsskólanna Söngkeppnin Baulið fór fram í febrúar en hún er undankeppni fyrri söngkeppni framhaldsskólanna. Þriggja manna dómnefnd sá um að dæma keppnina en í henni sátu Jónína Erna Arnardóttir, Jóhannes Magnússon og Sigurþór Kristjánsson. Sigurverarinn þennan veturinn var Selma Rakel Gestsdóttir. Söng hún lagið Yours eftir Ellu Henderson. Í mars fór svo fram svokölluð æfingahelgi fyrir söngkeppnina en þar var þátttakendum boðin æfing með hljómsveit, myndatöku og vinnslu, hár og förðun auk þess sem allir þátttakendur fengu framkomunámskeið undir handleiðslu Glowie en hún vann söngkeppni framhaldsskólanna árið 2014.

32

Selma tók þátt í æfingahelginni og stóð sig með prýði en komst þó ekki áfram í aðalkeppnina enda fjölmörg gífurlega flott atriði frá öðrum skólum. Reynslan mun efalaust reynast henni vel í framtíðinni.


-EGLA-

Áskorendadagurinn

Hinn árlegi áskorendadagur var haldinn í desember stuttu fyrir jólafrí. Þar öttu kappi nemendur á móti kennurum í hinum ýmsu þrautum. Þar má nefna Splong Dong, Fótbolta, Reipitog, Stígvélakast og kappát. Skemmst er að segja frá því að nemendur hömpuðu bikarnum í þetta skiptið eftir bráðabanakeppni. Dagurinn heppnaðist vel og var ágætis uppbrot á hefðbundnu skólastarfi.

Starfsbraut

Ég heiti Lárus Ingi Sverrisson og ég er á starfsbraut. Gústi og Jói eru góðir vinir mínir og mér finnst gaman að leika við lömbin í sveitinni. Ég hjálpa oft við að hugsa um hundana og að hleypa þeim út.

33


-EGLA-

Hestahópur MB

HAFNAÐI Í ÖÐRU SÆTI ÖÐRU SÆTI Á FRAMHALDSSKÓLAMÓTINU Í HESTAÍÞRÓTTUM Hestahópur MB er hópur krakka sem hafa brennandi áhuga á hestum. Ekki er nauðsynlegt að eiga hest til að vera með í hópnum, heldur er það áhuginn sem er aðgöngumiði í þennan hóp. Hópurinn fundar reglulega og í vetur voru haldnir nokkrir viðburðir. Krakkarnir fóru meðal annars á Meistaradeildina í hestaíþróttum, sem var bæði samhristingur og fræðsla. Einnig var skipulögð sýning fyrir Vesturlandssýninguna en vegna óviðráðanlegra aðstæðna var hún felld niður. Ekki stöðvar það okkur þó því nú verður aðeins lagt meira í sýninguna á næsta ári.

34

Aðal hápunktur ársins var þó þegar við sendum okkar fulltrúa á framhaldsskólamótið í hestaíþróttum. Guðný Margrét Siguroddsdóttir, Gyða Helgadóttir og Þorgeir Ólafsson fóru fyrir okkar hönd. Þau stóðu sig mjög vel og höfnuðu í öðru sæti í stigakeppninni, aðeins tveimur stigum frá sigurliðinu. Og toppaði það árangur skólans hingað til á þessu móti. Hestahópurinn hefur því haft nóg um að snúast í vetur og verður starfið vonandi ennþá skemmtilegra á næsta ári. GMS ÞHG


-EGLA-

Fríða frænka

SVARAR FYRIRSPURNUM FORVITINNA NEMENDA

HVERT FÖRUM VIÐ EFTIR AÐ VIÐ DEYJUM?

Okkur er annaðhvort troðið í kistu eða í ker. Bæði enda langt ofan í jörðu.

HVERNIG ER BEST AÐ HÆTTA AÐ DREKKA? Best er að sleppa því alveg. Að hætta þar að segja.

HVAÐ ER BESTA TÍSKUTREND 2015? Manbuns, manboobs og að vera berfættur.

ER SLÆMT AÐ HÁRIÐ SÉ BYRJAÐ AÐ ÞYNNAST Á NÝNEMA? Það fer alveg eftir á hvaða aldri nýneminn er sjáðu til.

HVERNIG SOKKAR VERÐA Í TÍSKU 2018? Ég trúi því að það að verða berfættur muni koma sterkt inn 2018.

AF HVERJU ELSKAR MIG ENGINN?

Því get ég ekki svarað en ég mæli eindregið með því að þú fáir þér kött. Nöfn kennara barnamyndunum á bls. 31 1. Noemi Cubas 2. Guðmundur 3. Gunnþórunn 4. Sigurður Örn "Sössi" 5. Jóhannes "Jói" 6. Eygló 7. Hjalti Rósinkrans 8. Veronika 9. Lilja S. 10. Anna 11. Ívar Örn 12. Guðrún Björg 13. David Hidalgo 14. Bjarni Þór 15. Helga Karls 16. Elín Kristjáns 17. Kristján 18. Agnes Hansen.

35


-EGLA-

Mikilvægi líkamsstöðu MIKILVÆGARA EN FLESTUM OKKAR GRUNAR

Þegar fólk hugsar um rétta líkamsstöðu hvarflar sjaldnast að því að það sé í rangri líkamsstöðu sjálft. Þótt ótrúlegt sé eru margir í rangri líkamsstöðu. Það er nóg að horfa bara yfir matsalinn í MB og sjá krakka hokna með andlitið grafið í símanum eða sitjandi vitlaust í stólunum. Þetta getur leitt til verkja í baki. Það er erfitt að vera í góðu líkamlegu formi án þess að vera með rétta líkamsstöðu. Hægt er að skaða hrygginn í hvert sinn sem að maður hreyfir sig eða stundar líkamsrækt ef líkamsstaðan er ekki rétt og eðlileg. Einstaklingur sem situr í marga klukkutíma á dag í skóla eða Gott getur verið að standa upp öðru hvoru þegar mikið er unnið sitjandi t.d. við tölvu. skrifstofuvinnu lítur stöðugt niður á tölvu eða stendur oftast meira í annan Verkir í baki og öxlum geta leitt til höfuðverkja og fótinn. Við það þurfa háls- og bakvöðvarnir að bera þyngd jafnvel til þunglyndis. Röng líkamsstaða kemur í veg fyrir eðlilega röðun beina, spennir vöðva og stuðlar að streitulíkamans í stað þess að hryggurinn beri þyngdina. valdandi aðstæðum eins og minnkuðu lungnarými, meiri þreytu, minna flæði súrefnis og blóðs til heilans, minni hreyfigetu, stífleika í liðum, verkja, minni árvekni og minni afköstum í vinnu. Einnig er líklegt að líkaminn eigi erfiðara með að lækna sig í slíku ástandi.

“Spennan og álagið á liðina getur ekki einungis haft áhrif líkamlega heldur einnig andlega”

Það er aug­ljóst hvaða áhrif slæm lík­ams­staða hef­ur á bakið en það sem kem­ur á óvart er að það að sitja með bogið bak hindr­ar súr­efn­is­flæði í lík­am­an­um og kem­ur í veg fyr­ir góða melt­ ingu. Þetta veld­ ur ýms­ um kvill­ um eins og stressi og orku­leysi. Orku­ leysi og stress get­ur þá vissu­lega dregið úr kyn­ hvöt og leitt til vand­ ræða í rúm­inu og því borg­ar sig að sitja beinn í baki. Rann­ sókn­ in sem leiddi þess­ar niður­stöður í ljós var fram­kvæmd í Nýja-Sjálandi og tóku 74 ein­stak­ling­ ar þátt í rann­sókn­inni. Þátt­tak­end­urnir voru látn­ir sitja annaðhvort bein­ir eða bogn­ir í baki í ákveðinn tíma og af­ leiðing­arn­ar leyndu sér ekki. Þeir sem sátu bogn­ir í baki voru með lítið sjálfs­ traust og skap­stygg­ir á meðan þeir sem sátu bein­ir í baki voru af­kasta­meiri og já­kvæðari. Á þessari mynd má sjá fjórar líkamsstöður, einungis ein er þó rétt, líkamsstaða, A. Allar hinar þrjár eru rangar.

36

ÓVP Styrktarþjálfari


Hlökkum til að sjá þig

Í HÁSKÓLABÆNUM AKUREYRI Háskólinn á Akureyri hefur sérstöðu þar sem hann býður upp á sex námsleiðir sem ekki eru kenndar í öðrum háskólum landsins en þær eru sjávarútvegsfræði, fjölmiðlafræði, líftækni, iðjuþjálfunarfræði, nútímafræði og félagsvísindi. Heilbrigðisvísindasvið Hjúkrunarfræði Iðjuþjálfunarfræði Viðskipta- og raunvísindasvið Líftækni Sjávarútvegsfræði Viðskiptafræði Hug- og félagsvísindasvið Félagsvísindi Fjölmiðlafræði Kennarafræði (leikskóla-, grunnskóla- og íþróttakjörsvið) Lögfræði Nútímafræði Sálfræði Allt nám við HA er einnig kennt í fjarnámi

unak.is


-EGLA-

Herra MB

STEINÞÓR LOGI VAR KOSINN HERRA MB FYRIR ÁRSHÁTÍÐINA VAR HANN SPURÐUR SPJÖRUNUM ÚR

Hvernig er venjulegur dagur í lífi þínu? Mjög misjafn, þessa dagana stússast ég í skólanum og verkefnum líðandi stundar á virkum dögum og fer svo heim í Dalina um helgar í sauðburð. Hver er fyrirmyndin þín í lífinu? Allt það góða fólk sem ég umgengst og les til um. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Lambalæri og tilheyrandi er sígilt. Hvernig kynntist þú Helgu? Við vorum saman í grunnskóla og duttum á hvort annað. Hver er uppáhaldskennarinn þinn? Margir góðir. Komdu með eina góða pick-up línu "Ég er búinn að týna símanúmerinu mínu, má ég fá þitt?" Hvert er stefnan tekin í framtíðinni? Það verður tíminn að leiða í ljós, ætli maður haldi ekki eitthvað áfram í námi og reyni að lifa lífinu eins vel og hægt er! Hvað gerðirðu við peningana sem frúin í Hamborg gaf þér? Stofnaði aflandsfélag á Tortóla og stakk þeim þar inn, allt samkvæmt ráðgjöf að sjálfsögðu. Hefur titillin „Herra MB“ hjálpað þér í lífinu? Þetta er þung byrði að bera, er hættur að getað farið út á götu án þess að verða fyrir áreiti en maður tekur þessu eins og hverju öðru með fagnandi hendi. Hvaða ofurkrafta myndirðu vilja hafa og afhverju? Væri meira en lítið til í að getað stoppað tímann og dundað mér við að gera það sem ég þarf að gera.

38


-EGLA-

Frú MB

HELGA DÓRA HÓLM VAR KOSIN FRÚ MB FYRIR ÁRSHÁTÍÐINA VAR HÚN SPURÐ SPJÖRUNUM ÚR

Hvernig er venjulegur dagur í lífi þínu? Ég fer í skólann, læri þegar ég kem úr skólanum svo ég þurfi ekki að eyða helginni í það, eftir það fer ég eitthvað út og svo fer ég heim um helgar og bralla eitthvað þar. Hver er fyrirmyndin þín í lífinu? Ríkarður afi minn. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Pasta og grillaðar kótilettur að hætti mömmu. Hvernig kynntist þú Steinþóri? Ég kynntist honum í grunnskóla en við byrjuðum ekki að tala saman af viti fyrr en ég var komin í 8. bekk og hann 9. Hver er uppáhaldskennarinn þinn? Sössi og Lilja. Komdu með eina góða pick-up línu "Ef þú værir kartafla þá værirðu sæt kartafla." Hvert er stefnan tekin í framtíðinni? Ég stefni að því að klára menntaskólann 2018, vinna eitthvað og fara svo í háskóla. Hvað gerðirðu við peningana sem frúin í Hamborg gaf þér? Ég keypti mér skyr og banana. Hefur titillin „Frú MB“ hjálpað þér í lífinu? Ég held ég geti ekki sagt það, nei. Hvaða ofurkrafta myndirðu vilja hafa og afhverju? Að geta farið hvert sem ég vil, þegar ég vil.

39


-EGLA-

“Þú ert svo glöð, hefði aldrei trúað því að þú værir þunglynd”

RÆTT VIÐ TÖRU TJÖRVADÓTTIR EN HÚN BERST GEGN ÞEIM FORDÓMUM SEM FYLGJA GEÐSJÚKDÓMUM Í SAMFÉLAGINU Hver ert þú? Ég heiti Tara Tjörvadóttir, ég er nemi í margmiðlunarhönnun og Samskiptum í KEA í Kaupmannahöfn, áhuga ljósmyndari, móðir, unnusta, þunglyndissjúklingur og baráttukona við þá fordóma og það tabú sem geðsjúkdómar eru í samfélaginu. Hvernig varð hugmyndin á bak við fod til? Verkefnið Faces Of Depression varð til þegar ég fann hvernig fólk sagði við mig: “Þú ert svo glöð, hefði aldrei trúað því að þú værir þunglynd”. Þrátt fyrir að hafa verið að berjast við alvarlegt þunglyndi í 12 ár að þá vissu rosa fáir í kringum af því að ég væri veik, og enginn talaði um það. Mig langaði að sýna samfélaginu að hver sem er getur veikst, hvenær sem er, og við höfum ekkert til að skammast okkar fyrir. Hvernig móttökur hefur verkefnið verið að fá? Rosa góðar. Ég kláraði að mynda 100 andlit í lok janúar og vann úr þeim video, en verkefnið er hægt að sjá á Facebook síðunni w w w. f a c e b o o k . c o m / fod-project. Ég hef verið búsett erlendis og tekið myndirnar í fríum á Íslandi, en nú er ég flutt heim svo ég mun halda ótrauð áfram. Hvert er svo framhaldið? Ég er að skipuleggja tökur í júní, fyrst í Reykjavík en fara svo víðar um landið. Einnig er ég að vinna að því að koma nýrri heimasíðu í loftið ásamt því að vera safna fyrir gerð heimildamyndar sem mun bera nafnið Depressed Nation. Endilega þeir sem hafa áhuga á að sýna sitt andlit þunglyndis geta skráð þig með að senda skilaboð á Facebook eða tölvupóst á taraosp@gmail.com, með nafni og staðsetningu!

Var auðvelt að fá fólk til að taka þátt? Fólk hefur verið yndislegt og sýnt verkefninu mikinn áhuga. Það hefur verið mun auðveldara en ég bjóst við að fá þunglynda þátttakendur. Hvað myndir þú segja við manneskju sem er ennþá á bak við grímuna? Erfiðasti hlutinn er oft að viðurkenna að maður sé veikur, það tekur mikið hugrekki og baráttan er öll uppá við þegar það skref er yfirstaðið. Byrðin af því að fela andlega sjúkdóma eru oft þyngri en baráttan við sjúkdóminn sjálfan svo ég mæli með að henda í einn #égerekkitabú status á einhverjum samfélagsmiðli. Þegar við sendum alheiminum merki um að við séum í andlegri baráttu þá tengjust við öðrum í sömu baráttu og við finnum stuðning og að við séum ekki ein. Hvert er viðhorfið almennt í samfélaginu gagnvart geðsjúkdómum að þínu mati? Fólk setur samansem merki á milli þess að vera geðsjúkur og vera í spennitreyju, og þessu þurfum við að breyta. Við erum stolt af því þegar við hugsum um líkamlega heilsu okkar, og jafn mikið stolt þarf að sína þegar við erum að huga að andlegu hliðinni. Fólk hugsar oft ekki um geðheilbrigði fyrr en eftirá, það leyfir allskonar slæmum atburðum og hugsunum að safnast upp þangað til að springur út í geðsjúkdóm, það er gríðarlega mikilvægt að hugsa um og fræðast um andlegu heilsuna okkar. Það er innprentað í okkur að hugsa vel um líkama okkar, en það er alveg jafn mikilvægt að hugsa um andlegt heilbrigði, við eigum bara þennan eina heila, pössum hann.

#égerekkitabú 40

ARG


-EGLA-

Skíðaferð NMB

Um miðjan febrúar fór góður hópur nemenda í skíðaferð norður á Akureyri. Lagt var af stað um hádegi, þriðjudaginn 16. febrúar og komið að Akureyri seinnipartinn. Var þá borðað og farið í keilu. Gist var í eina nótt og seinni dagurinn nýttur í að skíða niður brekkurnar í Hlíðarfjalli. Ferðin gekk mjög vel og var stemmingin í hópnum einstaklega góð.

41


-EGLA-

Íslenskuhorn Valmundar Zoega Já íslenskan. Hin fagra þjóðtunga okkar sem liðast áfram einsog lækur í vorleysingum og vekur upp stolt og baráttuhug meðal oss, sem eldri erum. En því miður er það svo að vort fagra mál virðist vera á hröðu undanhaldi meðal ungu kynslóðarinnar. Slettur, orðskrípi eða einfaldlega töluð engilsaxneska er eitthvað sem heyrist æ oftar á mæli þeirra sem land munu erfa, og finnst mér, undirrituðum, það miður. Ég hef því ákveðið að reyna að sporna við þessari þróun og bjóða upp á nokkur íslensk samheiti við hin daglegu orðtök sem unga fólkið okkar notar, og ber ég þá von í brjósti að þetta muni mælast vel fyrir. “Já, ég er tóts sátt/ur við að fá solid áttu í tölfræði!” gæti sem best verið hægt að umorða sem: “Já, ég er öldungis sátt/ur við að fá rammbyggða áttu í tölfræði!” Þarna voru íslenskuð orðin tóts (stytting á totally) og solid. Þið sjáið strax hversu fallegt það er að segja þetta á íslensku, án þess að merkingin tapist að neinu leiti. “Dude! Hvaddaðmeina?!” Þarna er að vísu aðeins ein sletta, en afgangurinn af setningunni er alveg jafn mikill

þyrnir í augum okkar íslenskufræðinga. Við skulum reyna aðra nálgun.. “Félagi! Hvað eigið þér við með þessu?!” Þetta kalla ég borðleggjandi. Ekki nóg með að ég hafi þýtt orðhengilinn “dude”, sem er upprunnið í amerískum brimbrettakvikmyndum, heldur hef ég einnig endurvakið þéringuna, sem var okkur svo mikilvæg hér í eina tíð. Ekki svo galið að mínu mati.. “Ég er að digga þetta!” Þessi setning lýsir einskærri ánægju, en eitthvað hefur nú þvælst fyrir viðkomandi, hinar óskrifuðu reglur um að taka ekki orð, upprunnin í ensku máli og laga þau að íslenskri stafsetningu sem og fallbeygingu. Ja fussum svei! Hvernig væri að reyna frekar að segja: “Ég er sérdeilis hrifin/n af þessu!” Aah, miklu skárra. Það er fátt betra á góðum degi en sterkt og rammíslenskt lýsingarorð. “Ég er svo fokkin búin áðí!” Þarna kemur aftur hin hvimleiði fallbeygingardraugur, ásamt leiðinda styttingu, sem lýsir engu öðru en leti, þegar kemur að því að tala kjarngóða og fagra íslensku. “Ég er ákaflega þreytt/ur og hef eigi orku í meira!” Það tekur að vísu aðeins lengri tíma að segja þetta, en við erum nú bara að tala um 1,3 sekúndubrot. Ég reyndi það sjálfur.. “Sjiiiiiitt, hvað ég meika ekki þessa gellu!!” Æ, æ og ó! Mikið óskaplega verkjaði mig í hlustirnar þegar að ég varð áheyrandi að þessu. Ekki nóg með að enn og aftur sé verið að íslenska engilsaxnesk orð með fallbeygingu, heldur var forkunnarfagurri snót líkt við líkamshluta fisks! Hvert er heimurinn að fara, spyr ég nú bara? “Rækallinn, hvað þessi unga stúlka gerir mig langþreyttan og argan!” Svona nú drengir, segið þetta með mér, allir í kór! Við vitum allir að Evudætur geta verið þreytandi, en jafnframt eru þær nú alveg yndislegar líka. Reynum að tjá óánægju okkar á kjarnyrtri íslensku. “Dúddinn beilaði algjörlega á mér! Ég er fokk brjáluð!”. Ég hef þessi orð eftir ungri stúlku sem hafði lent í því leiðinda atviki að vera svikin í tryggðum, þ.e að ungi maðurinn lét hjá líða að mæta á fyrirfram ákveðið stefnumót þeirra. En hér er aftur tekin þessi leiðinda Ameríku nálgun. Við skulum í öllum bænum reyna að segja eitthvað á þessa leið: “Drengurinn sveikst algerlega um að mæta á settum tíma! Ég er afskaplega reið!” Látin er í ljós megn óánægja en á fögru máli. Breyting til batnaðar, og vil ég einnig nota tækifærið og biðja ungu stúlkunnar afsökunar fyrir hönd þessa drengstaula. Svona framkoma er að öllu leiti ólíðandi!

42


-EGLA-

Þakkir RITSTJÓRN SKÓLABLAÐSINS EGLU VILL KOMA FRAM SÉRSTÖKUM ÞÖKKUM TIL EFTIRFARANDI AÐILA: KRISTJÁNS G. ARNGRÍMSSONAR KENNARA FYRIR PRÓFARKARLESTUR Á ÖLLU BLAÐINU SKRIFSTOFU MENNTASKÓLANS OG SAMÚELS HALLDÓRSSONAR FYRIR AFNOT AF MYNDUM Í BLAÐIÐ SKÓLAMEISTARA, KENNARA, FORELDRA OG NEMENDA FYRIR AÐ SÝNA NÝJU BLAÐI ÁHUGA AUGLÝSENDA, ÁN ÞEIRRA VÆRI ÚTGÁFA BLAÐSINS ÓMÖGULEG GREINAHÖFUNDA OG VIÐMÆLENDA, ÞÁ SÉRSTAKLEGA TIL: EVU MARGRÉTAR EIRÍKSDÓTTUR GUNNLAUGS AUÐUNAR JÚLÍUSSONAR TÖRU ASPAR TJÖRVADÓTTUR FYRRI RITSTJÓRNA BLAÐSINS OG SÉRSTAKAR HEILLAÓSKIR TIL KOMANDI RITSTJÓRNA ALLRA ANNARRA SEM Á EINN EÐA ANNAN HÁTT LÖGÐU HÖND Á PLÓG SÍÐAST EN EKKI SÍST FÆRÐ ÞÚ KÆRI LESANDI ÞAKKIR FYRIR AÐ HAFA LESIÐ SKÓLABLAÐIÐ EGLU! VIÐ VONUM AÐ ÞÚ HAFIR NOTIÐ ÞESS AÐ FLETTA Í GEGNUM AFRAKSTUR ALLRAR ÞEIRRAR VINNU SEM ÞETTA BLAÐ HEFUR VERIÐ!

Takk fyrir okkur! 43


Mótaðu þína framtíð á Bifröst Kynntu þér spennandi, framsækið námsframboð og kennsluhætti Háskólans á Bifröst í einstöku námsumhverfi. Við bjóðum upp á hentugar íbúðir á hagstæðri leigu, leikskóla og góðar samgöngur við nálægan grunnskóla. Verslun, kaffihús og veitingastaður á staðnum ásamt líkamsrækt og persónulegri nánd við samnemendur og starfsmenn skólans.

Viðskiptasvið

Félagsvísindasvið

Lögfræðisvið

Viðskiptafræði - BS • með áherslu á markaðssamskipti • með áherslu á ferðaþjónustu • með áherslu á þjónustufræði

Heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði - BA Miðlun og almannatengsl - BA Byltingafræði - BA

Viðskiptalögfræði - BS Viðskiptalögfræði með vinnu - BS Lögfræði - ML

Háskólagátt

Undirbúningur fyrir háskólanám

Allt grunnnám á Bifröst er einnig kennt í fjarnámi. Nánari upplýsingar á bifrost.is

- hvar sem þú ert og hvert sem þú stefnir


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.