Page 1


Skólablaðið Egla Skólablað Menntaskóla Borgarfjarðar Haust 2012, 1. árgangur 2. tbl. Upplag: 300 eintök Útgefandi: Skólablaðið Egla Ábyrgðarmaður: Bjarki Þór Grönfeldt Gunnarsson Umbrot og hönnun: Tinna Sól Þorsteinsdóttir Prentun: Prentmet Vesturlands

Ritstjórn Bjarki Þór Grönfeldt Gunnarsson, ritstjóri Íris Ragnarsdottir Pedersen, aðstoðarritstýra Eyrún Baldursdóttir, gjaldkeri Bárður Jökull Bjarkarson, markaðsstjóri Arnar Þórsson, vefsíðu- og greinastjóri Tinna Sól Þorsteinsdóttir, aðalhönnuður Dagbjört Birgirsdóttir, ljósmyndari Rúnar Gíslason, meðstjórnandi

Greinahöfundar Jóhanna Marín Björnsdóttir Kolfinna Jóhannesdóttir Lilja Hrönn Jakobsdóttir Ólafur Þór Jónsson Pétur Már Jónsson Stefnir Ægir Stefánsson Styrmir Már Ólafsson

Blaðamenn Arnar Þórsson Bjarki Þór Grönfeldt Gunnarsson Eyrún Baldursdóttir Íris Ragnarsdóttir Pedersen Rúnar Gíslason Tinna Sól Þorsteinsdóttir

Efnisyfirlit Frá ritstjórn Leiðari Ávarp formanns NMB Ávarp skólameistara „Íslensk tunga er límið sem heldur okkur saman“ Vettvangsferð í stjórnmálafræði Fríða frænka Stjörnuspá „Ég er alveg fáránlega góður í að fá fólk til að líka illa við mig“ „Þjálfarar gera engan að atvinnumanni“ Hann er einn af þessum stóru ... sem í menntaskólann fóru Viðtal við Ben Stiller Ljósmyndir frá Arnóri Orra Stefnir Chan í Tokyo „Allt við hestamennsku heillar mig“ „Þetta er vinna alla daga“ Stúdentaannáll 2012 Hvar er Valla? Stefna á dansnám í útlöndum Úr MB í HR Dishonored „Ég er náttúrulega svo kúl að ég geri aldrei neitt vandræðalegt“ Tvífarahorn Ferðalög eftir stúdentinn Lagði mikið inn í reynslubankann MB-stúlkan Þakkir

bls. 4 bls. 6 bls. 7 bls. 8 bls. 10 bls. 13 bls. 14 bls. 15 bls. 16 bls. 18 bls. 20 bls. 22 bls. 24 bls. 26 bls. 28 bls. 30 bls. 31 bls. 34 bls. 36 bls. 39 bls. 40 bls. 42 bls. 44 bls. 46 bls. 49 bls. 50 bls. 51


Bjarki Þór Grönfeldt

Íris R. Pedersen

Ritstjóri

Aðstoðarritstýra

Eyrún Baldursdóttir

Bárður Jökull Bjarkarson

Gjaldkeri

Markaðsstjóri

Arnar Þórsson

Tinna Sól Þorsteinsdóttir

Vefsíðu- og greinastjóri

Aðalhönnuður

Dagbjört Birgisdóttir

Rúnar Gíslason

Ljósmyndari

Meðstjórnandi


3,3$5?7%:$f6ß$f

VELKOMIN Í HÁSKÓLA ÍSLANDS

YFIR 400 NÁMSLEIÐIR Í BOÐI

Spennandi nám og öflugt félagslíf í háskóla í fremstu röð. www.hi.is


Leiðari Segja má að nýr kafli hafi hafist í skólalífi Menntaskóla Borgarfjarðar með tilkomu Skólablaðsins Eglu síðastliðinn vetur. Nú þegar annað tölublaðið er komið í dreifingu er hefðin komin á legg og ekki verður aftur snúið. Þeir sem á eftir okkur koma og taka við keflinu verða að halda hefðinni á lofti um útgáfu blaðsins einu sinni á önn. Skólablað er mikilvægur liður í því að veita stjórn skólans aðhald og útgáfu þess fylgir mikil ábyrgð. Blað sem þetta er því nauðsynlegur vettvangur skoðana skipta í hverjum framhaldsskóla, sem og öllum öðrum menntastofunum. Skólablað verður að vera gagnrýnið en jafnframt sýna fram á skoplegar hliðar málanna og dansa á línunni, annars stendur það ekki undir nafni. Það er því von mín að þetta tölublað beri einkenni góðs skólablaðs; það hafi skemmtanagildi, sé gagnrýnið og óvægið og veki fólk til umhugsunar. Skólablaðið Egla er þó bara einn liður í hinu góða félagslífi sem í MB er. Nemendafélagsstjórnir síðustu ára hafa verið mjög virkar og setið við góðan orðstír. Í raun er ótrúlegt hve mikið hefur komist í verk í skóla sem telur aðeins rétt rúmlega 150 nemendur, sem flestir standa aðeins við í þrjú ár. Það er því áhyggjuefni hve lítil aðsókn hefur verið úr sveitum Borgarfjarðar, og virðist sú þróun síst vera að breytast. Sú persónulega þjónusta og góða menntun sem MB veitir er ekki sjálfsögð í heimabyggð, og því er ótrúlegt hve margir leita langt yfir skammt. Í Menntaskóla Borgarfjarðar er enginn nemandi bara kennitala í skráningar kerfinu. Ferskir vindar hafa undanfarið blásið í stjórn skólans og við hinar hefðbundnu félagsfræða- og náttúrufræðibrautir hafa nú bæst íþróttasvið og búnaðarsvið í samstarfi við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Einnig hefur verið rætt um mögulegt samstarf við Háskólann á Bifröst. Þá hefur nemendum einnig verið gefinn möguleiki á að velja á milli spænsku og þýsku sem þriðja tungumáls, sem er til mikilla bóta. Þetta eru allt saman spennandi breytingar sem glæða námið í MB nýju lífi. Hinar nýju brautir koma til móts við mun fleiri en hefðbundnu brautirnar tvær og auka fjölbreytnina. Það er rétt að bensíndropinn kemur ekki vel við pyngju fólks sem býr í dreifbýli um þessar mundir. Það veit ég af persónulegri reynslu. Kostnaðurinn við keyrslu er mjög mikill, en bliknar þegar hann er borinn saman við uppihald fjarri heimahögum. Ýmsir kostir vega því upp á móti. Nýtilkomnir nemendagarðar við MB verða vonandi til þess að fleiri líti á skólann sem valkost. Allt það góða fólk sem í sveitunum býr þarf að taka þátt í að virkja menntaskólann enn frekar. MB stendur ekki fyrir Menntaskólann í Borgarnesi heldur fyrir Menntaskóla Borgarfjarðar. Því verða Borgfirðingar að sameinast um að hlúa að og styrkja menntaskólann sinn, sem er nú hinn eini sanni hornsteinn í héraði. Til hamingju með haustblað Skólablaðsins Eglu 2012! Bjarki Þór Grönfeldt, ritstjóri

Leiðari ritstjóra

6


Ávarp formanns NMB Á þeim tíma sem ég var að klára seinasta árið mitt í grunnskóla fór ég að horfa til framtíðar. Hvert vildi ég fara? Hvað vildi ég verða? Mikilvægasta spurningin fyrir mér var hvar ég ætlaði að vera. Þetta brann á mér í langan tíma áður en ég komst að niðurstöðu. Ég ætlaði að vera hérna heima í Borgarnesi og fara í Menntaskóla Borgarfjarðar. Því sé ég ekki eftir. Frábær skóli, raunhæfar kröfur eru gerðar til manns, kennarar eru vel menntaðir og yndislegir og skólastjórnendur og starfsfólk er upp til hópa frábært fólk sem vill manni allt gott. Þegar ég velti fyrir mér hvað ég ætlaði að gera þá þurfti ég smá íhugun áður en ég komst að þeirri niðurstöðu að ég ætlaði mér að verða kennari. Það getur auðveldlega náð yfir nánast alla þá hluti sem mér þykja skemmtilegir og vitur maður sagði eitt sinn að ef þú finnur þér vinnu sem þú hefur unun af, þá muntu aldrei þurfa að vinna einn einasta dag í lífi þínu. Því lífið snýst ekki um peninga eins og margir halda. Ef við verðum svo upptekin af því að eignast peninga missum við af lífinu. Áður en við vitum af erum við komin á eftirlaun og sjáum eftir þeim tíma sem við hefðum átt að eyða með fjölskyldu okkar og vinum. Skemmtun þarf ekki að kosta mikið, því lífið er fullt af nautnum sem kosta okkur ekki krónu. Að spjalla við vini og ættingja, leggjast niður og njóta sólarinnar eða að leggjast út í snjóinn á köldum vetrarkvöldum og líta upp í heiðskíran, stjörnubjartan himininn og njóta íslenskrar náttúru upp á sitt besta. Sjálf þekki ég fólk sem hefur unnið frá unglingsaldri en veit ennþá ekki hvert draumastarf þess er. Móðir mín sagði eitt sinn við mig „Þú ert mjög heppin að vita hvað þú vilt verða. En það getur nú samt alltaf breyst. Sjáðu mig, ég er komin yfir fertugt og ég veit enn ekki hvað ég vil verða þegar ég orðin stór.“ En mitt svar var að hún gæti gert allt sem hún vildi og hefði nægan tíma til að velta því fyrir sér - enda ætti hún langt í land með að verða stór. Það að finna starf sem manni þykir skemmtilegt eru forréttindi og aldrei skal taka því sem gefnu því margir vinna vinnu sem þeir þola ekki og dregur úr þeim allan þrótt. Því segi ég við ykkur að peningar skipta ekki öllu máli, heldur eru það þið sjálf sem skiptið máli. Sinnið ykkur fyrst á undan öðrum, því ekki er hægt að hjálpa öðrum þegar þú getur ekki hjálpað sjálfum þér. Nú þegar ég skrifa þetta átta ég mig á því að maður þarft ekki alltaf að ákveða hvað maður vill gera í framtíðinni heldur er allt í lagi að fylgja straumnum. Straumurinn ber þig á ótrúlega staði með helling af ókunnugu fólki. En þetta þarf ekki að vera ókunnugt fólk. Ókunnugir eru aðeins einu handabandi frá því að verða vinir. Sjálf er ég umkringd mögnuðu fólki. Fólki sem leggur mikið á sig til að sjá um sig og sína. Fólki sem reynir að vera allt sem það getur, vera besta útgáfan að sjálfu sér eins og mögulega er hægt. Það er svarið sem ég var að leita að í lok 10. bekkjar, ég veit hver ég vil vera. Ég vil vera besta mögulega útgáfan af sjálfri mér. Ég vil vera Lilja Hrönn í besta veldi. Já, ég bjó til veldi. Mitt ávarp, mínar reglur. Allir hafa mismunandi hluti að færa heiminum. Ef þú neitar að láta í þér heyra ert þú að svipta heiminn þeim forréttindum að heyra þína einstöku rödd. Þá rödd sem aðeins þú hefur, enginn, nokkurn tímann, mun hafa þessa sömu rödd. Segðu þína skoðun, mér er sama hvort það sé um stjórnmál eða hvaða sælgæti þið vinirnir ættuð að kaupa til að borða yfir lélegu gamanmyndinni sem þið voruð að kaupa. Aðalmálið er að láta í sér heyra, ræskja sig og láta aldrei nokkurn tímann þagga niður í sér. Þér getur liðið eins og enginn heyri, en þú skal halda áfram, því fólk heyrir meira en það viðurkennir. Hundsaðu efasemdarmenn og þá sem ekki styðja þig í þínum draumum, stattu á þínu. Því þín rödd er einstök og þú átt aldrei að skammast þín fyrir skoðanir þínar. Með að hlusta á aðra og aðrir hlusta á þig ert þú að víkka þinn sjóndeildarhring á meðan aðrir gera hið sama. Til þess er lífið, til að upplifa hluti. Þeir eru misgóðir en þeir móta þig, mynda þín ör, þín bros og þínar minningar, það er óhjákvæmanlegur hluti af lífinu. Njótið lífsins, verið þið sjálf, kynnist nýju fólki, upplifið nýja hluti en gleymið aldrei fyrsta skóladeginum ykkar. Ykkar kann að þykja þetta undarlegt en þar mættuð þið í skólann með hnút í maganum og vilduð helst ekki sleppa foreldrum ykkar og ganga inn í stofuna. Þetta voru kaflaskipti. Í kjölfarið fylgdu 10 súrsæt skólaár sem við munum aldrei gleyma. Að þeim loknum kvöddum við bekkjarfélaga okkar með sama trega og neitaði að sleppa hendi foreldra ykkar 10 árum áður. Breytingar geta oft verið erfiðar, en þá skuluð þið muna eftir þessum kaflaskiptum sem urðu á byrjun og enda grunnskólagöngu ykkar. Byrjunin segir oft ekkert um lokin. Í einni af mínum uppáhaldsbókum er sagt; öll endalok eru einnig upphöf, við vitum það bara ekki á þeim tímapunkti. Framtíðin bíður okkur, því segi ég drífið ykkur áfram, gerið það sem ykkur langar að gera og látið heiminn heyra ykkar rödd. Því þið gætuð ekki aðeins verið að bjarga ykkar rödd, heldur gefa öðrum kjark til að hækka sína. Breytið heiminum, því þið getið eins mikið og þið ætlið ykkur. Lilja Hrönn Jakobsdóttir

7

Ávarp formanns NMB


Ávarp Skólameistara Menntun á 21. öld Örar og miklar tækniframfarir gera að verkum að störf breytast hraðar en áður og því þurfa skólar að leggja áherslu á að nemendur tileinki sér stöðuga þekkingarleit. Í stað kennslu sem byggir að mestu á miðlun þekkingar þá hefur áherslan færst á að þjálfa nemendur í að afla sér þekkingar.

Sköpun og nýbreytni Margar þjóðir heims hafa velt fyrir sér hvers konar þekkingu og hæfileika sé mikilvægast að rækta á 21. öldinni til að undirbúa nemendur sem best undir þátttöku í samfélögum sem einkennast af fjölbreytileika, tækni, nýsköpun og alþjóðavæðingu. Á alþjóðlegri ráðstefnu sem haldin var í mars 2012 á vegum bandaríska menntamálaráðuneytisins, OECD og alþjóðasamtaka kennara veltu menn m.a. fyrir sér hvers konar hæfni ungt fólk þyrfti á að halda í heimi sem einkennist af örum breytingum og þá hvaða færni kennarar þyrftu að búa yfir til að miðla þeirri hæfni sem best. Þar kom fram sérstök áhersla á sköpun og nýbreytni sem færniþætti 21. aldar og að skólar þurfi að hvetja til sköpunar og nýbreytni meðal nemenda í öllum námsgreinum ekki bara listgreinum. (OECD, 2012).

Lykilhæfniþættir í aðalnámskrá 2011 Íslenskt samfélag hefur ekki farið varhluta af þeim breytingum sem einkenna alþjóðasamfélagið. Það eykur kröfur til okkar sem störfum að skólamálum að aðstoða nemendur við að undirbúa sig sem best undir frekara nám og þátttöku í atvinnulífi. Í aðalnámskrá framhaldsskóla (2011) koma fram markmið um lykilhæfni nemenda á níu sviðum að námi loknu. Nemendur þurfa að þekkja eigin námshæfni, styrkleika og veikleika og hafa trú á eigin getu. Nemendur þurfa að gera sér grein fyrir ábyrgð á líkamlegu heilbrigði og mikilvægi þess að leggja rækt við heilbrigða lífshætti. Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar er hæfni sem felur í sér að gera eitthvað nýtt eða endurbæta það sem til staðar er. Menntun til sjálfbærni, lýðræðis- og mannréttinda miðar að því að nemendur verði færir um að taka þátt í að móta samfélagið og öðlast hugsjónir til að beita sér fyrir. Nemendur skulu ennfremur öðlast hæfni í læsi í víðtækum skilningi, kunna erlend tungumál, þekkja menningu annarra þjóða og vera læs á tölur og upplýsingar.

Rödd nemenda Nemendur eru sá hópur sem verður fyrir mestum áhrifum af menntastefnu hvers tíma. Nemendur búa yfir mikilli þekkingu á skólastarfi og því er mikilvægt að hlusta á raddir þeirra. Þetta er undirstrikað í menntastefnu stjórnvalda þar sem þættir eins og lýðræði og jafnrétti skulu vera sýnilegir í öllu skólastarfi. Thomas Holsten Leren(2006) byggir á reynslu sinni þegar hann skrifar um sýn nemenda á þátttöku í þróun skólastarfs og áhrif á eigin námsumhverfi. Hann fjallar um áhrif þess að eiga hlut að máli. Það að gefa nemendum tækifæri til að hafa skoðanir á hvaða kennsluaðferðum er beitt til að nálgast námsefnið virkar sem hvatning og eykur ábyrgð nemenda á eigin námi. Að hans mati er aðkoma nemenda að nefndum og ráðum sem varða stjórnun skólans mjög mikilvæg. Nemendur búa yfir mikilli þekkingu á skólakerfinu, þeir vita hvar áhugi þeirra liggur og hvaða aðferðir henta þeim best í námi.

Ávarp skólameistara

8


Þjóðfundur MB Í maí sl. var haldinn nokkurs konar þjóðfundur með nemendum og starfsmönnum Menntaskólans. Nemendur og starfsmenn ræddu saman í hópum málefni skólans að eigin vali og hvað mætti gera til að bæta skólann. Margar góðar og fjölbreyttar hugmyndir komu fram. Má þar nefna umræðu um fleiri valáfanga, að lífga upp á veggi skólans, hljómsveitaraðstöðu, aukna tölvunotkun á áföngum skólans og nýjungar í mötuneyti. Nú á haustdögum hefur verið hafist handa við að vinna úr þessum hugmyndum í samvinnu við Nemendafélag skólans og ætti árangur fljótlega að verða sýnilegur. Menntaskóli Borgarfjarðar er lítill og persónulegur skóli. Nemendur hafa gott aðgengi að stjórnendum skólans og koma víða við í ákvarðanatöku. Ein mín besta reynsla eftir rúmt ár í starfi sem skólameistari er samstarf við nemendur. Fundir með nemendum hafa haft mótandi áhrif á daglegt starf sem og þróun skólanámskrár. Rödd nemenda í ákvarðanatöku við þróun skólastarfs er ekki val heldur mikilvægt tæki í heilbrigðu og lýðræðislegu skólastarfi. Ég óska ritstjórn Eglu til hamingju með vandað og efnismikið skólablað. Heimildir

KOLFINNA JÓHANNESDÓTTIR skólameistari

Leren. H. L. (2006). The importance of student voice. International Journal of Leadership in Education. 9, 363-367. OECD. (2012). Preparing Teachers and Developing School Leaders for the 21st Century: Lessons from around the World. Sótt 12. september 2012 af http://dx.doi.org/10.1787/9789264xxxxxx-en

Myndir úr félagslífinu

9

Myndir úr Félagslífinu


„Íslensk tunga er límið sem heldur okkur saman“ Viðtal við Vigdísi finnbogadóttur, fyrsta lýðræðislega kjörna kvenforseta Íslands.

Feril Vigdísar Finnbogadóttur þarf varla að rekja fyrir nokkru mannsbarni hérlendis, og sumstaðar erlendis er það einnig algjör óþarfi. En það að standa á dyramottunni hjá henni og bíða þess að kalli bjöllunnar verði svarað er sérkennileg tilfinning sem torsótt er að lýsa. Þann heiður hlutum við undirritaðir á sólríku síðdegi í miðjum september. Sekúndurnar líða og Vigdís kemur til dyra, býður okkur velkomna og margblessaða og hleypir okkur inn. Hún vísar okkur inn í stofu til sín, sem er bæði björt og stór og skreytt fallegum húsgögnum. Það fyrsta sem Vigdís ber upp er það hvernig okkur hafi dottið í hug að biðja hana um viðtal, hún hafði haldið að allir hefðu gleymt sér. „Það er svo fljótt að fenna í sporin,“ segir Vigdís. „Mér finnst fólk úti í löndum oft á tíðum muna betur eftir mér.“ En þess má geta að Vigdís hafði um morguninn fengið heiðursmedalíu dönsku akademíunnar kennd við rithöfundinn Karen Blixen.

Ætlaði að verða skipstjóri Við byrjum á því að spyrja Vigdísi um hvað hana hafi sem barn langað til að verða þegar hún yrði fullorðin, og því var auðsvarað: „Ég ætlaði að verða skipstjóri, af því að mig langaði svo að sjá heiminn. Svo var mér sagt að ég gæti ekki orðið skipstjóri af því að ég var stelpa. Þetta var á þeim tímum þegar ekki var talið að stelpur gætu orðið vélstjórar, skipstjórar, flugstjórar og svo framvegis. Nú er þetta allt komið. Nú þykir ekki tiltökumál að stelpa sé flugstjóri.“ Á meðan Vigdís lét sig dreyma um að verða skipstjóri gekk hún í Landakotsskóla, sem þá var kaþólskur. „Móðir mín hafði gengið í Landakotsskóla og valdi þann skóla sérstaklega fyrir okkur börnin sín því henni þótti hann svo góður. Skólinn var þá rekinn af dönskum nunnum og í gegnum þær lærðum við meira af

Viðtal við fyrrum forseta

erlendum tungumálum en almennt voru kennd í barnaskólum þess tíma.“ Eftir barnaskóla gekk Vigdís í Menntaskólann í Reykjavík. Hún segir að skólabragurinn á þeim tíma hafi verið góður og sé líklega sá sami í dag. „Unglingar eru alltaf unglingar. Þó að komnar séu tölvur og samskiptin meira í gegnum þær heldur en var þá höfðum við samt símann og hittumst mjög mikið og ræddum málin. Ég á mjög góðar minningar frá menntaskólaárunum.“

„Vigga hleypur þetta“ „Ég var virk í félagslífinu af því ég var svo fljót að hlaupa. Ég var alltaf send ef það átti að sækja eitthvað eða eitthvað í þá veru. Ég var til dæmis í ritnefnd skólablaðsins þegar ég var í 4. bekk. Það var mjög

10


skemmtilegt, þá var ég einmitt send í prentsmiðjuna og sinnti slíkum erindum. Ég var eins í leiknefnd og þá þurfti að útvega búninga og var send hlaupandi. Þá var oft sagt: „Vigga hleypur þetta“,“ segir Vigdís og hlær. Eftir að hafa lokið stúdentsprófi frá MR lagði Vigdís land undir fót og fór til Frakklands, en þá þótti djarft að stelpa færi að stúdera í erlendum háskóla. Aðspurð um ástæðu þess að Frakkland varð fyrir valinu segir Vigdís hana einfalda: „Þetta var rétt eftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar og á þeim tíma var Frakkland vagga evrópskrar menningar og hafði verið alla síðustu öld. Mig langaði svo að kynnast þessari menningu. Við skulum ekki gleyma því að ég er náttúrulega styrjaldarbarn, ég var 15 ára þegar stríðinu lauk. Þó það hafi ekki verið komið sjónvarp vorum við mjög meðvituð um eyðilegginguna í heiminum því að á undan bíómyndunum voru sýndar fréttamyndir úr stríðinu. Ég var svo hrædd um að það yrði búið að eyðileggja allt sem mig langaði að sjá þegar ég yrði skipstjóri. Þó ég hafi nú heldur betur fengið að sjá heiminn seinna.“

„Við eigum hvergi í heiminum aðra eins vini og á Norðurlöndum.“

Maður á aldrei að skammast sín fyrir hreiminn Í framhaldi af þessu gerir Vigdís íslenska hreiminn að umtalsefni. „Maður á aldrei að skammast sín fyrir þann hreim sem maður hefur á erlendu tungumáli, því hann sýnir að maður hefur lagt það á sig að læra viðkomandi tungumál.“ Eftir að hafa lokið námi í Háskóla Íslands og búið í Frakklandi um skeið snéri Vigdís sér mikið að leiklist. „Ég lærði leiklistarsögu í Danmörku og síðar Svíþjóð og var meðal þeirra sem stofnuðu Tilraunaleikhúsið Grímu eftir að ég kom heim. Þá var ég mikið í ferðamálum og vann alltaf á sumrin á Ferðaskrifstofu ríkisins og skipulagði m.a. ferðir á sögustaði. Við á Íslandi eigum við enga kastala eða hallir heldur eigum við sögur. Þegar maður fer með erlent fólk á sögustaði getur maður ekki sýnt nein hús eða kastala og getur í mesta lagi sýnt fornleifauppgröft. Maður getur hins vegar sagt frá sögu staðarins og reynt að gera hana lifandi. Það er gríðarlega skemmtilegt að segja til dæmis Egils sögu því hver og einn getur búið til sína mynd af henni.“

Lék aldrei sjálf

Þegar Vigdís er spurð hvort hún telji það mikilvægt að stunda nám erlendis tekur hún skýrt fram að hér á Íslandi eigum við mjög góða háskóla og allir ættu að minnsta kosti að athuga hvort ekki sé hægt að stúdera hérna heima. „Það er þó öllum til gagns að sjá svolítið af útlöndum. Það er öllum til gagns að hafa kynnst erlendri menningu. Það þarf ekki endilega að vera í gegnum nám; það getur verið í gegnum ferðalög og nú til dags dugar jafnvel að fylgjast vel með heimsmálunum í gegnum fréttir og myndefni. En ég á eina mjög sterka ósk, öllu ungu fólki á Íslandi til handa; það er að læra að minnsta kosti eitt Norðurlandatungumál og kynna sér Norðurlönd. Við erum norræn þjóð og þetta eru nágrannar okkar. Við eigum að halda fast í þetta nábýli og þessa norrænu vináttu. Við eigum hvergi í heiminum aðra eins vini og þá á Norðurlöndum. Stórþjóðunum er alveg sama um okkur, en Norðurlöndum er ekki sama um okkur. Norðurlöndin dást mjög mikið að okkar tungumáli því við tölum svo til eitt elsta tungumál í Evrópu og ef ekki heiminum. Við eigum að geta gert okkur skiljanleg á Norðurlöndum án þess að grípa til ensku. Þetta er mikið vandamál á Norðurlöndunum núna því framburður er að breytast svo mikið í dönsku. Það gerir það að verkum að Norðurlandabúum finnst orðið erfitt að skilja Dani, en þeir skilja okkur Íslendinga alltaf þegar við tölum dönsku. Þess vegna erum við Íslendingar mikilvægir í norrænu samstarfi sem túlkar og fundarstjórar; því við eigum svo auðvelt með að gera okkur skiljanleg.“

Vigdís var um árabil leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur en kveðst aldrei hafa leikið sjálf, þrátt fyrir mikinn áhuga á leiklist. „Ég lék aldrei, hjálpi mér! Ég er ein af þeim sem hrjáðust af því sem kallað hefur verið sviðsskrekkur. Þó ég hafi lent á frekar stóru sviði síðar. Ég vann mikið á bak við tjöldin; ég var leikhússtjóri og valdi þær leiksýningar sem setja átti upp og skipulagði þær. Leikfélag Reykjavíkur varð eins og við vitum undirstaða Borgarleikhússins. Við fluttum úr Iðnó og yfir í Borgarleikhúsið, en það var byrjað að byggja það í minni tíð sem ég var gríðarlega ánægð með.“

Ætlaði sér alls ekki að fara í framboð Talið berst þá að aðdraganda forsetakosninganna 1980. Vigdís kveðst sjálf aldrei hafa ætlað í framboð: „Það var þrýst á mig úr öllum áttum. Á endanum var þessi ákvörðun tekin á einu kvöldi. Á þeim fundi sögðu vinir mínir, meðal annars hjá Leikfélagi Reykjavíkur: „Þú ert oddvitinn okkar, og við stöndum við bakið á þér.“ Ég tók þessari áskorun og bauð mig fram.“ Framhaldið þekkjum við öll, Vigdís var kjörin forseti lýðveldisins og varð fyrsta konan í heiminum sem náði kjöri til embættis forseta í lýðræðislegum kosningum. Hún segist ekki hafa velt þessari staðreynt mikið fyrir sér á sínum tíma: „Ég vissi það ekki fyrr en einhver sagði mér það að loknum kosningum! Ég vissi það að heimurinn væri mjög karllægur, sem hann er ennþá, en ég vissi þó af nokkrum framakonum í stjórnmálum í heiminum. Þetta

11

Viðtal við fyrrum forseta


varð heimsfrétt, og aðeins fimm árum áður hafði borist önnur heimsfrétt frá Íslandi; kvennafrídagurinn 1975. En ég fékk að sjá úrklippur á öllum mögulegum málum úr erlendum fjölmiðlum eftir kjörið, í mörgum þeirra var nafnið mitt meira að segja vitlaust stafsett,“ segir Vigdís og hlær. Vigdís hafði ætlað sér að láta þrjú kjörtímabil duga og láta af embætti eftir 12 ára setu. Það fór á annan veg: „Það var ýtt svo ógurlega mikið á mig, ekki síst einnig frá útlöndum. Þetta var svo mikil vakning fyrir konur bæði hérna heima og erlendis um að konur gætu staðið jafnfætis við karla í svona störfum. Konur geta allt sem karlar geta, ef þær fá sömu menntun og tækifæri. Jafnréttið er til höfuðsins fyrst og fremst, líkamlegt atgervi skiptir minna máli. En af hverju hafa karlar verið svona tregir við að viðurkenna þetta? Er það vanmáttarkennd? Allir feður vita að dæturnar eru jafngreindar og synirnir. Allir bræður vita um styrkleika systra sinna. Ég hef mikið velt því fyrir mér í gegnum tíðina hvernig karlar hafa komist upp með það í gegnum aldirnar að kúga konur svona og enn í dag eru þær vinnudýr sumsstaðar í heiminum. Þetta er tíska, þetta er siður og það mjög gamaldags. Þetta gæti verið tengt sæmd, afbrýðisemi eða ótta við að konan verði of sterk. Hún er svo sterk, þetta vita allir um mæður sínar, systur eða ömmur.“

Fall múrsins byrjaði á Íslandi

„Ég notaði það mikið sjálf á sínum tíma að Ísland væri landfræðilega mitt á milli stórveldanna, mitt á milli Moskvu og Washington, enda skiptist landið á milli tveggja heimsálfa. En mér þykir nú alltaf vænt um það að stærri hlutinn af Íslandi er Evrópumegin. Öll okkar menning er evrópsk. Hugsið ykkur, við erum ein af örfáum þjóðum sem þekkja uppruna sinn. “

Vigdís segir hlutverk forsetans fyrst og fremst felast í „m-unum“ þremur: menntun, menning og mannréttindi. „En það mikilvægasta er að forsetinn sé sameiningartákn fyrir þjóðina. Mér finnst að það sé farsælla fyrir forsetann að blanda sér ekki mikið í stjórnmálin, það eru lýðræðislega kjörnir þingmenn sem leysa það vandasama verk.“ Vigdís er enn í forseti í hjörtum margra. Hún segir að það séu margir sem ávarpi sig sem forseta enn í dag, og það að vera forseti á eftirlaunum sé ekki svo ólíkt því að sitja í embætti. „Ég er svo lánsöm að hafa mikið fyrir stafni, að ég hef eiginlega ekki tíma fyrir það að vera gömul. Það var Erró frændi minn sem kenndi mér þennan hugsunarhátt. Dagurinn er því ekki mikið öðruvísi frá því sem hann var fyrir 30 árum hjá mér. Ég er önnum kafin og tölvuskjárinn alltaf fullur hjá mér. En því að vera forseti á eftirlaunum fylgir að maður getur lokið upp dyrum fyrir ýmis verkefni, eins og þau sem ég kem að í háskólanum. Það hafnar enginn fyrrverandi forseta um áheyrn, hvort sem það er háskólinn í Bergen eða einhvers staðar annarsstaðar. Maður er alltaf velkominn – ég tala nú ekki um ef maður er kvenmaður,“ segir Vigdís og hlær.

Íslensk tunga bindur okkur í eina bók

Aðspurð um það hvort eitthvað hafi staðið upp úr á hennar forsetatíð er Vigdís ekki í vafa um það. „Ef við lítum á það hvernig Ísland kemst á heimskortið er það fundurinn á milli Gorbachevs og Regans 1986. Það var alveg einstakt að upplifa það, ég var opinber gestgjafi og tók á móti þeim báðum. Bandaríski sendiherrann á Íslandi var vinur Reagans og mun hafa komið að minnsta kosti eitthvað nálægt þessum ráðstöfunum. En í fyrstu eftir fundinn upplifðu menn það sem svo að ekkert hefði gerst hérna, en ég vissi það að hér hafði skapast von. Síðan líða þrjú ár og þá er múrinn fallinn. Þetta byrjaði allt á Íslandi. Það er enginn vafi á því.“

Íslensk menning er evrópsk menning

Forsetinn á ekki að blanda sér í stjórnmál

Aðspurð segir Vigdís þann eiginleika sem góður menntaskóli þurfi helst að hafa vera forvitnina. „Hann þarf að vera forvitinn um lífið, tilveruna, fræðin og það sem var; söguna og fortíðina. Þá ekki aðeins Íslandssöguna heldur mannkynssögu. Hann þarf að vera forvitinn um heiminn.“ Vigdís segir vel skrifað skólablað geta stuðlað að verndun íslenskrar tungu. „Slíkt blað er lesendum sínum innblástur. Þegar maður er svona ungur síast ómeðvitað inn vel orðaðar setningar. Skólablað getur því verið algjör fyrirmynd sem blað til aflestrar á íslensku. Ég hef mikinn metnað fyrir íslenskri tungu. Íslensk tunga er límið sem heldur okkur saman sem Íslendingum. Hún bindur okkur í eina bók. Tungan límir okkur saman ennþá meira en landið, þó okkur þyki líka vænt um það. Það er engu að síður tungumálið, íslenskan, sem gerir okkur að þjóð. Það eru forréttindi að tala þetta gamla tungumál. Þá vil ég minna á hversu hreykin við getum verið af bókmenntunum okkar. Núna á síðari árum óttast ég miklu minna um íslenska tungu heldur en ég gerði á tímabili, þegar mér fannst hún vera að gliðna svolítið og varð fyrir áhrifum af erlendum slettum. Núna átta ég mig á því hvað við eigum gríðarlega góða rithöfunda og er bjartsýn á að við varðveitum þetta fágæta tungumál sem að við ein eigum.“

BÞGG & RG

Viðtal við fyrrum forseta

12


Vettvangsferð í stjórnmálafræði Pétur Már Jónsson skrifar um vettvangsferð til Reykjavíkur, sem var hluti af nemendavikum í félagsfræði 304. Þann 1. október síðastliðinn fórum við, nemendur í félagsfræði 304 í vettvangsferð til Reykjavíkur. Ferðin var hluti af svokölluðum nemendavikum en þær lýsa sér þannig að nemendur geta komið með tillögur að einhverju stjórnmálatengdu sem þeir vilja gera í þessum vikum og síðan er kosið um tillögurnar. Margar tillögur voru settar fram og í efstu fjóru sætunum voru; vettvangsferð í Valhöll, höfuðstöðvar Sjálfstæðisflokksins (tillaga sem ég kom með), að hitta frægan stjórnmálamann fylgdi fast á hæla vettvangsferðarinnar, síðan í þriðja sæti var tillaga um að við skyldum horfa á kvikmyndina The Iron Lady sem segir frá hinni umdeildu Margaret Thatcher. Síðasta tillagan var að skoða skyldi stjórnsýslu Borgarbyggðar. Atkvæðagreiðslan sýndi það að þorri nemenda í áfanganum vildi fara í Valhöll og hitta frægan stjórnmálamann. Ákveðið var að við skyldum fara í Valhöll og einnig kíkja í ráðhús Reykjavíkur, þar sem markmiðið var að hitta Jón Gnarr. Lagt var af stað frá menntaskólanum klukkan 10:00 á mánudagsmorgni, farið var beint í Valhöll þar sem Borgnesingurinn og fyrrverandi heilbrigðisráðherrann Guðlaugur Þór Þórðarsson tók á móti okkur. Við þáðum léttar veitingar og settumst niður í aðalsal Valhallar þar sem Guðlaugur fræddi okkur um grunnstef sjálfstæðisstefnunnar og nemendur spurðu hann út í ýmsa hluti. Eftir að við höfðum hlustað á Guðlaug svara spurningum í dágóðan tíma fórum við yfir í næsta sal þar sem myndir af næstum öllum fyrrverandi formönnum Sjálfstæðisflokksins héngu uppi á vegg, og Guðlaugur fræddi okkur um þá og svaraði spurningum. Eftir það þurfti Guðlaugur að þjóta svo við þökkuðum fyrir okkur og kvöddum þetta glæsilega húsnæði, Valhöll. Næst lá leiðin í mötuneyti Verzlunarskóla Íslands (Kringluna) þar sem við snæddum hádegisverð en sumir nemendanna nýttu sér ferðina og keyptu sér ný klæði, enda fyrsti dagur mánaðarins sem er útborgunardagur.Þegar við komum úr kringlunni var klukkan aðeins orðin 14:00 og nægur tími til þess að gera eitthvað sniðugt, við áttum ekki að mæta niður í ráðhús fyrr en klukkan 16:00. Þá brá Ívar kennari á það ráð að láta reyna á hversu góð sambönd hann hefði og hringdi nokkur símtöl og viti menn, við fengum að kíkja í heimsókn í höfuðstöðvar Samfylkingarinnar. Það tók okkur langan tíma að finna húsnæðið þar sem Samfylkingin hafði aðsetur en við fundum það loks á endanum eftir að hafa þrætt allar helstu hliðargötur Reykjavíkurborgar. Þegar við komum tók Stefán Rafn Sigurbjörnsson, formaður Ungra jafnaðarmanna á móti okkur og vísaði okkur inn í lítinn sal þar sem okkur buðust frábærar veitingar, jafnvel betri en í Valhöll og við þáðum þær og settumst niður. Stefán kynnti fyrir okkur starf Ungra jafnaðarmanna en síðan kom óvæntur gestur, það var enginn annar en formaður viðskipta- og efnahagsnefndar Alþingis, Helgi Hjörvar. Helgi fræddi okkur aðeins um starf Samfylkingarinnar og svaraði spurningum nemenda en helst var rætt um hækkun virðisaukaskatts á ferðamannaiðnaðinn og svaraði Helgi nemendum sómasamlega, síðan þurfti hann að þjóta á fund og þá tók við skemmtileg skoðanaleikur sem stjórnarmeðlimir UJ stjóruðu af miklu harðfylgi. Leikurinn var þannig að stúlkan las upp staðhæfingar eins og t.d „Ríkt fólk á að borga hærri skatta“ og þeir sem voru sammála fóru annaðhvort til hægri eða vinstri, sem sagt vinstri ef þau voru sammála og hægri ef þau voru ósammála. Leikurinn stóð í tæpan hálftíma og eftir hann settumst við öll í hring og ræddum um hin ýmsu mál. Allt í einu var byrjað að ræða stjórnarskrána og forsetann og ákvað ég að spyrja þau aðeins út í 62. grein núgildandi stjórnarskrár en þau brugðust harkalega við og gáfu lítið fyrir spurninguna mína og sögðu öll í kór að ég hefði rangt fyrir mér. Til að gera langa sögu stutta þá bað ég eina stelpuna um að kíkja í tölvu og kanna hvort ég hefði ekki rétt fyrir mér, hún varð við beiðni minni. Fimm mínútum seinna kom hún aftur inn í herbergið og sagði að ég hefði rétt fyrir mér og þá var Ívar að sjálfsögðu sáttur með sinn nemanda. Hinsvegar sást ekki mikið til stúlkunnar eftir þetta vandræðalega atvik, enda eru þau flest að lesa stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og þótti mér það mjög skrýtið að þau þekktu ekki æðstu lög lýðveldisins, sem þau eru að berjast fyrir að verði breytt. En nóg um það, skemmtilegt innlegg í ferðina og mjög fróðlegt og nærandi. Eftir þessa heimsókn lá leiðin niður í ráðhús Reykjavíkur þar sem tekið var á móti okkur með ágætis veitingum en engum Jóni Gnarr, hinsvegar tók Sóley Tómasdóttir á móti okkur og fræddi okkur aðeins í stuttu máli um hvað færi fram í ráðhúsinu. Síðan tókum við léttan rúnt um ráðhúsið og enduðum á því að skoða sýningu sem var þar í gangi um Loftleiðir. Síðan var lagt af stað og við vorum komin í Borgarnes klukkan 17:00. Fróðleg og nærandi ferð að baki en umfram allt, skemmtileg.

13

Aðsend Grein


Fríða frænka! Var tunglendingin sviðssett?

Hvenær eignast Íris og Styrmir barn?

Svo mun ekki hafa verið. Blaðamaður á vegum skólablaðsins fór á vettvang og athugaði málið. Fáninn reyndist vera á sínum stað á tunglinu.

Þau eru núna að skoða ættleiðingarstofnanir í Úkraínu, enda vill Styrmir ekki eyðileggja dýrmætan líkama sinn á meðgöngu. En hann er líkt og sæhestarnir gengur með barnið, sem útskýrir mikinn áhuga Írisar á honum enda mikil [sæ]hestamanneskja.

Hvar fékk Anna Guðmunds þessar flottu disco-buxur? Það var Anna Guðmunds sem kynnti diskó fyrir þjóðinni, því eru þetta ekki disco-buxur heldur Önnu-buxur! Hún var yrkisefni þegar Gunni Þórðar samdi slagara á borð við Bláu augun þín, Vetrarsól og Svona er ástin.

Drekkur ritstjórnin áfengi? Reykir Gísli Einarsson?

Þau eru búin að eignast kött sem heitir Tequila og una sátt við sitt ... í bili. Þau leita nú að hentugum barnanöfnum inn á vinbudin.is.

Teljið þið að það sé rétt að hækka ball-aldurinn í 18 ára?

Kolfinna eða Lilja?

Hvaða ritstjórnarfundum?

96-drengirnir hafa fetað í fótspor hvítsokkagengisins heitins. Þeir hafa skilið eftir merktar leiðir, sem hið svokallaða Zuper-crew fylgir, líkt og ofsatrúarmaður Kóraninum.

Hvenær ætla Þorvaldur og Klara Sveinbjörns að eignast börn?

Hæ Inga Berta!

Hvað gerir ritstjórnin á ritstjórnarfundum?

Af hverju ganga nýnemadrengirnir alltaf í röð í skólanum?

Kolfinna er Lilja mjúka mannsins!

Hvað á ég að gera ef síminn minn lendir í vatni? Maður má alls ekki kveikja á honum heldur strax taka hann í sundur. Yoshiki Akiyama benti Fríðu frænku á japanskt leyndarmál sem felst í því að hylja símann alveg í skál af hrísgrjónum og geyma hann þannig í þrjá daga. Þá draga hrísgrjónin vökvann í sig og þurrka símann.

Er í lagi, vegna peningavandræða, að ég noti brjóstamjólk út í latte-ið mitt í staðinn fyrir flóaða mjólk?

Hvort er betra te eða kaffi?

Hvaðan kemur hugtakið „að vera skurðaður“?

Kaffi hentar stressuðum útrásar A-týpum en te er fyrir þenkjandi fólk. Ekki vera rasshaus – drekktu te!

Þér er bent á að fylgjast með atferli hinna ýmsu ungmenna á reiðhallarböllum í Borgarnesi.

Brjóstamjólk hefur verið notuð í ísgerð og því er ekkert athugavert við að nota þennan ágæta drykk út í kaffi. Einnig má geta að Brjóstamjólk hefur verið notuð í risotto og lasagne!

Fær hestaklúbburinn einingu fyrir að vera hávær? Eins og við öll vitum leggja þau upp úr því að vera hávær og hafa stjórnendur skólans komið upp sérstökum desíbilamælum til að mæla hversu mikinn hávaða meðlimir hestaklúbbsins gefa frá sér. Sé hávaðinn undir 100 desíbilum að meðaltali yfir önnina fá meðlimir klúbbsins ekki einingu, en með Auði Ósk innanborðs ætti þetta ekki að vefjast fyrir þeim.


Stjörnuspá Hrúturinn (21. mars – 19. apríl)

Vogin (23. september – 22. október)

Þú ert æðisleg/ ur! Blandaðu gleðinni með sem flestum og mættu á öll böll sem haldin eru í héraðinu. Þú átt auðvelt með að láta fólki í kringum þig líða vel og þú ilmar alveg rosalega vel.

Hyrnan hafnar starfsumsókn þinni, það þarf víst að kunna fleira en að halda á hníf og gaffli. Þú getur ekki borgað ógreidda leigu síðustu mánaða og hreiðrar um þig í Mími og lifir á útrunnu nammi og gosi frá nemendafélaginu.

Nautið (20. apríl – 20. maí) Hættu að taka í vörina! Í hvert einasta skipti sem þú sturtar tóbaki í hana styttist líf þitt um 7 mínútur og líkurnar á krabbameini um 14%. Tennurnar þínar verða gular, tannholdið eyðist og þú missir stóran séns á að detta í sleik. Kommon, hver vill ekki fara í sleik!

Tvíburarnir (21. maí – 20. júní) Þennan mánuð ákveður þú að vera góðhjörtuð/hjartaður. Þú gefur allt sem þú átt til Rauða krossins, geymir þó pening til þess að þú getir keypt þér tjald og ákveður að búa úti í Skallagrímsgarði.

Sporðdrekinn (23. október – 21. nóvember) Þú ert líklega annaðhvort karl eða kona og að eðlisfari bjartsýn/n en á stundum örlítið svartsýn/n. Næstu daga verður þú heppin/n eða óheppin/n og sem kemur til með að hafa einhver áhrif á fjárhag þinn, hvort sem það er til hins betra eða verra.

Bogamaðurinn (22. nóvember – 21. desember) Líf þitt mun batna til framtíðar því þú last skólablaðið!

Steingeitin (22. desember – 19. janúar)

Krabbinn (21. júní – 22. júlí) Þú hefur verið rosalega niðurdreginn þennan mánuðinn svo að í staðinn fyrir að að spá fyrir þér ætlum við að segja þér brandara. Hann hljóðar svona: Hvað sagði núllið við áttuna? Flott belti!

Þú ferð í veiðiferð í mánuðinum og aflinn er góður. Haltu þér inni og langt í burtu frá dimmum skógum það sem eftir er af mánuðinum því að ekki er allt sem sýnist. Ókunnur maður ætlar að elta þig uppi. Þú munt þó lifa það af.

Vatnsberinn (20. janúar – 18.

Ljónið (23. júlí – 22. ágúst)

febrúar)

Þú kemst í ójafnvægi og dettur í nánd við strætóskýlið á Borgarbraut, en það er sennilega bananahýðið sem að grunnskólakrakkarnir skildu eftir á síðasta miðvikudegi sem veldur því. Gæti samt líka verið eitthvað slím eða klístur. Þú færð góðar fréttir frá fjarlægum stað annan þriðjudag mánaðarins.

Þessi mánuður mun færa þér lukku. Þokki þinn er ómótstæðilegur, þú ert heit/ur og fólk sýpur hveljur yfir þér. Þú munt skrifa status á Facebook og þú lærir að aka dráttarvél, þó ekki ljóst hverrar tegundar.

Meyjan (23. ágúst – 22. september) Meyjan er einstaklega óspennandi stjörnumerki og því verður ekki birt spá fyrir hana, enda algjör óþarfi.

Fiskarnir (19. febrúar – 20. mars) Þú ferð í bíó til að sjá nýju James Bond í bíó en þér verður hent út vegn vondrar lyktar. Passaðu þig á lakkrís og súkkulaðirúsínum. Þú hefur fitnað mikið í mánuðinum. Taktu þig á og mættu í ræktina svona einu sinni. Lukkuplantan þín í mánuðinum er gúmmíplanta.


„Ég er alveg fáránlega góður í að fá fólk til að líka illa við mig“ Viðtal við hljómsveitina The Restless Nýnemarnir Valur Örn Vífilsson, Stefán Snær Friðriksson og Kári Jón Sigurðsson eiga það allir sameiginlegt að vera í þungarokksveitinni The Restless. Þeir hafa allir einhverja þjálfun í tónlist en Valur byrjaði að æfa í 5. bekk, eða um það leyti og fyrsti kassagítarinn var keyptur fyrir hann. Stefán byrjaði að æfa á trommur í 7. bekk og hefur síðan verið að „djöflast í einhverju dauðarokki“ eins og hann orðaði það. Kári keypti sér bassa fyrir tveimur árum, spilaði lítið á hann en seldi hann svo í janúar á þessu ári. Hann hefur enn á ný keypt sér bassa og er nýbyrjaður aftur. „Ég hef þekkt Kára síðan úr leikskóla og Stebba hef ég þekkt síðan ég byrjaði að æfa badminton. Ég byrjaði að æfa með Stebba í byrjun sumars en í vetur bættist Kári við,“ sagði Valur aðspurður hversu lengi þeir hefðu þekkst. Þeir eru allir vanir að koma fram fyrir utan Kára en stærsta „gigg“ Vals var á hönnunarkeppninni Stíl árið 2011 og einnig á undankeppni Samfés. Þar kepptust skólar á Vesturlandi um að velja keppanda til að taka þátt á Söngkeppni Samfés það árið. Valur lék undir hjá tveimur keppendum. Stærsta „giggið“ hans Stefáns var í janúar 2011 en þar mætti fullt af fólki að hans sögn og þá var þemað dauðarokk. Kári hefur eingöngu komið fram á tónleikum Tónlistarskóla Borgarfjarðar.Þeir hlusta einnig mikið á tónlist en þá mest Iron Maiden og Korn. Nú eru þeir saman í hljómsveit utan skóla en hafa fengið aðstöðu til að æfa í húsnæði Menntaskólans. Útsendari Skólablaðsins Eglu lagði nokkrar spurningar fyrir hljómsveitameðlimi:

Hvers vegna valdirðu MB? Valur: „Ég nennti ekkert að fara að eyða geðveikt miklum peningum til þess að búa í bænum og það er ekki einu sinni þess virði. Það er miklu betra að vera heima.“ Stefán: „Það er eiginlega það sama. Maður býr hérna.“ Kári: „Það er þæginlegt að vera heima. Maður vill ekkert fara í stórborgina strax.“

Ef þið væruð skólameistari í einn dag, hverju mynduð þið helst vilja breyta?

Munið þið eftir einhverri vandræðalegri eða skemmtilegri uppákomu ?

Valur: „Ég myndi vilja diskókúlu inn í sal. Stóra.“ Stefán: „Ég myndi vilja setja einhverjar reglur um skólabúninga. Allir að mæta í sundfötum.“ Kári: „Froðudiskó.“ Valur: „Allir í froðudiskó í sundfötum með diskókúluna mína. Þetta kemur allt heim og saman.“

Valur: [Svarið var algjörlega óviðeigandi og verður ekki birt hér. Áhugasamir þurfa sjálfir að inna Val eftir svari.] Stefán: „Þegar ég vaknaði í svefnpoka með vini mínum í skólaferðalagi.“ Kári: „Einu sinni var ég á bílasölu, sá alveg svakalega flottan bíl og svo ætlaði ég að fara að opna hann og þá fór allt kerfið í gang. Þetta var inn í risastóru húsi, þannig að hljóðið bergmálaði.“

Hvaða væntingar gerið þið til félagslífsins?

Langar þig að leggja tónlist fyrir þig sem atvinnu?

Valur: „Ég vonast til þess að við fáum að stofna karlaklúbbinn „zuper-crewið“. Það er enn í ferli.“ Stefán: „Koma þessari hljómsveit í gang og koma einhverju í verk.“ Kári: „Það er auðvitað „zuper-crewið“. Fyrir þá sem ekki vita er Zuper-crewið klúbbur fyrir þá sem stunda tölvuleiki innan MB og er mögulegur styrktaraðili The Restless að sögn strákana.

Valur: „Já!“ Stefán: „Ef ég ætti möguleika á því, þá já.“ Kári: „Já.“

Hefurðu einhverja leynda hæfileika? Valur: „Ég er alveg fáránlega góður í að fá fólk til líka illa við mig.“ Stefán: „Það er „akkúrat“ öfugt hjá mér.“ Kári: „Ég er náttúrulega góður söngvari og dansari.“

Á hvaða stað í lífi þínu sérðu tónlistina eftir 20-30 ár? Valur: „Í hjartanu mínu.“ Stefán: „Í hjartanu hans Vals.“ Kári: „Þar sem hjartað mitt leiðir mig.“

Lokaorð? Valur: „Don’t buy drugs, become famous and get them for free.“ Stefán: „Allir að mæta á gigg með okkur!“ Kári: „Hlustið á metal.“

RG

Viðtal við Restless

16


„Þjálfarar gera engan að atvinnumanni“ Bjarki Pétursson er Borgnesingur fæddur 1994. Hann er á 3. ári á félagsfræðabraut en hefur ýmsu að sinna fyrir utan skólann. Bjarki er afreksmaður í golfi og stundar íþróttina af kappi. Hann er sexfaldur Íslandsmeistari, hefur keppt og æft um víða veröld og þá er skemmst að segja frá því að Bjarki hefur verið kjörinn íþróttamaður Borgarfjarðar síðastliðin tvö ár. Hann er því einn efnilegasti íþróttamaður Borgfirðinga síðustu ára.

Viðtal við Bjarka Pétursson

Bjarki segist alltaf hafa verið viðloðandi golfíþróttina. „Golfáhuginn hefur verið fyrir hendi frá því ég var í vöggu. Foreldrar mínir fóru með mig í kerru út á golfvöll og svo var ég farinn að spila með þeim aðeins 5 ára. Í kringum 9 ára aldurinn fór ég að stunda íþróttina af krafti og byrjaði að æfa 11 ára með félaga mínum.“

Golf tekur meira á en fótbolti Margir velta því fyrir sér hvernig golf sé æft sem afreksíþrótt. Bjarki æfir á golfvellinum í Borgarnesi og er því oftast einn á æfingum. „Ég er náttúrulega utan af landi svo ég er nokkuð mikið einn. Hins vegar eru allir aðrir afrekskylfingar með kennara yfir sér öllum stundum. Ég er því nokkuð öðruvísi að því leytinu til, en ég er með sveifluþjálfara í bænum sem ég hittiöðru hvoru. Ég æfi ég mjög vel og mikið einn hérna heima. Golfið er náttúrulega einstaklingsíþrótt, þú þarft að sinna þínum 6-8 klukkutímum á dag til þess að ná árangri. Rannsóknir sýna að maður eyðir fleiri kaloríum á golfhring heldur en á heilum 90 mínútna fótboltaleik, svo önnur líkamsrækt skiptir einnig miklu máli. Eftir að ég fór að koma mér í gott form tók ég miklum framförum í golfinu.“

Golf er einstaklingsíþrótt „Ég hef aldrei upplifað golfið sem einhvers konar hópíþrótt. Meira að segja á landsliðsæfingum er æft í einrúmi. Það er alltaf bara þú. Þú ert kannski ekki að gera það sama og næsti maður, því hann gerir eitthvað vel sem þú gerir ekki eins vel og öfugt. Ég hef einu sinni keppt í liðakeppni, það var á Evrópumóti liðakeppna undir 18 ára. Það var mjög gaman og mikil stemning. En manni gefst ekki oft færi á að spila golf sem eiginlega hópíþrótt. “Aðspurður segir Bjarki það ótvírætt að öðruvísi bragur er yfir golfíþróttinni þegar til útlanda er komið. „Þegar maður fer út er nánast hægt að bóka að það verði gott veður til æfinga. Hérna heima er maður mikið að æfa í miklumvindi, sem getur haft áhrif á fravindu þína. Golfið er náttúrulega mikil sérviskuíþrótt og fyllstu nákvæmni þarf að vera gætt. Á völlunum úti eru einnig miklu fleiri að æfa og þú ert aldrei einn í heimunum eins og verður oft hérna heima.“

Viðtal við Bjarka Pétursson

18


Sexfaldur Íslandsmeistari Eins og áður sagði er Bjarki sexfaldur Íslandsmeistari í golfi í undir 18 ára flokki og hefur keppt margsinnis á Evrópumótum, bæði undir 18 ára og núna nýlega 18 ára og eldri. Árið 2008 keppti Bjarki á sínu fyrsta stórmóti fyrir Íslands hönd. Það var í Englandi, þar sem hann endaði í 7. sæti af 40 keppendum. „Það var mikil upplifun,“ segir Bjarki, „enda þykir þetta tiltekna mót óvenju stórt miðað við að um er að ræða undir 16 ára aldursflokka.“ Þremur árum síðar keppti hann á „World Junior Golf Series“ í Þýskalandi, en mótið er styrkt af hinum þekkta golfþjálfara Tom B. „Í ár fór ég svo til Flórída með fjölskyldunni og keppti á golfmótinu „Moonlight tour“, en það er fullorðinsmót og ég keppti á mínum eigin vegum en ekki fyrir Íslands hönd, líkt og í Þýskalandi og Englandi. Það var í raun mitt fyrsta skref í átt til þess að kynnast kröfunum sem gerðar eru til manns í íþróttinni.“ Bjarki fór síðan aftur út til Flórída síðar á árinu í úrvalshópi golflandsliðsins. „Þar kepptum við í hálfgerðum landsleik við Norður-Kóreu, en þar vann ég minn leik og Ísland vann jafnframt viðureignina 6-4.“ Þá hefur Bjarki tekið þátt í „Duke of York“golfmótinu í Englandi, sem er af mörgum talin eitt af merkustu áhugamannamótum, en keppnin er meðal annars styrkt af Andrési prins, hertoga af Jórvík. Þá keppti Bjarki á sínu fyrsta móti með A-landsliði karla í Finnlandi í sumar en þar náði hann 25. sæti af 100 í einstaklingskeppninni.

Hefði viljað skipta yfir á íþróttasvið

Spurt á göngunum Hefur Ingibjörg sent þig í glerbúrið?

Aðspurður segir Bjarki að hin nýju íþróttasvið við MB séu mjög spennandi breytingar. „En ég varð svekktur þegar ég fékk ekki að fara sjálfur á íþróttasviðið. Mig langaði að minnsta kosti að taka nokkra áfanga en vegna árekstra í stundatöflu var það ekki hægt. En mér líst mjög vel á þessar breytingar og ég hugsa að ég reyni að fá að taka einhverja áfanga í næringarfræði eða heilbrigðisfræði næsta haust eða vor.“ Bjarki segir það hafa gengið misvel að samtvinna námið og ferilinn. „Þegar ég er að taka jafnvel mánuð frá skóla er orðið frekar erfitt að vinna upp. En stjórnendur skólans hafa sýnt skilning og ég hef fengið að vinna upp það sem ég missti af. Ég hef náð öllum áföngum hingað til, en þetta hefur óneitanlega einhver áhrif á einkunnirnar.“ Bjarki vill koma þeim skilaboðum á framfæri við aðra kylfinga sem og alla íþróttamenn að þeir verði að vera sjálfstæðir í hugsun. „Þjálfarar gera engan að atvinnumanni, þú verður sjálfur að vera tilbúinn til að æfa vel fyrir utan æfingar.“

Sumarliði Páll Sigurbergsson

„Nei og mig langar það ekki.“

Arnór Orri Einarsson

„Já ég bað um það.“

BÞGG

19

Viðtal við Bjarka Pétursson


Hann er einn af þessum stóru ... sem í menntaskólann fóru. Viðtal við Egil Ólafsson. Útsendarar Skólablaðsins Eglu settust niður með Stuðmanninum Agli Ólafssyni í Eymundsson á Skólavörðustíg eitt síðdegið snemma hausts. Í viðtalinu fer Egill um víðan völl, fjallar um hugmyndir sínar í uppeldismálum, menntaskólagöngu sína og ferilinn í Stuðmönnum og sem leikari og skemmtikraftur.

Rómantík í því að vera söngvari „Mig dreymir enn um að verða eitthvað þegar ég verð stór. En ég held nú að ég hafi nokkuð fljótlega vitað að ég myndi vilja vera í einhverju skapandi ati. Mjög fljótlega fór ég að halla mér að músík. Ég átti lítið ukulele fimm ára gamall og fór að fikta við fleiri hljóðfæri og þá var orðið nokkuð ljóst hvert hugurinn stefndi. Það var einhver rómantík í því að vera söngvari. Ég hugsa að ég hafi fengið það einhvern veginn inn með móðurmjólkinni, en móðir mín hafði mikla unun af óperum. Ég var alinn upp við það að hlusta á óperur daginn út og daginn inn.“ var hálfgerð víglsa til að geta komist í bandið, að geta tekið þetta stökk og það voru kallaðir til prófdómarar sem voru fagmenn í stökkinu.“

Hefur unnið fyrir sjálfan sig í 30 ár „Síðan fór ég að efast og þegar ég var í menntaskóla var ég alls ekki viss um að ég vildi vera áfram í tónlistinni. Ég fór í inntökupróf fyrir flugvirkjanám til Seattle í Ameríku og komst inn þegar ég var 17 ára gamall. En sem betur fer sá ég að mér og hætti við. Nú er ég í skemmtilegustu vinnu sem til er. Ég hlakka alltaf til þess að fara í vinnuna. Ég hef ekki unnið hjá neinum í 30 ár, öðrum en sjálfum mér. Þegar ég kem við í leikhúsinu er það alltaf tímabundið. Þessu fylgir hins vegar að maður þarf alltaf að hafa augun opin fyrir næstu verkefnum, og ég tala nú ekki um þegar menn eiga fjölskyldu. Það er ekki hægt að lifa á loftinu.“

Að geta tekið Stuðmannahoppið var inntökuskilyrði

„Það geta allir sungið, það geta allir gert hvað sem er. En menn þurfa að læra ákveðnar undirstöður. Ég hef mikla trú á listum sem uppeldisaðferð. Menn læra hvergi betur mikilvægi samstarf en í listum. Listir eru grunnur alls. Þátttaka í listum, til dæmis menntaskólaleikriti, býr þig undir framtíðina, alveg sama hvar þú kemur til með að vinna. Það er krafan sem er gerð til allra manna í samfélaginu, að þeir séu tilbúnir að vinna með öðru fólki, að taka tillit til annars fólks, kunna að hlusta á hugmyndir annarra.“

Listsköpun býr til einstaklinga – ekki listamenn

„Það var búið að finna upp Stuðmannahoppið áður en ég kom í hljómsveitina. Mig minnir að það hafi verið Valgeir Guðjónsson í samstarfi við Gylfa Kristinsson. Þetta er mjög erfitt hopp, þú þarft að fara alveg niður í kuðung og fara á annan fót, og þá er það spurningin um jafnvægið, svo ferðu af öðrum fæti og teygir þig eins langt út og þú getur og helst þarftu að geta stokkið yfir svona þokkalegan skurð ef þú ætlar að teljast hafa vald yfir hoppinu. Þetta

Viðtal við Egil Ólafsson

Listir eru uppeldisaðferð

„Sú listsköpun sem á sér stað í menntaskóla er ekki til að búa til listamenn, heldur er hún til þess að búa til einstaklinga sem eru hæfari að vinna saman. Alltaf þegar við lendum í þrengingum, áttum við okkur betur á því að hefðum við unnið betur saman með einhverjum, er ekki víst að maður hefði lent í sömu þrengingum. Það að hlusta getur sparað manni ótal mistök. Þess vegna er svo

20


mikilvægt, þegar maður er í menntaskóla, að gefa sér tíma til að taka þátt í leikriti, vera í kór. Því þarna er verið að útvega þér lykla að framtíðinni. Með fullri virðingu fyrir stærðfræði þá er hún ekki til þess gerð að undirbúa þig fyrir framtíðina og það að vinna með öðrum. En það að taka þátt í leikriti á maður eftir að búa að alla ævi. Hvort sem þú ert læknir á sjúkrahúsi eða að vinna á verkfræðistofu, þarftu að kunna að virkja þína samstarfsmenn. Þess vegna eru listirnar svo makalaust uppeldistæki. Þær eru besta uppeldistæki sem til er. Ég hef reynt að halda því fram að 6-7 fyrstu árin í grunnskóla eigi að vera 80% listnám. Það örvar svo margt.“

feður þeirra. Þú lærðir handtakið af föðurnum þannig að ég hefði í rauninni átt að verða sjómaður. Í dag sjá borgarbörn mun minna af foreldrum sínum en áður. Foreldrarnir fara í vinnuna í bíl og koma heim á bíl. Í gamla daga, og þetta á sumstaðar við í sveitum landsins enn í dag, var vinna foreldranna miklu nær. Greinilegasta dæmið er líklega ef foreldrarnir eru bændur. Ég sem sjómannssonur sá pabba minn labba niður á höfn og upp í skipið, og síðan sigldi hann út.“

Maður á að getað speglað sig í listinni

„Í dag erum við komin nokkuð langt frá upprunanum, sem var á akrinum. Þar lærðu menn handverkið og lærðu að til þess að gröxin yxu varðstu að sá. Við erum orðin viðskila við þetta, og þess heldur er þörf fyrir listirnar. Því þá ertu að læra einhvert handverk og að takast á við eitthvað en fyrst og fremst við sjálfan þig. Fyrir þann sem aldrei hefur komið nálægt listsköpun eru listir bara eitthvað hopp og hí. Hann botnar ekkert í þessu. Hann skilur ekki að þetta eru ferli í mörgum lögum. Þetta er svo miklu meira en að læra einhvern texta utan bókar og flytja hann. Þetta er allt saman fílósófía; hvernig kemur þú fram í gegnum allt þetta? Þú sjálfur ert undir; að glíma við sjálfan þig.“

„Listir gera svo margt fyrir samfélagið. Hvað gerum við þegar við skoðum fordyri Inkanna? Hvað skoðum við? Við skoðum menningu þeirra og listir vegna þess að þær segja miklu meira en margt annað. Sama gildir um það þegar líf Íslendinga á fornöld er skoðað. Þá er því velt upp hvað menn skrifuðu. Svo heyrir maður raddir sem segja: „Listamenn? Eru þetta ekki allt saman einhver sníkjudýr á samfélaginu?“ Ég segi gott og vel, það er fínt ef þér finnst það. En við listamenn erum ekkert merkilegri en aðrir, en við erum samt að vinna þetta mikilvæga starf sem þarf að vera. Það þarf að vera eitthvað í samfélaginu sem þú getur speglað þig í. Það er leikhúsið, bókmenntirnar, eitthvað sem þú getur séð sjálfan þig í. Listir eru jú misgóðar, sumar eru algjört drasl en í þeim bestu getur þú speglað þig í. Þetta vita góðir rithöfundar, eins og til dæmis Þórarinn Eldjárn. Hann kemur fram með vísur sem við getum séð okkur sjálf í. Við heyrum góða músík, til dæmis hjá Moses High Tower, og við skiljum músíkina. Það er vegna þess að það er einhver partur af okkar lífi í þessu.“

Þörfin fyrir listir aldrei meiri

BÞGG & RG

Verkefni dagsins Hvað myndi Nietzsche segja um talandi ketti?

Kristján G. Arngrímsson

Tónlistarlífið blómstraði í MH „Á mínum menntaskólaárum í Menntaskólanum við Hamrahlíð var þessi leiklistarhefð ekki orðin ríkjandi. Hins vegar blómstraði tónlistarlífið og mig minnir að einar sex hljómsveitir hafi verið starfandi á mínum tíma í þessum þrjú hundruð manna skóla. Kórinn var einnig mjög stór og allir sem komu að honum voru meira eða minna í Tónlistarskólanum líka. Það var einhver hefð sem skapaðist í kringum tónlistarlífið á þessum árum, og ríkir enn í dag. Svo var nú einnig starfræktur leiklistarhópur þarna og þar hafa margir þekkir leikarar í dag komið við. Margir fengu leiklistarbakteríuna í MH. Ég var hins vegar ekki mikið í leiklistinni á þessum árum, það kom síðar. Fljótlega var ég ráðinn í Þjóðleikhúsið sem tónlistarmaður og þá þróaðist það þannig að ég fór að leika litlar rullur. Svo byrjaði íslenska kvikmyndavorið 1980 og ég komst í tæri við bíómyndir og hef upp frá því leikið í einhverjum 26 myndum. Það er náttúrulega bara í svona litlu samfélagi sem menn komast upp með svona, að vera eins og það heitir á vondu máli „mongsýslari“ - sá sem gerir margt. En í dag þykir það ekkert óeðlilegt að menn skipti um starfsvettvang tvisvar eða þrisvar á ævinni. Í gamla daga var það þannig að menn urðu helst það sama og

21

„Vinnið verkefnið, ég verð inni á kaffistofu“ - sent from my iPhone 5

Viðtal við Egil Ólafsson


„Hvar er Ben Stiller?“ Síðdegis þriðjudaginn 4. september voru tökur í fullum gangi í og við Geirabakarí fyrir myndina „The Secret Life of Walter Mitty“ í leikstjórn Ben Stillers. Ritstjórn Eglu fór á vettvang og fann manninn við Borgarfjarðarbrúna. Vel fór á með ritstjórninni og leikaranum. Hann byrjaði á því að spyrja hvernig við gætum lært í þessu umhverfi: „Ég myndi aldrei getað haldið einbeitingu, ég væri alltaf að horfa á fjöllin og fjörðinn,“ sagði Stiller. Hann sagðist vera virkilega ánægður með þá tökustaði sem höfðu orðið fyrir valinu hér á Íslandi. Skemmst er að segja frá því að Geirabakaríi var breytt í amerískan pítsustað og menntaskólinn var leigður út og gerður að upptökuveri. Það varð til þess að nemendur fengu leyfi mánudaginn 3. september, og fengu þar að leiðandi þriggja daga helgi. Stiller spurði mikið hvað ritstjórnarmeðlimir hyggðust gera eftir útskrift. Tinna Sól Þorsteinsdóttir, hönnuður blaðsins, sagðist ætla til Noregs og sýndi leikstjórinn þeim áformum minkinn áhuga, og var vel á með honum og kvenlegg ristjórnarinnar. Stiller sló skólameistara einnig gullhamra og sagðist hafa undrast að hún væri sjálf ekki nemandi. Að lokum þakkaði Stiller okkur fyrir innlitið og hélt áfram tökum, en það verður að vonum spennandi að sjá Hafnarfjallið í bakgrunni í Hollywood-mynd.

„ Ég myndi aldrei getað haldið einbeitingu, ég væri alltaf að horfa á fjöllin og fjörðinn.

“ Viðtal við Ben Stiller

22


UM MYNDINA The Secret Life of Walter Mitty verður gefin út á næsta ári, en hún er byggð á samnefndri smásögu eftir bandaríska rithöfundinn James Thurber. Sagan kom fyrst út í blaðinu The New Yorker en hefur síðan komið út margsinnis. Sagan hefur áður verið kvikmynduð, en það var árið 1947 og þótti myndin heldur lauslega byggð á sögunni. Smásagan byggist upp á dagdraumum Walters Mitty, en þeir tengjast hversdagslegu hlutunum í kringum hann, eins og þegar konan hans keyrir of hratt eða þegar hann setur á sig hanska. Á meðan hann sinnir hversdagslegum og óspennandi hlutum, eins og að fara út að versla, dreymir hann fimm dagdrauma. Í þeim fyrsta er hann flugmaður á flugbát bandaríska sjóhersins. Í öðrum draumnum er hann skurðlæknir sem framkvæmir skurðaðgerð á dauðvona sjúklingi og svo leigumorðingi sem ber vitni fyrir dómi. Í fjórða draumnum er hann flugmaður í breska hernum en í þeim síðasta er hann slökkviliðsmaður. Það verður því spennandi að sjá hvernig Ben Stiller tekst að setja myndina í „íslenskan“ búning.


Arnór Orri Einarsson Arnór Orri Einarsson, áhugaljósmyndari er á félagsfræðabraut í MB. Hann keypti sína fyrstu myndavél sumarið 2008 og þá kviknaði mikill áhugi hans á ljósmyndun. Hann heillaðist af landslaginu og náttúrunni og fjárfesti nokkru síðar í mun dýrari búnaði sem fangaði augnablikið betur. Hann hefur stundað sjálfsnám í ljósmyndun í gegnum netið en hyggur á nám í greininni í London eða Edinborg í nálægri framtíð. Hann vonast þannig til að læra með öðrum aðferðum úti heldur en eru kenndar hérna á Íslandi og þannig muni enginn vera með sama stíl og hann þegar hann kemur heim úr náminu. Þá vonast hann til að geta lagt ljósmyndun fyrir sig sem atvinnu í framtíðinni. Arnór getur tekið að sér ljósmyndaverkefni fyrir fólk en myndir hans eru öllum opnar á Facebook-síðu hans.


Lj贸smyndari


Stefnir Chan í Tokyo Ég hef verið í Japan í u.þ.b. sjö mánuði og á þeim tíma hef ég tekið eftir þeim gríðarlega menningarmun sem er á Íslendingum og Japönum. Þetta hefur verið mér mikið umhugsunarefni og ég hef tekið eftir gríðarlega mörgum hlutum sem að Japanir gera öðruvísi en Íslendingar, suma sem þeir gera betur en við og aðra sem að mér finnst einfaldlega heimskulegir. Krakkar í Japan eru auðvitað aldir upp á annan hátt en á Íslandi. Það virðast vera nokkrar prinsippreglur sem að gilda í öllum fjölskyldum sem að börnin fylgja, en síðan nær það ekki lengra. Börn eru ekki vel upp alin í Tókýó. Ég er ekki að tala um að þau séu öskrandi í lestinni eða leiki sér á milli brautarteinanna á lestarstöðinni með leikfangalestina fá Suzuki frænda, en samt ekki langt frá því. Í bókinni „Between east and west, cultural barriers, Q&A“ er munurinn á austurlöndum og vesturlöndum rannsakaður af sérfræðingum og þeir svara ýmsum spurningum. Ein þeirra er af hverju börn í Japan hagi sér svona illa. Svarið hljómar svona: „Japanskir foreldrar hafa/nota ekki jafn mikinn tíma, og t.d. bandarískir foreldrar, í að ala upp börn sín. Fjölskylduböndin eru sterk og náin. Í augum japanskra foreldra er játun við öllu stór partur ástar, og fjölskyldan snýst um börnin og þarfir þeirra. Í Japan snýst allt um samkeppni. Til þess að ná árangri þarf stöðugt að vera að taka þátt í keppni í hver fer í besta grunn-, mennta- og svo háskóla, hver stendur sig best þar. Og að lokum, hver fær að vinna fyrir bestu fyrirtækin. Allt þetta tekur gríðarlega mikla vinnu og japönsk börn þurfa að læra mikið allt frá því að þau byrja í grunnskóla. Svo þangað til að barnið verður fimm eða sex ára, gefa foreldrarnir eftir „þörfum“ barnsins. Á heiminu getur barnið gert eins og það vill, en skólinn og samfélagið mun á endanum móta einstaklinginn eins og það vill hafa hann. Miðað við bandarísk börn eru japönsk börn óþolanleg, það besta í stöðunni er einfaldlega að hlæja og reyna að nota ímyndunaraflið, því það er bannað að meiða börn í alvörunni. En í nálægri framtíð mun skólinn aga þau.“ Auðvitað eru líka foreldrar á Íslandi, og út um allan heim, sem að leyfa börnunum sínum of mikið. En það er allt of mikið af þeim í Japan. En þetta er ekki eini munurinn á íslenskum og japönskum krökkum. Íslenskir unglingar, allt frá því í eftir fermingu eyða sumrunum sínum í vinnu, vinnu sem að hið opinbera sér þeim oft fyrir í sérstökum vinnuskólum sem eru sérstaklega gerðir til þess að kynna unglinginn fyrir atvinnulífinu. Ekki í Japan! Það er mjög óalgengt að unglingar í Japan vinni, það tíðkast ekki nema í háskóla. Japanskir krakkar eyða sumrinu í klúbbunum sínum. Klúbbar eru skólatengdir og í þeim er hægt að gera hvað sem er. Það eru til karateklúbbar, balletklúbbar, byggja-leikfanga-lestarteina-og-leika-sér-með-þá-klúbbar, skera-upp-frosk-og-sjá-hvernig-hann-lítur-út-að-innan-klúbbar. Möguleikarnir á klúbbastarfi eru endalausir! Auk klúbbastarfins hafa japanskir krakkar líka gríðarlega sumarheimavinnu sem að þau þurfa að vinna. Þeir eru því algjörlega háðir foreldrum sínum efnahagslega og eru algjörlega reynslulausir þegar þeir fara loksins á vinnumarkaðinn eftir háskóla.

Aðsend grein

26


VELKOMIN Á BIFRÖST

Frá Borgarnesi til Bifrastar

Viðskiptafræði BS / BBA

Viðskiptalögfræði BS

Frumkvöðlar sem kunna að reka fyrirtæki

Lögfræðingar sem kunna að reikna

Viðskiptafræðinám á Bifröst er bæði kennt í stað- og fjarnámi. Það byggir á nýsköpunar- og frumkvöðlanálgun, með áherslu á hagnýta þætti rekstrar og stjórnunar. Frá upphafi gefst nemendum kostur á að vinna með eigin hugmyndir. Verkefnavinna og rík tengsl við atvinnulífið í landinu hvetur þá til að þróa þær meðan á náminu stendur. Markmiðið er að viðskiptafræðingar frá Bifröst komi standandi niður að námi loknu og geti strax náð árangri.

Námið er þverfaglegt nám sem fléttar viðskiptagreinar og aðferðir félagsvísinda saman við þjálfun í lögfræði. Háskólinn á Bifröst er eini skólinn hérlendis sem býður upp á nám af þessu tagi en það er vel þekkt erlendis og nýtur víða vinsælda. Námið er lifandi og fjölbreytt, í nánu sambandi við atvinnulíf og tekur mið af þróun samfélagsins og viðfangsefnum líðandi stundar.

— Opið fyrir umsóknir —

Nánari upplýsingar á bifröst.is og í síma 433 3000

HHS: Heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði BA Heimspekilega hugsandi stjórnmálafræðingar sem skilja hagfræði. HHS nám er bæði kennt í stað- og fjarnámi. Það fléttar greinarnar þrjár saman með áherslu á aðferðafræðilega þætti. Þannig öðlast nemendur innsýn í hugsunarhátt ólíkra greina en geta beitt þeim jöfnum höndum við vandamál og viðfangsefni sem oft eru ofviða þeim sem hafa sérhæft sig á einu sviði. Markmið námsins er að búa nemendur undir framhaldsnám og störf á alþjóðlegum vettvangi.


„Allt við hestamennsku heillar mig“ Viðtal við Klöru Sveinbjörnsdóttur, hrossaræktanda, keppnis- og tamningakonu. Hversu lengi hefur þú stundað hestamennsku og hvað kom til að þú byrjaðir? „Ég hef bara verið í þessu síðan ég fæddist, fór alltaf með pabba í hesthúsið og hef haft áhuga á hestum síðan.“

Hvað er það sem heillar þig við sportið? „Næstum því allt við hestamennsku heillar mig. Þetta er útiverusport, maður öðlast mikið af adrenalíni og náin samskipti við dýr. Þetta eru bara nokkrar ástæður af fjölmörgum.“

Hver er „ferill“ þinn í hestamennskunni? „Eins og ég nefndi áðan hef ég stundað hestamennsku síðan ég man eftir mér. Ég byrjaði að keppa á minni mótum þegar ég var 6 ára og að fikta við að temja hesta með pabba þegar ég var um 10 ára gömul. Ég byrjaði svo að keppa á stærri mótum þegar ég eignaðist yndislega hestinn minn hann Óskar frá Hafragili árið 2009. Við höfum komist í A-úrslit á Landsmóti og í úrslit á mörgum öðrum stærri mótum.“

Hversu mörg hross verður þú með í vetur?

Nú hefur þú keppt víða og árangurinn hefur verið mjög góður, komst m.a. Í A-úrslit á Landsmóti hestamanna árið 2011. Hvernig hefur gengið uppá síðkastið? „Síðasta vetur gekk mér mjög vel í keppnum en í sumar voru þær eitthvað færri. Við Óskar fórum á Landsmót en það gekk ekki alveg eins vel og við höfðum vonast eftir.“

Stefnir þú í áframhaldandi nám í sambandi við hestamennsku eftir menntaskólann? „Nei, Stefnir er í Japan en ég hugsa að ég fari á Hóla í nám eða jafnvel á Hvanneyri. Helsta ástæðan fyrir því er reyndar bara að ég veit ekkert hvað mig langar til að gera í framtíðinni annað en að læra eitthvað í sambandi við hross. Þess vegna finnst mér skárri kostur að skella mér annan hvorn skólann en að gera ekki neitt.“

Tekur þú í hross í tamningu fyrir aðra? „Ég hef ekki gert það upp á síðkastið, nema fyrir mömmu og pabba en ég gerði það í fyrra og árið þar áður. Mér finnst mjög gaman að frumtemja hross því það er svo skemmtilegt að sjá hvað þau þroskast og læra hratt.“

hestaheiminum? „Ég á mér enga sérstaka fyrirmynd en hrífst mest af knöpum sem sýna hestunum sem þeir vinna með virðingu og hlýju en hafa á sama tíma mikinn aga á þeim.“

Hvað er það erfiðasta við að stunda hestamennsku? „Það erfiðasta við hestamennskuna er tímaleysið. Hestamennska tekur rosalega mikinn tíma og samhliða námi er ekki auðvelt að vera með fleiri en fjóra hesta á húsi. Ég hef alltaf átt í erfiðleikum með að gefa mér tíma fyrir félagslífið og hef yfirleitt mest samskipti við vinkonur mínar sem eru líka í hestunum því þær eru þær skilja að ég geti ekki hitt þær á hverjum degi því þær glíma við sama vandamál og ég.“ Þegar þú hugsar til framtíðarinnar sérðu þig sem starfandi við hesta? „Ætli það komi ekki bara allt í ljós? Ég væri alveg til í að vinna við hesta í framtíðinni en spurningin er alltaf sú hvort eitthvað sé upp úr því að hafa.“

Eitthvað að lokum? „Takk fyrir viðtalið, ég er hafmeyja.“

ÍRP

„Ég hef ekki alveg ákveðið það, ég stefni á að taka 2-3 trippi í október og gera þau reiðfær. Svo um áramótin tek ég inn keppnishestana og hrossin sem þurfa áframhaldandi þjálfun. Ég býst við því að þau verði um 5-6.“

Þú ert í hestahóp MB, hvað eruð þið búin að vera að gera og hvað er planið fyrir veturinn? „Hestahópur NMB er mjög skemmtilegur hópur, eftir áramót erum við með reiðtíma einu sinni í viku og undirbúum okkur fyrir framhaldsskólamótið sem er haldið í lok mars. Í fyrra tókum við þátt í Vesturlandssýningunni og við stefnum á að gera það aftur í vor.“

Viðtal við Klöru

Hver er fyrirmynd þín í

28


HÁSKÓLI LÍFS OG LANDS
„Þetta er vinna alla daga“ Viðtal við Ágústu Rut Haraldsdóttur, hestakonu. Hvenær byrjaðir þú að stunda hestamennsku og hvers vegna? „Ég byrjaði um leið og ég fæddist því fjölskyldan mín er í hestunum.“

Getur þú líst fyrir okkur í stuttu máli ferli þínum í hestamennsku? „Ég var ekki alltaf með hesta inni á veturnar en byrjaði samt að keppa aðeins þegar ég var 8 ára. Eftir það hef ég sótt meira og meira í keppni en þegar ég var 12 ára byrjaði ég að taka hesta í Hafnarfjörð og keppa á fullu. Sumarið 2010 vann ég við tamningar erlendis og aftur part af sumri í ár, en annars hef ég verið að vinna við tamningar á Snæfellsnesi á milli. Í ár keppti ég í fyrsta skipti á landsmóti og hafði voða gaman af því.“

Er hestamennska eitthvað sem allir geta haft gaman af eða er hún meira fyrir einhvern afmarkaðan hóp? „Hestamennska er kannski ekki fyrir hvern sem er, en hún er fyrir breiðan hóp. Þetta er vinna alla daga frá því þú tekur inn og þar til þú sleppir út, svo þetta hentar ekki fólki sem er mikið á ferðinni. En þetta er rosa gaman bæði fyrir fólk sem vill vera keppa og líka þá sem vilja bara vera í útreiðum og ferðalögum eða kanski bara ræktun.“

Hvernig hefur starf Hestaklúbbsins verið og hvað ætlið þið að gera í vetur? „Í fyrra réðum við Sigvalda Lárus Guðmundsson sem okkar reiðkennara og hittum við hann einu sinni í viku í 7 vikur það endaði með úrtöku og tóku þrír sterkustu hestarnir frá okkur þátt í framhaldsskólamóti í hestaíþróttum sem fram fór í Mosfellsbæ. Síðan vorum við með atriði á Vesturlandssýningunni sem fram fór í mars. Núna í ár stefnum við á eitthvað svipað helst meira og stærra. Þessa dagana erum við að velja okkur reiðkennara og svo ætlum við að reyna fara saman í ferðalög og skoða og læra meira um hesta.“

Hvernig hefur gengið að samræma skólann og hestamennskuna?

Hversu mörg hross verður þú með í vetur? „Ég tek inn 3 trippi núna í haust en verð svo með 4-6 hross eftir áramót.“

Gætir þú hugsað þér að hefja nám í hestamennsku eftir menntaskólann?

Hvor er hrikalegri, þú eða Arnar Gylfi? Þorkell Már Einarsson

„Já, maður veit aldrei hvað gerist.“

Átt þú þér fyrirmynd í hestaheiminum? „Já, ég held afar mínir hafi kennt mér allt sem ég kann en maður horfir mikið til Benna Líndal sem er frábær tamningarmaður og svo Þórð sem er besti kynbótaknapi í heimi. En Axel Örn hefur náttúrulega með kunnáttu þeirra allra í vasanum.“

„Ég myndi rústa honum í Gettu betur.“

Kolbrún Tara Arnarsdóttir

Getur hestamennska tekið á, andlega og/eða líkamlega? „Já þetta getur verið puð en alltaf þess virði.“

Sérð þú fram á að leggja hestamennsku fyrir þig í framtíðinni eða hafa hana sem áhugamál?

„Ég, ekki spurning.“

Alexandra Rós Jóhannesdóttir

„Maður veit aldrei hvað gerist í framtíðinni.“

BÞGG

Það hefur gengið ágætlega hingað til, enda eru þetta yndisleg dýr.

Viðtal við Ágústu Rut

Spurt á göngunum

30

„Góð gen, öll jafn hrikaleg. Líka Bergþór.“


Stúdentaannáll 2012 Alda Valentína Rós Hafsteinsdóttir Félagsfræðabraut

Vann á Hótel Borgarnesi í sumar, flutti til Reykjavíkur og stundar nú nám í fatahönnun í Tækniskólanum.

Alexander Gabríel Guðfinnsson

Náttúrufræðibraut

Vann á Safnahúsi Borgarfjarðar í sumar og er nú í læknisfræði við HÍ.

Andrés Kristjánsson

Náttúrufræðibraut

Var að vinna á Hvítárvöllum og í Hyrnunni í sumar. Ætlar að vinna í vetur til áramóta, en þá heldur hann í lýðháskólanám í Danmörku.

Anna Margrét Sveinsdóttir

Félagsfræðabraut

Hefur undanfarið unnið í Hagkaup í Borgarnesi en hyggur á framhaldsnám næsta haust.

Axel Máni Gíslason

Náttúrufræðibraut

Vann í sumar við garðyrkjustörf í LBHÍ, flutti til Reykjavíkur í haust og stundar nú nám í tölvunarfræði við HR.

Birgir Þór Sverrisson

Náttúrufræðibraut

Vann á Golfvellinum í Borgarnesi og verður stuðningsfulltrúi í Grunnskólanum í Borgarnesi í vetur.

Birna Kristín Ásbjörnsdóttir

Félagsfræðabraut

Vann á Hótel Á í sumar og stundar nú nám í kínverskum fræðum við HÍ en er einnig að læra jazzpíanóleik við tónlistarskóla FÍH.

Birna Ósk Aradóttir

Náttúrufræðibraut

Vann í Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi í sumar og stundar nú nám í sjúkraþjálfun við HÍ.

Birta Rán Björgvinsdóttir

Félagsfræðabraut

Vann á Landnámssetri Íslands í sumar og haust og heldur á vit ævintýranna í borg óttans í vetur.

Bjarni Bachmann

Félagsfræðabraut

Flutti til Reykjavíkur í sumar og vann í Húsasmiðjunni og stundar nú nám í stjórnmálafræði við HÍ.

Bjarni Guðjónsson

Félagsfræðabraut

Hugsar um börn og buru og vinnur í Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi.

Dóra Sigríður Gísladóttir

Félagsfræðabraut

Tók sér gott sumarfrí og ferðaðist mikið en er ekki ennþá búin að átta sig á því hvað hana langi að verða þegar hún verður stór. Hún ætlar að halda áfram sinni vinnu í Vegagerðinni og sinna fjölskyldunni og áhugamálunum betur í vetur eftir annasöm ár.

Elsa Hrönn Sveinsdóttir

Félagsfræðabraut

Vann í Vestmannaeyjum í sumar og ætlar að safna pening í vetur til að geta gert eitthvað skemmtilegt við hann síðar.

Erna Dögg Pálsdóttir

Félagsfræðabraut

Vann, ferðaðist og dansaði í sumar. Kennir dans og hreyfingu í vetur í dansskólanum í Borgarnesi en einnig hjá Reebook fittness í Reykjavík.

Eyþór Orri Þórðarson

Starfsbraut

Vinnur á Stöðinni í Borgarnesi og tekur sér tíma til að ákveða hvað skuli gera í framhaldinu.

Friðrik Árni Tryggvason

Félagsfræðabraut

Vann í Nettó í Borgarnesi í sumar, flutti til Reykjavíkur í haust og stundar nám í japönskum fræðum við HÍ.

Guðríður Hlíf Sigfúsdóttir

Náttúrufræðibraut

Starfaði á dvalarheimilinu í Borgarnesi í sumar og stundar nú nám í sjúkraþjálfun við HÍ.

Guðrún Sara Ásbjörnsdóttir

Félagsfræðabraut

Vinnur á Vegamótum og veltir nú fyrir sér fljótlegustu leiðinni til að ná heimsyfirráðum.

Haraldur Andri Stefánsson

Náttúrufræðibraut

Vann á Stöðinni í Borgarnesi og stundar nú nám í tölvunarfræði við HR.

31

Stúdentaannáll


Hildur Björnsdóttir

Starfsbraut

Vann á leikskólanum á Reykhólum og flutti síðan í Borgarnes og starfar nú í Fjöliðjunni. Hildur hefur gaman af því að vinna með börnum og vonast til að fá vinnu á leikskóla í Borgarnesi í vetur.

Inga Björk Bjarnadóttir

Félagsfræðabraut

Vann á Kría Gesthouse í sumar og stundar nú nám í listfræði við HÍ en hyggur á lýðháskólanám í Danmörku í náinni framtíð.

Ingi Gunnar Kristbergsson

Félagsfræðabraut

Var verslunarmaður í Baulunni í sumar og verður í vetur. Stefnan var sett á háskólanám í haust en þeim plönum hefur verið seinkað um ár. Ætlar að hefja nám í sálfræði eða íþróttafræði næsta haust.

Ísak Jakob Hafþórsson

Náttúrufræðibraut

Sá um umhirðu á Íþróttavellinum í Borgarnesi í sumar en vinnur nú í Húsasmiðjunni.

Jóhann Snæbjörn Traustason

Náttúrufræðibraut

Vann á Golfvellinum í Borgarnesi en stundar nú nám í atvinnuflugmennsku við Keili.

Jovana Pavlovic

Náttúrufræðibraut

Flutti í bæinn, vann í Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði í sumar og stundar nú nám í mannfræði við HÍ. Draumurinn er nám í Moskvu eða St. Pétursborg.

Karen Björg Gestsdóttir

Náttúrufræðibraut

Starfaði í Kaupfélagi Borgfirðinga í sumar en stundar nú nám í búfræði á Hvanneyri.

Karen Þóra Sólonsdóttir

Félagsfræðabraut

Vann á Hótel Borgarnesi í sumar og stundar nú nám í fatahönnun við Tækniskólann.

Kristín Sif Björgvinsdóttir

Félagsfræðabraut

Hefur undanfarið verið sölumaður á heilsölunni Hár ehf. og stundar Crossfit af krafti, og hefur m.a. farið á þjálfaranámskeið í þeirri grein. Stefnir nú að námi í kerfisfræði við HR.

Magnús Þór Jónsson

Félagsfræðabraut

Vinnur í Rarik í Borgarnesi fram að áramótum og ætlar að reyna að komast á sjó eftir það. Stefnir á nám í rafmagnstæknifræði í HR næsta haust.

Maren Sól Benediktsdóttir

Náttúrufræðibraut

Tekur sér árs frí frá skóla og vinnur á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Brákarhlíð, en samhliða vinnunni ætlar hún á Dale-Carnagie námskeið. Hún stefnir síðan á að fara í fjármálaverkfræði í HR næsta haust.

Sandra Dögg Björnsdóttir

Viðbótarnám

Ferðaðist í sumar og heldur áfram að starfa sem sjúkraliði á Brákarhlíð í vetur en stefnir á framhaldsnám í öldrunarhjúkrun í nákominni framtíð.

Sandra Lind Stefánsdóttir

Félagsfræðabraut

Vann á Landnámssetri Íslands í sumar en flutti í borg óttast og hóf störf á leikskóla.

Sigríður Þorvaldsdóttir

Náttúrufræðibraut

Var að vinna á Hraunsnefi Sveitahóteli í sumar en stundar nú nám í búfræði á Hvanneyri og líkar vel.

Sindri Jóhannsson

Félagsfræðabraut

Vann í Nettó í sumar og sér fram á að sér verði kalt í vetur.

Sólveig Heiða Úlfsdóttir

Félagsfræðabraut

Vann í sumar í Sumardvölinni í Holti en starfar nú sem stuðningsfulltrúi í Grunnskólanum í Borgarnesi og í Holti um helgar en stefnir að háskólanámi næsta haust.

Styrmir Már Ólafsson

Félagsfræðabraut

Vann á Hótel Borgarnesi í sumar og stundar nú nám í viðskiptafræði við Háskólann á Bifröst.

Svanhvít Pétursdóttir

Félagsfræðabraut

Vann í vegavinnu hjá Borgarverki í sumar og ferðaðist með unnustanum á hestum og bifhjólum. Er nú í viðskiptafræði á Bifröst og stefnir að opnun bókhaldsfyrirtækis í framtíðinni.

Stúdentaannáll

32


Þorbjörg Helga Sigurðardóttir

Náttúrufræðibraut

Vann í Staðarskála í sumar og hjálpaði til í búskapnum heima hjá sér en stundar nám í bændadeildinni á Hvanneyri í vetur auk þess að spila körfubolta með meistaraflokki Skallagríms.

Þórdís Fjeldsted Þorsteinsdóttir

Náttúrufræðibraut

Starfaði í Sumardvölinni í Holti í sumar, flutti í Mosfellsbæ og vinnur við tamningar.

Þorsteinn Már Bogason

Félagsfræðabraut

Vann á Hvítabænum í sumar, flutti til Reykjavíkur í haust og stundar nú nám í táknmálsfræði við HÍ.


Hvar er Valla?


Svona lítur Valla út ef stækkuð, reyndu að finna hana!


Stefna á dansnám í útlöndum Viðtal við Sigrúnu Rós Helgadóttur og Daða Frey Guðjónsson, dansara í afrekshóp Dansskóla Evu Karenar Sigrún og Daði byrjuðu að dansa saman í mars árið 2009 og eyða núna 3-4 klukkutímum á dag í dansstúdíói Evu Karenar Þórðardóttur í Borgarnesi og dansa til þess að ná sem lengst og hafa gaman af. Þau eru bæði nemendur við MB, Sigrún á félagsfræðabraut en Daði á náttúrufræðibraut. Skólablaðið tók þau af tali á sólríkum haustdegi í MB.

Munið þið eftir ykkar fyrsta dansmóti? „Já svo sannarlega, eins og það hafi gerst í gær! Þetta var Íslandsmeistaramót sem var haldið í mars 2009. Við vorum búin að dansa saman í nákvæmnlega tvær vikur og vorum rosaspennt en jafnframt pínu kvíðin því við þekktumst svo lítið áður en við byrjuðum að dansa saman og höfðum ekki náð að kynnast almennilega. En allt gekk þetta svona frábærlega og vorum við krýnd Íslandsmeistarar í latíndönsum.“ Hvernig er að vera í afrekshóp í dansi og þarf að uppfylla einhver skilyrði til þess að komast í hópinn? „Það eru engin skilyrði til að komast í hópinn, allir sem að hafa brennandi áhuga eru velkomnir en ef að maður fer ekki eftir ákveðnum reglum þá getur manni verið vísað úr hópnum. Reglurnar fela meðal annars í sér viðeigandi klæðnað á æfingum, áfengi og vímuefni ekki leyfileg og svo þurfum við að skila ákveðið mörgum æfingum á viku.“ Getið þið líst fyrir okkur venjulegum degi hjá ykkur? Sigrún: „Fimmtudagur: Vakna kl 7:00 og er í skólanum 8:20-15:30. Hitti Daða og fæ mér að borða með honum. Erum komin niður í dansskóla kl 16:00 og æfum sjálf í tvo tíma. Svo er keyrsluæfing í eina klst. (18:00-19:00) og ballet og nútímadans eða tæknitími (19:00-20:00). Svo fáum við pásu í 15 mínútur og þá tekur við jóga (20:1521:15). Ég er komin heim um 22:00 og þá tekur lærdómur og kvöldsnarl venjulega við og svo langþráður svefn!“ Daði: „Vakna kl 7:40 og er í skólanum 8:20-15:30 og hitti Sigrúnu og fæ mér að borða með henni. Ég hitti Sigrúnu kl. 16:00 og æfi með henni í tvo tíma og svo keyrsluæfing í klst. (18:00-19:00), ballet og nútímadans eða tæknitími (19:00-20:00), þá pása í 15 mínútur og jóga 20:15-21:15. Svo fer ég heim, borða og fer síðan að sofa einhvern tímann seinna ...“

Viðtal við Sigrúnu og Daða

36

Hvernig gengur það að vera í fullu námi menntaskóla og vera í afrekshópi í dansi? Sigrún: „Við þurfum auðvitað að skipuleggja okkur mjög vel og tvinna saman æfingar og heimanám. Oft eru dagarnir og klukkustundirnar í vikunni bara of fáar! En þetta lærist og kemst í fasta rútínu sem gengur út alla vikuna. Svo er maður mjög þreyttur á sunnudögum!“ Daði: „Þetta reddast.... oftast.“ Hversu marga dansara hafið þið dansað við? Sigrún: „Ég hef dansað við þrjá. Ferill minn byrjaði með glæsimenninu Mána Sigurðssyni en við dönsuðum saman í tvö ár. Þá tók við hinn mikli Konráð Axel Gylfason og urðum við Íslandsmeistarar og dönsuðum saman í eitt ár. Það var síðan árið 2009 sem ég og Daði byrjuðum að dansa saman eiginlega fyrir slysni því að við vorum látin dansa saman í dansbúðum og á danssýningu því hvorugur af dansfélögum okkar komust.“ Daði: „Ég hef dansað við fimm dömur en nenni ekki að telja þær upp, Sigrún er samt klárlega í topp þremur.“


Þegar þið hugsið til framtíðinnar felur hún þá í sér samkvæmisdans? „Já, eftir að við höfum bæði lokið stúdentsprófi er stefnan tekin á ennþá meiri dans og þá helst í útlöndum. Þá verða þetta endalausar keppnir og æfingar og vonandi fáum við vinnu sem kennarar einhvers staðar eða að komast inní góða lista- eða dansskóla. Þó svo að Dansskóli Evu Karenar sé að sjálfsögðu besti skólinn og Ísland flottasta landið, þá eru tækifærin mun stærri úti.“

Gætuð þið hugsað ykkur að skipta úr samkvæmis dansi og halda áfram í nútímadansi eða öðrum spennandi danstegundum? „Dans er alltaf dans, okkar aðalgrein er samkvæmisdans og við stefnum á að keppa alltaf í þeirri grein, en það er alltaf gott að geta gripið í annað enda æfum við bæði nútímadans og ballet einu sinni í viku. Ballet kennarinn okkar, Elva Rut hefur hjálpað okkur mikið með samkvæmisdansinn enda er tæknin oft svipuð.“

Nú munar einu ári á ykkur, var ein af ástæðunum fyrir því að þið völduð MB að þið gætuð haldið áfram að dansa saman? „Jú, það var allavega ein aðalástæðan. Við erum óaðskiljanleg!“

ÍRP


Hrafnhildur Hekla Eiríksdóttir tStúdent frá MR 2008 tTækni- og verkfræðideild, 3. ár tÁhersla í námi: Heilbrigðisverkfræði tÁhugamál: Knattspyrna og harmonikkuleikur

Paolo Gargiulo t Lektor í tækni og verkfræðideild tDoktorspróf frá TU, Tækniháskóla Vínarborgar tSérsvið: Heilbrigðisverkfræði tVerkfræðingur á heilbrigðistæknideild LSH

Velkomin í HR Viltu skemmtilegt og spennandi nám? Viltu mæta sterkari út á vinnumarkaðinn? Viltu vinna með frábærum kennurum og taka þátt í öflugu rannsóknar- og nýsköpunarstarfi? Háskólinn í Reykjavík er framsækinn, alþjóðlegur háskóli með ótvíræða forystu í tæknigreinum, viðskiptum og lögum – lykilgreinunum fyrir öflugt atvinnulíf.

www.hr.is


Úr MB í HR Ólafur Þór Jónsson er tvítugur Borgnesingur og stúdent frá Menntaskóla Borgarfjarðar. Hann var mikið félagsmálatröll á sínum sokkabandsárum en er nú fluttur til höfuðborgarinnar þar sem hann leggur stund á sálfræði við Háskólann í Reykjavík og er mikill menningartrefill. Hvað hefur á daga þína drifið síðan þú útskrifaðist úr MB? „Þegar ég útskrifaðist vorið 2011 ákvað ég að fara ekki beint í háskóla, ég vissi ekkert hvað mig langaði að læra. Var fyrst að vinna mikið í Brúðuheimunum sálugu, var m.a. tækni- og sýningarstjóri í brúðusýningunni „Gilitrutt“ sem vann Grímuverðlaunin sem barnasýning ársins sumarið 2011. Ég fór í sýningarferð til Þýskalands með þá sýningu sama sumar þar sem við sýndum nokkrum sinnum í Köln. Það var mikið ævintýri og alveg æðislega gaman. 1. nóvember byrjaði ég svo að vinna í Grunnskóla Borgarfjarðar (Hvanneyrardeild) sem stuðningsfulltrúi og var það alveg svakalega þroskandi og gefandi vinna. Ég vann þar allt til skólaloka, án efa skemmtilegasta vinna sem ég hef verið í. Síðasta sumar vann ég síðan á Fosshóteli í Reykholti þangað til ég hóf nám við Háskólann í Reykjavík um miðjan ágúst“.

Hvernig hefur þér sem Borgnesingi gengið að aðlagast lífinu í stórborginni? „Ég hef alltaf verið lúmskt borgarbarn, bjó hérna um rúmt ár þegar ég var 6 ára. En það eru jú alltaf eitthvað sem þarf að venjast, hjá mér er það sérstaklega bílaumferðin á morgnanna í skólann, hún er ömurlega leiðinleg og ég á líklega seint eftir að venjast henni. Helsta breytingin er þó sú að vera fluttur að heiman og búa einn, en það hefur hingað til vanist vel, þó ekki sé því að neita að það væri nú ansi notalegt stundum að hafa mömmu á svæðinu“. Hvernig kanntu við þig á stúdentagörðum? „Ég leigi stúdíóíbúð í gegnum Byggingafélag námsmanna. Íbúðin er staðsett í Grafarholti sem er dálítið langt frá skólanum og miðbænum en það er samt sem áður bein leið þangað. Auk þess sem strætó gengur mikið til beint niður í skóla. Þetta eru fínar íbúðir, nýlegar og notalegar“. Hvað var það við sálfræðina sem heillaði þig? „Í MB þótti mér sálfræðin ekki mjög spennandi, lagði ekki mikið á mig í faginu og var ekki með frábærar einkunnir. Mér fannst sálfræðin í MB í raun meira eins og framlenging á heimspekiáfanganum, sem var ekki spennandi og lítil hagnýtni í náminu. Þegar ég hafði hinsvegar unnið sem stuðningsfulltrúi og unnið nokkuð með sálfræðingum og lesið mér mikið til um mitt viðfangsefni í vinnunni, þá fór sálfræðin að heilla mig. Sálfræðinámið er líka rosalega opið nám. Þegar BSc gráðan er í höfn er margt í boði, ekkert endilega að verða sálfræðingur heldur margir vinna við kennslu, í fjölmiðlum og við rannsóknir, svo dæmi séu tekin“.

ÓLI ÞÓR EINS OG VIÐ MUNUM EFTIR HONUM.

Hver er helsta ástæðan fyrir því að þú valdir HR? „Ég lagði mikið í þá ákvörðun, en á endanum var hún mjög einföld. Ég leitaði ráða hjá sálfræðingum og öðrum fræðimönnum um hvað væri besta valið. Þegar maður kemur úr litlum og persónulegum skóla eins og MB þá er HR frábær valkostur. Í sálfræðinni erum við 60 nýnemar á móti ríflega 300 í HÍ svo við erum bara eins og stór bekkur. Af því við erum svo fá þá getum við unnið saman í hópum og stofnað „study groups“ í anda Community þáttanna. Svo erum við 10 strákar svo við erum búnir að stofna okkar „séntílmannafélag“ þar við pössum uppá hagsmuni karlpeningsins í bekknum. Skólinn leggur mikið upp úr því að vera góður undirbúningur undir atvinnulífið alveg eins og áframhaldandi nám. Kennararnir hérna eru eðal snillingar sem leggja sig alla fram við kennsluna og eru vel undirbúnir. Þá er félagslífið hérna tryllt, alltaf eitthvað að gerast t.d. vísindaferðir, bjórkvöld, íþróttakeppnir og margt fleira. Skólinn hefur töluvert hærri skólagjöld en HÍ en maður er líka að borga fyrir gríðarlega þjónustu, svo sem stórt og mikið bókasafn, alþjóðaskrifstofu, námsráðgjöf sem er mjög auðveldur aðgangur að, atvinnuþjónustu auk ýmsa annarra fríðinda. Þá er menntun líka ein besta fjárfesting sem völ er á, því valdi ég frekar að velja skóla sem hefði meiri gæði í kennslu frekar en ódýrara nám. Þá má segja frá því að tveimur dögum eftir að ég hafði fengið inn í skólann fékk ég símtal og mér boðið að skoða skólann og hitta kennara ef ég vildi og svo þegar nær leið skólasetningu var hringt í mig frá nemendafélaginu til að gefa mér ráð og tékka á stemmningunni, svo maður fékk það á tilfinninguna að maður væri velkominn frá fyrstu mínútu. Á endanum sótti ég eingöngu um í HR og var líka kampakátur þegar bréfið gægðist inn um lúguna þar sem mér var tilkynnt að ég hefði fengið inn í skólanum“. Einhver skilaboð sem þú vilt koma á framfæri við gamla félaga í MB? Njótið menntaskólaáranna, takið þátt í félagsstarfi og eignist nýja eða gamla vini. Grasið er ekki alltaf grænna hinu megin.

39

Viðtal við Hr-ing


Dishonored Styrmir Már Ólafsson er viðskiptafræðinemi við Háskólann á Bifröst og mikill áhugamaður um tölvuleiki. Í aðsendri grein sinni skrifar hann um tölvuleikinn „Dishonored“. Tölvuleikurinn Dishonored kom út 11. október síðastliðinn í Evrópu en hafði komið tveimur dögum fyrr í Norður-Ameríku. Það ríkti mikil eftirvænting eftir leiknum en það voru engir aðrir en Bethesda softworks sem gáfu út leikinn sem gerður var af Arkane studios í samstarfi við Bethesda. Bethesda softworks er þekktast fyrir „Elder Scrolls“-leikina en leikurinn „Elder Scrolls V: Skyrim“ var einn af stærstu leikjum ársins 2011. Arkane studios er ekki jafn þekkt en þeir hafa þó gert leik sem vakti mikla athygli á meðal þeirra sem prufuðu hann en hann heitir Arx Fatalis og fylgdi með „pre-orderinu“ af Dishonored. Ég var einn af þeim sem beið spenntur eftir Dishonored. Ég vaknaði kl 5 um nóttina um leið og hann kom út í þeim tilgangi að geta spilað hann áður en ég færi í skólann. Ég batt miklar vonir við leikinn og ég get sagt það að ég varð alls ekki fyrir vonbrigðum. Um miðja nótt þá vaknaði ég um leið og vekjaraklukkan mín hringdi þurrkaði stýrurnar úr augunum og settist fyrir framan tölvuna. Ég hafði „preloadað“ leiknum í gegnum „steam“ daginn áður og átti því einungis eftir að setja leikinn inn svo ég gæti spilað. Ég beið spenntur meðan leikurinn var að verða tilbuinn og ýtti á „Play“ um leið og það var mögulegt. Í Dishonored tekur maður að sér hlutverk Corvo Atano en hann er lífvörður keisaraynjunar í borginni Dunwall en svo verður hann að yfirnáttúrulegum launmorðingja þegar hann er svikinn og sakaður um morðið á keisaraynjunni. Corvo einsetur sér svo að hefna sín á þeim sem myrtu keisaraynjuna og sviku hann en til þess fær hann hjálp frá mörgum mismunandi persónum en þar má helst nefna uppfinningamanninn Piero Joplin og svo „The Outsider“ sem er einhvers konar guð sem hjálpar manni einungis sér til skemmtunar. „The Outsider“ gefur Corvo yfirnáttúrulega krafta sem gera það mögulegt að hann getur hefnt sín. Sögusvið leiksins er allt hingað til innan borgarinnar Dunwall en hún er mjög stór en þó hefur verið nefnt að það eru möguleiki á því að aukapakkar leiksins kynna til sögunnar nýja staði fyrir spilara að kanna og laumast um í þeim tilgangi að koma fólki fyrir kattarnef. Eitt af því sem einkennir Dunwall mest er plágan sem reikar þar um en í leiknum er hún þekkt sem „the rat plague“ og hefur hún smitað stóran hluta af íbúum Dunwall. Leikurinn gefur þér möguleikann að velja hvernig þú spilar hann en endirinn breytist eftir því hvernig hann er spilaður. Þú getur valið á milli þess að drepa alla þá sem verða á vegi þínum í leiknum og hlaupa í gegnum borðin með þann eina tilgang að myrða þá sem sviku þig eða þú getur farið í gegnum borðin án þess að drepa einn eða neinn og jafnvel sleppt því að drepa þá sem sviku þig því það eru alltaf möguleikar á að ryðja þeim úr vegi á annan hátt. En þeir möguleikar opnast með því að ræða við aðrar persónur í leiknum og gera hliðarverkefni fyrir þær persónur. Dishonored sækir innblástur til leikja eins og Thief og hefur jafnvel sinn eigin stíl sem hefur verið kallaður „Whale punk“ af því tilefni að stíllinn minnir mikið á klassíska „steampunkið“ sem er mjög þekkt innan fantasíuheimsins. Í Dishonored er tekið upp hinn gamalkunna „lean“ hæfileika sem hefur ekki sést í leikjum í langan tíma en sá möguleiki skiptir sköpum í Dishonored þegar maður er að fela sig fyrir vörðum eða skotmörkum sínum og eru margir mjög ánægðir með endurkomu „lean“ inn í tölvuleiki. Ég var með mikla væntingar til leiksins og eftir að hafa klárað hann tvisvar á mismunandi hátt þá tel ég mig ekki hafa orðið fyrir vonbrigðum en flestir gagnrýnendur voru á sama máli um leikinn og fékk hann ekkert nema lof. Leikurinn hefur vakið mikla athygli og ekki að ástæðulausu en leikurinn er einn sá besti sem ég hef spilað hingað til. Eini gallinn sem Hérna sést hversu vel byggingarnar eru hannaðar með tilliti til launmorðingja. ég finn við leikinn er hversu stutt hann endist en fyrsta daginn eftir að hann kom út voru komnar sögur á kreik um að einhverjir spilarar hefðu klárað hann á 4 tímum. Það hefur þó verið í spilun þar sem spilarinn hefur drepið alla þá sem urðu á vegi hans og sleppt því að gera öll hliðarverkefnin. Einkunnir: Ign : 9.2/10 Metacritici : 9.1/10 Styrmis einkunn : 9/10

Aðsend Grein

40


Vítamín - ekki níkótín


„Ég er náttúrlega svo kúl að ég geri aldrei neitt vandræðalegt.“ Viðtal við Eyvind Jóhannsson fyrrum nemenda við MB. Eyvind Jóhannsson ættu flestir nemendur MB að kannast við, en þarna er á ferðinni einstaklega geðþekkur og myndarlegur ungur drengur úr Kolbeinstaðahrepp. Hann hefur nú haldið í víking og tekið land norðarlega í Svíþjóð, nánar til tekið í bænum Kiruna. Þetta er ekki bara flipp í drengnum heldur leggur hann nú stund á snjóbretti í við Rymdgymnasiet í Kiruna. Hann segist sakna íslenzka munntóbaksins en nýtur þess að fá sér lummu í tíma og hoppa á trampólíni í Svíþjóð. Hvað varð til þess að þú ákvaðst að fara í snjóbrettaskóla í Svíþjóð? „Ég sá þennan skóla í myndbandi frá Ylfu Rúnarsdóttir sem er íslensk snjóbrettastelpa í sama skóla og ég, en mig langaði rosalega í brettaskóla. Ég prófaði bara að sækja um í djóki á heimasíðuni þeirra og svo bara nokkru seinna var ég kominn inn og ég ákvað að slá bara til.“ Hvernig er týpískur skóladagur hjá þér?

Hefurðu alltaf haft áhuga á vetraríþróttum og hvernig þróaðist sá áhugi þannig að þú ákvaðst að leggja þetta fyrir þig?

„Klukkan átta um morguninn mæti ég í fimleikahöllina og æfi þar fram að hádegi. Það er alltaf byrjað á upphitun og teygjum og svo er farið á trampólínið þar sem ég æfi „trickin“ sem ég ætla að gera í vetur. Eftir hádegismat eru svo bara venjuleg fög eins og enska, stærðfræði, eðlisfræði og sænska. Skólinn er svo búinn á mili þrjú og fjögur. Bóklegu fögin hérna eru bara eins og í MB og við erum í tölvunni að læra. Í vetur mun samt stundartaflan breytast því að þá förum við á skólatíma í fjallið að æfa með þjálfurum.“

„Ég hef fylgst með snjóbrettum frekar lengi, og þá sérstaklega Halldóri Helgasyni en hann fór einmitt líka til Svíþjóðar í skóla. Ég hafði prófað bretti þegar ég var yngri og fannst það mjög gaman. Svo keypti ég mér bretti síðasta vetur og var mikið á því og langaði til að bæta mig og ákvað að fara í skóla til Svíþjóðar.“ Hvað finnst mömmu þinni um þetta allt saman?

Hvað verður eiginlega kalt þar sem þú ert?

„Henni finnst þetta bara frábært, og alveg kjörið tækifæri fyrir mig. Hún styður mig 100% í þessu öllu saman eins og öllu öðru sem ég geri. Mamma er best..

„Núna er hitastigið við frostmark, en á veturnar fer alveg niður í -40°C. Fyrstu vikurnar mínar hérna var mjög heitt og sól allan daginn. Það var samt snjór hérna fram í júní svo það er ansi kalt hérna.“ Hvað er skemmtilegast við skólann? „Fimleikarnir eru klárlega skemmtilegastir og svo er mjög gott að munntóbak er leyft í tímum. Það er sko allt annað en var hjá Ívari í félagsfræði í MB!“ Hvað detturðu að meðaltali oft á rassinn þegar þú ferð á bretti? „Maður dettur rosalega oft á bretti en maður er ekki svo heppinn að lenda alltaf á rassinum. Andlitið fær oft að finna fyrir því og aðrir útlimir, en annars fer það bara eftir því hvað ég er að gera. Ef ég er bara að renna mér niður brekkur þá dett ég ekki oft en ef maður

Viðtal við Eyvind

42


Við förum í fjallið á veturnar með skólanum og í ferðir víða um Svíþjóð til að fara á bretti. Í vetur förum við líka til Finnlands og Noregs með skólanum.“ Ertu sænski töffarinn? „Nei, ekki ennþá. Ég er í mjög harðri samkeppni og það þarf að uppfylla mörg skilyrði til þess að geta orðið sænski töffarinn. Ég fer bara að vinna í því að lita á mér hárið ljóst og nenna að hlusta á Basshunter. Annars er ég er toppa alla Svíanna í munntóbaksnotkun þannig að ég er kominn með eitt gott „sænskatöffara-stig“. Kannski verð ég orðinn sænski töffarinn þegar ég kem heim um jólin!“

EB er að fara á handrið og reyna einhver ný „trick“ þá dettur maður mjög oft.“ Færðu ekki einhverntímann fengið heimþrá? „Ég hef ekki fengið heimþrá ennþá en ég sakna þess samt að vera með fjölskyldunni á Íslandi. Svo sakna ég líka harðfisks, íslenzks munntókbaks, tópas og malts alveg rosalega mikið.“ Er íslenskt munntóbak betra en sænskt? „Já! Það er svo miklu sterkara og miklu meira nikótín í því íslenzka. Maður lifir samt alveg af með sænska, tóbakið en það er rosalega gott og mikið úrval af því. Það er líka frábært að vera með það í pokum, sérstaklega í tímum, það er svo miklu auðveldara að losa bara beint í dollulokið og halda svo áfram að læra.“ Hverning gengur þér að aðlagast lífinu í Svíþjóð?

Spurt á göngunum

„Lífið hérna er alveg æðislegt. Það eru allir hérna rosalega almennilegir og mér leið strax eins og ég væri heima hjá mér. Það eru allir svo hjálpsamir og vilja allt fyrir mann gera. Bæði Svíarnir og Íslendingarnir hérna í skólanum eru æðislegir, en við erum þrjú íslensk hérna. Ég, Ylfa á öðru ári og Erlendur sem er á fyrsta ári.“

Hvað er uppáhalds fagið þitt í skólanum? Angela Gonder

„Sænskan gengur ágætlega, ég er skil hana að mestu leyti og ég er búin að læra hana helling af nýjum orðum. Ég er samt ekki alveg nógu duglegur að tala hana, nema kannski þegar ég er fullur!“ „Það er enska.“

Hvað er það vandræðalegasta sem þú hefur lent í?

Elín Heiða Sigmarsdóttir

„Ekkert sem ég man eftir. Ég er náttúrlega svo kúl að ég geri aldrei neitt vandræðalegt.“ Hver er draumurinn? „Draumurinn er að geta orðið atvinnumaður á snjóbretti. Ef ekki það þá er það að vinna við eitthvað tengt snjóbrettum. Núna er ég samt aðallega að hugsa um að hafa gaman, framtíðin verður bara að fá að koma í ljós. Þetta nám er allavega hluti af því sem mig langar að gera.

„Stærðfræði.“

43

Viðtal við Eyvind


Finnbogi Rögnvalds og Megamind

Tvífara

Gunnhildur og Gló magnaða

Sumarliði og Carl Fredricksen úr Up

Þeir sem setið hafa í tímum hjá hinum sívinsæla stundakennara Finnboga Rögnvaldssyni vita að um mikinn höfðingja er að ræða og til að rúma mikið vit þarf bæði stórt höfuð og enni.

Sumarliði Páll, nýnemi og „sjarmör“, hefur heillast af gleraugnatískunni og skartar miklum og glæsilegum gleraugum. Margir aðrir hafa fylgt þessari tísku eftir en eftir gleraugnakaupin finnst fólki að Sumarliða þyki svipa mjög til Carl Fredricksen, karakters úr teiknimyndinni „Up“.

Mörgum hefur fundist svipur með Gló mögnuðu og Gunnhildi en fólk hefur ekki verið á eitt sátt með hvað það er nákvæmlega sem veldur líkindunum. Ritstjórn Eglu hefur ráðið gátuna, og hið fallega rauða hár mun hér hafa úrslitavald.

Þribbarnir og The Chipettes

Kolbrún, Hera og Áslaug eru mjög samstíga vinkonur, sem lýsir sér í því að þær sjást mjög gjarnan saman á göngum skólans. Stíllinn og smekkurinn eru aldrei langt í burtu og þær kunna að skemmta sér. Það er því viðeigandi að þær séu þríburastelpurnar, The Chipettes, úr Alvin and the Chipmunks.

Rúnar Gísla og Tinni

Tinni er mannvinur mikill, skarpur og úrræðagóður. Hann er ævintýragjörn hetja sem bjargar alltaf deginum. Þannig er Rúnar Gíslason einnig. Koma einnig dagar þar sem hár þeirra tveggja líkist.

Kári Jón og Jeremy Howard

„Þurfum við að ræða það eitthvað?“

Ingibjörg og Sybil Trelawney

Ef Spádómar 101 væri skyldufag í MB myndi Ingibjörg Ingadóttir klárlega kenna áfangann. Sybill Trelawney er með eftirminnilegri kennurum í sögunum um Harry Potter og eru ýmis líkindi með kennsluaðferðum þeirra tveggja. Svo eru þær svo afskaplega líkar í útliti!


Kolfinna og Victoria Beckham

horn

Jói Bicep og Jay Cutler

Magnús “kúreki” og Villi úr Toy story

Skólameistari vor er án efa einn sá glæsilegasti sinnar tegundar. Victoria Beckham er iðin kona og hugsar vel um útlitið og heilsuna, líkt og Kolfinna. Um það hvort líkindi eru með persónuleikum þessa tveggja kvenskörunga skal látið kyrrt liggja en útlitsleg líkindi eru ótvíræð.

Eins og allir vita gengur ljúfmennið Magnús Kristjánsson undir nafninu Kúrekinn innan veggja MB. Hér mætast miklir öðlingar, þeir Viddi í Leikfangasögu og Magnús. Báðir ganga þeir um í stígvélum, syngja lög og eru ávallt til þjónustu reiðubúnir og eiga báðir heima í sveitinni og vilja helst vera þar.

Jóhannes Kolfinnu- og Magnússon er myndardrengur. Síðastliðin ár hefur Jóhannes stundað líkamsrækt af kappi með sérstakri áherslu áherslu á tvíhöfðann eða „biceppinn“. Í fjarveru Arnars Gylfa er Jóhannes án efa „hrikalegastur“ í MB. Jói bicep og Jay Cutler eru nokkuð líkir líkamlega séð, en hönnuður blaðsins átti í töluverðum erfiðleikum með að koma jafn kjötmiklum mönnum inn í jafn lítið blað.

Bjarni Traustason og Tom Baker úr Cheaper by the Dozen

Bjarni Þór hefur lagt fram sinn skerf til þess að fjölga mannkyninu, en fjórði sonur hans og Dódóar fæddist á dögunum. Það er því margt líkt með Bjarna og Steve Martin í hlutverki Toms Bakers í myndinni Cheaper by the Dozen, þar sem hjónin áttu 12 börn, hvorki meira né minna. Báðir hafa safnað í gott boðhlaupslið og eru með eindæmum indælir menn.

Hestaklúbburinn og fuglabjarg

Hvað getum við sagt? Hestaklúbburinn er mjög hávær og það þarf eiginlega ekki að hafa mikið fleiri orð um það. Þess vegna eru þau fuglabjarg.


ÍRP & BÞGG


H:N markaðssamskipti / SÍA

STUNDUM ER OKKUR KASTAÐ ÚT Í VERKEFNI SEM VIÐ HÖFÐUM ALLS EKKI REIKNAÐ MEÐ Ásdís Hjálmsdóttir, spjótkastari

Hönnun slaufu: SIGN

Kauptu bleiku slaufuna Aðalstyrktaraðilar

www.bleikaslaufan.is

Söluaðilar Akureyrarapótek, Alltmerkilegt, Apótek Garðabæjar, Apótek Hafnarfjarðar, Apótek Vesturlands, Apótekarinn, Apótekið, Árbæjarapótek, Belladonna, Blómabúðin Burkni, Blómabúðin Dögg, Blómabúðin Ísblóm, Blómahönnun, Bókabúð máls og menningar, Byggt og búið, Byko, Debenhams, Einar Farestveit, Eymundsson, Femin.is, Feminin Fashion, Fríhöfnin, Frumherji, Garðheimar, Garðsapótek, Garnabúð Gauja, Hagkaup, Hár og Vellíðan, Heilsuhúsið, Hrafnista Hafnarfirði, Hrafnista Laugarás, Hreyfill, IÐA, ITA gallery, Íslandspóstur, Kaffitár, Kaupfélag Steingrímsfjarðar, Kjarval, Krónan, Kvennadeild Rauða Krossins, Leonard, Lindex, Lostæti, Lyf og heilsa, Lyfja, Lyfjaborg, Lyfjaval, Lyfjaver, Melabúðin, Misty, Mörk hjúkrunarheimili, Nóatún, Orkan, Penninn, Radison Blu 1919 hótel, Reykjavik excursion, Reykjavíkur Apótek, Rima Apótek, Samkaup (Nettó, Kaskó, Úrval, Strax), Shell, Sigurboginn, Skipholtsapótek, Smith og Norland, Sóley Natura Spa, Stúdíóblóm-runni blómabúð, Svarta Kaffi, Te og Kaffi, Urðarapótek, Þín verslun.


Lagði mikið inn í reynslubankann Jóhanna Marín Björnsdóttir er stúdent frá MB árið 2011. Hún skrifar hér í aðsendri grein um lýðháskóladvöl sína í Danmörku. Í september árið 2011 fór ég í lýðháskóla í Danmörku. Skólinn heitir Aalborg sportshojskole og eins og nafnið gefur til kynna er hann staðsettur í Álaborg sem er norðarlega á Jótlandi. Ástæðan fyrir því að ég ákvað að fara í lýðháskóla var sú að ég var einfaldlega ekki viss um hvað mig langaði að gera í framtíðinni og var ekki tilbúin til þess að hefja háskólanám strax að loknu stúdentsprófi. Í Aalborg sportshojskole eru um 90 nemendur á hinum ýmsu brautum. Ég valdi braut sem kallast „Cross-training“ en það er sambland af ýmsum íþróttum og var virkilega krefjandi en um leið skemmtilegt. Sem valfag valdi ég „styrketraining“ þar sem farið var yfir hvernig styrktarþjálfun fer rétt fram og margt sem tengist almennri styrktarþjálfun. Auk þessara tveggja áfanga voru bæði verklegir og bóklegir tímar. Í fyrstu var þetta ansi skrautlegt þar sem allt námið er á dönsku og það tók mig dágóðan tíma að venjast því. En þar sem ég hafði lært dönsku í grunn- og menntaskóla tók mig um tvær vikur að venjast því að lesa og skrifa dönsku en örlítið lengri tíma að venjast því að hlusta og tala. Í bóklegu tímunum var t.d. farið í næringarfræði, vöðvafræði og líffræði. Verklegu tímarnir voru mjög fjölbreyttir og við lærðum mjög margt í sambandi við hreyfingu og hversu fjölbreytt hún getur verið. Í skólanum voru aðallega Danir. Það voru einnig nokkrir krakkar frá Noregi og voru flestöll á hestabrautinni að læra að verða betri knapar. Annars var ein önnur stelpa frá Íslandi, svo ein stelpa frá Ástralíu. Ég var með þremur stelpum í herbergi, tveimur dönskum og þessari frá Ástralíu og því gat maður ekki komist hjá því að heyra og tala dönsku mestallan daginn sem gerði dönskuna mína mun betri fyrir vikið. Það var stór áskorun að ferðast upp á eigin spýtur til annars lands þar sem ég þekkti engan. Ferðin gekk ekki alveg áfallalaust fyrir sig; ég komst reyndar í rétta flugvél, í rétt land og af einhverjum furðulegum ástæðum endaði ég í réttri lest. Lestarferðin tók rúma fimm tíma frá Kaupmannahöfn til Álaborgar. Þegar lestin stoppaði svo á minni stöð í Álaborg tók langan tíma að koma þremur töskum að útgangnum og því missti ég af minni stöð. Þarna var klukkan orðin 10 á laugardagskvöldi og því greip mig smá vonleysiskast. Ég talaði þó við starfsfólkið og þau sögðu mér að fara út á næstu stöð og fara með annarri lest til baka sem ég og gerði. En þá var ævintýrið ekki búið. Þá átti ég eftir að labba um 1,5 km að skólanum. Það hófst nú á endanum eftir að hafa spurt nokkra vegfarendur í hvaða átt ég ætti nú að fara. Þegar ég kom tók kát áströlsk stúlka á móti mér og sýndi mér herbergið og aðstöðuna sem við höfðum afnot af. Þetta er frekar gamalt hús sem við nemendur bjuggum í en mjög huggulegt og gott að vera þar. Aðalbyggingin var beint á móti vistinni, en þar var mötuneytið, kennslustofur og þar vorum við einnig oftast á kvöldin þar sem það var eini staðurinn með nettengingu. Dönsku stelpurnar sem voru einnig með okkur í herbergi komu svo daginn eftir og kom okkur mjög vel saman. Það sem stendur upp úr er hversu mikið maður safnaði í reynslubankann. Ég lærði rosalega margt í sambandi við líkamsrækt og almennt heilbrigði, kynntist yndislegu fólki sem ég á aldrei eftir að gleyma, lærði nýtt tungumál og síðast en ekki síst lærði ég að bjarga mér upp á eigin spýtur. Í stuttu máli sagt var þessi tími í Aalborg frábær og ég hef aldrei lært eins mikið um lífið og tilveruna á stuttum tíma, ég mæli hiklaust með því að fólk prófi þetta. Hægt er að taka tvo mánuði, fjóra mánuði og svo framvegis. Námsframboð er fjölbreytt og mjög gaman að kynnast fólki frá hinum ýmsu heimsálfum.

49

Aðsend Grein


MB-stúlkan In nga ga Ber erta ta Ber ta ergs gssd g dó óttir ttir er fl tt fleestum tu um Borg Borrg Bo gne gne nesi sing sing ngum gu um m kun unn unn n.. Hún n er du ugn g að aða arrfo forkur rk kur, urr, si situ ur í ssttjór jórn jó rn NMB M og viin nn nurr í Net ett ttó tó á mil illi llii fun u da da.. Hún er Hún Hú er því ví vell tiill fun undi din MB din MB-sstú úlk lka. a. „Þetta „Þ ettta et a er mi mik kiillll hei eiðu iðu ður, r “ sseegi girr In nga ga Beerrrttta a í upp pph ha afi á með eðan an hún borrð ða ar sa ar sala ala lat se sem of of lítið íttið ið er af af lau auk auk kii í, að ð hen enna enna narr ma mati ti. „„M ti. Mig g drrey d eymd mdi al alllttta af um að ver af era Sé Séð o og g heeyyrrtt--sstú úllk ka an n þeg ega arr ég vva ar llííti til, l svo l, vo þet e ta ta er llííkl kleg kleg ga þ þa að be besst sta sseem gat gat ko ga k mi m ð fy f riir m miig á þ þeessssu um m t ma tí mapu apu punk punk kti ti í lífi fin nu. u.“ Viiið V ð ssp p pur urrðum u ðum IIn ðu ngu gu Ber ertu ert tu nok kku kurrrra sp kurr spu urrni rn niing nga: nga a: Er E r ga am man n í stj tjór órn NM ór MB? B? „Þ Það a er mj mjög ög gaman am man an í stjjórn órn ór niinni, nni, nn i, þó éég g fái ái ek kk ki a að ð geerra mi mik kiið. ð. Ég te tek ssttun tek und du um ák ákva vað ða anir, niir, n r, þæ ærr erru u sam amt mt ffá áar ar og te teng gja j st st yfi firl rlei rl eitt tttt ræssttin ræ tin ingum gu um á sk krriifs fstof tofu to funn nni. i. Ég g geerii mér ér sam mt mikl mik mi kllar ar von onir ir og sstteffni ni á fo orrma mannse mann nnsseem nn mb bæ ættttiið í fr fra fram am mtí tíð ðinn ði in nn ni. i.“ Hver Hv erni erni n g hy hyg gg gstu stu n st ná á völ öldu dum in innan na n an NM NMB? B? „Ég mu „É mun n le leiitta ef efti tiirr sa sam mssta arfi rfi vviið H Heell lll’’s ’s Ang ngeellss..“ Af hve Af verj erj rju b ba au uð ðstu stu þiig ffr ram am tiill með ðst stjjó órn rna an nd da a? „„É Ég b ba auð uð mig g frra am a aff þvvíí ég átti átti át ti fáa áa vin ni þe þeg ga ar ég ég kom om í skó kólla kól an nn n. Fl Fles Fles esti tir ir vi vini nir mín mí niir fó óru u í Ver erzl zló, ó, Kve ó, venn nn nó eð ða á A Ak kur ureeyyri ri. É Ég g eiig gna gna nað ðiisstt fjó jórra a nýja ýja vviini eftir ýj ftirr ft að a ð ég va v r kjör kjjör örin; in n; L Liilj lju u,, Eyyrrún únu, Pét é ur ur og Be Berg rglind lin li nd di. i. Svvo o kyyn nnist nisstt ég fl ni flei eeiirrii nýýn nem emu um m en sj sjál jál álfr fri mé mér, r, en Ká Kárii Jón ón er up uppá upp páh ha ald ds bu busi sin sinn nn n min inn. n.“ Hva Hv að ð myn y di dir rð ðu ge gera ra ef þ þú ú vær ærir r skó óla am me eis sta tari ri í eiin nn d da ag g? ? „Ég my „É mynd mynd ndi hr hriin ng gjja mi mig in inn ve veik ika a..“ Hv H ver er er u up pp pá áha halld ds sk kenna en e nna nar riinn nn þin inn? n? „„Agn „A Ag gn nes es Han anse sen ssk ko orra arr háttt þ þvví h hú ún sý sýnd ndi di o ok kku ku urr tö tölv ölv lvul ulei eiikj kja kj assííð ðu á d ðu dö ö ön nsku ns ku. En E n ég eerr á íþ þrrót ótta tasv svið iði sv iði svo ég ég veerrð a að ð ha allda da up pp p á Sös össa sa. L sa. Liilj lja Ó Ólla affs er er samt amt am alllttaf al af ros osal aleg ega gl glöð glöð öð þeeg ga arr hú ún n er a að ð keen nn na a.““ Hvað Hv að er rttu há há? „„É Ég b byyyrrj rja að ði a að ð dre rekk kka k ka affi ffi fy fyrriir n no ok okk kk k kru ru og he ru hef ek kki ki sttæ æk kk k kað að síð að ðan an.“ .“ Hjá hv Hj Hjá hver erjum jum s ju siitu ur þ þú ú yfi firl rle rl eiitttt í tíím mu um m? „O Oft ftast ast hj as hjá S Siig grrún únu o og g Rún úna arri. i. Ég ne neyyð ðis ist h hiin nss veg ega arr oft ft tiill þess eesss a að ð beeiita ta Rúna Rú nar o offb beeld di ssvvo sttu un ndu dum si sit ég ég bar arra a ein. eeiin. n. Ég si sit vva ana nalleega ga frra ama marrlleg ega í stof st ofun un nni ni.“ ni i..““ Veit Ve itir iti ir það að þér ér öry ygg ggi gi a að ð sit itja ja fra ramar ma m ar rlleg ega í st stofun ofun of nn niii? ? „Nei „N ei, alls alls al ls ek kk ki. i. Ég ba bara ra fyyllgi gi hóp ópnu num m..“ Hv H vað að er up uppá páh ha alld al dsf sfa ag gið ð þittt í s sk kó óllan anum um? „„D Dan ans, ns, s, því ví Krriist sttiin inn Fr Freyyr er er svo vo gó óð ður ur dan ansf sfél éla ag gi. i. Svo vo er lí lík ka a got ott fy fyrriir fó fólk k sem á eek se kki ki of ma marg rga vviin nii að ve vera vera ra í dan nssii, m ma aðu ður verð ður vveerrð ður ur svo vo nái áinn nn..““ Fy yllg giis st þ þú ú ve ell með eð fjö jölm öllm miðlu iið ðlu lum? m? „„É Ég le les a allllttaf af stj tjö örrnu nussp pá án na, a, svo vo er éég g mik ikil ill ll á áh hugam ugam ug amað aður aður ur um bo boll llal ales ales esttu u urr.“ .“ Hv H ver erni nig bra brag br agð ða ast ast st sal alat atiið ð? „Of llííti „O till ll lau a k ku urr,, en m miig la lang ngar ar í mei eira ra. T Ta akk kk fyrrir ir viðta ið ðtta ali lið ð..“

TS T SÞ SÞ


þakkir Við í ritstjórn Skólablaðsins Eglu viljum koma á færi sérstökum þökkum til eftirfarandi aðila: Fyrst og fremst er það Kolfinna Jóhannesdóttir skólameistari, fyrir ómetanlegan stuðning og smitandi metnað. Anna Guðmundsdóttir, íslenskukennari og sérlegur málfarsráðunautur, fyrir prófarkalestur og góð ráð. Heiðurshjónin Þór og Guðrún Björk í Nepal fyrir hjálp við heimasíðu blaðsins og margt, margt fleira. Kristín Jónsdóttir, ljósmyndari með meiru, fyrir myndatöku vegna forsíðu blaðsins. Gunnþórunn, Eygló og Guðmundur fyrir að vera alltaf til staðar sama hvað tilefnið er. Einnig viljum við þakka þér, Óskar Birgis sem veitti okkur upplýsingafrelsi. Mjög sérstakar þakkir fær ritstjórn 2011-2012 fyrir frumkvæðið að stofnun skólablaðs við MB. Birta, Inga, Guðrún, Styrmir, Alda og Birna – þið eruð frábær! Þá viljum við þakka auglýsendum, greinahöfundum, viðmælendum og öllum öðrum sem lögðu hönd á plóg. Síðast en ekki síst færð þú lesandi góður sérstakar þakkir fyrir að hafa lesið það langt í blaðinu að þú komst á öftustu síðuna.

Þá ber að þakka sérstaklega því myndarlega fólki sem vann fyrirsætustörf fyrir blaðið: Anton Freyr Arnarsson Davíð Guðmundsson Díana Brá Bragadóttir Harpa Bjarnadóttir Hera Hlín Svansdóttir Jóhann Snæbjörn Traustason Styrmir Már Ólafsson Þórkatla Dagný Þórarinsdóttir

Takk fyrir Okkur!


Í PLÚS? Takt stöðuna Taktu með einum smelli

H V Í T A H Ú S I Ð / S Í A – 12 - 11 71

NÝJA ARION APPIÐ Við kynnum Arion appið, nýjung í bankaviðskiptum á Íslandi. Með Arion appinu getur þú tekið stöðuna á reikningunum þínum og kortum með einum smelli, án innskráningar. Þú sérð líka nýjustu færslur og ógreidda reikninga. Með því að skrá þig inn getur þú borgað reikninga, millifært og sótt PIN-númerin þín.

Þú finnur upplýsingar um appið á arionbanki.is.

Skannaðu QR kóðann og sæktu appið í símann þinn

Egla 2. tbl.  

2. tbl. 1. árg. Skólablaðsins Eglu kom út 5. desember 2012.

Egla 2. tbl.  

2. tbl. 1. árg. Skólablaðsins Eglu kom út 5. desember 2012.

Advertisement