Husgogn

Page 1

NÁÐU ÁRANGRI MEÐ ÁNÆGJU


NÁÐU ÁRANGRI MEÐ ÁNÆGJU

Nýr valkostur á húsgagnamarkaði

Nýjasta rósin í hnappagat A4 er glæsilegt úrval húsgagna en þar svörum við eftirspurn viðskiptavina. Við bjóðum upp á húsgögn fyrir bæði fyrirtæki og stofnanir og höfum það að leiðarljósi að skapa skemmtilegt og hvetjandi vinnuumhverfi. Ábyrgðartími húsgagna er 5-10 ár og við skilum húsgögnum af okkur samsettum og tilbúnum til notkunar. Sænski húsgagnaframleiðandinn EFG, hefur verið á markaði síðan 1885 og býður heildarlausnir fyrir skrifstofur og opin rými. EFG býður breiða línu af umhverfisvænum húsgögnum sem mæta þörfum hvers og eins viðskiptavinar. Í þessum bæklingi kynnum við brot af þeirra framleiðslu ásamt 3 stólum frá dótturfyrirtæki þeirra, Savo Office Seating.


EFG ONE SYNC

EFG ONE sync skrifborðsstóllinn er hannaður með einfaldleika og sveigjanleika í huga Samæfð stilling setu og baks, dýptarstilling í setu og fjölstillanlegir armar. Einnig fáanlegur án arma Fáanlegur með höfuðpúða Ber allt að 120kg 5 ára ábyrgð EFG ONE sync er jafn notalegur og hann er hentugur.

Framleiðandi: European Furniture Group (EFG)


SAVO SOUL M6

Savo Soul skrifborðsstóllinn er hannaður fyrir hreyfingu

Savo Soul M6 er skrifborðsstóll með örmum þar sem hvert smáatriði er hugsað til enda. Stóllinn er hannaður fyrir hreyfingu og hefur einstaka eiginleika svo sem sjálfvirkt hallandi viðnám, sveigjanlegan stuðning og samhæfða hreyfingu setu og baks. Einnig fáanlegur án arma Hægt að fá með þremur mismunandi útfærslum af örmum Fáanlegur með höfuðpúða Stóllinn er ISO14001 vottaður Ber allt að 120 kg 10 ára ábyrgð Savo Soul M6 auðveldar þér að ná fram þeirri hreyfingu sem líkaminn þarf við mikla kyrrsetu.

Framleiðandi: Savo Office seating

Þessi stóll hefur t.d. verið valinn fyrir starfsólk í höfuðstöðvum Coca Cola í Stokkhólmi sem og starfsfólk KPMG í Stokkhólmi. Þessi stóll varð einnig fyrir valinu fyrir okkar starfsfólk hjá A4.


SAVO JOI

Savo Joi 360° stóllinn veitir fullkomið frelsi meðan unnið er

360° stóllinn virkar vel fyrir þig hvort sem þú vinnur sitjandi eða standandi. Hæðarstillanlegur 360° snúningur Fótur fáanlegur í þremur mismunandi litum, ljósgrár, grár og svartur Setan er bólstruð og fáanleg í ótal litum 10 ára ábyrgð

Framleiðandi: Savo Office seating


SAVO STUDIO

Savo Studio hár skrifborðstóll

Savo Studio er hár og nettur skrifborðsstóll sem hentar vel þar sem takmarkað pláss er við vinnustöð eða afgreiðsluborð. Einfalt er að stilla stólinn, hann er einstaklega þægilegur og hefur sveigjanlegan stuðning. Hæðarstilling Stillanleg seta Stillanlegt bak Mótstöðustilling Bólstruð seta og bak 10 ára ábyrgð

Framleiðandi: Savo Office seating


OPIN RÝMI OG BIÐRÝMI Aukin eftirspurn er eftir húsgögnum í opin vinnurými EFG framleiðir nokkrar útgáfur af húsgögnum í opin vinnurými lausnir sem búa til „herbergi í herbergi“.

Hafðu samband til að fá frekari upplýsingar um lausnir sem henta þér.

Framleiðandi: European Furniture Group (EFG)


EFG CREATE LÍNAN

Margir möguleikar í einni línu EFG Create er fersk og fjölbreytileg lína sem hægt er að laga að umhverfinu sem hún á að fara í. Með ótal samsetningarmöguleikum er hægt að nota Create línuna sem skilrúm og hirslur lagaðar að þínum þörfum. Hægt er að velja um mismunandi efni, liti og áklæði.

Framleiðandi: European Furniture Group (EFG)


SKRIFBORÐ OG HIRSLUR Tímalaus hönnun í vinnurými

EFG er mjög framarlega í hönnun og framleiðslu skrifstofuhúsgagna. Hönnunin er tímalaus og glæsileg. Rafdrifin borð auðvelda fólki að gera vinnuaðstöðuna þægilegri. Borðplöturnar eru fáanlegar í mismunandi stærð, formi og áferð. Á borðin er hægt að fá snúrulok og bakka fyrir rafmangssnúrur. Hafðu samband við okkur og kynntu þér úrvalið af hirslum, skápum, turnum, skúffuskápum og öllum þeim ótal lausnum sem við höfum að bjóða.

Framleiðandi: European Furniture Group (EFG)


FUNDARHERBERGI Menning fyrirtækis sést vel þegar fólk kemur saman í fundarherbergi Það skiptir máli þegar fólk vinnur saman að umhverfið sé hentugt og þægilegt. Það er þekkt staðreynd að rétt hönnun rýmis hefur áhrif á þægindi og framleiðni. A4 býður upp á skemmtilegar útfærslur í fundarherbergið. Stóla með misháu baki, fundarborð af öllum stærðum og gerðum og allar þær hirslur sem þarf til að halda skipulagi á hlutunum.

Framleiðandi: European Furniture Group (EFG)


GESTASTÓLAR Taktu vel á móti gestum Gestastólar EFG eru einföld og tímalaus hönnun sem henta hvar sem er í vinnurými þar sem samtal og samstarf á sér stað.

Framleiðandi: European Furniture Group (EFG)


NÁÐU ÁRANGRI MEÐ ÁNÆGJU


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.