Kosningablað Vöku 2025

Page 1


GLAÐVAKANDI KOSNINGABLAÐ

Ritstjóri

Hannes Lúðvíksson

Ábyrgðarmenn

Drífa Lýðsdóttir

Sæþór Már Hinriksson

Hönnun og umbrot

Eva Sóldís Bragadóttir

Ritnefnd

Dagur Kárason

Drífa Lýðsdóttir

Einar Arnalds

Elín Karlsdóttir

Fannar Gíslason

Kjartan Leifur Sigurðsson

Logi Þór Ágústsson

Oliver Einar Nordquist

Silfá Sigurðardóttir

Tinna Eyvindardóttir

Útgefandi

Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta

Prentun

Landsprent

Upplag

1000

Ávarp formanns Vöku

Sæþór Már Hinriksson Formaður Vöku

Mér var hugsað til sjálfs míns um daginn þegar síminn hringdi. Það var hún móðir mín sem sagðist sakna mín — og

mikið skildi ég hana. Hún spurði hver þessi Vaka væri sem stolið hefði syni hennar. Ég sagði henni að Vaka væri aðalleikari í hagsmunabaráttu stúdenta við Háskóla Íslands. Allt það góða sem við þekkjum í háskólanum í dag væri þessari hagsmunabaráttu að þakka. Og Vaka, verandi aðalleikarinn, á þátt í glæsilegustu senum þessarar baráttu, sem er hvergi nærri lokið. Þá

spurði hún mig hvort ég væri nokkuð að gleyma náminu. Ég sagði henni að áhyggjur mínar lægju ekki þar. Það sem héldi mér vakandi á nóttunni væri lág kjörsókn sem hefði elt stúdentaráðskosningar eins og Sólveig frá Miklabæ Odd. Systurnar nikótín og koffín eftir kvöldmat spilar þar líka rullu en kjörsóknin, henni hefði ég áhyggjur af. 31,11% eltir mig á röndum

og í hvert skipti sem ég loka augunum kemur hún attan’að mér eins og bakkus í áttunda bekk. Það er afar óheppilegt fyrir mig sem kynveru, því það er víst „skrýtið“ kyssa ástina í lífi sínu með opin augun.

En að öllu gamni slepptu, kjósið í stúdentaráðskosningunum þann 2. og 3. apríl. Mér er alveg sama hvað. Ég bara grátbið ykkur.

Ávarp oddvita: Þetta er snilld!

Kosningabaráttan er í fullum gangi, og ný slagorð hafa sprottið upp eins lúpínur í haga, úr frjósömum hugum vorlauka Vöku. Af öllum þessu nýju slagorðum er eitt í sérstöku uppáhaldi: „Þetta er snilld!“ Þau eru fleiri, en „þetta er snilld“ finnst mér kjarna eitt grundvallaratriði: Það á nefnilega að vera gaman í stúdentapólitík, fyrst og fremst. Hún er mikilvæg, annars væri maður ekki að þessu, en ég meina kom on, þetta á að vera skemmtilegt.

Það sem er kannski mest fráhrindandi við stúdentapólitík er

þegar annars-árs nemar í stjórnmálafræði eða lögfræði næla sér í titilinn stúdentaráðsliði eða formaður laganefndar og fara allt í einu að láta eins og þeir séu orðnir starfsmenn dómsmálaráðuneytisins. Þegar stúdentafylking sem setin er af okkur, skitnum háskólanemum með hor, fer að gefa frá sér auglýsingar sem viðhalda sama alvarleikastigi og auglýsingar Unicef til stuðnings sveltandi barna í stríðshrjáðum löndum.

Ekki misskilja mig. Stúdentapólitík skiptir máli. Ég sem stúdent við Háskóla Íslands, sem lántaki hjá Menntasjóði námsmanna, sem íbúi á Stúdentagörðum og sem viðskiptavinur Hámu á allt undir því að Stúdentaráð Háskóla Íslands sé öflugt og að það haldi baráttu sinni fyrir hagsmunum stúdenta ávallt til

streitu. Það skiptir mig öllu máli að við stjórnvölinn séu praktískir, drifnir leiðtogar stúdenta sem leitast alltaf við að bæta líf okkar nemenda með raunverulegum, framkvæmanlegum lausnum án þess að afvegaleiðast af sviptivindum stjórnmálanna. Að stúdentaráð sé með hagsmuni okkar í fyrirrúmi, ávallt, og sleppi ruglinu. En eins og skáldið orti: „It’s not that deep.“ Það má ekki gleyma sér í alvarleikanum. Við erum í Háskóla Íslands, í blóma lífsins, að sækjast eftir tækifærunum sem lífið býður okkur upp á, og það er GAMAN. Þetta á nefnilega að vera skemmtilegt. Og, ég er þeirrar skoðunar að það hafi tekist vel til að samþætta þessa tvo póla hjá nýja meirihluta Vöku á liðnu starfsári. Það hefur verið gaman, en við höfum líka skilað alvöru, áþreifanlegum árangri fyrir stúdenta. Ég er stoltur af árangri ársins. Hann er gríðarlegur, þó maður segi sjálfur frá. En ég ætla ekki að fara í neinar upptalningar hér í þessu ávarpi. Árangurinn verður margtugginn ofan í lesendur í þessu blaði, og það nennir hvort eð er enginn að lesa ávörp oddvita í kosningablöðum. Nú hef ég gengt embætti oddvita Vöku á þessu starfsári, og geng nú sáttur og stoltur inn í sólarlag Vökuára minna. Fram undan eru stúdentaráðskosningar og valkosturinn sem liggur frammi fyrir okkur kjósendum er skýr. Verkefninu er ekki lokið, það er bara rétt að byrja. Kosningarnar ráða öllu – þú ræður öllu. Í framboði er gríðarlega öflugur hópur vökuliða sem ætla að halda áfram að gera betur. Þú þarft bara að kjósa þá.

Júlíus Viggó Ólafsson
Oddviti Vöku

Ávarp ritstjóra Glaðvakanda

Hannes Lúðvíksson

Ritstjóri Glaðvakanda

Gleðilega lýðræðisveislu!

Nú er komið að hinni árlegu lýðræðisveislu sem kosningar til Stúdentaráðs eru. Stúdentar hafa nú tækifæri til þess að veita Vöku áframhaldandi umboð til þess að berjast fyrir hagsmunum stúdenta og halda áfram að nýta skrifstofu SHÍ til þess að þjóna stúdentum skólans til hins fyllsta.

90 ára barátta

Tilgangur þessa blaðs er að fræða þig, kæri kjósandi, um hvaða fólk er í forsvari Vöku og hvaða málefni við setjum nú á oddinn. Til dæmis eru það málefni sem varða aukna fjarkennslu, fjölskyldumál og jú, gömlu góðu bílastæðamálin sem flestir ættu nú að þekkja. Þökk sé Vöku er ennþá frítt að leggja á þessum hræðilegu malarstæðum. Málefni FS eru líka enn á dagskrá þar sem Vaka náði að halda Hámu í Eirbergi opinni áfram en áform voru um að loka því útibúi. Því miður er Háma ennþá dýrari en sjoppan á Eyrarbakka en vonandi náum við Vökuliðar að bæta kjör

stúdenta í þeim málum. Við Vökuliðar hugsum líka stórt á nýjum sviðum, til dæmis lagði Viktor Pétur fram tillögu í Háskólaráði um að opnað yrði Stúdenta-Loft á efstu hæð Sögu.

Eru þið þreytt á því að SIGRA? Vaka tók við rekstri skrifstofu SHÍ í fyrra eftir að Röskva hafði setið þar samfellt í sjö ár. Fyrsta og stærsta verk ársins var að endurskoða rekstur Októberfest frá grunni og breyta rekstrarforminu þar töluvert. Skrifstofa SHÍ hagnaðist því um tugi milljóna króna af hátíðinni sem er töluverð aukning frá fyrri árum. Með þessum hagnaði var hægt að auka

virkilega framlög til nemendafélaga. SHÍ gat líka tekið áhættuna og hélt vel heppnaða árshátíð fyrir allan skólann, en slík árshátíð var síðast haldin fyrir efnahagshrunið. 9900 kr. fyrir mat og ball þar sem GusGus tróðu meðal annars upp er tilboð sem Vaka gat veitt stúdentum þökk sé bættum rekstri. Komum við einnig í lag smærri, en samt sem áður gagnlegum atriðum, svo sem að kaupa ofna og lampa fyrir betri lærdómsaðstöðu þegar jólaprófin stóðu yfir.

Þannig ég spyr þig, kæri kjósandi, ertu þreyttur á að sigra? Ef ekki þá er valið skýrt og það er X-Vaka.

Ástrós Birta Birgisdóttir

Stjórnarmeðlimur Vöku

Í byrjun október hóf ég nýtt og spennandi hlutverk sem nýliðafulltrúi í stjórn Vöku. Strax á fyrsta degi var tekið einstaklega vel á móti mér, og aldrei leið mér eins og ég væri utan hópsins. Það er ómetanlegt að vera hluti af félagi sem byggir á samhug, metnaði og óstöðvandi drifkrafti. Í stjórn Vöku höfum við unnið

markvisst að því að efla lífið innan háskólans. Helstu verkefni okkar hafa verið að berjast fyrir beinum hagsmunum stúdenta, eins og t.d. með því að standa gegn upptöku gjaldskyldu á bílastæðunum á háskólasvæðinu, stofna stöðu kjarafulltrúa á skrifstofu SHÍ, standa fyrir eflingu nemendafélaganna, inntökuprófa á landsbyggðinni og ýmis fleiri mikilvæg málefni sem snerta líf og réttindi háskólanema. Það er ótrúlega hvetjandi að taka þátt í vinnu sem skiptir máli, hafa raunveruleg áhrif og skapa jákvæðar breytingar fyrir stúdenta.

Fyrsti viðburðurinn sem ég mætti á var KvöldVaka, þar sem ég fékk strax að upplifa einstaka stemningu innan hópsins. En sá viðburður sem stendur upp úr fyrir mér er án efa 90 ára afmæli Vöku — stórkostleg hátíð sem sló í gegn bæði meðal núverandi Vökuliða og eldri félaga, svokallaðra Vökustaura. Að taka þátt í skipulagningu þess viðburðar var bæði lærdómsríkt og skemmtilegt, og það fyllti mig stolti að sjá hvernig margar kynslóðir Vökuliða sameinuðust í gleðinni.

Ég er ótrúlega spennt fyrir framhaldinu, bæði fyrir þeim áskorunum

sem bíða okkar og þeim fjölmörgu tækifærum sem við höfum til að gera háskólalífið enn betra. Vaka er svo miklu meira en bara félag — hún er vinahópur, samfélag og vettvangur fyrir okkur öll til að vaxa og hafa áhrif. Ég er stoltur Vökuliði því Vaka hefur ávallt barist ötullega fyrir hagsmunum stúdenta. Ég mun halda áfram að vinna af krafti fyrir nemendur Háskóla Íslands með því að tryggja réttindi þeirra og krydda stúdentalífið. Óháð því hvernig kosningarnar fara, þó að Vaka sé að fara að taka þetta, þá er eitt víst — ég verð alltaf Vökuliði. VIVA LA VAKA!

Samhugur, metnaður og óstöðvandi drifkraftur eru orð sem Ástrós segir einkennandi fyrir Vökuliða.

S J Á U M S T Í G R Ó S K U ! 20% A F M A T S E Ð L I

F R A M V Í S I Ð V Ö K U K O R T I

Helstu málefni og afrek Vöku

Kennslumál

É Fjarnám og bættir kennsluhætti fyrir landsbyggð og fjölskyldufólk

É Háskóli Íslands fyrir alla landsmenn.

É Aukin upptaka á fyrirlestrum.

É Þrýsta á skólann að auka framboð á fjarnámi, ekki bara einstaka áfanga, líka heilar námsleiðir.

É Inntökupróf fyrir læknisfræði verða nú líka haldin á Akureyri, og við ætlum að berjast fyrir fleiri staðsetningum á landsbyggðinni.

Styrking félagslífsins

É Við breyttum rekstrarformi Októberfest og sóttum margfalt meiri hagnað fyrir Stúdentaráð. Hagnað sem hefði, ef haldið hefði verið í fyrra ástand, runnið til aðila úti í bæ.

É Auknar tekjur frá Októberfest urðu til þess að við gátum haldið Árshátíð SHÍ, fyrir alla stúdenta, í fyrsta sinn síðan fyrir hrun.

É Auknar tekjur frá Októberfest urðu líka til þess að SHÍ gat staðið undir stórauknum greiðslum úr Stúdentasjóði. Þannig beinir styrkir til nemendafélaga voru margfaldaðir, sem þýðir meiri peningar fyrir nemendafélögin sem vita best hvernig á að bæta félagslífið í sínum deildum.

É Við ætlum að halda áfram að efla félagslífið í HÍ eins og við höfum gert í ár, því gott félagslíf gerir góðan háskóla.

Bílastæðamálin

É Koma í veg fyrir fækkun bílastæða á meðan aðrir innviðir eru ekki til staðar.

É Engin bílastæðagjöld hafa litið dagsins ljós á kjörtímabilinu. Við munum halda áfram að þrýsta á háskólan og stjórnvöld, svo að stúdentar þurfi ekki að borga meira fyrir að mæta í skólann.

É Ef að bílastæðagjöld koma munum við tryggja sanngjarnt og skilvirkt kerfi sem er sem ódýrast fyrir stúdenta.

Málefni Hámu

É Tryggja þarf áframhaldandi varðveislu Hámu.

É Það átti að loka Hámu í Eirbergi, rétt eins og Hámu var lokað í Odda og Háskólabíó þegar Vaka var í minnihluta. Háma í Eirbergi er enn opin og Vaka heldur áfram að standa vörð um útsölustaði Hámu.

É Á næsta kjörtímabili skipar stúdentaráð í stjórn FS til næstu tveggja ára. Það skiptir máli að skipaðir verði stjórnarmenn sem hafa rekstrarheilbrigði Hámu að leiðarljósi.

É Það þarf að halda áfram að þrýsta á FS að halda útsölustöðum opnum og hafa vörur ódýrari.

Þjónusta skrifstofu SHÍ og Menntasjóður námsmanna (MSNM)

É Meirihluti Vöku stofnaði stöðu kjarafulltrúa á skrifstofu SHÍ sem aðstoðar stúdenta á vinnumarkaði, sem í fyrsta sinn í fjölda ára sem aukið er þjónustu skrifstofunnar.

É Vaka hefur barist fyrir endurbótum á Menntasjóð námsmanna (MSNM), þá með sérstakri áherslu á að hækka framfærsluna.

— Strax og niðurstöður stúdentaráðskosninga 2024 lágu fyrir fóru fulltrúar nýs meirihluta Vöku á fund þáverandi háskólamálaráðherra og kynntu áherslur okkar í menntasjóðsmálum.

É Niðurstaða fundarins var að sameiginlegur snertiflötur var um hækkun frítekjumarks framfærslu, og stuttu síðar þann 3. apríl var frítekjumarkið hækkað í 2.2 milljónir.

— Nú liggur frumvarp fyrir Alþingi sem mun bæta þjónustu MSNM, en betur má ef duga skal og enn þarf að hækka framfærsluna.

— Frjósamur jarðvegur virðist vera fyrir breytingum hjá nýjum ráðherra, eftir næstu fjárlög, en það þarf að halda baráttunni áfram til að hækka framfærsluna, gera niðurfellingar höfuðstóls sanngjarnari og koma á tvískiptu frítekjumarki.

VAKA VIRKAR

TAKTU UPPLÝSTA ÁKVÖRÐUN

Drífa Lýðsdóttir og Silfá Sigurðardóttir, blaðamenn Glaðvakanda, tóku viðtöl við alla frambjóðendur Vöku.

Kynntu þér málið!

Félagsvísindasvið

Oddviti

Andrea Edda Guðlaugsdóttir, hagfræðinemi og oddviti Vöku á félagsvísindasviði, er með skýr markmið og ætlar hún sér að koma, sjá, sigra og ná öllum settum markmiðum. Það fyrsta sem hún myndi gera sem fulltrúi Stúdentaráðs er klárlega að koma hálfu kílói af skyri í sölu í Hámu, þar sem mikilvægt er að fólk fái próteinið sitt. Andrea er beinskeytt og spurð af hverju hagsmunabarátta stúdenta sé henni mikilvæg svarar hún; „Vegna þess að velferð stúdenta er undirstaðan að góðu atvinnulífi og góðu samfélagi.“

Bæta Hámu, fara í Survivor og vinna áfram kosningar Þar sem úrval og opnunartími Hámu snertir okkur öll hafa frambjóðendur Vöku einnig mikla skoðun á því. „Við viljum hafa opnunartímana í Hámu lengri, viljum lækka verðið og halda Hámu opinni í Eirbergi,“ segir Andrea. Henni finnst líklegra að hún færi í Survivor frekar en Love Islands „af því ég er ekki að leita að ástinni, hún kemur bara til mín.“ Spurð hvaða tvo Vökuliða hún tæki með sér í Survivor segist hún ekki þurfa tvo þar sem Kjartan Leifur sé nóg fyrir hana. Andrea myndi alltaf bjóða Frikka Dór með sér í drykk á Kja og hennar sturlaða staðreynd er sú að hún hefur aldrei tapað kosningum og ætlar ekki að byrja á því núna.

2. sæti

Kjartan Leifur Sigurðsson

Lögfræði

Kjartan Leifur Sigurðsson skipar annað sætið á framboðslista Vöku á félagsvísindasviði fyrir komandi kosningar. Þegar hann var spurður hreint út „af hverju Vaka?“ svaraði hann að upphaflega hafi það verið félagsskapurinn sem dró hann inn, en í Vöku sé fólk sem er bæði brjálæðislega skemmtilegt og brennur fyrir hagsmunum stúdenta.

Skynjar skýrt ákall stúdenta og ætlar að svara „Háskólinn er helvíti fínn og mér þykir ofboðslega vænt um hann. Það er þó margt sem má bæta og margt sem þarf að verja,“ segir Kjartan, spurður hvað það sé sem stúdentar séu að kalla eftir og bætir við að sviðin innan skólans ættu að vera töluvert samræmdari en þau eru nú og endurtektar- og sjúkrapróf eigi að vera í boði í öllum deildum. „Ég skynja skýrt ákall frá stúdentum þess efnis.“

Spurður hvað HÍ geti gert betur til að undirbúa nemendur fyrir atvinnulífið segir Kjartan Tengslatorgið ekki vera nógu sterkt. „Þarna eiga stúdentar að eiga tækifæri á því að landa spennandi störfum, en eins og staðan er núna er lítið þar að fá. Ég mun sannarlega beita mér fyrir því, hljóti ég kjör, að Tengslatorgið verði eflt til muna,“ bætir hann við.

Útkljáir deilur með orðum og gefur allt í leikinn

„Ég hef lent í slagsmálum en í dag er ég meira fyrir það að útkljá deilur með orðum,“ segir Kjartan aðspurður. Sumir þurfa að hugsa sig lengi um það hvaða Vökuliði myndi lifa lengst ef það kæmi zombie-apocalypse, en ekki Kjartan, hann veit vel að Fannar Gíslason myndi vera sá Vökuliði. „Maður þarf að vera útsjónarsamur til þess að ná að lifa af í Keflavík til lengdar,“ bætir hann við.

Spurður hvort hann myndi ríða, giftast, drepa; Vöku, Röskvu og SHÍ, segir hann einfaldlega „giftast Vöku, ríða SHÍ og drepa Röskvu.“ Kjartan er mikill keppnismaður og ekki síst í kosningum, nýverið stútaði hann hnénu sínu í kubb, enda gefur hann allt í leikinn.

3. sæti

Hornfirðingurinn og félagsráðgjafarneminn Guðrún Brynjólfsdóttir skipar þriðja sætið á framboðslista Vöku fyrir félagsvísindasvið. Spurð hvað geri hana að góðum fulltrúa segist Guðrún sinna öllu vel sem hún tekur sér fyrir hendur og er opin fyrir hugmyndum annarra. Hún bætir við að reynsla hennar sem formaður nemendafélags félagsráðgjafarinnar muni nýtast vel, en þar vinnur hún markvisst að því að rífa félagslífið í gang.

Vill tryggja að allar kennslustundir séu teknar upp

Spurð hvað hún myndi gera til að bæta félagslífið í HÍ segist hún vilja fá meira samstarf milli nemendafélaga til að skipuleggja sameiginlega viðburði svo fólk fái tækifæri á að kynnast öðrum á sama sviði.

Þau málefni sem Guðrún ætlar helst að beita sér fyrir félagsvísindasviðið er að koma upp fjarnámi í öllum deildum innan sviðsins og það að kennslustundir séu teknar upp svo þær verði aðgengilegri stúdentum.

Júmbósamloka í hönd og Helgi Björns í eyrunum

Spurð hvaða manneskju, lifandi eða dána, hún myndi kíkja á rúntinn með segist Guðrún vilja taka roadtrip með Madeleine McCann og komast að því hvort hún sé í raun lifandi eða dáin. Ef Guðrún mætti aðeins borða einn mat úr Hámu það sem eftir er af lífi hennar myndi hún klárlega velja langlokuna með skinku og pítusósu frá Júmbó og baráttulagið hennar í þessari kosningabaráttu er „Komum ríðandi að austan,“ eftir útreiðarfélagið Glófaxa sem Helgi Björns gerði svo landsfrægt — viðeigandi lag þar sem hún er jú að austan.

4. sæti

Nonni Gnarr skipar fjórða sætið á framboðslista Vöku á félagsvísindasviði. Það fyrsta sem hann mun gera verði hann kjörinn í Stúdentaráð er að gera stúdentum auðveldara fyrir að stunda fjarnám og ætlar hann að beita sér fyrir því að kennslustundir séu teknar upp.

Vaka virkar og ætlar Jón að berjast áfram fyrir ókeypis bílastæðum

Spurður af hverju stúdentar ættu að kjósa Vöku segir hann að það sé einfaldlega vegna þess að Vaka virkar. „Við gerum það sem við segjumst ætla að gera og gerum það vel.“ Vaka hefur barist fyrir því að koma í veg fyrir gjaldskyldu bílastæða Háskóla Íslands, því markmiði hefur verið náð í bili en baráttunni er ekki lokið. „Vaka er á móti gjaldskyldu á bílastæðum á háskólasvæðinu og er ég hjartanlega sammála því. Ég mun berjast fyrir því að halda þeim stæðum sem ekki eru gjaldskyld ókeypis og reyna að berjast fyrir því að fá fleiri gjaldskyldulaus bílastæði,“ segir Jón, spurður hver afstaða Vöku sé á gjaldskyldu bílastæða við Háskólann.

Eiki, Dósi og Ollie með á eyðieyju og Ellen Degeneres myndi leika hann í mynd Ef Jón væri fastur á eyðieyju í einhvern tíma og mætti bara velja þrjá Vökuliða til að taka með sér er valið auðvelt. „Ég myndi taka Eika Kúld, þar sem hann er svona semi læknir og gæti það verið gagnlegt, Dósa því hann er örugglega með gott föðureðli til þess að passa upp á mig og síðan Ollie bara svona til að skemmta manni.“

Valið væri á milli Daniil og Ellen Degeneres þegar kæmi að því að velja einhvern til að leika Jón í bíómynd og ef hann myndi fara annaðhvort í Survivor eða Love Island segist Jón myndi velja Survivor, bæði því hann er á föstu og vegna þess að gaurinn sem gerði White Lotus þættina var í Survivor og það hljóti að vera stemning.

5. sæti

Andrea Ösp Hansen

Stjórnmálafræði

Stjórnmálafræðineminn Andrea Ösp Hanssen skipar fimmta sætið á framboðslista Vöku á félagsvísindasviði. Andrea segist hafa fylgst alveg skringilega vel með störfum Vöku þegar hún var í menntaskóla og fílaði starfið, stefnuna og vibeið. „Ég gat eiginlega ekki gert annað en joinað þetta dæmi,“ segir hún, spurð af hverju hún hafi valið Vöku til að byrja með.

„Stúdentar kvarta = Vaka reddar“

Ef Andrea gæti komið einni breytingu í gegn strax í dag myndi hún bæta við fleiri útibúum Hámu, hafa hana ódýrari og láta dagskrá Oktoberfest standa yfir til 01:00 á ný.

Spurð hvernig Vaka ætli að tryggja að stúdentar upplifi að rödd þeirra skipti máli segir Andrea að Vaka taki við öllum sem vilji taka þátt í starfinu og muni hlusta. „Ég meina þau tóku við mér og ég vissi ekkert hvað ég var að gera. Vaka lætur verkin tala og nær hlutum í gegn sem hafa virkilega áhrif á stúdenta. Stúdentar kvarta = Vaka reddar,“ bætir hún við.

Nótt í kapellu aðalbyggingarinnar, tengir við Andy úr Office og fær kjánahroll af Love Island

Spurð hvaða byggingu Andrea myndi vilja vera læst í yfir nótt, segist hún hafa stigið inn í sirka þrjár byggingar Háskólans en heldur að það væri næs að eyða nóttinni í kapellunni í aðalbyggingunni. Ótrúlegt en satt hefur hún aldrei horft á Office, spurð hvaða karakter hún tengi mest við. „Allir vinir mínir sögðu að ég sé eins og Andy, veit ekki hvort það sé gott eða slæmt,“ bætir hún við.

„Ég fæ kjánahroll af fólki í Love Island en ég myndi hata lífið mitt í Survivor. Smá loose loose staða, en ætli maður kjósi ekki bara Survivor, það væri meira flex að ganga vel í því,“ segir Andrea spurð í hvora keppnina hún væri líklegri til að fara í. Að lokum er sturluð staðreynd Andreu að hún getur nefnt fuglategundir allra fugla Íslands bara frá útliti þeirra.

Stefnumál innan FVS Varamenn

É Sjúkra- og endurtektarpróf

— Umræður eru á sviðinu meðal kennara og starfsmanna að færa sjúkra- og endurtektarpróf fyrir haustönn aftur yfir í maí. Þ.e.a.s. að ekki verði hægt að fara í endurtekt eða sjúkrapróf fyrir lokapróf í desember fyrr en í maí á næsta ári.

— Vaka er alfarið á móti því að horfið verði aftur til þessa skipulags og mun standa vörð um að tímasetningar sjúkra- og endurtektaprófa haldist óbreyttar.

É Auka þarf valkosti í fjarnámi og efla upptökur á fyrirlestrum þar sem hægt er.

— Glærur eru oft ekki nóg ef eitthvað kemur upp á.

É Auka þarf starfsnám.

— Meira úrval og í fleiri deildum.

— Efla tengslatorg.

— Auka tengsl við atvinnulífið, sem er ábótavant í mörgum deildum

É Opnunartímar í byggingum

— Lengja þarf opnunartíma bygginga með stúdentakortum og gera stúdentum á FVS kleift að læra á þeim tímum sem hentar hverjum og einum best.

1. varafulltrúi

Oliver Einar Nordquist Lögfræði

2. varafulltrúi

Elí Tómas Kurtsson

Viðskiptafræði

3. varafulltrúi

Drífa Lýðsdóttir

Stjórnmálafræði

4. varafulltrúi

Bríet Magnúsdóttir Lögfræði

5. varafulltrúi

Sturla E. Jónsson Stjórnmálafræði

Heilbrigðisvísindasvið

Oddviti 3. sæti

Eiríkur Kúld Viktorsson

Eiríki Kúld Viktorssyni, læknanema og oddvita Vöku á Heilbrigðisvísindasviði, finnst hagsmunabarátta stúdenta ómetanlegt þrýstiafl í þágu hagsmuna allra stúdenta. Einnig finnst honum að rödd stúdenta eigi það til að týnast í óskiljanlegu skipuriti Háskóla Íslands og því sé þörf á fólki sem hefur læti og lætur ekki allt yfir sig og samnem-

1. varafulltrúi

Kolbrún Sara Haraldsdóttir Læknisfræði

2. varafulltrúi

Hjördís Helga Ægisdóttir Hjúkrunarfræði

endur sína ganga. „Það hafa verið forréttindi að fá að vera málsvari framtíðar landsins síðasta árið innan Háskólans, það traust er mér afar mikilvægt,“ bætir Eiríkur við.

Hvað vilja stúdentar?

„Það sem stúdentar eru að kalla eftir eru bætt skilyrði í námi, bæði í skipulagi og aðstöðu. Stúdentar vilja hagstæðari námslán, jöfn tækifæri til náms og ódýrari Hámu. Margir stúdentar eru ósáttir við fyrirhugaða gjaldskyldu á bílastæðum Háskólans og síðast en ekki síst bara almenna stemningu!,“ segir Eiríkur, spurður hvað það sé sem stúdentar Háskólans séu að kalla eftir.

Ef Eiríkur gæti komið einni breytingu í gegn strax í dag þá væri það að enginn nemandi við Háskóla Íslands þurfi að vinna með námi frekar en hann vilji það … „og nikótín í Hámu,“ bætir hann síðan við.

Þjóðminjasafnið, Sprengjuhöllin og Zombie Apocalypse Ef Eiríkur fengi að velja einn stað á Háskólasvæðinu til að vera læstur í yfir nótt yrði það Þjóðminjasafnið vegna þess að hann hefur nefnilega sé myndirnar Night at the Museum og hans baráttulag í þessum kosningum er Tímarnir okkar með Sprengjuhöllinni.

Að lokum segir Eiríkur að „Guðmundur Kristinn Þorsteinsson, Vökuliði, myndi lifa af Zombie Apocalypse þar sem hann hefur gert það áður,“ en sjálfur væri Eiríkur ekki eins heppinn — enda kviknaði í bílnum hans um daginn.

3. varafulltrúi Árni Dagur Andrésson Matvælafræði

2. sæti

Viktoría Tea Vökudóttir skipar 2. sæti framboðslista Vöku á Heilbrigðisvísindasviði. „Ég er í framboði vegna þess að ég vil láta af mér gott leiða fyrir hagsmuni stúdenta,“ segir hún.

Enginn ætti að þurfa að velja á milli náms og vinnu Spurð hvað Viktoría telji vera stærstu áskorun stúdenta í dag segir hún fyrst og fremst vera fjárhagslegt álag: „Mörg námslán duga skammt og húsnæðisverð hefur hækkað víða sem gerir það erfitt fyrir stúdenta að ná endum saman. Margir þurfa að vinna með námi sem getur haft áhrif á námsárangur.“

Hún bætir við að það séu kröfur um háa frammistöðu, samkeppni og mikil óvissa um framtíðina sem getur valdið kvíða og kulnun. „Félagslegur þrýstingur og einmanaleiki er einnig vandamál, sérstaklega fyrir þá sem búa langt frá fjölskyldu og vinum,“ segir Viktoría.

„Mitt markmið er að gera Háskólann að betri stað fyrir stúdenta,“ segir Viktoría, spurð hver hennar markmið væru ef hún kæmist í Stúdentaráð. Ævintýri á eyðieyju Ef Viktoría væri föst á eyðieyju og þyrfti að taka þrjá Vökuliða með sér þá myndi hún velja Katrínu Önnu „hún hefur vit fyrir okkur öllum,“ síðan tekur hún Júlla með til að passa upp á að þeim myndi ekki leiðast. Að lokum tæki hún Kristófer vegna þess að „hann er verkvitur og handlaginn — og líka sætur!“

BLT samlokan goðsögn á Kja Háma er áreiðanleg og oft bjargvættur svangra stúdenta, en þegar Viktoría er spurð hvað sé green flag og red flag í Hámu þá segir hún „Green flag er að það er góður matur þar — oftast, og red flag er að það sé ekkert nikótín í sölu!!“

Spurð hvert sé hennar go-to á Kja þá svarar Viktoría: „BLT-samlokan, hún er geitin!“

Enda er BLT-samloka alltaf fersk og vekur gleði eins og góður trúður, enda er Viktoría með stúdentspróf í trúðafræði.

Guðlaug Embla Hjartardóttir Sálfræði

Jafnframt því að vera í þriðja sæti á framboðslista Vöku á Heilbrigðisvísindasviði er Guðlaug Embla Hjartardóttir sálfræðinemi og eru geðheilbrigðismál henni mikilvæg eins og mörgum öðrum.

„Ég myndi beita mér fyrir að fá aukið fjármagn til að auka stöðugildi sálfræðinga sem starfa við skólann,“ segir Guðlaug aðspurð. Hún bætir við að aukin stöðugildi leiði af sér aukna þjónustu og þar með fleiri sálfræðitíma fyrir stúdenta.

Mikilvægt að bjóða upp á víðara starfsnám og tengja námið við framtíðarstörf Spurð hvað Háskóli Íslands gæti gert betur til að undirbúa nemendur fyrir atvinnulífið segir Guðlaug að mikilvægt sé að bjóða upp á stærra og víðara starfsnám í öllum deildum og að fá fleiri gestakennara inn í ákveðna áfanga til að tengja námið betur við möguleg framtíðarstörf. „Ég er ákveðin, metnaðargjörn og skemmtileg,“ segir Guðlaug, spurð hvað geri hana að góðum fulltrúa og ef hún mætti bjóða einni manneskju, lifandi eða dáinni, í drykk á Kja, myndi hún hiklaust velja Heath Ledger.

Myndi bara fara í slag fyrir Justin Bieber Ef hún væri á leiðinni út í óbyggðirnar til að taka þátt í Survivor og mætti velja tvo Vökuliða til að taka með sér, myndi hún velja Eika Kúld, því hann er læknir og getur reynst gott að hafa einn slíkan í svona aðstæðum, og Halldóru Elínu því hún var í öðru sæti í fyndnasta háskólanemanum. Spurð hvort Guðlaug hafi farið í slag svarar hún neitandi en ef það væri einhvern tímann ástæða til að fara í slag væri það til að komast fremst á tónleikum hjá Justin Bieber. Ef allt þetta er ekki nógu sannfærandi til að kjósa Guðlaugu þá er hún héraðsmeistari í 800 metra hlaupi. „Ég var vissulega sú eina sem keppti en medalía er medalía,“ segir hún stolt.

Vaka virkar á HVS

Stefnumál innan HVS

É Endurtektarpróf og upptökur

— Tryggja endurtektarpróf í öllum deildum, sér í lagi í sálfræðideild.

— Auka þarf upptökur á fyrirlestrum þvert á svið.

É Auka sveigjanleika í námi fyrir óléttar konur

— Sér í lagi í hjúkrunarfræði, þar sem er lítill sveigjanleiki og konum ráðlagt að taka sér árs pásu vegna barneigna.

— Krefjast þess að háskólinn styðji barnshafandi konur og leyfa þeim að sinna því námi sem þær

É Stofumál

— Stofur í læknagarði eru að springa, of margir nemendur og of litlar stofur.

— Tímar eru á víð og dreifð um byggingar háskólans, 10 mínútur á milli tíma en 20 mín ganga á milli staðsetninga.

É Skammtímalausn gæti verið að niðurgreiða hopp ferðir á milli ákveðinna bygginga.

É Hægt væri að innleiða bestunarmódel, sem þegar er til, til þess að sjá til þess

Verkfræði­ og náttúruvísindasvið

Oddviti 3. sæti

Sófus Máni Bender

Sófus Máni Bender er oddviti Vöku á Verkfræði- og Náttúruvísindasviði.

Spurður: „Af hverju Vaka?“ svarar hann einfaldlega: „Vaka lætur verkin tala!“ Það fyrsta sem Sófus myndi gera sem fulltrúi Stúdentaráðs er að betrumbæta nýnemadagana og finna betri úrræði til að halda nýnemum í náminu og tryggja að allir skylduáfangar verði kenndir.

Fjárfesting í STEM­greinum er lykillinn

„Rót alls vanda á Verkfræði- og Náttúruvísindasviði er að það er skortur á fjármagni, þess vegna ætla ég að tryggja að það verði fjárfest í STEMgreinum!“ Einnig bætir Sófus við að hluti af kennurunum sé að fara á eftirlaun en sviðið hefur ekki fengið að ráða nýja í þeirra stað. „Sem er algjörlega galið dæmi!“

Beikon Flaguette er lykillinn að hamingju

Ef Sófus fengi að velja byggingu á Háskólasvæðinu til að vera læstur í yfir nótt segir hann að það væri auðvitað VR-II. Að auki væri lífið fullkomið ef hann fengi nóg af Beikon Flaguette beint úr Hámu.

Spurður hvaða Vökuliði myndi lifa lengst af ef það kæmi zombie apocalypse segir Sófus að það hlyti að vera Eiki Kúld og sturluð staðreynd um Sófus er að hann fór í mjaðmaaðgerð á 19 ára afmælisdaginn sinn. Ekki mjög skemmtileg leið til að eyða afmælisdeginum sínum!

2. sæti

Guðný Helga Sæmundsen skipar annað sæti á framboðslista Vöku á Verkfræði- og Náttúruvísindasviði. Hún er þrjósk, með ríka réttlætiskennd og gott hjarta; það gerir hana að góðum fulltrúa. Spurð ef hún gæti komið einni breytingu í gegn strax í dag segir hún hiklaust: „Að öll svið hefðu sömu reglur, það er ansi óréttlátt að einn skóli geti ekki samræmt reglur fyrir alla nemendur.“

Félagslíf á Kja: Viðburðir, skemmtun og Michelle Obama!

Til þess að bæta félagslífið í háskólanum myndi hún halda fleiri skemmtilega viðburði á Stúdentakjallaranum og ef hún mætti bjóða frægri manneskju, lifandi eða dáinni, þangað í drykk, yrði Michelle Obama fyrir valinu.

Ef Guðný þyrfti að velja á milli Love Island eða Survivor myndi hún ábyggilega velja Love Island, einfaldlega vegna þess að þá þyrfti hún ekki að berjast um mat. Að finna ástina væri bara aukaatriði.

Slagsmál? Guðný myndi berjast fyrir stúdentum!

Þó að Guðný hafi aldrei lent í slagsmálum er hún alveg viss um að ef það myndi gerast þá myndi hún ráðast á þann sem setti sig upp á móti hagsmunabaráttu stúdenta!

Að lokum er hún einni manneskju frá því að tengjast Zelensky, Macron og Merkel í six degrees of separation, eða, það að vera aðeins sex manneskjum frá því að tengjast umtalaðri manneskju. Það er nokkuð sturlað!

1. varafulltrúi

Ólafur Þór Fortune Rafmagns- og tölvuverkfræði

Kristrún Ágústsdóttir skipar þriðja sætið á framboðslista Vöku á Verkfræði- og Náttúruvísindasviði. Hún er í framboði einfaldlega vegna þess að: „Það er nú ekki amalegt að tilheyra flottri fylkingu fólks sem á það sameiginlegt að vilja öllum stúdentum fyrir bestu.“

Ef Kristrún gæti komið einni breytingu í gegn strax í dag yrði aukið samræmi milli kennara og nemenda varðandi námsálag fyrir valinu. „Vaka vill ná raunverulegum árangri í hagsmunabaráttu stúdenta og lætur verkin tala,“ segir Kristrún, spurð af hverju ættu stúdentar að kjósa Vöku?

Go to á Kja?: „Kjúklingasalat og Coke Zero!“ segir Kristrún.

Ef það væri gerð bíómynd um ævisögu Kristrúnar þá væri Jennifer Aniston í aðalhlutverki þar sem þær eru báðar sætar, með ótrúlega hæfileika og gera allt skemmtilegt með tilveru sinni!

Tæknigarður ónotaður gullmoli á háskólasvæðinu?

Kristrún telur að Tæknigarður sé ein mest vanmetna byggingin á háskólasvæðinu enda er það bygging sem býður upp á ótalmörg tækifæri fyrir nemendur og er staðsett nálægt öðrum mikilvægum byggingum sem gerir hana aðgengilega og fjölbreytta.

Þegar Kristrún var barn þá var hún uppgötvuð af Sylvester Stallone! — „En mamma og pabbi sögðu nei.“ :/

2. varafulltrúi

Jóhann Steinn Miller Ólafsson Vélaverkfræði

3. varafulltrúi

Magnús Máni Sigurgeirsson Stærðfræði

Vaka virkar á VerkNátt

Stefnumál Verkfræði­ og náttúruvísindasviðs

É Efla þarf upptökur á fyrirlestrum þvert yfir sviðið.

— Mikilvægt að nemendur geti fengið upptökur þar sem oft er mikið verkefnaálag.

— Ef nemendur missa af tíma ættu þau að hafa aðgang að upptökum.

É Bæta þarf utanumhald um nýnema og stúdenta í námi

— Taka þarf betur á móti nýnemum, þrýsta á deildirnar til þess að vinna með nemendafélögunum í þessu.

— Sporna þarf gegn miklu brottfalli og hugsa betur um nemendur.

É Efla samskipti kennara og nemenda.

É Efla nemendafélög.

É Tryggja þarf að skylduáfangar séu alltaf kenndir.

— Skylduáfangar sem nemendur þurfa til þess að klára Bachelor gráðu ættu ekki að falla niður.

— Tryggja þarf að skylduáfangar séu kenndir á hverju ári.

É Betra skipulag í prófatíð.

— HÍ ætti að nota bestunarlíkan frá Tómasi Philip, sem stendur háskólanum til boða, til að raða prófum í prófatíð, hámarka tíma milli prófa og sjá til þess að stúdentar séu ekki í tveimur lokaprófum á sama sólarhring.

— Betra skipulagning í prófatíð hagnast öllum, nemendum og kennurum.

Menntavísindasvið

Oddviti

Gunnar Ásgrímsson er oddviti Vöku á Menntavísindasviði og hefur setið í Stúdentaráði síðasta ár. Hann segir að helstu baráttumál sín hafi verið að berjast fyrir meiri sveigjanleika í námi og auknum fjarnámsmöguleikum. „Ef fjarnámið fer ekki að aukast mun ég leggja til að Háskólinn breyti nafninu sínu í Háskóli Höfuðborgarsvæðisins,“ segir Gunnar.

Gunnar telur að kosningabaráttan sé fullkominn tími til að heyra hvaða málefni liggja helst á hjörtum nemenda. „Það er líka minn uppáhalds partur í kosningabaráttu, að tala við

OG

nemendur um hvað þurfi að gera betur,“ bætir hann við.

Flutningur í Sögu, framtíð Menntavísindasviðs

Flutningur Menntavísindasviðs í Sögu er loksins að klárast og er gert ráð fyrir að allt sviðið verði flutt úr Stakkahlíðinni næsta haust. Gunnar segir að sviðsráð Menntavísindasviðs verði að fylgjast vel með aðlöguninni og tryggja að nýja húsnæðið mæti þörfum nemenda.

„Sviðsráð Menntavísindasviðs þarf að vera með augun opin og geta bent á hvað þarf að betrumbæta þegar komið er í Sögu svo að nemendur njóti sín sem best í nýju húsnæði.“

Vonandi finnst ástin í Survivor Spurður hvaða karakter úr The Office Gunnar tengdi mest við var Andy Bernard fyrir valinu. Ástæðan? „Hann er alltaf léttur og stutt í grínið á skrifstofunni hjá honum.“

Hinn fullkomni skóladagur hjá Gunnari væri að fara í tíma kl 10:00 þar sem kennslan væri meira en að hlusta bara á kennarann yappa, kl 12:30 myndi hann skella sér á salatbarinn í Hámu og síðan í study sesh í matsalnum í Stakkahlíð.

Kl. 17:30 kæmi hann sér heim eftir að umferðin væri orðin viðráðanleg.

Ef hann þyrfti að velja á milli þess að taka þátt í Survivor eða Love Island, myndi Gunnar velja Survivor — en reyna að finna ástina þar.

Að lokum bætir Gunnar við dularfullri sögu: „Ég sá einu sinni Dósa leggja hopphjóli á hótelherbergi á Ísafirði. En Dósi mundi ekki eftir því daginn eftir.“

2. sæti 3. sæti

Halldóra Elín Einarsdóttir Tómstunda- og félagsmálafræði

Úr tómstunda- og félagsmálafræði skipar Halldóra Elín Einarsdóttir annað sæti á framboðslista Vöku fyrir Menntavísindasvið. Halldóra hefur mikinn áhuga á að bæta félagslífið í Háskólanum og myndi hún vilja virkja frekara samstarf milli nemendafélaga skólans.

Spurð ef hún gæti komið einni breytingu í gegn strax í dag segir hún hátt og skýrt: „BANNAÐ AÐ BORGA FYRIR BÍLASTÆÐI.“

„Við erum aðgengileg og tökum öllum hugmyndum að bætingu HÍ fagnandi,“ segir Halldóra, spurð af hverju stúdentar ættu að kjósa Vöku. Aldrei of upptekin til að djamma

Halldóra myndi líkja sér við Kris Jenner úr Kardashian-fjölskyldunni, en það er vegna þess að það er alltaf ógeðslega mikið að gera en samt alltaf tími til að djamma, enda er uppáhaldsstaðurinn hennar Halldóru í HÍ, Stúdentakjallarinn.

Spurð hvort hún myndi ríða, drepa, giftast; Vöku, Röskvu og SHÍ, segist hún vilja giftast Vöku, ríða SHÍ og drepa Röskvu.

Halldóra lætur ekkert stoppa sig, enda laug hún einu sinni að hún hafi fengið Covid-19 þegar hún var í lýðháskóla. Strákurinn sem hún var að deyja yfir var sjálfur með Covid-19 og hana langaði svo að reyna við hann á Covid-19 djammi… og það virkaði.

María Mist Guðmundsdóttir Íþrótta- og heilsufræði

María Mist Guðmundsdóttir skipar 3. sætið á framboðslista Vöku á Menntavísindasviði. María telur að mikilvægasta hagsmunamál stúdenta sé að klára flutning Menntavísindasviðs í Sögu sem allra fyrst og efla þessa „campus“-menningu innan Háskólans. „Það á að vera gaman að vera nemandi í Háskóla Íslands og glaðir nemendur standa sig betur í námi,“ bætir hún við. Einnig vill María endurvekja íþróttafélag Stúdenta og fara að vinna titla!

En af hverju Vaka? „Langmesta stemningin er í Vöku og af því að ég elska bróður minn.“ María telur að Háskólinn gæti undirbúið nemendur betur fyrir atvinnulífið með því að færa það nær nemendum. „Sumir háskólar hafa verið að gera það vel en ekki við.“ Fersk, fjölbreytt og alltaf til í leikinn

Ef María þyrfti að velja baráttulag í kosningunum þá væri það Stanslaust stuð eftir Pál Óskar enda er hún alltaf í stuði. María lenti einu sinni í slag árið 2009 við bróður sinn, Danna Hjö. „Hann brókaði mig og þá væntanlega sparkaði ég í punginn á honum,“ þau fóru bæði í 3 daga sjónvarps- og tölvubann, en þau hafa ekki slegist síðan. Salatbarinn í Stakkahlíð lýsir Maríu best. „Hann er ferskur, fjölbreyttur og með eitthvað fyrir alla.“ Sturluð staðreynd um Maríu sem fáir vita? „Æj bara þetta týpíska svar… hef brotnað sjö sinnum.“

1. varafulltrúi

Birkir Snær Sigurðsson Íþrótta- og heilsufræði

2. varafulltrúi Ásthildur Bertha Bjarkadóttir Uppeldis- og menntunarfræði

3. varafulltrúi Óttar Haraldsson Grunnskólakennsla

Vaka er á TikTok Skannaðu QR­kóðann eða fylgdu @vaka.fls

Vaka virkar á MVS

Stefnumál innan Menntavísindasviðs

É Við viljum endurtektarpróf í allar deildir

— Sem dæmi eru ekki endurtektarpróf í tómstundaog félagsmálafræði, en það eru sjúkrapróf. Það er þegar verið að halda sjúkrapróf, þá eiga stúdentar að geta tekið endurtektarpróf.

É Meiri sveigjanleiki í námi fyrir vinnandi fólk

— Fólk á að geta tekið vettvangsnám á núverandi vinnustað, sérstaklega stúdentar í kennaradeild.

É Fyrirsjáanleiki

— Það ætti að gefa upp stundatöflur fyrir allt árið í byrjun skólaárs.

— Tryggja að slíkar stundatöflur verði birtar tímanleg, t.d. áður en grunnskólar hefjast.

É Meiri praktík

— Berjast fyrir meiri praktík í námið eins og t.d. að kenna og efla samskiptahæfni við nemendur og skjólstæðinga, og kenna agastjórnun bekkja og hópa.

Hugvísindasvið

Oddviti

Diljá Valsdóttir Sagnfræði

Diljá Valsdóttir er oddviti Vöku á hugvísindasviði og er hún í framboði vegna þess að henni finnst hagsmunabarátta stúdenta mikilvæg. „Í grunninn snýst þetta allt um að tryggja að stúdentar geti einbeitt sér að náminu án óþarfa hindrana og að

1. varafulltrúi

Hafsteinn Helgi Jóhannsson Kvikmyndafræði

2. varafulltrúi

Arnar Freyr Sigurðsson Sagnfræði

menntun sé fjárfesting í framtíðinni, ekki forréttindi fyrir fáa,“ segir Diljá, spurð af hverju hagsmunabarátta stúdenta sé henni mikilvæg.

Stúdentar eiga skilið að hafa raunveruleg áhrif

Fyrsta verk Diljár sem fulltrúi Stúdentaráðs væri að hlusta á stúdenta og greina helstu áskoranir þeirra. „Stúdentar eiga skilið að hafa raunveruleg áhrif á eigið námsumhverfi og það myndi ég tryggja með virkri þátttöku og gagnsærri ákvarðanatöku,“ bætir hún við.

Spurð „af hverju Vaka?“ var Diljá ekki lengi að svara. „Eitt orð: meðlimirnir. Þau eru ekki bara opin og skemmtileg heldur líka raunsæ, lausnamiðuð og metnaðarfull.“

Lestrarhestur á leið í Love Island?

Diljá finnst líklegra að hún myndi taka þátt í Love Island heldur en Survivor segir hún aðspurð og er ástæðan fyrir því einföld: hún elskar ástina. Hún segir að Timothée Chalamet myndi leika sig í bíómynd og gæti ekki valið bara þrjá Vökuliða til að taka með sér á eyðieyju, því hún geti ekki gert upp á milli þeirra. Á síðasta ári las hún heilar 75 bækur og var áramótaheitið hennar að lesa minna. Þó svo aðeins þriðji mánuður ársins sé á enda kominn er Diljá strax búin að lesa 23 bækur.

3. varafulltrúi

Tinna Eyvindardóttir Talmeinafræði, forkröfur

2. sæti

Anna Sóley Jónsdóttir skipar annað sætið á framboðslista Vöku fyrir hugvísindasvið og það mikilvægasta sem hugvísindasviðið þarf á að halda að hennar mati er að auka við fjarnámsmöguleika, bæta aðstöðuna í Árnagarði, halda betur utan um nemendafélög á sviðinu ásamt því að berjast gegn undirfjármögnun sviðsins.

„Vaka er þverpólitísk og heldur utan um og berst fyrir hagsmunum allra stúdenta!“

Spurð hvernig Vaka ætli að hlusta á stúdenta segir hún félagið vera opið fyrir öllum tillögum og séu reglulegir viðburðir góður vettvangur fyrir stúdenta að mæta, segja frá sínu og mun Vaka leggja sig fram í að hlusta á nemendur frá öllum sviðum Háskólans.

„Vaka er þverpólitísk og heldur utan um og berst fyrir hagsmunum allra stúdenta! Svo er að sjálfsögðu kostur hvað Vaka heldur góð partý,“ segir Anna, spurð af hverju stúdentar ættu að kjósa Vöku.

Kósýkvöld í Veröld með Mads Mikkelsen Ef Anna hefði tækifæri á að bjóða frægri manneskju, lifandi eða dáinni, í drykk á Kja myndi hún bjóða leikstjóranum Sofiu Coppola og ef hún tæki þátt í Survivor og mætti aðeins velja tvo Vökuliða til að fara með sér, myndi hún velja Röggu Geirs fyrir taktíkina og Fannar Gísla fyrir brandarana. „Veröld hennar Vigdísar, VHV-023 er með insane skjávarpa, betri en í Smárabíó,“ segir Anna, spurð í hvaða byggingu skólans hún myndi kjósa að vera læst inni í yfir nótt og sturlaðasta staðreynd Önnu er sú að hún hefur hitt hinn eina og sanna Mads Mikkelsen.

3. sæti

Þorkell Valur Gíslason Sagnfræði

Þorkell Valur Gíslason er sagnfræðinemi og jafnframt skipar hann þriðja sætið á framboðslista Vöku fyrir hugvísindasvið. Hann segir æðruleysið gera sig að góðum fulltrúa, þar sem mikilvægt getur reynst að sýna hetjudáð í kosningabaráttu. Spurður hvað hann myndi gera til að bæta félagslífið í Háskólanum, ef hann yrði kjörinn í Stúdentaráð, segir Þorkell að hann myndi tryggja að alltaf væri eitthvað skemmtilegt í boði fyrir stúdenta Háskólans.

Þorkell telur stærstu áskorun stúdenta í dag vera að reyna að finna hið fullkomna jafnvægi á því að stunda námið sitt, vinna (þar sem flestir þurfa að vinna með skóla til að eiga efni á lífinu) og þess að geta gert eitthvað skemmtilegt í frítíma sínum.

Týpan sem fílar breska Office betur og finnst Árnagarður vera vanmetin bygging Spurður hvaða karakter úr The Office hann tengi mest við, segir Þorkell David Brent úr bresku útgáfunni af Office verða fyrir valinu. (Fyrir þá sem ekki hafa séð þá eiga hann og Michael Scott úr bandarísku útgáfunni að vera svipaðir karakterar). Þorkeli finnst Árnagarður vanmetnasta bygging Háskólans, enda er þar margt merkilegt að finna, ef maður leitar vel. Þá finnst honum líklegast að Alda María væri sá Vökuliði sem myndi lifa af lengst ef það kæmi zombie-apocalypse hér á landi. Hans sturlaða staðreynd er sú að hann heldur með Liverpool, sem er staðreynd sem eflaust mörgum finnst engan veginn sturluð á meðan aðrir taka hiklaust undir þá skoðun.

Vaka virkar á Hugvísindasviði

Stefnumál innan HUG

É Tryggja endurtektir í öllum deildum sviðsins

— Endurtektir eiga að vera tryggður réttur fyrir alla stúdenta Háskóla Íslands. Ekki er líðandi að sama gildi ekki um stúdenta milli deilda og sviða. Sérstaklega er ekki líðandi að ekki sé hægt að taka endurtektarpróf þar sem þegar eru haldin sjúkrapróf.

É Kaffiaðstaða í Árnagarði

— Það er þörf á kaffiaðstöðu í Árnagarði. Gamlar kaffivélar í bygginguni eru á mis bilaðar eða óvirkar. Ráðast þarf í að bæta aðstöðuna fyrir stúdenta í Árnagarði.

— Fjárfesta má í andlitslyftingu á Baðstofunni.

É Aukið gagnsæi, samræmi og skipulag þegar kemur að námsmati

— Fyrirsjáanleiki skiptir öllu máli í námi. Auka þarf samræmi og gagnsæi milli námskeiða og deilda innan sviðsins.

É Bæta veitingaþjónustu á Þjóðarbókhlöðunni

— Auka þarf veitingaþjónustu á ný í Þjóðarbókhlöðunni, hvort sem það sé með endurkomu Hámu eða með innkomu annars rekstraraðila. Veitingaþjónusta á hlöðunni bætir lærdómsaðstæður gríðarlega.

Er stúdentapólitík gagnslaus?

Við sem nennum og höfum gaman að stúdentapólitík erum oft spurð hvort þetta sé ekki allt tilgangslaust. Hvort stúdentaráð hafi einhver völd eða hvort þetta sé ekki bara leðjuslagur fólks sem er sammála um allt en er þó í tveimur fylkingum. Af hverju er ekki bara hægt að halda djamm og hafa gaman eins og hinumegin við Vatnsmýrina. Út af öllu þessu er svo ótrúlega gaman að fá að skrifa grein í þetta fallega og stórmerkilega blað,

Glaðvakanda. Það hefur verið stórskemmtilegt að fylgjast með starfi Vöku undanfarið ár og sjá lífið í hópnum og kraftinn í hagsmunabaráttunni.

Vaka hefur sýnt það undanfarið ár að við komum hlutum í verk og framkvæmum loforðin sem við gáfum stúdentum í síðustu kosningum. Undanfarið ár hefur bæði félagslíf og hagsmunabarátta okkar tekið stakkaskiptum.

Vaka lofaði því í síðustu kosningum að við myndum setja hagsmunabaráttu stúdenta í forgrunn, við ætluðum ekki að blanda okkur í pólitík utan háskólans eða alþjóðapólitík heldur einbeita okkur að því að gera líf háskólanema bærilegra. Við sögðumst ekki ætla að hækka gjöld á

Mínar eru sorgirnar, þungar sem blý…

Fannar Gíslason

Stjórnarmeðlimur Vöku og blaðamaður

Ímyndið ykkur þetta... Þú ert búinn að fara á Stúdentakjallarann hverja einustu helgi í tvö ár, eins og ónefndur vinur minn í læknisfræðinni. Þú ert gjörsamlega kominn með ógeð af bjórnum sem þú færð afslátt af með SHÍ kortinu þínu. Þú kúgast við tilhugsunina um að fara á KJA (þó svo að KJA sé fokking pleisið). Hversu hellað væri þá að vera með stað á háskólasvæðinu sem myndi bera nafnið „Stúdentaloftið.“ Skemmtistaður sem væri á efstu hæð Sögu. Þetta er eitthvað sem hefði getað orðið að veruleika. Þetta er eitthvað sem fulltrúi Vöku í háskólaráði, Viktor Pétur Finnsson, ræddi um á háskólaráðsfundi fyrir einhverjum mánuðum síðan.

Til þess að setja þetta í smá samhengi þá langar mig til að segja ykkur sögu. Ég var einu sinni í Póllandi, með Zywiec í hægri og pierogi í vinstri hönd. Við félagarnir sem höfðum farið

til Póllands saman vildum ÓLMIR gera eitthvað sturlað um kvöldið. Svo við fórum á Google maps og fundum í hjarta Varsjá ekki svo faldna perlu, Level 27, sem var vinsælasti rooftop bar í borginni. Þangað fórum við í von um að eiga góðar stundir og drekka fullt af piwo (bjór) og það varð heldur betur að rauninni. Þarna var fullt af undurfögrum pólskum konum, Sambuca skot á færibandi og house-tónlist á fóninum. Allt það sem ég er búinn að nefna hér á undan hefði getað orðið að raunveruleika hér í litla háskólasamfélaginu okkar ef að tillögunni hans Viktors Péturs hefði verið tekið alvarlega. Nema hvað, að í stað þess að vera fallegar pólskar konur þá væru það K Leifur og Fannar Gísla, og í stað fyrir Sambuca þá væri það Vökukokteillinn og í staðinn fyrir að borga fyrir bjórinn þá myndiru bara segja við barþjóninn „við erum allir vistmenn á Klepp, viltu gjöra svo vel að hringja í lögregluna núna.“ Niðurstaðan var sú að þetta rými verður í staðinn notað sem eitthvað ömurlegt skrifstofurými og mun sennilega sökka. Við í Vöku hörmum þá ákvörðun mjög.

stúdenta og að við ætluðum að hafa meira gaman.

Allt þetta hefur tekist, Októberfest heppnaðist betur en nokkurn tímann áður fyrir SHÍ, haldin var Árshátíð, styrkir til nemendafélaga margfaldaðir, ráðin kjarafulltrúi, inntökupróf á Akureyri og margt fleira. Vaka hefur haldið áfram að dafna og mikil aðsókn hefur verið í að taka þátt í starfinu. Mikið gaman, fullt af partýum og mikið rifist. Allt sem góður félagsskapur þarf.

Sjálfur hef ég undanfarið ár setið í Háskólaráði fyrir hönd Vöku. Háskólaráð er eins konar skólastjórn þar sem stúdentar eiga sína fulltrúa eftir baráttu Vökuliða. Hlutverk mitt þar er að gæta hagsmuna stúdenta við Háskóla

Íslands. Þar hef ég talað fyrir auknu fjarnámi, gegn gjaldskyldu, meiri sveigjanleika í námi sem og fyrir hagsmunum nemenda og nemendafélaga. Sem dæmi var ég, fyrir hönd Vöku, einn sem kaus gegn því að tæknifræði yrði lögð niður við skólann. Ég á nú ár eftir af mínu kjörtímabili og fæ nú að fylgjast með rektorskjöri eins og þið hin, þar sem ég er kjörinn til tveggja ára hlakka ég til að vinna með næsta rektor og setja hagsmunabaráttu stúdenta á oddinn áfram. Til þess að hagsmunum stúdenta sé best borgið er mikilvægt að Vaka sé áfram í meirihluta í stúdentaráði og haldi áfram að koma hlutunum í verk. Því að Vaka virkar.

HÍ heitir ekki Háskóli

Höfuðborgarsvæðisins

Logi Þór Ágústsson Blaðamaður Glaðvakanda

Nemendur sem koma af landsbyggðinni standa frammi fyrir ýmsum áskorunum sem gera háskólagönguna krefjandi. Til að setja þetta í samhengi þá er keyrslan mín tæpir tveir tímar á dag ef báðar ferðir eru teknar saman, og þá er ekki tekið tillit til glataðasta concepts landsins — traffíkurinnar í Reykjavík, sem myndi lengja tímann um að minnsta kosti hálftíma. Eðlilegur skóladagur er því rúmum tveimur tímum lengri hjá okkur landsbyggðarnemum en hjá öðrum. Þar með tapast dýrmætur tími í umferðinni sem gæti farið í lærdóm eða vinnu. Fyrir suma þýðir þetta líka að þurfa að vakna mun fyrr en aðrir nemendur og vera sífellt með hugann við skipulagningu, umferðartafir og veðurfar.

Lausnin er einföld: upptaka fyrirlestra

Að keyra á hverjum degi veldur ekki bara tímatapi heldur einnig auknum kostnaði. Það er engin leið að ferðast á hverjum degi í bæinn ódýrt. Eldsneyti, viðhald bíls og öll sú streita sem fylgir því að keyra í snjókomu, hálku eða blindbyl hefur áhrif á námið sem og lífsgæði. Ekki ætla ég að fjalla djúpt um bílastæðin, þó þau mættu nú vera fleiri, en maður þakkar nú fyrir á hverjum degi að Vaka stýri skipinu hér á bæ og passi upp á okkur landsbyggðarmenn, því sleppum við að borga fyrir bílastæði á hverjum degi ofan á ljóta bensínkostnaðinn. Hvernig getur Háskólinn létt undir með fólki af landsbyggðinni? Lausnin

liggur fyrir. Háskólinn mætti skoða góða og einfalda lausn í því að taka upp tíma og fyrirlestra. Með því væri pressan á landsbyggðarnemum sem og öðrum námsmönnum léttari, og auðveldara væri fyrir fólk að skipuleggja námið betur í kringum líf sitt. Þetta myndi einnig nýtast nemendum sem glíma við veikindi, þurfa að vinna með námi eða einfaldlega eiga erfitt með að mæta í tíma af öðrum ástæðum. Við lifum á tímum þar sem tæknin býður upp á sveigjanlegra nám, og því er ekki ásættanlegt að nemendur af landsbyggðinni þurfi enn að vera í sífelldu stressi við að mæta í alla fyrirlestra.

Háskóli Íslands þarf að samsvara þörfum flestra námsmanna og laga sig að breyttum veruleika

Það ætti ekki að vera markmið Háskóla Íslands að fæla fólk frá sér og hvetja það til að stunda nám í öðrum skólum, heldur þvert á móti. Háskóli Íslands ætti að vera með það að markmiði að bjóða upp á samkeppnishæfa og fjölbreytta kosti sem samsvara þörfum flestra námsmanna. Með því að laga sig að breyttum veruleika gæti skólinn dregið fleiri nemendur að sér og skapað betra námsumhverfi fyrir alla. Við sem komum utan af landi og höfum ekki tök á að nýta okkur almenningssamgöngur hér í borginni þurfum að halda áfram að berjast gegn gjaldtöku bílastæða við háskólann og styðja við Vöku. Það er mikilvægt að við höldum áfram að vekja athygli á þessum vanda, því það er ekkert sjálfsagt að fólk með metnað til að mennta sig þurfi að leggja út í svo mikinn aukakostnað og fyrirhöfn til að komast í skóla. Því fyrr sem HÍ áttar sig á þessu, því betra fyrir alla.

MIÐVIKUDAGUR 26. MARS

Árið á skri með Vallý og Danna

Góðan dag, við eigum að skrifa grein um skrifstofuna okkar allra. Skrifstofu Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Skrifstofu SHÍ. Eða eins og þeir sem eru nettir kalla hana „skri“. Það er mjög skrifstogaman að vinna á skrifstofunni.

Þessi grein var skrifuð á ansi knöppum tíma og erfitt að draga saman heilt ár með góðu móti. Þess vegna ætla ég að setja þetta upp eins og viðtal sem ég tek við sjálfan mig, Daníel, og Vallý. Til þess að ná að koma fram aðalatriðunum og að báðir höfundar fái rödd sína heyrða.

Fyrsta spurning:

Hverju ert þú stolt/ur af sem þið náðuð að gera á liðnu starfsári?

Daníel: Frábær spurning! Kæri Daníel, mikið ert þú flottur og með góðar spurningar! Ég verð að fá að nefna nokkra hluti þar sem mikið og gott starf hefur verið unnið á vettvangi skri undanfarið árið. Ber þar helst að nefna afar vel heppnað Októberfest, sem í fyrsta sinn í langan tíma er haldið á forsendum stúdenta. Þá var ég einnig mjög ánægður með flotta árshátíð, en vonandi er sá viðburður kominn til að vera. Loks vil ég hrósa öllum þeim nefndum og sjálfboðaliðum sem hafa lagt okkur lið á þessum tíma. Án ykkar væri þetta ekki hægt.

Valgerður: Þakka þér fyrir góða spurningu Daníel! Ég vil að sjálfsögðu taka undir allt sem þú sagðir og raunar hefði ég nefnt þetta sjálf, hefði ég

fengið að vera á undan. Ég krefst þess að í næstu spurningu fái ég að svara fyrst svo góðu svörin séu ekki öll tekin þegar það kemur að mér. En hvað skal segja? Það er af svo mörgu að taka að ég hlýt að geta nefnt eitthvað. Til dæmis þá fjölmörgu sigra sem hafa unnist í réttindabaráttunni, t.a.m. að inntökupróf verða nú haldin úti á landi, en það hlýtur að vera stór áfangi fyrir jafnréttisbaráttu landsbyggðarinnar. Vil ég einnig nefna samstarf SHÍ við Visku og nýtt stöðugildi sem fylgir því samstarfi. Nú loksins geta stúdentar leitað til kjara- og réttindafulltrúa til aðstoðar með álitamál tengd vinnurétti.

Önnur spurning: Hvers vegna er skrifstofan mikilvæg?

Valgerður: Það er með eindæmum hvað þú nærð að koma með góðar og flottar spurningar elsku Daníel! Það er greinilega máttugur heili á bakvið þetta glæsilega þykka hár. Það er að sjálfsögðu afar mikilvægt að hér starfi öflugur hópur með skipulögð markmið dag og nótt (oftast dag) til að framfylgja stefnu Stúdentaráðs. Þó ráðið sjálft eigi lokaorðið þá væri það ógerningur að ætla að láta það sjá um öll praktísku málefnin. Mál sem þurfa athygli frá degi til dags og geta stundum ekki beðið. Það er gott að stúdentar geti leitað til jafningja með mál sín stór og smá og að þeim sé fundinn réttur farvegur. Það getur verið allt frá því að vísa fólki á réttan stað og að siða til deildarforseta þeg-

Ollie & Kjarri Special:

Day of Fun

Oliver Einar Nordquist

Kjartan Leifur Sigurðsson

Blaðamenn Glaðvakanda

Strákarnir (hér eftir Oliver og Kjartan Leifur) hafa gert „Dag af fjöri“ að vinsælli hefð þar sem þeir eyða degi saman á skemmtilegum viðburðum með mismunandi fólki. Hingað til hafa þeir þegar átt þrjá svona daga, og eftirspurnin eykst með hverjum deginum, svo mikið að biðlistinn telur nú 15 manns, þar á meðal formann Vöku. Þessir dagar eru meira að segja svo skemmtilegir að Röskvuliðar hafa einnig skráð sig á biðlistann. Fyrsti „Dagur af fjöri“ var með Gunnari Mog, þar sem hann, Oliver og Kjartan, sóttu ráðstefnu saman. Annað skipti voru þeir tveir síðarnefndu einir og ákváðu að fara í eitt tiltekið spilavíti í Kópavogi. Þriðja skiptið var „Degi af fjöri” eytt með Birki Snæ Brynleifssyni og saman skelltu þeir þrír sér á slædera-staðinn

Brixton. Hver dagur hefur verið einstakur og skemmtilegur á sinn hátt, og áhugi almennings á að taka þátt hefur aukist í takt við þau gæði sem fylgja upplifuninni.

Einn af hápunktum „Dags af fjöri“ eru óvæntu augnablikin sem skapast á hverjum slíkum degi. Á einum deginum enduðu strákarnir fyrir tilviljun á japönsku karókíkvöldi þar sem þeir tóku lagið og vöktu mikla kátínu meðal gesta. Á öðrum slíkum degi fengu þeir boð í óvænta lúxusveislu, þar sem þeir nutu dýrindis veitinga og skemmtilegra samræðna við ókunnuga sem urðu að vinum.

Til að komast á biðlistann fyrir næstu „Daga af fjöri“ þurfa áhugasamir að senda tölvupóst á Kjartan Leif. KLS34@HI.is

Spennan fyrir næsta degi er mikil, og þeir sem á biðlistanum eru geta varla beðið eftir að taka þátt í þessu einstaka skemmtiverkefni með Oliver og Kjartani Leifi!

Daníel Hjörvar Guðmundsson Framkvæmdastjóri SHÍ

ar þeir eru að gleyma sér. Allt skiptir þetta miklu máli.

Daníel: Veistu hvað Daníel ég held að hún Valgerður hafi bara tæmt þetta, mér dettur ekkert í hug.

Þriðja spurning: Ef þú mættir breyta einhverju varðandi fyrirkomulag skrifstofunnar, hvað væri það?

Daníel: Þetta hlýtur að vera einhver alvandaðasta spurning sem ég hef á ævi minni heyrt! Það verður ekkert smámál að svara þessari. Ég hugsa að ég myndi vilja hafa starfsfólk í hærra

Valgerður Laufey Guðmundsdóttir Hagsmunafulltrúi SHÍ

starfshlutfalli, þannig fólk geti helgað tíma sínum Stúdentaráði og treyst á það fyrir farboða. Jafnvel að skoða hvort starfsmenn geti fengið einingar fyrir starfið séu þeir í námi. Þá gæti fólk sinnt störfum sínum án þess að þurfa að leggja nám til hliðar eða dragast aftur.

Valgerður: Sammála Daníel með einingarnar! Glæsilegt og vel ígrundað svar. Þá verð ég einnig að hrósa Daníel fyrir góða spurningu. Ætli ég myndi ekki vilja líka að það væri hægt að opna glugga á skri. Og kannski að það væru svalir.

Takk fyrir grein búin.

Oliver is a 1st Vice Rep.
Kjartan is a 2nd Candidate.

NemaDíll!

Endalaust net & fullt af Hopp-frímínútum með NemaDíl hjá Nova. Svo færðu alla bestu dílana og fríðindin í Nova appinu!

Farsími + rafskúta

100 mín. (ca. 20 ferðir)

100 GB net í farsímann

Afsláttur

4.990 kr.

10.690 kr. /á mán

Steldu stílnum frá Vökuliðum

Anna Sóley Jónsdóttir

Hvernig myndir þú lýsa stílnum þínum?

Frekar afslappaður en skemmtilegur, finnst mjög gaman að finna einstakar flíkur og að klæðast einhverju smá funky í bland við klassískt.

Hvað er go to Önnu Sóleyjar outfittið?

Ef ég er að fara í skólann er ég frekar afslöppuð í góðri ullarpeysu eða skyrtu, gallabuxum, stórri kápu og strigaskóm en reyni að vera alltaf með skemmtilega aukahluti á mér líka til að lífga aðeins við, er t.d. mjög hrifin af skemmtilegum treflum eða höttum. Ef ég vil vera aðeins fínni þá skipti ég strigaskónum út fyrir há stígvél, fer í sítt pils yfir og bæti við meira af skarti.

Hvað ertu að hlusta á þessa dagana? Hlusta rosalega mikið á Dean Blunt, Erykah Badu og Björk allan ársins hring. Er samt búin að vera í smá diskó/soul fíling undanfarið og Donna Summer og Marvin Gaye eru á repeat. Svo þegar ég er að læra finnst mér mjög næs að hlusta ambient eða „andrúmstónlist“ eins og Boards of Canada og Aphex Twin.

Hvaða flík í fataskápnum þínum heldurðu mest upp á?

Thriftaði klikkaðan þröngan rauðan leðurjakka úti í París sem ég er

rosalega hrifin af, svo keypti ég í sömu ferð mjög skemmtilegan bol frá Chopova Lowena í Dover Street Market sem er líka í algjöru uppáhaldi.

Hvað er þitt go to outfit fyrir Stúdentaráðsfund?

Gallabuxur, chunky belti, sæt skyrta eða peysa og stór taska fyrir tölvuna. Mikilvægt að vera þægilega klædd.

Rauði leðurjakkinn er í uppáhaldi. Afslappaður stíll og skemmtilegur.

Anna Sóley Jónsdóttir er stúdentaráðsliði og skipar annað sæti á HUG.

Vökuliðar vita hvað virkar

Daníel Hjörvar Guðmundsson

Hvernig myndir þú lýsa stílnum þínum?

Sko, í grunninn er ég bara hypebeast. Ég var með 0 swag þangað til svona 2016 og þá byrjaði ég að eyða öllum peningunum mínum í Supreme og eitthvað og síðan þróast hlutirnir bara þaðan. Stíllinn minn er klárlega afslappaður, ég vel þægindi umfram allt. Ég reyni í það minnsta að hafa hann svona over the top og skemmtilegan. Ég laðast að dramatískum og víðum sniðum. Akkúrat núna er ég á tímabili þar sem ég er að safna Aftur bolum og húfum.

Ég hugsa að það sem ég vilji að komi á framfæri í gegnum stílinn minn sé að ég sé afslappaður, skemmtilegur, og taki sjálfum mér ekki of alvarlega. En svo laðast ég líka mikið að einhverju svona grunge eða jafnvel emo dæmi. Ég elska hauskúpur og beinagrindur, eitthvað spooky shit. Ætli það sé ekki af því ég verð alltaf svo hræddur við hryllingsmyndir. Síðast þegar ég fór á hryllingsmynd í bíó var ég svona 20 ára og ég fór að gráta af því ég varð svo hræddur. Kannski er þetta einhver birtingarmynd af því. Ætli ég þurfi ekki að fara til sálfræðings að leysa það.

Hvað er go to Danna Hjö outfittið? Þau eru mörg og breytast ört en akkúrat núna er ég mikið að vinna með þetta fit sem er hér til sýnis á „sígó í Köben“ storyinu mínu. Sagan á bakvið þessa mynd er að ég var í Köben og fékk mér sígó.

Bolurinn er úr Aftur, ég elska eiginlega allt sem þau gera. Er að safna þessum bolum, á tvo eins og er, ég get ekki verið að kaupa þá oft þeir eru mjög dýrir. Buxurnar eru merch frá Cumgirl8, sem er bandarísk hljómsveit, frekar nett dót. Þetta er sem sagt brund sem á að vera á þeim. Ég

keypti þetta þegar ég sá þær spila á Air waves. Skórnir eru síðan frá Lanvin, þetta eru einhverjir svona denim hjólabrettaskór og þeir eru bara frekar fkn nettir, ég fékk þá á SSENSE á góðum afslætti minnir mig.

Hvað ertu að hlusta á þessa dagana? Ég er að rífa mig í gang eftir að hafa verið snúruheyrnartólalaus í nokkra mánuði. Núna er ég mest að hlusta á Fake Plastic Trees, bæði original og Phoebe Bridgers coverið sem er sjúkt. Er líka svolítið að hlusta á Lover, You Should’ve Come Over með Jeff Buckley. Ég er búinn að vera mikill Hozier maður í lengri tíma. Síðan fá Discovery og RAM eftir Daft Punk alltaf mikla spilun frá mér. Sama má segja með Hurry up we´re dreaming með M83. Af íslensku efni er ég mikið að hlusta á Norðurljós með Númer 3 og Hjarta með Hipsumhaps. Síðan verð ég að nefna þrjú lög sem eru öll samin fyrir Twilight myndirnar og eru í miklu uppáhaldi hjá mér en það eru Possibility með Lykke Li, Roslyn með Bon Iver, og Turning Page með Sleeping at last. Svo hlusta ég alltaf mikið á Florence + The Machine. En fyrst og fremst hlusta ég á konur.

Hvaða flík í fataskápnum þínum heldurðu mest upp á? Eins og allt í þessum heimi er það breytingum háð, en núna er það klárlega Mjúk Iceland bleika dúskahúfan mín. Það er svo valdeflandi að vera með netta húfu. Það er eins og maður sé með kórónu. Húfan táknar vald og velgengni. Svo elska gellur hana.

Hvað er þitt go to outfit fyrir annasaman vinnudag á skri? Bara eitthvað.

Daníel Hjörvar Guðmundsson er framkvæmdastjóri skrifstofu SHÍ.

MIÐVIKUDAGUR 26. MARS

Er landsbyggðin gleymda miðjubarnið?

Elín Karlsdóttir

Blaðamaður Glaðvakanda

Að byrja í háskólanámi er stór ákvörðun, en er hún stærri fyrir suma en aðra? Fyrr í haust tók ég einmitt þessa ákvörðun og hóf að stunda nám við Háskóla Íslands, pakkaði niður nesti og nýjum skóm og hóf það ævintýri að flytja að heiman og í borg óttans. Það var ekki bara spennandi heldur líka krefjandi, því með náminu fylgdu nýjar skyldur og fjárhagslegar áskoranir. Aðrir samnemendur mínir sleppa við þetta bras með því að búa í heimahúsum og komast þess vegna oft hjá því að greiða leigu- og matarkostnað. Fyrir marga getur þessi fjárhagslegi munur haft mikil áhrif á upplifunina af háskólanámi. Þeir sem búa heima eiga auðveldara með að einbeita sér að náminu án þess að hafa jafn miklar fjárhagsáhyggjur, en aðrir þurfa að vinna samhliða skóla til að ná endum saman. Þetta getur leitt til ólíkrar reynslu af háskólanámi, þar sem fyrir suma er það tími til að læra og njóta, en fyrir aðra er það jafnframt barátta við að ná endum saman vegna kostnaðar við uppihald. Þetta á ekki síst við eftir að menntaskólanám var stytt niður í þrjú ár, því líklegt er að flestir háskólanemar búsettir í Reykja-

vík og eru undir tvítugu, búi í foreldrahúsum sem greiði fyrir uppihald þeirra.

Ekki bara nokkrar hræður sem lifa eins og Gísli á Uppsölum Íbúafjöldi í Reykjavíkurborg og á landsbyggðinni allri er nánast sá sami, en samkvæmt tölfræði frá Hagstofu Íslands býr um 36% landsmanna fyrir utan höfuðborgarsvæðið. Þetta eru þá ekki bara nokkrar hræður sem lifa eins og Gísli á Uppsölum, borða málsverð úr aski og skiptast á að kveða þjóðsögur. Hátt hlutfall fólks sem stundar nám við HÍ er af landsbyggðinni og kemur frá ýmsum stöðum sem eru misnálægt Reykjavík. Þeir sem þurfa að standa sjálfir undir framfærslu sinni að öllu leyti þurfa að vinna sér inn mun meiri tekjur til að halda sér uppi, ég tala nú ekki um ef þeir eru að leigja á almennum markaði.

Lánið er valt og lukkan lág Mjög ólíkar forsendur eru fyrir því að fólk frá landsbyggðinni taki þá ákvörðun að hefja nám í háskóla en fyrir þá sem eru búsettir á höfuðborgarsvæðinu, þar með talin atriði eins og munur á aðstöðu og bakland. Þarf maður bara að vera heppinn og vonast eftir því að fá góð spil í hendur sér? Sumir utan af landi sem búa ekki langt frá höfuðborgarsvæðinu kjósa að keyra á milli heimilis og Háskólans og þurfa

að undirbúa sig fyrir íslenskt veðurfar, en aðrir hafa ekki kost á þessu og neyðast til þess að skaffa sér húsnæði í bænum eða vera í fjarnámi. Þeir aðilar sem velja þann valmöguleika að stunda fjarnám missa þar af leiðandi oft af þeirri upplifun sem fylgir því að vera í háskólanámi; hvort sem það eru vísindaferðir, viðburðir eða hreinlega að kynnast öðrum nemendum almennilega. Síðan er ekkert sjálfgefið mál að útvega sér búsetu. Sumir eru heppnari en aðrir og geta búið hjá ættingjum á meðan leið annarra liggur á Stúdentagarðana þar sem fólk frá landsbyggðinni er í forgangi, en að búa á Görðunum fylgir há leiga fyrir lítið rými þar sem enginn jöfnunarstyrkur er veittur fyrir háskólanema.

Vaka, vinur landsbyggðarinnar Vaka hefur unnið mikla hugmyndavinnu til að bæta atriði sem varða Stúdentagarðana. Þar má nefna að reisa fleiri stúdentaíbúðir í nánd við háskólasvæðið sjálft ásamt því að ná samþykki á samningi þess efnis að opna lágvöruverslun á háskólasvæðinu. Einnig hefur leiguverð hækkað umtalsvert en íbúðir á Stúdentagörðum eiga að vera til leigu á viðráðanlegu verði enda er Félagsstofnun Stúdenta óhagnaðardrifin sjálfseignarstofnun. Að auki tekur of langan tíma að fá FS til að sinna nauðsynlegu viðhaldi og Vaka

Vöku­kakan: uppskrift

Uppskrift

250 ml Guinness-bjór

250 g ósaltað smjör

75 g kakó

400 g sykur

150 ml sýrður rjómi (18%)

2 egg

275 g hveiti

2 ½ tsk matarsódi

1 msk vanilludropar

Aðferð: kakan

1. Hitið ofninn 180°C (160°C með blæstri).

2. Hellið Guinness-bjór í pott ásamt smjöri og bræðið saman.

3. Bætið kakói og sykri út í pottinn og hrærið vel.

4. Í annarri skál, hrærið saman sýrða rjómanum saman við egg og vanilludropa og hellið því síðan í pottinn.

5. Blandið hveiti og matarsóda varlega saman við deigið.

6. Hellið í tvö smurð kökuform og bakið í 45 mínútur.

7. Leyfið kökunni að kólna áður en fylling og krem er sett á.

Fylling

150 g súkkulaði

200 ml rjómi

20 g smjör

Aðferð: fyllingin

1. Bræðið súkkulaði með rjóma og smjöri og hrærið vel.

2. Setjið í skál og í frystinn í 3-4 klst.

3. Fyllingin er síðan sett á milli kökubotnanna.

Krem

250 g smjör

500 g flórsykur

4 tsk vanilludropar

2 msk mjólk eða rjómi

Gulur og svartur matarlitur

Aðferð: kremið

1. Þeytið öll hráefnin saman þar til kremið verður létt og loftmikið.

2. Takið smá krem frá og litið það svart og litið restina gula.

3. Smyrjið kökuna með gula kreminu og skreytið með Vöku-merkinu.

Gangi ykkur vel!

krefst bætingar á þessum málum. Vaka hefur verið sterkasta rödd Háskólans í hagsmunabaráttu stúdenta frá landsbyggðinni, en Vaka hefur ítrekað barist fyrir auknu framboði á fjarnámi og betra skipulagi hvað varðar það. Margir einstaklingar lifa við aðstæður þar sem staðnám er óraunsær valkostur, hvort sem það eru einstaklingar í fullri vinnu, að sinna börnum, vegna staðsetningar eða annarra ástæðna.

Baráttunni hvergi nærri lokið Nýlega var tillaga okkar um inntökupróf á fleiri stöðum en í Reykjavík samþykkt og nú er komin aðstaða á Akureyri til að þreyta inntökupróf í læknis-, tannlækna- og sjúkraþjálfunarfræði. Markmiðið í framtíðinni er að fjölga enn frekar stöðum á landsbyggðinni þar sem hægt er að spreyta sig á inntökuprófunum. Þetta er stór sigur fyrir þá nemendur sem koma frá landsbyggðinni og er góð byrjun á þeirra hagsmunabaráttu.

Þrátt fyrir að rúmlega þriðjungur af íbúum landsins sé búsettur á landsbyggðinni hefur sá hópur af fólki oft gleymst í umræðunni varðandi stjórnmál og er stúdentapólitíkin engin undantekning á því. Við í Vöku munum því halda áfram að berjast fyrir betri hag nemenda frá landsbyggðinni og hlusta á rödd þeirra varðandi málefni Háskólans.

Vaka styður landsbyggðarfólk sem vill fara í háskólanám!

Stúdentapólitík ≠ Landspólitík

Nonni Gnarr

Stjórnarmeðlimur Vöku & 4. sæti á FVS

Rosalega margt fólk í háskólanum og annars staðar heyrist mér hafa sömu skoðun á Vöku. Að við séum í raun bara ungliðahreyfing Sjálfstæðisflokksins í dulgervi eða þá að við séum að einhverju leyti tengd Sjálfstæðisflokknum, en þetta er bara bull. Bull uppspunnið af andstæðingum Vöku sem vilja ekki takast á við félagið eins og það er: ópólitísk hreyfing stúdenta fyrir betri háskóla.

Það er alveg rétt að það er slatti af sjálfstæðismönnum í Vöku, en að sama skapi eru þeir margir sjálfstæðismenn í Garðabæ og ég myndi ekki sleppa því að flytja í Garðabæ vegna þeirra. Fattarðu mig? Og mér finnst þetta mat á Vöku vera bara alveg kolvitlaust.

Stúdentapólitík í samhengi Í Vöku er ég búinn að hitta kjósendur flestra flokka. Meira að segja er formaður okkar Framsóknarmaður. Vaka er svokallaður bræðslupottur af fólki og mér finnst það einmitt vera það sem er svo æðislegt við Vöku. Við erum fullt af mismunandi fólki með mismunandi skoðanir að vinna

að sömu markmiðum. Ég hreinlega skil ekki alveg hvaðan þessi pæling byrjaði. Ég hugsa að fólk verði að reyna setja fylkingarnar í Stúdentaráði í eitthvert samhengi við landspólitíkina til þess að geta skilið þetta almennilega, en þetta er fáránleg einföldun á fylkingunum og ærir mig sem Viðreisnarmann.

Hagsmunabarátta stúdenta er ekki landspólitík Þessar hreyfingar er einmitt ekki hægt að líta á frá landspólitísku sjónarhorni þar sem þetta er bara allt annar pakki. Það er í raun ekki einu sinni hægt að flokka Vöku sem hægri eða vinstri þar sem baráttumálin okkar eru alveg

ótengd landspólitík. Við viljum bara létta líf stúdenta, hvernig sem farið er að því. Tillögur Vökuliða hafa til dæmis verið það að gera stúdentakortin aðgengileg rafrænt, að hafa strætóskýlin á háskólasvæðinu upphituð og að hægt sé að kaupa nikótínpúða í Hámu.

Ekkert hægri eða vinstri í hagsmunabaráttu stúdenta Þetta eru bara svo engan veginn einhverjar „Sjálfstæðis“-pælingar eða hægri pælingar. Heldur eru þetta bara einfaldar tillögur til þess að bæta líf háskólanema. Þessi greinamunur milli stúdentapólitíkur og landspólitíkur er eitthvað sem mér finnst margir innan veggja skólans sem og utan þurfa að skilja. Það er einfaldlega ekki hægt að bera saman fylkingar í stúdentapólitík við stjórnmálaflokka landsins, því á háskólastigi snýst þetta ekki um hugmyndafræði til hægri eða vinstri, heldur um að finna praktískar lausnir sem gagnast stúdentum.

Hagsmunir stúdenta 1, 2 og 3 Vaka er félag sem berst aðeins fyrir hagsmunum stúdenta. Punktur. Sama hvernig það er gert er það alltaf markmið okkar. Hvort sem um ræðir að spara stúdentum pening, bæta þjónustu fyrir nemendur eða einfaldlega að gera háskólalífið þægilegra. Þessi klisja byggir á forsendum sem einfaldlega eiga ekki við. Ef fólk skoðaði málið af alvöru, þá myndi það sjá að Vaka er ekki pólitískt tæki, heldur stúdentahreyfing með skýr markmið fyrir háskólann og nemendur hans.

MIÐVIKUDAGUR 26. MARS

Stjörnuspá Glaðvakanda

Hrútur

21. mars – 19. apríl

Elsku hrúturinn minn. Þú ert náttúrulegur leiðtogi, eða ertu bara pick me og frekur? Já, ég held það frekar. Þú tekur öllum kosningum allavega mjög alvarlega og ert nú þegar búinn að skamma þrjá vini fyrir að vera alveg sama um hagsmunabaráttu stúdenta og hótar vinaslitum ef þau fara ekki og kjósa til Stúdentaráðs 2. og 3. apríl. Skipta hagsmunamál stúdenta þig einhverju máli eða viltu bara stjórna? Sjáum hvað setur.

Naut

20. apríl – 20. maí

Elsku nautið mitt, hvernig hefurðu tíma til að lesa þessa spá? Þú ert alltaf á hlaupum, samt aldrei í tíma, enda með þrefalt fleiri verkefni á könnunni en allir aðrir í háskólanum til samans og með koffínmagn í blóðinu sem væri ólöglegt í sumum löndum. Þú ert búinn að ákveða að framtíð háskólans sé gul, hvort sem fólki líkar það eða ekki og ef einhver mótmælir minnirðu fólk bara á það að gulu páskablómin eru alltaf falleg — rétt eins og listinn sem þú ætlar að kjósa.

Tvíburi

21. maí – 21. júní

Elsku tvíburi, settu það að meginstefnu að vera góður við aðra í þessum kosningum. Það snýst ekki allt um þig og þínar skoðanir – ótrúlegt en satt. Hugsaðu um hvað er best fyrir háskólann svona sem dæmi. Ef þér leiðist, ekki þá fara að öskra á næsta mann, heldur hugsaðu: „hvernig get ég látið gott af mér leiða?“ Jú auðvitað með því að kjósa Vöku.

Krabbi

22. júní – 22. júlí

Þú ert kominn á fullt í undirbúning kosninga til Stúdentaráðs og finnst þú vera tilfinningalega bundinn framtíð háskólans. Þú hugsar stundum of mikið, allt frá því hvort þú hafir sagt eitthvað asnalegt í partíi fyrir tveimur árum, yfir í hvort þú getir í alvöru breytt háskólanum með atkvæðinu þínu. Já, þú getur það og já, þú sagðir eitthvað asnalegt í partíi fyrir tveimur árum en það man enginn eftir því. Taktu þátt og sýndu lit — gulan lit.

Ljón

23. júlí – 22. ágúst

Stay strong queen. Athyglin er núna á kosningunum, ekki þér og ég veit það er erfitt fyrir þig en stundum þarf að deila athyglinni. Þú og Vaka eigið nokkra hluti sameiginlega, það er að skína skært, bæði í kosningabaráttu og ekki, vera in allt árið og elska einkabílinn. Næstu vikur verða góðar en þú mátt ekki gleyma þér í of mikilli skemmtun á kosningaskrifstofunni, ég veit að það er gaman í kosningabaráttu en mundu samt að þú þarft að sinna náminu — eða ekki, mér er svo sem sama.

Meyja

21. ág. – 22. september

Elsku meyjan mín, sem er með áráttu fyrir góðu skipulagi og vilt ekki að neitt plan, sem búið er að skjalfesta, breytist. Kosningabaráttur hræðast þig því þú ert sú sem kannt að skipuleggja þær best. Þar sem þú ert nú þegar búin að skipuleggja næstu vikur mun þessi stjörnuspá eflaust ekki nýtast þér þar sem þú veist nú þegar hvað mun gerast. Ritnefnd Glaðvakanda fær þig kannski til að skrifa næstu spá þar sem þú hefur þegar ákveðið hvernig næstu misseri munu verða.

Vog 23. sept. – 22. október

Elsku óákveðna vogin mín, þegar einhver biður þig um að taka afstöðu, segist þú sjá og skilja báðar hliðar og þegar einhver spyr hvar þú viljir borða segist þú vera alveg sama og að hinir megi velja. Þú ert í eilífri leit að fullkomnu jafnvægi og átt oft erfitt með að taka ákvarðanir, en þú getur ekki alltaf verið „þú mátt ráða” týpan. Það er þó ein ákvörðun sem þú þarft ekki að hugsa þig tvisvar um hvort að sé rétt, enda finnur þú innra með þér að það er bara eitt rétt svar og það er að Vaka virkar, þess vegna kýst þú Vöku.

Sporðdreki 24. okt. – 21. nóvember

Elsku sporðdreki, það er engin þörf á því að vera svona dularfullur alltaf, stundum þarf maður bara að segja hlutina hreint út, þú elskar lýðræðið og þess vegna kýst þú Vöku. Þú hefur sterkar skoðanir og kannski er kominn tími til að deila pælingum þínum með öðrum? Því þeir munu örugglega ekki spyrja þig að fyrra bragði. Þó svo að uppáhaldsliturinn þinn sé svartur þá er gulur í tísku og þú veist aldrei hvað gerist þegar þú prófar nýja hluti og ég lofa, þú munt elska það.

Bogmaður 22. nóv. – 21. desember

Kæri bogmaður, hvað ertu lengi að taka ákvörðun? Hættu að taka allar hliðar, veldu bara eina plís. Þú ert alltaf að pæla hvert þú eigir að skjóta örvum þínum og það er bara eitt svar. Í Vöku, eða í manneskjuna sem þú kynntist á Kja um daginn. Lífið er ekki svona alvarlegt, stundum er líka bara í lagi að leggja örvarnar til hliðar og njóta. Dinner á Kja og bjór á kosningamiðstöðinni er uppskriftin að góðu lífi.

Steingeit

22. des. – 19. janúar

Elsku steingeitin mín, leyfðu þér að slaka aðeins á og gera hluti sem þér finnst skemmtilegir. Þú þarft ekki að bera alla á herðum þér, leyfðu öðrum að halda á þér for once. Hættu að stressa þig svona mikið á því hvort hlutirnir gangi ekki fullkomlega upp. Það eru kosningar á næsta leiti en passaðu að þú takir ekki of mörg verkefni að þér í baráttunni, þú þarft ekki einn að sjá um skipulagninguna. Ef einhver á skilið að fá smá pásu, þá ert það þú.

Vatnsberi

20. janúar – 18. febrúar

Kæri vatnsberi, þú ert klárari en flestir og allir vita það - því þú ert duglegur að láta það heyrast. Nú er rétti tíminn til að nýta gáfur þínar til góðra verka, því þó svo að góðgerðarvika SHÍ hafi verið um daginn eru allar vikur góðgerðarvikur í lífinu. Nýttu krafta þína og gáfur og segðu fólki af hverju það ætti að kjósa Vöku, ef þú ert sannfærandi ertu jafnvel kominn með góða afsökun fyrir því að útskýra hluti fyrir fólki sem nennir kannski ekki að hlusta - og veistu hvað? Það virkar. Því í þetta skiptið hefur þú alveg rétt fyrir þér.

Fiskar 19. febrúar – 20. mars

Elsku fiskurinn minn, þú ert mikil tilfinningavera sem er nú ekkert nýtt. Merkið þitt eru tveir fiskar sem synda í hringi og lýsir það svolítið lífi þínu, oft veistu ekki hvort þú sért að koma eða fara eða hvort allir hati þig. Nú skaltu hætta að ofhugsa, hætta að reyna að hafa stjórn á tilfinningum annarra þegar þú hefur í nógu að snúast með þig sjálfan. Þó svo að allir telji þig vera veikasta merkið, svona aftast í röðinni af einhverri ástæðu, þá ertu sterkari en það - ef þú trúir því nógu heitt og ef þú vilt sanna að þú sért ekki meðvirkasti háskólaneminn, þá kýst þú Vöku og stendur með því.

Heitt og kalt Dóru og Gullu

Halldóra Elín Einarsdóttir

Blaðamaður Glaðvakanda og 2. sæti á lista Vöku á MVS

Guðlaug Embla Hjartardóttir

Blaðamaður Glaðvakanda og 3. sæti á lista Vöku á HVS

Heitt Kalt

É Kjósa Vöku

É Ódýrasta dollan er á stúdentakjallaranum

É Endurtektarpróf

É Kennarar sem svara tölvupóstum

É Hætta með leiðinlega kærastanum

É Finna sumarvinnu í janúar

É Taka bensín í costco #ódýrt

É Þegar kennarar taka upp tíma

É Skólasálfræðingar

É Rauða kross hundurinn á miðvikudögum

É Ekki kjósa Vöku

É Að þurfa að borga fyrir bílastæði í skólanum

É Skortur á fjöltengjum í skólanum, HVERNIG Á ÉG AÐ LÆRA EF TÖLVAN ER DAUÐ

É Að borga fyrir hnífapör í hámu

É Stiginn á háskólatorgi

É Menntaskólanemar að taka öll borðin á þjóbó

É Hafa próf á föstudegi kl 16

É Að þurfa að mæta í tíma um helgar

É 16 póstar á dag frá hí

HÁSKÓLANEMAR skipta

STÉTTARFÉLAG

Skráðu þig hér

KJÓSIÐ VÖKU

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Kosningablað Vöku 2025 by Sæþór Már Hinriksson - Issuu