Sjalfbaert vottad kaffi og te

Page 1

Fyrirtækjaþjónusta Danól Sjálfbært vottað kaffi og te Danól býður upp á heildarlausnir í kaffi og te fyrir stór og smá fyrirtæki, stofnanir, skóla og leikskóla, hótel, kaffihús og veitingahús. Hágæða kaffibaunir, kaffivélar til leigu, te í úrvali ásamt hinum ýmsu matvælum og aðföngum sem snúa að rekstri í matvæla- og veitingageiranum er meðal þess sem boðið er upp á. Hjá Danól er einn tengiliður sem sér um alla þjónustu í kaffilausnum ásamt því að rekið er eigið þjónustuverkstæði hjá fyrirtækinu sem sér um viðgerðir og viðhald á vélum og tækjum.

Kaffi Kaffið kemur frá vörumerkjunum Lavazza og Merrild. Lavazza leggur mikið upp úr sjálfbærni og var valið sjálfbærasta fyrirtæki heims árið 2019. Þeir eru með fjölda áhersluverkefna sem styðja við þessa sýn og eru m.a. stofnendur að átakinu Coffee & Climate sem kannar hvernig loftslagsbreytingar hafa áhrif á kaffiræktun. Einnig stofnaði fyrirtækið Lavazza Foundation sem byggir á heimsmarkmiðum SÞ um sjálfbæra þróun. Merrild býður einnig upp á lífrænt ræktaðar og sjálfbært vottaðar baunir fyrir kaffivélar.

Te Birchall te er breskt hágæðate sem er bæði vottað með Fairtrade og Rainforest Alliance. Þessar vottanir staðfesta að fyrirtæki stuðli að sjálfbærniverkefnum, svo sem að styðja við skynsamlega landbúnaðarhætti, vernda umhverfið og styðja við hagvöxt kaffi- og te samfélaga. Við bjóðum upp á 9 mismunandi bragðtegundir í vöruvalinu frá Birchall.

Jóhannes Oddur

Sölumaður - kaffilausnir S. 620-8119

Miroslav

Tæknilausnir S. 620-8100


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.