Grunnþættir menntunar

Page 1


HEILBRIGÐI

OG VELFERÐ

Hlaðvarpsþátturinn Kennarasýn

Séfræðingar

Daniela Hurtado

Haukur Ólafsson

Olga Nanna Corveto

Þóra Björk Eggertsdóttir

Hvað er heilbrigði og velferð?

Heilbrigði byggist jafnt á andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan. Í skólum þarf að skapa jákvæðan skólabrag og heilsueflandi umhverfi þar sem markvisst er hlúð að þroska nemenda og

heilbrigði þeirra frá ýmsum hliðum.

Helstu þættir heilbrigðis sem leggja þarf áherslu á eru: jákvæð sjálfsmynd, hreyfing, næring, hvíld, andleg vellíðan, góð samskipti, öryggi, hreinlæti, kynheilbrigði og skilningur á eigin

tilfinningum og annarra. Mikilvægt er að skólinn taki mið af þörfum allra nemenda á einstaklingsbundinn hátt.

Allir þurfa tækifæri til að njóta styrkleika sinna sem er lykilþáttur í að byggja upp jákvæða sjálfsmynd. Með því að gefa áhugasviðum nemenda rými í skólastarfinu gefst tækifæri til að vinna út frá styrkleikum og áhuga, byggja upp jákvæða sjálfsmynd og efla þannig heilbrigði.

Laura Daniela

Í kennslu getum við stutt okkur við margar leiðir til þess að hjálpa nemendum að efla sjálfsmynd, læra að stjórna tilfinningum sínum og eiga betri samskipti.

Sjálfsmynd: Leiklist hvetur nemendur til að skoða og tjá tilfinningar og hugmyndir á skapandi hátt. Þetta getur aukið sjálfstraust þeirra og hjálpað þeim að öðlast betri sjálfsmynd, stjórna tilfinningum og eiga betri samskipti.

Samskiptahæfni: Í leiklist læra nemendur að hlusta á aðra

og svara fyrir sig. Leiklist getur einnig hjálpað nemendum að læra að vinna í hópi og leysa ágreining, sem er mikilvægt

í daglegu lífi.

Stjórn á tilfinningum: Leiklist krefst þess að nemendur setji sig í aðstæður þar sem þeir verða að tjá tilfinningar eins og gleði, sorg, reiði og ótta á sannfærandi hátt.

Þetta getur aukið hæfni þeirra til að stjórna eigin tilfinningum og bætt viðurkenningu á tilfinningum annarra.

Þóra Björk Eggertsdóttir

Hreinlæti og snyrtimennska

Hreinlæti er þáttur sem hefur áhrif á líf og heilsu fólks. Bæði persónulegt hreinlæti og líka snyrtimennsku

þegar kemur að persónulegum hlutum.

Það ber vott um virðingu fyrir sjálfum sér og umhverfinu að ganga vel um og vera hreinn og snyrtilegur. Allt sem viðkemur hreinlæti og snyrtimennsku er nauðsynlegt að vinna í góðu samstarfi við foreldra.

Ávallt þarf að sýna nærgætni þegar viðkvæm persónuleg mál eru rædd.

Kynheilbrigði

Kynþroski er eitthvað sem hefst í móðurkviði og lýkur þegar við deyjum.

Við þurfum að þekkja þroskaferli hvers aldurskeiðs og geta greint á milli þess sem telst eðlilegt í hegðun og tali til þess að geta gripið strax inn í ef nemendur sýna óviðeigandi hegðun.

Það er mjög mikilvægt að umræður um kynferðislega hegðun eða kynferðislega tilburðinemenda í skóla séu yfirvegaðar, faglegar og einkennist af nærgætni og virðingu. Nota opnar spurningar og gefa nemendum tækifæri til að segja frá með eigin orðum.

Olga Nanna Corveto

Börn verða fyrir áföllum rétt eins og fullorðið fólk þótt það væri nú ekki þannig í draumaheimi.

Ef börn verða fyrir áfalli er mikilvægt að kennarar og annað starfsfólk grunnskóla sé í stakk búið til þess að grípa börn í vanda og að stoðþjónusta sé bæði til staðar og sé ekki tabú að nýta sér.

Með stoðjónustu er átt við um til að mynda umsjónakennara, náms- og starfsráðgjafa, skólastjórnendur, skólahjúkrunarfræðinga og -sálfæðinga.

Í Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna, stendur að öll börn eiga rétt á næringu, hreinum og heilum fötum og öruggu húsaskjóli. Grunnskólinn ber ábyrgð á að benda á ef einhverra þessa þátta er ábótavant - jafnvel þó minnsti grunur liggi á að börn búi ekki við viðunandi aðstæðurber öllu fullorðnu fólki lagaleg skylda að tilkynna það til barnaverndar. ,,Lífsleikni er sú geta til að laga sig að mismunandi aðstæðum og breyta á jákvæðan hátt. Sú geta gerir okkur kleift að takast á við kröfur og áskoranir daglegs lífs.’’ (bls. 15). Með öðrum orðum er verið að kenna börnum að við erum breyskar manneskjur sem fá á sig mótlæti og að þau eigi ekki að gefast upp þegar á móti blæs.

Lykilatriði að nemendur séu meðvitaðir um að kennarastarfið snýst ekki eingöngu um nám heldur eru kennarar líka einhver sem getur ljáð þeim eyra ef eitthvað kemur upp á í lífi þeirra, að þeir erum bundnir trúnaði og eru áreiðanlegt fólk til þess að tala við um tilfinningar og uppákomur í lífi þeirra

Haukur Ólafsson

Heilbrigði og velferð er byggt á lögum og stefnumótun í anda aðalnámskrá fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla. Þar segir að í skólum þurfi að skapa börnum aðstæður til heilbrigðra lífshátta með því að efla færni þeirra í samskiptum, byggja upp sjálfsmynd þeirra, færni í að taka ákvarðanir, setja sér markmið og hafa stjórn á streitu.

Kennarinn getur stuðlað að heilbrigðu líferni inni í sinni skólastofu og smitað börnin með jákvæðum skilaboð varðandi hreyfingu, næringu og svefn.

Umsjónarkennarinn getur haft áhrif á börnin með því að fræða þau um það hversu mikilvægt er að hvílast vel og af hverju, einnig má segja það sama um næringu og hreyfingu.

Heimilisfræðikennarinn getur verið með uppbyggilega fræðslu varðandi hollt mataræði og matarvenjur, einnig kennt unglingunum margt í sambandi við hreinlæti í matargerð.

Inngangur að kennslufræði grunnskólahaust 2024

Lokaverkefnið

Grunnþættir menntunar

Kennarar:

Edda Óskarsdóttir

Gunnar Börkur Jónasson

Gunnar Egill Finnbogason

Jóna Guðrún Jónsdóttir

Margrét Sigríður Björnsdóttir

María Jóhanna Hrafnsdóttir

Svava Pétursdóttir

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.