Dagskráin 13. febrúar - 20. febrúar 2019

Page 50

SAMVERA ELDRI BORGARA í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju fimmtudaginn 14. febrúar kl. 15.00.

Geirmundur Valtýsson kemur og syngur lögin sín. Hljómsveit Pálma Stefánssonar spilar. Gestasöngvari María Björk Jónsdóttir. Kvenfélag Akureyrarkirkju sér um veitingarnar. Bíll fer frá Víðilundi kl. 14.15, Mýrarvegi 111, kl. 14.25 og Hlíð kl. 14.35. Nánari upplýsingar um barna- og æskulýðsstarfið má finna á heimasíðu kirkjunnar, www.akirkja.is og á facebook.com

Samtal um atvinnustefnu Akureyrarbæjar Hádegisfundur Samtaka atvinnurekenda á Akureyri verður haldinn fimmtudaginn 14. febrúar nk. kl. 12:00-13:00 í innri sal á neðri hæð Greifans í Glerárgötu. Húsið opnar kl. 11:45 og fundur hefst stundvíslega kl. 12:00. Gestir fundarins verða þau Þórgnýr Dýrfjörð, Akureyrarbæ, Baldvin Valdimarsson AFE og Hilda Jana formaður stjórnar Akureyararstofu og munu þau ræða um atvinnustefnu Akureyrarbæjar og þá vinnu sem framundan er við að endurskoða hana og uppfæra. Við hvetjum alla félaga samtakanna til að mæta á þennan áhugaverða fund. Nýir félagar hjartanlega velkomnir. Súpa og pítsa á kr. 2000 á meðan á fundinum stendur (kaffi innifalið).


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.