Dagskráin 9. júní - 16. júní Tbl 23

Page 41

DURISOL byggingarkubbar Þetta námskeið er fyrir alla sem vilja kynna sér húsbyggingar úr Durisol kubbum. Fjallað verður um gerð og framleiðslu kubbanna sem er að mestu úr endurunnu efni. Farið verður í ýmsa eiginleika eins og brunaþol, þol gagnvart raka og myglu, hljóðvist og einangrunargildi. Fjallað verður um aðferðir við byggingu húsa úr kubbunum og kynntur kostnaður. Hluti námskeiðsins er verklegur þar sem þátttakendum gefst færi á að meðhöndla kubbana. Námskeiðið er haldið í samvinnu við PAGO HÚS ehf. Leiðbeinendur:

Erlendir sérfræðingar og Ólöf Salmon Guðmundsdóttir.

Staðsetning:

VMA byggingadeild, Hringteigi 2.

Tími:

Föstudagur 11. júní kl. 13.00 – 17.00.

Verð:

Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu.

Upplýsingar og skráning á idan.is

11.

júní

www.idan.is


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.