Valvara
Hafðu samband og ég aðstoða þig!
Hurðir, innréttingar, parket og flísar
Örn Haraldsson orn@byko.is
Herholz
Fallegar innihurðir Herholz innihurðir eru þýsk gæðaframleiðsla sem hægt er að fá í mörgum litum, gerðum og stærðum allt eftir þínum þörfum. Herholz hurðirnar skara fram úr hvað varðar gæði, tækni og hönnun á innihurðum og bjóða einnig mikla möguleika í sérpöntunum. Við bjóðum upp á hefðbundnar innihurðir, glerhurðir, rennihurðir og öryggishurðir með hljóðvist allt upp í 47 db og brunaþol upp í EICS 90.
Parket BYKO hefur í mörg ár verið leiðandi fyrirtæki í sölu á parketi, bæði í spónlögðu viðarparketi og harðparketi. Algengasta viðartegundin, eikin, er alltaf til á lager en einnig bjóðum við upp á sérpantanir. Harðparketið sem BYKO selur er með 10 til 30 ára ábyrgð frá framleiðanda.
Krono Original Krono Original er endingargott harðparket sem fæst í þykktum 8-14 mm. Parketið er leyfilegt í svansvottaðar bygginga, þýsk gæði sem hafa sannað sig.
Scheucher Scheucher er hágæða viðarparket frá Austurríki sem hefur skapað sér frábært orðspor á alþjóðlegum vettvangi. Scheucher er selt í yfir 30 löndum um allan heim.
BYKO sérlausnir 10 - Valvara - hurðir & parket