Reglugerðir Um framkvæmdir í görðum gilda reglur. Þær er að finna í byggingarreglugerð. Í reglugerðinni er m.a. fjallað um girðingar, handrið, tröppur, setlaugar, leiksvæði, gróður og sorpskýli. Upplýsingarnar í reglugerðunum eru góðar leiðbeiningar auk þess sem þær minnka líkur á að nágrannar geti gengið hver á annars rétt með framkvæmdum í garðinum. Er þá m.a. átt við skerðingu útsýnis og skuggamyndun frá mannvirkjum eða gróðri. Reglugerðin fjallar einnig um öryggisatriði eins og hæð handriða og gerð trappna. Hér á eftir eru dregin út úr byggingarreglugerð 112/2012 nokkur atriði sem nýst geta garðeigendum:
BYGGINGARREGLUGERÐ 112/2012 2.3.5. gr. Minniháttar framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi. Eftirfarandi framkvæmdir og breytingar eru undanþegn ar byggingarleyfi enda séu þær í samræmi við deiliskipulag: e. Framkvæmdir á lóð. Allt eðlilegt viðhald lóðar, girðinga, bílastæða og innkeyrslu. Gerð palla og annar frágangur á eða við jarðvegsyfirborð, enda rísi pallur ekki hærra en 0,3 m frá því yfirborði sem fyrir var. Pallur úr brennanlegu efni má þó ekki vera nær lóðarmörk um aðliggjandi lóðar en 1,0 m. Ekki er heimilt að breyta hæð lóðar á lóðarmörkum án samþykkis leyfisveitanda og samþykkis lóðarhafa aðliggjandi lóðar. Þá er ekki heimilt að breyta hæð lóðar innan hennar þannig að það valdi skaða á lóðum nágranna eða skerði aðra hagsmuni nágranna, t.d. vegna útsýnis.
1. Flatarmál smáhýsis er að hámarki 10 m². 2. Fjarlægð milli smáhýsa innbyrðis og frá glugga eða hurð húss, svo og frá útvegg timburhúss er a.m.k. 3,0 m. 3. Veggur smáhýsis sem snýr að lóðarmörkum og er nær lóðarmörkum en 3,0 m er gluggaog hurðalaus. 4. Mesta hæð útveggja eða þaks á smáhýsi er 2,5 m mælt frá yfirborði jarðvegs. 5. Smáhýsi er án allra vatnslagna, raflagna og hitunar. 6. Ef smáhýsi er nær lóðarmörkum en 3,0 m skal liggja fyrir skriflegt samþykki lóðarhafa þeirrar nágrannalóðar og skal það lagt fram hjá byggingarfulltrúa.
f. Skjólveggir og girðingar á lóð. Skjólveggir og girðingar sem eru allt að 1,8 m að hæð og eru ekki nær lóðarmörkum en 1,8 m. Ennfremur girðingar eða skjólveggir sem eru nær lóðarmörkum en 1,8 m og eru ekki hærri en sem nemur fjarlægðinni að lóðarmörkum. Lóðarhöfum samliggjandi lóða er heimilt án byggingarleyfis að reisa girðingu eða skjólvegg allt að 1,8 m að hæð á lóðarmörkum, enda leggi þeir fram hjá leyfis veitanda undirritað samkomulag þeirra um fram kvæmdina. Hámarkshæð girðingar/skjólveggjar í 2. og 3. málsl. miðast við jarðvegshæð við girðingu/ vegg eða jarðvegshæð lóðar á lóðarmörkum ef hæð jarðvegs þar er meiri en jarðvegshæð á lóð við vegginn.
7.2.1. gr. Almennt. Á lóðum bygginga skal hafa opið svæði sem hvetur til útiveru, göngu, dvalar og leikja. Þar skal auk þess koma fyrir bílastæðum, bílgeymslu, sorpgeymslu, hjólageymslu, gróðri og öðru því sem hæfir notkun við komandi byggingar og er í samræmi við ákvæði gildandi skipulags. Við skipulag lóða skal leitast við að nýta þá náttúru legu kosti sem fyrir eru á hverjum stað og fram koma við skoðun á landinu. Einnig skal metið gildi þess gróðurfars og trjáa sem fyrir er á lóð og reyna eftir föngum að fella það að þörfum viðkomandi lóðar. Leiksvæðum innan lóða skal komið þannig fyrir að börn þurfi ekki að fara yfir svæði þar sem bílar aka til að komast heiman frá sér á leiksvæðin. Ávallt skal tryggt fullt öryggi barna og annarra gangandi eða hjólandi vegfarenda á lóðum bygginga, sbr. ákvæði 12. hluta þessarar reglugerðar.
g. Smáhýsi á lóð. Smáhýsi til geymslu garðáhalda o.þ.h. á lóð utan byggingarreits þegar eftirfarandi kröfur eru upp fylltar, enda sé slík bygging ekki óheimil samkvæmt gildandi deiliskipulagi:
7.2.2. gr. Tré og runnar á lóðum. Ekki má planta hávöxnum trjátegundum nær lóðar mörkum aðliggjandi lóða en 4,0 m. Við staðsetningu trjáa á lóð sem ætlað er að vaxi frjáls skal taka tillit til
58
Handbók garðeigandans
skuggavarps á viðkomandi lóð og nágrannalóðum. Sé trjám eða runnum plantað við lóðarmörk samliggjandi lóða skal hæð þeirra ekki verða meiri en 1,80 m, nema lóðarhafar beggja lóða séu sammála um annað. Ef lóðarmörk liggja að götu, gangstíg eða opnu svæði má trjágróður ná meiri hæð, enda komi til samþykki veg haldara eða umráðaaðila viðkomandi svæðis. Lóðarhafa er skylt að halda vexti trjáa og runna á lóðinni innan lóðarmarka. Sinni hann því ekki og þar sem vöxtur trjáa eða runna fer út fyrir lóðarmörk við götur, gangstíga eða opin svæði er veghaldara eða umráðamanni svæðis heimilt að fjarlægja þann hluta er truflun eða óprýði veldur, á kostnað lóðarhafa að undangenginni aðvörun. 7.2.3. gr. Girðingar lóða. Hæð girðinga á lóðum skal vera í samræmi við skipu lagsskilmála. Afla skal byggingarleyfis vegna girðinga og skjól veggja á lóðum nema framkvæmdirnar séu undan þegnar byggingarleyfi skv. f-lið 1. mgr. 2.3.5. gr. Girðing eða skjólveggur á mörkum lóða er alltaf háður samþykki beggja lóðarhafa óháð hæð girðingar eða skjólveggs og skal samþykkis leitað áður en hafist er handa við smíði girðingar eða skjólveggs. 7.2.4. gr. Frágangur lóðar. Lóðarhafa er skylt að ganga snyrtilega frá lóð sinni með gróðri eða á annan hátt í samræmi við samþykkta uppdrætti. Heimilt er að fresta um ótiltekinn tíma gróðursetningu trjáa, nema mælt sé fyrir um annað í skipulagi eða af viðkomandi sveitarfélagi. Lóðarhafa er skylt að ganga frá lóð byggingar í u.þ.b. rétta hæð og fjarlægja þann uppgröft, sem ekki þarf að nota á lóð, áður en byggingin er fokheld. Lýsing á lóðum skal vera þannig að hún valdi hvorki óþarfa ljósmengun, nágrönnum óþægindum né trufli umferð utan lóðar.