Handbók garðeigandans

Page 56

Viðarvörn og timburlitir Það timb­ur sem yf­ir­leitt er not­að í palla og girð­ing­ar hér á landi er fura sem er ódýr, auð­veld í með­för­um og unn­in úr end­ur­nýj­an­leg­um skóg­um. Til þess að end­ing­ar­tími við­ar­ins verði sem lengst­ur þarf að verja hann ann­ars veg­ar gegn fúa í timbr­inu og hins veg­ar gegn nið­ur­broti á yf­ir­ borð­inu sem vind­ur, vatn og sól­ar­ljós geta stuðl­að að. Gagn­vörn er not­uð til þess að verja gegn fúa en síð­an er yf­ir­borð­ið með­höndl­að með við­ar­vörn.

Algengustu Pinotex litirnir sem viðarvörn á pallinn.

GLÆRT

PINE 602

Hvað er gagn­vörn?

Yf­ir­borð­ið með­höndl­að

Fúi í timbri mynd­ast af völd­um sveppa sem geta lif­að í viðn­um ef raka­stig­ið fer yfir 18–20%. Til þess að koma í veg fyr­ir þenn­an fúa er efna­blöndu þrýst inn í við­inn með sér­ stök­um tækj­um. Timbrið er sett í tank og sökkt í gagn­varn­ar­vökva. Síð­an er þrýst­ing­ur­inn auk­ inn til að við­ur­inn mett­ist. Í gagn­varn­ar­blönd­ unni eru fjöldi efna, með­al ann­ars kop­ar og bór, en kop­ar­inn gef­ur viðn­um græn­leit­an blæ.

Þeg­ar með­höndla á yf­ir­borð­ið þarf raka­stig við­ar­ins að vera minna en 20% til þess að viðar­vörn­in loði við og smjúgi inn í við­inn. Til þess að mæla þenn­an raka eru not­að­ir sér­ stak­ir mæl­ar sem hægt er að kaupa eða leigja. Ef nota á gegn­sæja eða hálf­gegn­sæja við­ar­vörn má bera hana beint á við­inn en gæta þarf að því að setja vel í öll sár, bæði í enda­timb­ur og þar sem sag­að hef­ur ver­ið í við­inn. Ef raka­stig við­ar­ins er hærra en 20% má bera um­ferð af grunn­við­ar­­olíu á við­inn en hún minnk­ar lík­ur á að timbrið þorni of fljótt og sprung­ur mynd­ist. Þeg­ar timbrið hef­ur þorn­að má svo bera end­ an­lega vörn á það.

TEKK 613

GRÆNT 821

Við­ar­vörn á pall­inn Auð­veld­ast er að nota stór­an kúst með löngu skafti til að bera á tré­pall. Not­uð er palla­olía en fitu­inni­hald henn­ar er mik­ið og í henni er lítill lit­ur. Ef not­uð er palla­ol­ía eða fúa­vörn með mikl­um lit verða slit­flet­ir á pall­in­um fljótt áber­andi, þ.e.a.s. þeir stað­ir þar sem mikið er gengið eða þar sem ver­ið er að færa til hús­gögn. Ef pall­ur­inn hef­ur feng­ið að standa óvarinn áður en bor­ið er á hann er hætta á að hann hafi grán­að. Þetta ger­ist vegna út­fjólu­ blárra geisla í sól­ar­ljós­inu og það verð­ur að

56

Handbók garðeigandans


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.