Viðarvörn og timburlitir Það timbur sem yfirleitt er notað í palla og girðingar hér á landi er fura sem er ódýr, auðveld í meðförum og unnin úr endurnýjanlegum skógum. Til þess að endingartími viðarins verði sem lengstur þarf að verja hann annars vegar gegn fúa í timbrinu og hins vegar gegn niðurbroti á yfir borðinu sem vindur, vatn og sólarljós geta stuðlað að. Gagnvörn er notuð til þess að verja gegn fúa en síðan er yfirborðið meðhöndlað með viðarvörn.
Algengustu Pinotex litirnir sem viðarvörn á pallinn.
GLÆRT
PINE 602
Hvað er gagnvörn?
Yfirborðið meðhöndlað
Fúi í timbri myndast af völdum sveppa sem geta lifað í viðnum ef rakastigið fer yfir 18–20%. Til þess að koma í veg fyrir þennan fúa er efnablöndu þrýst inn í viðinn með sér stökum tækjum. Timbrið er sett í tank og sökkt í gagnvarnarvökva. Síðan er þrýstingurinn auk inn til að viðurinn mettist. Í gagnvarnarblönd unni eru fjöldi efna, meðal annars kopar og bór, en koparinn gefur viðnum grænleitan blæ.
Þegar meðhöndla á yfirborðið þarf rakastig viðarins að vera minna en 20% til þess að viðarvörnin loði við og smjúgi inn í viðinn. Til þess að mæla þennan raka eru notaðir sér stakir mælar sem hægt er að kaupa eða leigja. Ef nota á gegnsæja eða hálfgegnsæja viðarvörn má bera hana beint á viðinn en gæta þarf að því að setja vel í öll sár, bæði í endatimbur og þar sem sagað hefur verið í viðinn. Ef rakastig viðarins er hærra en 20% má bera umferð af grunnviðarolíu á viðinn en hún minnkar líkur á að timbrið þorni of fljótt og sprungur myndist. Þegar timbrið hefur þornað má svo bera end anlega vörn á það.
TEKK 613
GRÆNT 821
Viðarvörn á pallinn Auðveldast er að nota stóran kúst með löngu skafti til að bera á trépall. Notuð er pallaolía en fituinnihald hennar er mikið og í henni er lítill litur. Ef notuð er pallaolía eða fúavörn með miklum lit verða slitfletir á pallinum fljótt áberandi, þ.e.a.s. þeir staðir þar sem mikið er gengið eða þar sem verið er að færa til húsgögn. Ef pallurinn hefur fengið að standa óvarinn áður en borið er á hann er hætta á að hann hafi gránað. Þetta gerist vegna útfjólu blárra geisla í sólarljósinu og það verður að
56
Handbók garðeigandans