Handbók garðeigandans

Page 20

Girðingar og handrið Girð­ing­ar eru einn þeirra mörgu þátta sem huga þarf að þeg­ar út­búa á góð­an garð og í nú­tíma­ garði gegna þær stóru hlut­verki og geta skipt sköp­um um það hvern­ig garð­ur­inn nýt­ist.

Af mörg­um hlut­verk­um girð­inga eru eft­ir­far­ andi al­geng­ust:

Að mynda skjól.

Að skil­greina lóð­ar­mörk eða loka garð­in­um. Að búa til ör­ugg svæði fyr­ir börn. Að halda gælu­dýr­um inni eða skepn­um úti. Að hlífa gróðri fyr­ir veðr­um eða ágangi dýra og manna. Að mynda af­lok­að svæði (eða „her­bergi“) ut­an dyra. Að minnka áhrif hljóð­meng­un­ar. Að varna falli þar sem hæð­ar­­mun­ur er mik­ill.

Girð­ing­ar og garð­vegg­ir eru úr ýms­um efn­um og má þar helst nefna timb­ur, grjót, torf, hleðslu­steina og steypu. Hér á landi eru tré­ girð­ing­ar einna al­gengast­ar enda búa þær yfir mörg­um góð­um eig­in­leik­um. Þær eru auð­veld­ar í upp­setn­ingu og þægi­legt er að flytja efni í þær á milli staða. Slíkt get­ur skipt miklu máli fyr­ir þá sem eiga sum­ar­hús eða búa fjarri þétt­býli. Mik­ið úr­val af góð­um fest­ing­um og sveigj­an­leiki timb­urs­ins ger­ir kleift að reisa girð­ing­ar með fjöl­breyttu út­liti. Falleg sögun og fræsing setja svip á þennan handriðsstaur.

20

Handbók garðeigandans

Hvern­ig girð­ing­ar má reisa á einka­lóð? Garð­eig­end­um eru sett tak­mörk fyr­ir því hvaða fram­kvæmd­ir eru leyfi­leg­ar á lóð­um þeirra. Þess vegna er viss­ara að kynna sér regl­ur og tak­ mark­an­ir áður en haf­ist er handa við að hanna garð­inn og fram­kvæma. Í bygg­ing­ar­reglu­gerð er mjög skýrt kveð­ið á um hverj­ar tak­mark­an­irn­ar eru. Girð­ing­ar mega aldrei fara yfir 1,8 m hæð og þær sem eru ná­lægt lóð­ar­mörk­um þurfa að vera jafn langt fyr­ir inn­an þau eins og þær eru háar. Þannig þarf girð­ing sem er 1,2 m á hæð að vera stað­sett 1,2 m fyr­ir inn­an lóð­ar­mörk. Girð­ing á lóð­ar­mörk­um þarf sam­þykki allra lóð­ar­­eig­enda. Einnig geta ver­ið tak­mark­andi skil­mál­ar í deiliskipu­lagi hverf­is­ins og þá er hægt að nálg­ast hjá við­kom­andi sveit­ar­fé­lagi. Ef garð­eig­and­inn vill reisa girð­ingu sem er fyr­ir utan ákvæði bygg­ing­ar­reglu­gerð­ar þarf hann að sækja um leyfi bygg­ing­ar­nefnd­ar í sínu sveit­ar­fé­lagi. Emb­ætt­is­menn sveit­ar­fé­lags­ins láta í té upp­lýs­ing­ar um hvaða gögn þeir vilja fá en bygg­ing­ar­nefnd­in veit­ir síð­an leyfi fyr­ir fram­kvæmd­inni. Al­geng­ast er að far­ið sé fram á breyt­ingu á að­al­teikn­ingu húss­ins og sér þá að­ili með leyfi sem að­al­hönn­uð­ur (t.d. arki­tekt húss­ins) um þær breyt­ing­ar.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.