Nr. 2 - Júní 2024 - 20. árgangur 2023 Gróffóðurkeppni Yara
Sláturfélag Suðurlands - Fossháls 1 - 110 Reykjavík - 575 6070 yara@yara.is - www.yara.is
KORNIÐ
Knowledge grows
4
8
Viðtal: Ósabakki bls 4
Niðurstöður heysýna, bls 6
Gróffóðurkeppni Yara 2023
Kynning á keppendum, bls 8
Niðurstöður, bls 14
Viðtal: Sigurvegarar 2023, bls 16
Umbrot: Jóhann Markús Hjaltason
Prentun: Skyndiprent slf.
Prentað á svansvottaðan pappír
Sláturfélag Suðurlands
Fossháls 1, 110 Reykjavík
575 6070
www.yara.is | yara@yara.is
Mynd á forsíðu: Sigurvegarar á bænum Sólbakka í Víðidal.
Búvörur SS - www.buvorur.is Verslanir og opnunartími
Fossháls 1, 110 Reykjavík - Virka daga kl. 10:30-18
Dufþaksbraut 3, 860 Hvolsvelli - Virka daga kl. 9-17
2
Dolomit Mg-kalk frá Franzefoss til að hækka sýrustig jarðvegs til að bæta nýtingu áburðarefna og með því lágmarka notkun á tilbúnum áburði
Áburðarmjöl
Áburðarmjöl til uppgræðslu lands og jarðræktar
Nýting á búfjáráburði dregur úr þörf á annarri áburðargjöf
Áburður
Hágæða einkorna YARA áburður á hagstæðu verði
HRINGRÁS ÁBURÐAREFNA
Stefnt er að kolefnishlutleysi Íslands fyrir árið 2040. Mikilvægur hluti þess er aukin nýting á lífrænum áburðarefnum eins og öllum búfjáráburði og áburðarmjöli. Stefna í átt að hringrásarhagkerfi sem fellur að markmiði stjórnvalda að sjálfbærri auðlindanýtingu og lágmörkun urðunar.
Lífrænn áburður er yfirleitt lágur í köfnunarefni (N) og því þörf á auknu köfnunarefni sem ekki er til staðar innanlands og kemur því í formi innflutts áburðar. Með aukinni kölkun jarðvegs má draga úr þörf fyrir fosfór (P) þar sem hann er ekki eins bundinn í jarðvegi og nýtist því betur. Kölkun er því afar mikilvæg. Mykja og sauðatað er að mestu nýtt en hægt að auka nýtingu á áburðarmjöli, hrossataði, kjúklingaskít og svínaskít. Á komandi árum er mikilvægt að nýta betur til áburðargjafar lífræn efni sem falla til hér á landi til að draga úr neikvæðum loftlagsáhrifum, mengun og þörf fyrir innflutningi áburðar og fóðurs.
SS var stofnað árið 1907 og er samvinnufélag búvöruframleiðanda. Við viljum leggja okkar af mörkum til að stuðla að hagkvæmri og umhverfisvænni búvöruframleiðslu í samvinnu við bændur, neytendum til hagsbóta. Í samvinnu við bændur viljum við leggja áherslu á að:
• Veita bændum áreiðanlegar og fræðandi upplýsingar um jarðrækt.
• Nýta heysýni, jarðvegsýni og skítasýni og túlka niðurstöður á skýran hátt.
• Selja bændum hágæða einkorna YARA áburð á eins hagstæðu verði og mögulegt er.
• Selja bændum Dolomit Mg-kalk frá Franzefoss til að hækka sýrustig jarðvegs til að bæta nýtingu áburðarefna og með því lágmarka notkun á tilbúnum áburði.
• Bjóða bændum áburðarmjöl til uppgræðslu lands og jarðræktar.
• Hvetja bændur til að nýta búfjáráburð til að draga úr annarri áburðargjöf.
• Vinna áburðaráætlanir á grundvelli góðra gagna.
Kalk
Búfjáráburður
3
Góð jarðrækt er lykillinn að góðum
árangri
Ísak, Sóley, Jökull, Ragnheiður og Logi
Í Skeiða- og Gnúpverjahreppi má finna bæinn Ósabakka þar sem má sjá fjölbreyttan búskap. Það eru þau Ísak Jökulsson, Ragnheiður Jónsdóttir, Jökull Helgason, Sóley Erna Sigurgeirsdóttir og Logi Jökulsson sem reka búið af miklum dugnaði. Aðal búskapurinn á bænum er mjólkurframleiðsla, en auk hennar stunda þau sauðfjárbúskap, nautakjötsframleiðslu og hrossarækt.
Mikilvægi góðrar jarðræktar
Það eru ýmis atriði sem eru mikilvæg að hafa í huga í endurræktun, og bændurnir á Ósabakka slá þar ekki slöku við. Við fengum Ísak til að fræða okkur um búskapinn á Ósabakka, og hann leggur mikla áherslu á góða jarðrækt. „Að plægja nógu djúpt og sá eins snemma og hægt er, er mjög mikilvægt. Það fer reyndar eftir endurræktunarsögu spildunnar. Ef þetta er fyrsta plæging í mörg ár er mikilvægt að plægja alveg 20cm niður til að fletta vel af mottunni. En svo ef spildan hefur verið í endurræktun í einhver ár, er oftast nóg að herfa eða tæta og sá beint í það.“
Það eru mörg atriði sem þarf að huga að, og kölkun er þeim mjög mikilvæg. Kalkið er nauðsynlegt jarðveginum til að viðhalda eða ná upp sýrustigi og hefur það mikil áhrif á uppskeruna, bæði magn og gæði, ef jarðvegurinn er of súr. Ísak hefur notast við ýmsar aðferðir við að kalka túnin hjá sér, en á Ósabakka hefur verið notað Dolomit kalk, skeljasand og einnig áburðarmjöl (kjötmjöl), en áburðarmjölið inniheldur um 8% af
„Þetta er gæðaáburður og laus
við allt vesen.”
Dolomit kalki. „Við notum talsvert af kjötmjöli, þá um 1 tonn/ha um haustið fyrir túnin og svo um 1,5-2 tonn/ha á vorin.“
Bændurnir nota búfjáráburð og setja einnig haugmeltu í haughúsið hjá sér. Haugmeltan spilar mikinn þátt í að binda niður köfnunarefnið í skítnum og gerir skítinn einsleitari. „Við notum einnig haugmeltuna frá SS í hvert skipti sem haughúsin eru tæmd. Við dreifum enn á haustin, en stefnum á að fá haugtank einn góðan veðurdag til að geta dreift öllu á vorin og milli slátta. Eins og er notum við slöngudreifingarbúnað á haugsugu frá búnaðarfélaginu okkar.“
4
Ósabakki
Hvers vegna Yara áburður?
Bændurnir á Ósabakka hafa lengi notast við
Yara áburð með mjög góðum árangri. „Þetta er gæðaáburður og laus við allt vesen. Okkur finnst líka þjónustan góð hjá SS. Við gerum ákveðnar kröfur til áburðarins eins og t.d. jöfn gæði, góð dreifing og lipurð í þjónustu frá áburðarsala.“ Ísak hefur ekki enn prófað blaðáburðinn frá
Yara en er mjög áhugasamur um að prófa hann í framtíðinni.
Framtíðarsýnin á Ósabakka
Ísak hefur lagt aukna áherslu á kálfauppeldið upp á síðkastið og hefur honum fundist það skila miklum árangri. Hann hyggst halda því áfram ásamt því að leggja meiri áherslu á aukna framleiðslu á hvern grip og bæta við kjötframleiðsluna. Honum dreymir einnig um nýja fjósbyggingu, en sá draumur fær að bíða betri tíma. Til framtíðar horfir Ísak einnig til þess að planta skjólbeltum í kringum öll tún og auka ræktun á korni.
,,Við gerum ákveðnar kröfur til áburðarins eins og t.d. jöfn gæði, góð dreifing og lipurð í þjónustu frá áburðarsala.“
Fjöldi gripa
• 50 mjólkurkýr
• 300 sauðfé
• 20-30 hross
Ræktað land
• 130 ha túnrækt
Reynslugóð yrki
• Smyrill
• Vallarfox
• Fjölært rýgresi
5
Niðurstöður heysýna 2023
Mikilvægt er að taka heysýni til að þekkja gæði og efnainnihald gróffóðurs. Á þeim grunni má gera markvissari fóður- og áburðaráætlanir.
Kuldi og bleyta í upphafi árs 2023 seinkaði áburðardreifingu og jarðvinnslu. Spretta fór hægt af stað og víða var fyrsti sláttur sleginn seinna en vanalega, miðað við þroskastig grasanna, til að tryggja æskilegt gróffóðurmagn.
Meðal orkuinnihald í fyrri slætti var 0,85 FEm/ kg þe. sem er í samræmi við gildi fyrri ára, en nokkuð lægra sé litið til meðaltala síðustu ára.
Meðal prótein innihald í fyrri slætti var 141,7 g/ kg þe. Það er sambærilegt og var árið 2022. Meltanleiki fóðurs í fyrri slætti er minni árið 2023 en það var 2022. Almennt má segja að gæði gróffóðurs séu bærileg en ljóst að í mörgum tilvikum eru veruleg sóknarfæri í að bæta gæði gróffóðurs og draga úr notkun á aðkeyptu kjarnfóðri.
Hlutverk brennisteins (S)
Brennisteinn er mikilvægur fyrir myndun próteina og lífrænna efnasambanda í öllum lífverum. Hjá plöntum tengist hann ljóstillífun og ýmsum mikilvægum efnaferlum.
Skortur á brennistein dregur verulega úr uppskeru og kemur fyrst fram á yngri blöðum sem verða ljósgræn og gulleit. Við mikinn skort visna öll blöð og grösin verða lin. Skortur á brennistein getur aukið kalhættu.
Mynd 1: Viðmið fyrir brennistein (S) er 2 – 4 g/kg þ.e. Brotna línan sýnir neðri og efri mörk, x-ásinn er þurrefnisprósenta. Bláu punktarnir eru öll heysýni úr fyrri slætti. Rauðu punktarnir eru keppendur í gróffóðurkeppni Yara 2023.
6
Hlutverk kalí (K)
Kalí stjórnar vökvajafnvægi fruma og hefur áhrif á sýrustigs blóðs. Hjá plöntum er kalí lífsnauðsynlegt fyrir ljóstillífun, próteinmyndun, flutning og geymslu á kolvetnum.
• Skortsteinkenni koma einkum fram í því að grös verða lin og mishá.
• Sykurmagn jurta eykst með auknu aðgengi að kalí sem veldur auknu frostþoli.
• Ofgnótt af kalí getur hindrað upptöku á magnesíum sem getur leitt til skorts í búfé og valdið graskrampa.
Eins og undanfarin ár er meðaltal steinefna við neðri viðmiðunarmörk. Þetta er eitthvað sem vert er að skoða vel. Sérstaklega þar sem bændur hafa sparað verulega við sig í áburðarkaupum síðustu ár. Það er mikilvægt að reyna eins og hægt er að stilla af fóðrun til að skapa jafnvægi í steinefna þörf, en ekki síður huga að því hvernig er hægt með markvissri áburðargjöf að auka steinefna-hlutfall í heyjum.
Mynd 2: Viðmið fyrir kalí (K) er 18 – 28 g/kg þ.e.
Brotna línan sýnir neðri og efri mörk, x-ásinn er þurrefnisprósenta. Bláu punktarnir eru öll heysýni úr fyrri slætti. Rauðu punktarnir eru keppendur í gróffóðurkeppni Yara 2023.
7
Hjarðarfell
Gunnar Guðbjartsson og Sigurbjörg Ottesen
1. Sunnanverðu Snæfellsnesi.
2. Jörðin er um 3700 ha, mest fjallendi. Ræktað land heimavið losar 100 hektara, svo eru afbæjar slægjur á bilinu 23 - 60 hektar eftir atvikum.
3. Blandað bú en aðallega mjólkurframleiðsla.
4. Að keppnispildan spretti ekki úr sér á meðan bændurnir fara á fótboltamót í Vestmannaeyjum. Fyrir utan að vera heppinn með veður, sem er bæði stærsti áhrifaþátturinn og sá eini sem við getum ekki haft áhrif á.
5. Minnir að það sé SS-Alhliða með viðbættum smára, bæði rauðum og hvítum.
6. Já, með skeljasandi. 10 tonn/ha síðustu tvö vor.
7. Þau verða eitthvað að bíða, mestur tími fer í búskap, vinnu utan bús og bleyjuskipti. Svo tökum við virkan þátt í félagsstörfum bænda.
Gróffóðurkeppni Yara
- Kynning á keppendum
8
2023
Lukas Haunstrup Jokumsen Voðmúlastaðir
1. Voðmúlastaðir, 861 Hvolsvöllur.
2. 180 ha land og þar af 120 ha af ræktuðu landi.
3. Kýr og nautgripir.
4. Ég held að stærsta vandamálið sem við höfum þurft að takast á við var það mikla magn af grasi sem fórst hjá okkur í mars. Það var byrjað að vaxa hjá okkur í enda febrúar en í byrjun mars fengum við -14°C sem kostaði okkur mikið af grasinu sem tapaðist í kuli.
5. Hefðbundið gras eins og Vallarfoxgras, Hávingull og svo framvegis, veit ekki nákvæmlega blönduna, en við erum einnig að bæta smára við í ár og reyna að bæta upp fyrir það sem fórst í mars.
6. Nei.
7. Bara kýr og Formúla 1.
Spurningalistinn
1. Hvar er bærinn?
2. Stærð jarðar og þar af ræktað land?
3. Gerð bús?
4. Hvað telur þú vera stærstu áskorunina í keppninni?
5. Hvert er sáðgresi keppnisspildunnar?
6. Hefur keppnisspildan verið kölkuð? Ef svo er þá með hvaða kalkgjafa og hve mikið?
7. Áhugamál?
9
Hjartarstaðir
Halldór Sigurðsson og Ágústína S. Konráðsdóttir
1. Hjartarstaðir, 701 Egilsstaðir.
2. Jörðin eru um 5000 ha, ræktað land um 120 ha.
3. Blandað bú. Mjólkurframleiðsla, nautaeldi og sauðfé.
4. Stærsta áskorunin í keppninni er líklega veðurfarið.
5. 80% Vallarfoxgras og 20% Vallarsveifgras.
6. Nei.
7. Skógrækt og ferðalög.
Gróffóðurkeppni Yara 2023 - Kynning á keppendum
10
1. Í Skeiðháholt 1, Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
2. Ca. 300 ha þar af 200 ræktaðir.
3. Blandað bú u.þ.b. 300 nautgripir þar af 70 mjólkurkýr og 15 holdakýr, 50 kindur og 50 hross.
4. Veðurfar.
5. SS rækt.
6. Stendur til að kalka í vor eða milli slátta með Dolomit kalki 3 tonn á ha.
7. Búfjárrækt er virkasta áhugamálið. Storytell og Rás 1 er helsta afþreyingin í dráttarvélinni.
Spurningalistinn
1. Hvar er bærinn?
2. Stærð jarðar og þar af ræktað land?
3. Gerð bús?
4. Hvað telur þú vera stærstu áskorunina í keppninni?
5. Hvert er sáðgresi keppnisspildunnar?
6. Hefur keppnisspildan verið kölkuð? Ef svo er þá með hvaða kalkgjafa og hve mikið?
7. Áhugamál?
11
Jón Vilmundarson og Guðrún Helga Þórisdóttir Skeiðháholt
Kúskerpi
Kúskerpi ehf.
1. Blönduhlíð í Skagafirði.
2. Kúskerpi ehf. á jarðirnar Kúskerpi, Úlfsstaði, og Sólheima. Saman eru þær 1124 hektarar og ræktað land á þeim jörðum ásamt leigulandi er í kringum 150 hektarar.
3. Mjólkur- og kjötframleiðsla.
4. Að muna að rúlla einn hektara á keppnisspildunni því restin fer í stæðu.
5. Vallarfoxgras Snorri - 35 - 10,0 kg, Vallarfoxgras Rakel - 20 - 6,0 kg, Rauðsmári Yngve - 103,0 kg, Hvítsmári Undrom - 10 - 3,0 kg, Vallrrýgresi Grasslands NUI - 5 - 1,0 kg.
6. Já, 2 tonn á hektara af Dolomit kalki frá SS.
7. Stæðuverkun og almennt glens og gaman.
Gróffóðurkeppni Yara 2023 - Kynning á keppendum
12
1. Í Víðidal, Vestur Húnavatnssýslu.
2. Jörðin er um 230 ha, þar af 65 ha í rækt og fer ört fjölgandi.
3. Mjólkurframleiðsla, fé og merar í mýflugumynd.
4. það sem við getum ekki stjórnað. eins og veðrið. Vætutíð og vindar í vor töfðu dreifingu á tilbúnum áburði og nú krossum við fingur fyrir góðri tíð við hirðingu.
5. Smáratún - SLÆGJA frá Líflandi, sem telur Vallarfoxgras Snorri - 35 - 8,0 kg og Rakel - 205,0 kg, Hávingul Revanch - 20 - 5,0 kg, Rauðsmára Yngve - 10 - 2,0 kg, Hvítsmára Undrom - 10 - 2,0 kg og Vallarrýgresi Grasslands NUI - 5 -1,0 kg.
6. Nei, ekki ennþá.
7. Blessunarlega er búskapurinn áhugamál útaf fyrir sig hjá okkur. Eitthvað týnist til annað sem þó er illa sinnt þessi árin, s.s. skotveiði hjá Hartmanni, en allar lausar stundir fara í samveru með strákunum okkar tveim, 1 árs og 4 ára.
Spurningalistinn
1. Hvar er bærinn?
2. Stærð jarðar og þar af ræktað land?
3. Gerð bús?
4. Hvað telur þú vera stærstu áskorunina í keppninni?
5. Hvert er sáðgresi keppnisspildunnar?
6. Hefur keppnisspildan verið kölkuð? Ef svo er þá með hvaða kalkgjafa og hve mikið?
7. Áhugamál?
13
Sólbakki
Hartmann Bragi Stefánsson og Ólöf Rún Skúladóttir
Niðurstöður gróffóðurkeppni Yara 2023
Það eru komin 7 ár síðan gróffóðurkeppni Yara var haldin í fyrsta sinn. Með því að halda þessa keppni vill Yara undirstrika mikilvægi gróffóðuröflunar í búrekstri. Gott skipulag jarðræktar sem byggir á nákvæmu skýrsluhaldi er lykill að góðum árangri.
Hvað höfum við lært af gróffóðurkeppni Yara þetta árið?
• Mikill breytileiki er í efnainnhaldi gróffóðurs og búfjáráburðar - Mikilvægt er að taka sýni á hverjum bæ og vinna með rauntölur, ekki treysta bara á leiðbeinandi gildi.
• Sýrustig í túnum er almennt of lágt – Hægt er að gera mikið betur í fóðuröflun með því að hækka sýrustig í jarðvegi.
• Fóðurgæði eru samspil þess að vanda til verka við alla ræktunina og þess að velja réttan sláttutíma með tilliti til fóðurmagns og gæða. Veður er óvissuþáttur sem hefur áhrif á heildar niðurstöðu, oft án þess að við það verði ráðið.
Mynd 1: Uppskera, kg/ha. Áburðarkostnaður, kr/kg þe. Grænt sýnir uppskerumagn úr 1. slætti, appelsínugult úr 2. slætti og blátt úr 3. slætti. Gulu hringirnir sýna áburðarkostnað, kr/kg þe.
14
7.000 8.000 9.000 10.000 6.000 5.000 4.000 3.000 2.000 0 Hjarðarfell Hjartarstaðir Sólbakki Voðmúlastaðir Kúskerpi Skeiðháholt 15,4 11,8 10,7 17,1 18,3 11,5 5.765 9.365 3.359 6.619 6.226 6.007 20 16 12 8 4 Uppskera, kg þe/ha Áburðarkostnaður, kr/kg þe. 1. sláttur 2. sláttur
kg þe/ha
3. sláttur Áburður, kr/kg þe Uppskera,
Sigurvegari Gróffóðurkeppni Yara 2023 eru bændurnir á Sólbakka í Vestur-Húnavatnssýslu. Lykillinn að þeirra árangri er gífurlega mikil uppskera sem fékkst í þremur sláttum. En ekki síður frábær gróffóðurgæði. Greinilegt er að góð nýting næst á búfjáráburði og tilbúnum áburði, þar sem uppskera er mikil miðað við áburðarnotkun.
Heildar uppskera var 9.365 kg þe/ha. Meðaltal allra keppenda var 6.224 kg þe/ha. Þessi niðurstaða er gott dæmi um þann árangur sem hægt er að ná ef vandað er til verka.
Mynd 2: Stig fyrir gæði og uppskeru gróffóðurs. Sýrustig jarðvegs pH. Gefin eru að hámarki 22 stig fyrir gæði gróffóðurs í hverjum slætti. Fyrir uppskeru eru gefin 11 stig fyrir hvern slátt en til þess að fá stig þarf að ná >3.500 kg/þe ha í fyrri slætti en >2.500 kg þe/ha í seinni slætti. Gulu hringirnir sýna sýrustig jarðvegs, pH.
Heildarstig
Sýrustig jarðvegs
15
60 70 50 40 30 20 10 0 Hjarðarfell Hjartarstaðir Sólbakki Voðmúlastaðir Kúskerpi Skeiðháholt Fóðurmagn Gæði 5,3 5,5 5,9 5,6 5,6 5,3 27 69 47 34 36 43 6 7 5 4 3 2 1 0 Heildarstig Sýrustig
jarðvegs, pH
Sigurvegarar Gróffóðurkeppninnar
- Við völdum Yara vegna gæða
Sólbakki
Hartmann Bragi Stefánsson og Ólöf Rún Skúladóttir
Að venju sló enginn slöku við í gróffóðurkeppni Yara og var keppnin gríðarlega spennandi. Í ár voru það bændurnir á Sólbakka sem höfðu sigur úr býtum. Við þökkum öllum kærlega fyrir þátttökuna og óskum þeim til hamingju með glæsilegan árangur.
Lykill að sigrinum
Við Dalsá í Víðidal, mitt á milli Hvammstanga og Blönduóss, má finna Sólbakka; kúabú sem rekið er af Hartmanni Braga Stefánssyni og Ólöfu Rún Skúladóttur ásamt tveimur börnum þeirra. Alls er um 100 nautgripir á Sólbakka, um 55-65 mjólkurkýr og nokkrar folaldsmerar.
,,Við erum nýlega búin að losa okkur við síðustu kindurnar, eigum nokkur folöld en við stundum eingöngu kúabúskap. Nautkálfana reynum við að selja sem fyrst” Hartmann og Ólöf taka á hverju ári hluta túnanna til endurræktunar og nota orðið smárablöndur mikið við endurræktun.
,,Við notumst við smárablöndur með Snorra sem uppistöðu í Vallarfoxgrasinu. Erum aðeins að prófa okkur áfram með fjölbreyttar blöndur. Smárinn hefur verið að reynast vel í sumum stykkjum hjá okkur en öðrum ekki. Erum bara að prófa okkur áfram smátt og smátt til að sjá hvaða stofnar henta við okkar aðstæður”.
Á Sólbakka er notast við Yara áburð með
„Svo er smá sérviska alltaf mikilvæg”
góðum árangri og er lögð mikil áhersla á að gera ítarlega áburðarætlun. Lykill að árangri er að skrá allt samviskusamlega niður og stuðla að hámarks nýtingu búfjáráburðar.
,,Við völdum Yara, fyrst og fremst, vegna gæða. En síðan er verðið líka samkeppnishæft við fjölkorna áburðinn. Við viljum að áburðurinn sé í lagi þegar pokinn er opnaður. Það er gott að vinna með Yara áburðinn, hann er nánast laus við ryk og köggla. Síðan er hann auðvitað einkorna. Ryk og kögglar eru merki um léleg gæði sem skilar sér í miklum breytileika í dreifingu með tilheyrandi uppskerutapi. Áburðurinn er stór og mikilvægur kostnaðarliður. Við viljum 100% gæði og teljum að það skili sér áfram í búskapnum.”
Þau leggja mikinn metnað í gróffóðuröflunina og segja að það skipti höfuðmáli að vanda til verka þegar kemur að heyskapnum.
16
„Það eru svo margar leiðir til að gera mistök í gróffóðuröflun. Mikilvægt að velja réttan sláttutíma í takt við gæði og magn uppskeru sem sóst er eftir. Við stjórnum ekki veðrinu og þurfum því að vera glögg og lesa rétt í veðurspánna. Síðan þarf að tryggja að þau tæki sem unnið er með séu í góðu lagi og notuð rétt. Svo er smá sérviska alltaf mikilvæg“.
Mikilvægi kölkunar
Hartmann og Ólöf telja að jarðvegurinn hafi afgerandi áhrif á árangur í gróffóðuröflun. Huga þarf að frjósemi túna með sama hætti og að byggja þarf fjós yfir mjólkurkýrnar. Þau telja mikilvægt að huga vel að framræslu og ekki síður kölkun, sem skiptir gífurlega miklu máli varðandi nýtingu áburðarins og stuðli að langtíma frjósemi.
„Við erum að fylgjast með sýrustigi í jarðveginum og notum okkur þær niðurstöður til að gera kölkunaráætlun. Það stendur til að taka nokkrar spildur og kalka þær vel á komandi vori. Enda er hér mýrlendi og sýrustig gjarnan lágt. Við höfum verið að nota Dolomit kalk, sett það á gróið tún en líka beint í flög. Við erum í átaki
til þess að hækka sýrustig. Við einfaldlega lítum á það sem skynsama fjárfestingu. Við tökum líka heysýni og erum að nota þau til að sjá almennilega hvað við erum með í höndunum. Enda skilar kölkunin sér í bættum gróffóðurgæðum, það er okkar reynsla.”
Bændurnir á Sólbakka hafa mikla trú á árangri þess að kynbæta íslenskar nytjaplöntur og telja að það þurfi að rækta þolna og uppskerumikla stofna af túngrösum sem henta íslenskum aðstæðum. Þá sjá þau líka spennandi tækifæri í kynbótum á byggi og telja mikla möguleika fyrir íslenska matvælarækt felast í fjölbreyttari jarðrækt.
Við óskum þeim innilega til hamingju með sigurinn og það verður gaman að fylgjast með þeim í framtíðinni.
17
Góð búráð frá Yara
Hvað geta bændur gert til að lækka áburðarkostnaðinn?
Áburðaráætlun
Til að gera nákvæma áburðaráætlun þá þurfa að vera til gögn sem hægt er að styðjast við:
• Heysýni, jarðvegssýni og skítasýni
• Hvað var borið á í fyrra og hverju skilaði það?
Áburðardreifing
Lykillinn að góðri uppskeru
• Góð og nákvæm dreifing
• Fá verktaka til að dreifa með tölvustýrðum áburðardreifara
• Dreifa áburði á réttum tíma til að fullnýta vaxtartíma plöntunnar
Kölkun Ca
Bætir nýtingu áburðarins og eykur aðgengi plantna að næringarefnum í jarðvegi
• Mikilvægt að sýrustig í jarðvegi sé á bilinu pH 6,0-6,5
• Bætir jarðvegslíf sem leiðir til betri loftunar og eykur niðurbrot lífrænna efna í jarðvegi
• Eykur endingu sáðgresis sem stuðlar að aukinni uppskeru og lystugra fóðri
12
Búfjáráburður
Bætt nýting skilar árangri
• Mikilvægt að nýta hann sem best, dreifa á kjörtíma - best á vorin
• Haugsuga með slöngubúnaði - minna tap köfnunarefnis
• Haugmelta - eykur verðmæti mykjunnar
Yara áburður
• Einkorna
Áburður sem hægt er að treysta
• Góð kornastærð
• Herslan í áburðarkorninu leiðir til minna ryks
• Laus við köggla
Kostnaður
Mikilvægt er að hver FEm kosti sem minnst, því er mikilvægt að leggja áherslu á:
• Ræktun - Mikil uppskera lækkar kostnað á hverja FEm
• Uppskera - Framleiða eins margar FEm og mögulegt er í hverri rúllu
• Fóðrun - Þekkja næringargildi gróffóðursins svo það nýtist sem best til fóðrunar
13
Sölumenn og verslanir okkar um land allt
Elías Hartmann Hreinsson
Deildarstjóri
S: 575 6005 / 898 0824 elias@ss.is
Alexander Áki Felixson
Sölustjóri
S: 575 6029 / 693 2139 alexander@ss.is
Sigrún Jóhannsdóttir
Sölufulltrúi
Suðurland
S: 575 6032 / 865 9270 sigrunj@ss.is
Jómundur Hjörleifsson
Borgarfjörður, Mýrarsýsla S: 893 3109 joi@yara.is
Hafliði Viðar Ólafsson Reykhólahreppur og Dalabyggð að Búðardal S: 434 7799 / 892 5022 vidar@yara.is
Pétur Daníelsson Húnavatnssýslur og Strandir S: 891 8626 petur@yara.is
Elín Sigurvinsdóttir
Sölufulltrúi
Kjalarnesþing, Snæfellsnes S: 847 8711 elins@ss.is
Unnsteinn K. Hermannsson
Dalabyggð frá Búðardal S: 864 1416 unnsteinnh@yara.is
Jenný Gunnarsdóttir
Fulltrúi á skrifstofu S: 575 6022 jenny@ss.is
Halldóra Ágústa Halldórsdóttir
Bændabókhald / innheimta S: 575 6083 dora@ss.is
Suðurlands yara@yara.is - www.yara.is
Sölumenn
Ingólfur Helgason Skagafjörður S: 897 3228 ingolfur@yara.is
Jón Steinar Elísson
Hérað, Firðir og Breiðdalur S: 864 9301 jon@yara.is
Unnsteinn Snorri Snorrason
Ráðgjafi S: 899 4043 unnsteinns@yara.is
Heiðar Bergur Jónsson Lagerstjóri/bílstjóri S: 699 1500 heidar@ss.is
Eyþór Margeirsson N-Þingeyjarsýsla S: 893 1277 eythor@yara.is
Helgi Þór Helgason Eyjafjörður, S-Þingeyjarsýsla S: 863 1650 helgih@yara.is
Hákon G. Bjarnason A-Skaftafellssýsla, Djúpavogshreppur S: 857 4920 hakon@yara.is
Marvin Einarsson
Suðurland, frá Markarfljóti að Lómagnúpi S: 846 5350 marvin@yara.is
Guðjón Gunnarsson
Vörustjóri í Þorlákshöfn S: 860 9847 gudjong@ss.is
Jónína Rakel Gísladóttir Verslunarstjóri á Hvolsvelli S: 575 6099 rakel@ss.is
Lilja Hreggviðsdóttir Verslunarstjóri á Fosshálsi S: 575 6071 bufoss@ss.is
Verslun Fosshálsi 1, 110 Reykjavík | 575 6071 | Opnunartími: kl. 10:30-18
Verslun Kalk afgreiðsla Verslun og skrifstofa Verslun Sláturfélag
Verslun Ormsvelli 4, 860 Hvolsvelli | 575 6099 | Opnunartími: kl. 9-17