Bíó Paradís dagskrárblað maí júní 2011

Page 6

BLS 6 / NÝJAR MYNDIR / MAÍ - JÚNÍ 2011

The Myth of the American Sleepover er velheppnuð frumraun ungs leikstjóra, David Robert Mitchell, sem fengið hefur afar fínar viðtökur beggja vegna Atlantshafs. Í SAMVINNU VIÐ

THE MYTH OF THE AMERICAN SLEEPOVER SÍÐUSTU DAGAR SUMARS

____________________________________________________________________ TEGUND OG ÁR: LEIKIN MYND, 2010 / LENGD: 97 MÍN. / LAND: BANDARÍKIN / TEXTI: ÍSLENSKUR / LEIKSTJÓRI: DAVID ROBERT MITCHELL / AÐALHLUTVERK: JADE RAMSEY, NIKITA RAMSEY, AMY SEIMETZ.

____________________________________________________________________ Fjögur ungmenni flakka um úthverfi Detroit í leit að ást og ævintýrum, síðustu helgi sumarsins, áður en skólinn hefst að nýju. Þessi frumraun leikstjórans David Robert Mitchell er munúðarfull og fersk útlegging á þekktu stefi; unglingsárunum og hinni eilífu leit að sjálfsmynd. Góð blanda af húmor, trega og hæfilegri angist með ungum og alls óreyndum leikurum sem leikstjórinn fann á heimaslóðum sínum í Detroit og nágrenni. Myndin hlaut sérstök dómnefndarverðlaun fyrir leik á SXSW (South By Southwest) kvikmyndahátíðinni í fyrra og tók einnig þátt í Critics Week í Cannes.

SÝND FRÁ 3. JÚNÍ

Sýningatímar dagsins og vikunnar á forsíðu bioparadis.is


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.