Bíó Paradís dagskrárblað maí júní 2011

Page 5

MAÍ - JÚNÍ 2011 / NÝJAR MYNDIR / BLS 5

Incendies er áhrifamikið drama um kanadíska tvíbura sem gera óvæntar uppgötvanir um nýlátna móður sína, fjölskylduna og upppruna sinn í mið-Austurlöndum.

INCENDIES ELDUR

____________________________________________________________________ TEGUND OG ÁR: LEIKIN MYND, 2010 / LENGD: 130 MÍN. / LAND: KANDA, FRAKKLAND / TEXTI: ENSKUR / LEIKSTJÓRI: DENIS VILLENEUVE / AÐALHLUTVERK: LUBNA AZABAL, MÉLISSA DÉSORMEAUX-POULIN, MAXIM GAUDETTE.

____________________________________________________________________ Þessi áhrifamikla mynd fjallar um ferð tvíbura til Mið-austurlanda þar sem þau reyna að varpa hulunni af dularfullri fortíð móður sinnar sem er nýlátin. Í upphafi vita þau aðeins að faðir þeirra er ekki látinn eins og þau töldu og að auki eiga þau bróður sem þau höfðu enga hugmynd um. Myndin var tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta erlenda myndin auk þess sem hún sópaði til sín verðlaunum á The Genie Awards (kanadísku kvikmyndaverðlaununum) og fékk m.a. verðlaun fyrir bestu mynd, besta leikstjóra, bestu leikkonu, besta handrit, bestu kvikmyndatöku og bestu klippingu. Myndin er með 9,3 af 10 mögulegum í einkunn á vefsíðunni RottenTomatoes.com, sem er með því allra hæsta sem sést á þeim bænum.

SÝND FRÁ 27. MAÍ

Sýningatímar dagsins og vikunnar á forsíðu bioparadis.is


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.