


Vissir þú að saga GOSH COPENHAGEN byrjar ekki á snyrtivörum? Árið 1945 stofnaði E. Tjellsen fyrirtækið og gekk það undir nafni hans um árabil á meðan fókusinn var þá allur á lyfjaiðnaði.
Í dag er Bo Tjellesen, sonur stofnandans, bæði eigandi og forstjóri danska fjölskyldufyrirtækisins GOSH COPENHAGEN.
“Okkur þykir mikilvægt að öll vöruþróun og dreifing eigi sér stað í höfuðstöðvum og í verksmiðju okkar í Kaupmannahöfn. Með því tryggjum við að allar vörur endurspegli ímynd okkar og gildi. Markmið okkar er að bjóða viðskiptavinum nútímalegar hágæða vörur - á sanngjörnu verði. ”
Hjá GOSH COPENHAGEN bjóðum við upp á fjölbreytt úrval af vörum úr mismunandi flokkum: förðunarvörur, ilmir, hárvörur, húðvörur og fleira.
Þú finnur GOSH COPENHAGEN í yfir 80 löndum um allan heim í dag en Ísland á sérstakan stað í hjarta GOSH og erum við stærsta GOSH þjóðin miðað við fjölda íbúa.
CEO & Owner
Hjá GOSH erum við meðvituð um aukna eftirspurn eftir mildum og húðvænum snyrtivörum. Þess vegna leggjum við áherslu á að fá sem flestar vörur ofnæmisvottaðar með Allergy Certified vottun.
Ilmur er ekki nauðsynlegur - þess vegna er meira en 80% af vöruúrvalinu okkar án ilmefna.
Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval af vegan valkostum, en yfir 70% af vörunum okkar eru vegan.
GOSH er 100% fjölskyldufyrirtæki, þar sem þriðja kynslóðin tekur einnig þátt í daglegum rekstri fyrirtækisins.
Öll vöruþróun og dreifing fer fram frá höfuðstöðvum okkar í Danmörku, þar sem yfir 70% af vörunum eru framleiddar. Allar vörur eru framleiddar í Evrópu.
PEPTIDE Lip Gloss er varagloss með fallegri speglandi glans-áferð og kemur í tólf mismunandi #trending tónum sem henta hverju tilefni fyrir sig. Formúlan inniheldur blöndu af peptíðum og hýalúrónsýru sem nærir varirnar og veitir raka allan daginn.
Af hverju peptíð?
Í stuttu máli þá eru peptíð góð í varaglossum vegna þess að þau hjálpa til við að auka kollagenframleiðslu, sem gerir varirnar fyllri og rakameiri. Engin klístursáferð, aðeins silkimjúk!
Kveðjum roðann með COVER UP
Colour Corrector!
Flestir grænir hyljarar krefjast þess að þú notir venjulegan hyljara eða farða yfir til að hylja græna tóninn. Ekki þessi! COVER UP byrjar grænn til að leiðrétta roða en þegar þú blandar honum, aðlagast liturinn þínum húðtón.
COVER UP inniheldur virk efni sem jafna húðtón og slétta yfirborðið. Auk þess verndar COVER UP varnarlag húðarinnar sem hjálpar til við að draga úr roða og koma í veg fyrir útbrot.
Grænn hyljari - lágmarkar roða
Náttúruleg en byggjanleg þekja
Virk efni sem róa húðina
Ofnæmisvottaður
Ilmefnalaus
Vegan
Taktu augabrúnirnar á næsta stig með þessari öflugu tvennu! Brow Tint inniheldur fíngerðan tússpenna á öðrum endanum og létt, litað gel í greiðu á hinum. Þegar báðir endarnir eru notaðir saman, veita þeir langvarandi og fullkomlega mótaðar, skarpar og náttúrulegar augabrúnir.
Fíngerði oddurinn hjálpar þér að teikna stök hár, á meðan augabrúnagelið gefur léttan lit í hárin, litar ekki húðina í kring og veitir gott hald án þess að gera hárin stíf. Smágerða greiðan grípur hvert einasta hár.
Verið tilbúin fyrir SOFT GLAM SEASON!
Þessi EYEDENTITY augnskuggapalletta inniheldur níu guðdómlega liti sem óhætt er að segja að henti flestum!
EYEDENTITY augnskuggapallettan er hönnuð til að henta bæði fyrir dag- og kvöldförðun. Pallettan inniheldur níu náttúrulega og mjúka tóna, þar á meðal blöndu af fallegum möttum og sanseruðum sem blandast fullkomlega saman.
Klárlega sönnun þess að það besta kemur stundum í smærri umbúðum.
002 BROWN
Áreynslulaus fegurð hefur aldrei verið jafn auðveld í framkvæmd! CATCHY
EYES Mascara - 002 Brown veitir augnhárunum þínum fallega krullu í einni umferð og náttúrulega brún augnhár sem skapa hlýtt og mjúkt augnaráð.
Einstaki, bogadregni, bananalagaði burstinn nær til minnstu augnháranna og grípur hvert einasta hár.
Brúnir maskarar eru staðalbúnaður fyrir soft-glam förðun! Þeir móta augnhárin á hlýlegan, náttúrulegan hátt og passa vel við náttúrulega nomakeup-makeup förðun sem og sparilegri tilefni.
003 CRAZY BLUE
Brjóttu upp á hversdagsleikann með CATCHY EYES
Mascara - 003 Crazy Blue! Maskarinn gefur augnhárunum þínum fallega krullu, bætir við himinbláum lit og aðskilur augnhárin fullkomlega. Líkt og með CATCHY EYES
maskarana er burstinn bogadreginn, bananalaga og fullkominn að okkar mati! Enda nær hann í hvern einasta krók og kima.
Bjóðum velkomið nýja IT GIRL púðrið - BAKE’ N SET POWDER, sem býr yfir einstaklega léttri og silkikenndri áferð sem blandast óaðfinnanlega inn í húðina og mattar umfram olíu eða glans án þess að endurkasta ljósi.
BAKE N’ SET POWDER kemur í tveimur litum.
Soft Pink: Vinnur gegn þreytumerkjum og lífgar upp á húðina. Tilvalið til að birta undir augum og kinnbeinum fyrir ljósa og millidökka húðtóna.
Soft Yellow: Hentar vel til að hlutleysa bauga og litamisfellur og birta upp millidökka og dökka húðtóna.
Hinn eini sanni Brow Lift er ómissandi í okkar lífi. Einstakt augabrúnagel sem gefur mikið hald og tryggir að augabrúnirnar þínar haldast á sínum stað, allan daginn. Brow Lift lyftir, mótar og fyllir brúnirnar. Formúlan þornar án þess að skilja eftir hvítan glans eða verða stíf.
Í tappanum leynist bursti sem er sérstaklega auðveldur í notkun og hjálpar þér að móta augabrúnirnar með nákvæmni og náttúrulegu útliti. Með mörgum litavalkostum hentar Brow Lift öllum augabrúnartýpum, hvort sem þú vilt skapa mjúkan, náttúrulegan eða áberandi útlit.
Geislaðu með OH MY GLOW Bronzing Drops!
Létt formúla sem inniheldur ljómaperlur sem endurkasta ljósi, bráðna í húðina samstundis og færa þér fallegan sólkysstan ljóma allan ársins hring.
Blandaðu nokkrum dropum í primerinn, rakakremið eða farðann þinn fyrir heilbrigðan ljóma eða notaðu dropana eina og sér fyrir bronzað-lúkk. Inniheldur níasínamíð og beta vulgaris sem styrkja, slétta og jafna húðina. Fallegt á andlit og líkama.
Hvort sem þú ert að leita að kinnalitum, ljóma eða skyggingu, þá finnur þú allt í LEVEL UP línunni okkar. Vörurnar bjóða upp á einstaklega mjúkar, kremaðar formúlur sem blandast fullkomlega við húðina. Þær má nota bæði undir og yfir farða, eða jafnvel einar og sér. BLUSH UP gefur heilbrigðan roða, GLOW UP veitir náttúrulegan ljóma, og SHAPE UP mótar og gefur húðinni hlýju. Innbyggður svampur auðveldar notkun og tryggir fallega, jafna áferð.
Ó við? Við erum bara hér til að FYLLA þig inn í heitasta varatrendið í dag! LIP
FILLER er ómótstæðilegi vara’plömp’glossinn okkar sem veitir fyllingaráhrif samstundis ásamt góðum raka og speglaglansi.
Formúlan er auðguð virkum efnum; InstaPlump™ og Wakapamp sem sjá til þess að fylla út í fínar línur og eykur rúmmál varanna. Ekki hafa áhyggjur af þurrki - LIP FILLER inniheldur blöndu af hýalúrónsýrum sem viðhalda raka og endurnæra varirnar um leið.
Við elskum að skapa vörur innblásnar af TikTok og Instagram og þessi vara er engin undantekning. LIP LINE´N COAT er tvíenda varalitablýantur þar sem það er varalitablýantur á öðrum endanum en vatnsheld og mött hjúpunarformúla á hinum endanum sem tryggir að varalitablýanturinn endist enn lengur.
Með innblæstri frá Hollywood hefur þessi vara fljótt orðið ein af okkar uppáhalds.
Notaðu hana til að skapa fyrirhafnarlausan „ombre“-gljáa með því að bera SOFT´N CLEAR Lip Balm yfir eða skapaðu mattar 90s varir með því að skilgreina varalínuna þína með uppáhalds litnum þínum í safninu.
Það hefur líklega aldrei verið auðveldara að setja á sig augnskugga eins og með fallegu Eyeconic Shadows! Mattar og glitrandi formúlur í einni og sömu vörunni. Þessi tvíenda vara hefur öðrumegin matta, litsterka formúlu og hinum megin glitrandi, sanseraða formúlu.
Hægt er að nota þá saman eða í sitthvoru lagi og það er einstaklega auðvelt að blanda þeim saman. Formúlan er vatnsheld og dregur í sig umfram olíu til að tryggja að augskugginn haldist allan daginn.
PRO GROWTH SERUM Lash & Brow er sérstaklega þróað til að styrkja, þétta og lengja augnhárin og augabrúnirnar þínar.
Virk efni eins og Widelash og SymPeptide® Xlash vinna á
því að styrkja og næra hárin frá rótinni. Formúlan bætir einnig hárvaxtarhringinn og kemur í veg fyrir hárlos á þessum svæðum.
Eins og nafnið gefur til kynna má nota það á augnhár og augabrúnir og með daglegri notkun munt þú sjá mun eftir aðeins 4 vikur. PRO GROWTH SERUM hentar öllum og er sérstaklega ofnæmisprófað.
GOSH Cophenhagen býður einnig upp á fjölbreytt úrval af húðvörum. Þær eiga það sameiginlegt að fylgja gildum merkisins og henta öllum, meira að segja viðkvæmum.
Línan inniheldur t.d. michellar hreinsiklúta sem fjarlægja farða auðveldlega og eru non-comedogenic/acne-safe.
Augnfarðahreinsir sem fjarlægir vatnshelda förðun og styrkir augnhárin um leið, augnkrem sem styrkir þreytt augnsvæði, öflug rakakrem, rakagel eða rakamaskar sem veita húðinni orkuskot. Collagen, C-vítamín og hýalúrónsýrur sem færa húðinni öll sín nauðsynlegu vítamín.
Hélstu að þú værir búin að heyra allt um vöruúrvalið okkar? Ó við erum hvergi hætt, GOSH
Copenhagen býður einnig upp á þrjá mismunandi dömuilmi og
ilmandi deodorant. Mildar og
ávanabindandi nótur á borð við vanillu, jasmín, sandelvið og musk - við hæfi hvers og eins.
Hagkaup, Lyf&Heilsa, Beautybox, Shay Verslun, Beautybar, Apotekarinn, Mandala, Íslandsapótek, Fríhöfn og Heimkaup. ÞÚ
@boxmagasin
@goshcopenhagen