Page 1

FRÉTTABRÉF

BORGARBYGGÐAR 18. tbl. 8. árg. Febrúar 2014

Í ágúst var 100 fundur sveitarstjórnar Borgarbyggðar haldinn í Reykholti. Á fundinum var samþykkt að endurgera styttuna “Hafmeyjan” eftir Guðmund Einarsson frá Miðdal, sem kvenfélagskonur létu reisa í Skallagrímsgarði árið 1952. Stefnt er að því að styttan verði sett upp í sumar.

Háskólar í héraði

Mikið hefur verið rætt og ritað um stöðu og framtíð háskólanna okkar hér í Borgarfirði. Mörgum er í fersku minni barátta sem háð var fyrir sjálfstæði Háskólans á Bifröst haustið 2010 en þá voru uppi hugmyndir um að sameina skólann Háskólanum í Reykjavík. Barátta og samstaða heimamanna og hollvina Háskólans á Bifröst bar góðan árangur. Þar er vel hlúð að grunnnámi og fetaðar nýjar slóðir varðandi námsframboð og starfssemi. Nú er önnur barátta í gangi hjá okkur í Borgarbyggð þar sem hinn háskólinn okkar, Landbúnaðarháskóli Íslands á Hvanneyri er í eldlínunni. Menntamálaráðherra og ráðuneyti hans, í samstarfi við Háskóla Íslands og að því er virðist æðstu stjórn Landbúnaðarháskólans, hafa um nokkra hríð unnið að því að sameina skólann á Hvanneyri Háskóla Íslands. Komust þessi áform í hámæli á seinni hluta ársins 2013. Heimamenn í Borgarfirði hafa mótmælt þessum áformum og mörgum er í fersku minni fjölmennur og kröftugur fundur sem haldinn var í Hjálmakletti í nóvember s.l. Þar héldu heimamenn vel ígrundaðar og rökstuddar ræður og töluðu fyrir sjálfstæðum skóla á Hvanneyri. Mennta-

málaráðherra, nánast einn fundarmanna, talaði í aðra átt og því miður virtist hann lítið vilja hlusta á rök heimamanna. Byggðarráð Borgarbyggðar samþykkti samhljóða á fundi sínum 2. janúar s.l. eftirfarandi tillögu: „Byggðarráð Borgarbyggðar samþykkir að setja á stofn vinnuhóp um framtíð háskólanna í Borgarbyggð. Óskað verður eftir aðild fulltrúa frá Háskólanum á Bifröst, Landbúnaðarháskóla Íslands, Bændasamtökum Íslands og atvinnulífinu, auk þess sem fulltrúar frá sveitarfélaginu verða í hópnum. Verkefni hópsins er að leita allra leiða til að styrkja starfsemi Háskólans á Bifröst og Landbúnaðarháskóla Íslands með það að markmiði að þeir verði áfram sjálfstæðar og öflugar stofnanir sem hér eftir sem hingað til bjóði nemendum sínum upp á góða menntun sem er undirstaða framfara í þjóðfélaginu. Auk þess verði skoðað sérstaklega hvort skólarnir geti styrkt stöðu sína með auknu samstarfi og fetað nýjar brautir í rekstri og skipulagi. Skólarnir hafa verið helsti vaxtarbroddurinn í Borgarbyggð undanfarin ár og starfsemi þeirra er gríðarlega mikilvæg fyrir nærumhverfi sitt. Sterk tenging

þeirra við atvinnulífið gerir að verkum að atvinnulífið á þátttakendur í vinnuhópnum“ . Hópurinn hefur nú haldið nokkra fundi og fengið til liðs við sig sérfræðinga frá KPMG, Dr. Vífil Karlsson og fleiri heimamenn sem hafa verið sveitarstjórnarmönnum til ráðgjafar. Það er mikill samhljómur meðal heimamanna og velunnarra skólans á Hvanneyri, sjálfstæði skólans er gríðarlega mikilvægt, skólans vegna og héraðsins okkar, og því mikilvægt að hlusta á allar raddir. Nú ræðir menntamálaráðherra um að verja auknum fjármunum til Hvanneyrarstaðar ef hann sameinast Háskóla Íslands. Við Borgfirðingar segjum að það sé fagnaðarefni að fjármunir séu til í eflingu skólahalds og stoðþjónustu á Hvanneyri en við viljum að þeim fjármunum sé varið til eflingar á sjálfstæðum Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Annað er sérkennileg byggðarstefna. Baráttan heldur áfram og mikið ríður á að sú mikla samstaða sem um verkefnið er haldi áfram órofa - skólahaldi í héraðinu til heilla ! Björn Bjarki Þorsteinsson formaður byggðarráðs


2 - Fréttabréf Borgarbyggðar - Febrúar 2014

Endurmenntun starfsmanna Undanfarið hefur verið unnið að því að efla endurmenntun starfsmanna Borgarbyggðar til að gefa sem flestum kost á að bæta við sig menntun og þekkingu. Á síðastliðnu ári var gerður samningur við Mannauðssjóð Kjalar, Starfsmenntasjóð og Símenntunarmiðstöð Vesturlands um „Fræðslustjóra að láni“. Í samningnum fólst m.a. að Símenntunarmiðstöð Vesturlands vann þarfagreiningu fyrir fræðslu meðal starfsmanna sveitarfélagsins sem eru í Stéttarfélagi Vesturlands og Kili, en u.þ.b. helmingur starfsmanna sveitarfélagsins eru í þessum félögum. Í kjölfar þarfagreiningar var síðan unnin fræðsluáætlun þar sem gerðar eru tillögur að ýmsum námskeiðum fyrir starfsmenn sveitarfélagsins. Fræðsluáætlun var unnin í samráði við fulltrúa frá ýmsum vinnustöðum Borgarbyggðar. Á vormánuðum verður boðið upp á

námskeið fyrir starfsmenn í samræmi við áherslur í fræðsluáætlun. Frá árinu 2012 hefur Háskólinn á Bifröst boðið upp á námsbraut sem heitir „Sterkari stjórnsýsla“ sem sérstaklega er sniðin fyrir stjórnendur sveitarfélaga. Á þriðja tug stjórnenda og starfsmanna hjá Borgarbyggð hafa lokið námi og á næstu dögum mun stór hópur hefja nám. Í náminu er boðið upp á kennslu í leiðtogafræði

og mannauðsstjórnun, fjármálastjórnun, breytingastjórnun, stjórnsýslurétti og siðfræði. Með samningi sem Borgarbyggð gerði við Háskólann á Bifröst um námið, gefur skólinn ríkulegan afslátt af námskeiðagjöldum og því er kostnaður starfsmanna mun lægri en ella. Þetta nám hefur gagnast afar vel og ljóst að það felast ýmis tækifæri í því varðandi endurmenntun starfsmanna að hafa háskóla í héraði.

Saga Borgarness

Þrír ungir frændur Hallsteins

Þessar vikurnar hafa krakkahópar frá Grunnskólanum í Borgarnesi komið í safnfræðslu í Safnahúsið, þar sem sagt hefur verið frá listvininum Hallsteini Sveinssyni sem gaf Borgnesingum á sínum tíma mikið og merkilegt listaverkasafn sitt. Hallsteinn var fæddur árið 1903 og fjölskylda hans bjó í Eskiholti í Borgarhreppi. Sýning um hann var uppi í húsinu frá því í september s.l. en lauk 28. janúar. Í fræðslufyrirlestri Safnahúss er m.a. fjallað er um uppruna Hallsteins og fjölskyldu, en hann átti 10 systkini. Ennfremur var fjallað um myndlistina á tímum Hallsteins, en hann rammaði inn myndir fyrir marga þekktustu listamenn landsins allt frá því um 1940. Miklir list- og handverkshæfileikar hafa þótt einkenna ætt Hallsteins og var Ásmundur Sveinsson myndhöggvari einn systkinanna. Í einum skólahópnum nýverið hittist svo skemmtilega á að þar voru þrír frændur Hallsteins, allt langafabörn Finns bróður hans sem var fæddur árið 1887 og var mjög listrænn og hagur maður. Hér eru þeir á mynd: Bjartur Daði Einarsson, Jóhann Hlíðar Hannesson og Þorbjörn Ottó Kristjánsson. Bókin sem þeir eru með er rit sem tekið var saman af fjölskyldunni í tengslum við opnun sýningarinnar þar sem sjá má myndir af smíðisgripum eftir Hallstein.

„Eins og kunnugt er hefur Borgarbyggð ráðið Egil Ólafsson sagnfræðing og blaðamann til að skrifa sögu Borgarness. Áætlað er að bókin komi út vorið 2017, en þá verða liðin 150 ár frá því að Borgarnes fékk löggildingu sem verslunarstaður. Ritun sögunnar er nú hafin og hefur Egill vinnuaðstöðu í Safnahúsinu í Borgarnesi nokkra daga vikunnar. Þar er Héraðsskjalasafn Borgarfjarðar einnig til húsa þar sem mikið er til af gögnum og myndum frá Borgarnesi. Starfsmaður þar er Jóhanna Skúladóttir. Þeir sem búa yfir skjölum eða ljósmyndum sem þeir telja að geti gagnast við verkefnið eru beðnir um að hafa samband við Jóhönnu í síma 433 7206 (Safnahús) eða með tölvupósti á netfangið skjalasafn@safnahus.is. Ennfremur er fólki bent á netfang Egils: egill@borgarbyggd og s.: 669 1250 og Facebook síðu verkefnisins: Saga Borgarness. Reiknað er með að ritun sögunnar taki tvö ár og að verkið komi út í tengslum við 150 ára afmæli Borgarness vorið 2017. Egill Ólafsson er alinn upp í Borgarnesi og síðar á Hundastapa á Mýrum. Eftir að hann lauk sagnfræðinámi hefur hann starfað sem blaðamaður og undanfarin 20 ár hefur hann starfað á Morgunblaðinu. “

Fréttabréf Borgarbyggðar Febrúar 2014 Útgefandi: Borgarbyggð Ábm. og ritstjóri: Þórvör Embla Guðmundsdóttir Höfundar efnis: Guðrún Jónsdóttir, Theodóra Þorsteinsdóttir, Steinunn Baldursdóttir, Signý Óskarsdóttir og fleiri Ljósmyndir: Kristín Jónsdóttir (forsíða) Guðrún Jónsdóttir, Ugluklettur, Klettaborg og fleiri Umbrot og hönnun: Guðrún Björk Friðriksdóttir Prentun: Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Upplag: 1.500 eintök


Fréttabréf Borgarbyggðar - Febrúar 2014 - 3

Blómlegt leikstarf í héraði Starf áhugaleikfélaganna í Borgarbyggð er blómlegt nú sem endranær. Leikdeild Ungmennafélags Stafholtstungna sýnir um þessar mundir fjölskylduleikritið „Allt í plati“ eftir Þröst Guðbjartsson sem jafnframt leikstýrir verkinu. Þröstur skrifaði leikritið fyrir leikdeild Umf. Skallagríms árið 1990 og var það sýnt í gamla samkomuhúsinu í Borgarnesi. Verkið byggir á þekktum persónum úr leikritum héðan og þaðan og hefur verið tekið til sýninga hjá ýmsum leikfélögum, skólum og leikdeildum. Þrettán leikarar stíga á svið og sýnt er í félagsheimilinu Þinghamri á Varmalandi. Leikfélag nemendafélags MB frumsýndi föstudaginn 7. febrúar söngleikinn Grease eftir Jim Jacobs og Warren Casey. Bjarni Snæbjörnsson leikstýrir verkinu í menntaskólanum, en hann leikstýrði krökkunum einnig í fyrra þegar þau setti upp Litlu Hryllingsbúðina. Atvinnudansarinn Guðmundur Elías Knudsen, aðstoðar við dansana. Aðalleikarar eru Stefnir Ægir Stefánsson sem leikur Danny og Ingibjörg Jóhanna Kristjánsdóttir sem leikur Sandy. Sýnt er í Hjálmakletti. Leikdeild Ungmennafélagsins Skallagríms æfir söng- og gleðileikinn “Stöngin inn” eftir Guðmund Ólafsson. Leikritið var fyrst flutt í fyrra hjá sameiginlegu leikfélagi Ólafsfjarðar og Siglufjarðar. Sýningin var valin athyglisverðasta leiksýning áhugaleikfélaganna og var í kjölfarið sýnd í Þjóðleikhúsinu. Verkið er byggt á Lýsisströtu eftir Aristofanes þar sem konur fara í kynlífsverkfall til að fá karlana til að hætta styrjaldarátökum og semja um frið. Í Stönginni inn er það hins vegar óhóflegur knattspyrnuáhugi karla sem veldur því að konur fara í kynlífsverkfall. Tónlist sænsku hljómsveitarinnar Abba er notuð og hafa leikarar hlotið söngþjálfun hjá Theodóru Þorsteinsdóttur. Leikstjóri er Rúnar Guðbrandsson og Birna Hafstein stýrir dansatriðum. Frumsýnt verður í Lyngbrekku í mars. Í Logalandi æfir Ungmennafélag Reykdæla nýja revíu, “Ert ‘ekki að dóka (elskan mín)” eftir Bjartmar Hannesson. Leikstjóri er Þröstur Guðbjartsson. Þetta er þriðja verk Bjartmars sem sett er upp í Logalandi. “Ert’ ekki að djóka” fjallar á gamansaman hátt um framfaramál (eða óframfaramál) í ferðaþjónustu Borgfirðinga, forsetahjónin koma við sögu, Núbó lítur inn og ýmis samtímamál sveitarfélagsins eru skoðuð í spéspegli. Um 16 leik- og söngvarar stíga á svið og frumsýnt verður í Logalandi í mars.

Afsláttur af fasteignaskatti Í lögum um tekjustofna sveitarfélaga er heimild til að lækka eða fella niður fasteignaskatt sem tekjulitlum elli- og örorkulífeyrisþegum er gert að greiða. Sveitarfélögum er skylt að setja reglur um hvernig þessu heimildarákvæði er beitt og hefur Borgarbyggð gert það. Í reglum Borgarbyggðar segir að tekjulágir elli- og örorkulífeyrisþegar sem eiga lögheimili í Borgarbyggð eigi rétt á afslætti af fasteignaskatti sem lagður er á það húsnæði sem viðkomandi einstaklingur eða hjón eiga sjálf og búa í. Afslátturinn ræðst af tekjum undanfarandi árs. Afslátturinn er reiknaður til bráðabirgða við álagningu út frá öllum skattskyldum tekjum einstaklings eða hjóna/sambúðarfólks, þ.m.t. eigna- og fjármagnstekjum samkvæmt síðasta skattframtali, en þegar staðfest skattframtal liggur fyrir vegna tekna síðasta árs er afslátturinn endurskoðaður og leiðréttur. Hjá hjónum og sambýlisfólki ræður aldur þess sem fyrr verður 67 ára. Tekjumörk vegna afsláttarins koma fram á bakhlið álagningarseðils fasteignagjalda sem sendur var út í janúar til allra fasteignaeigenda sem verða 67 ára eða eldri á árinu 2014.


4 - Fréttabréf Borgarbyggðar - Febrúar 2014

Dagur tónlistarskólanna - Nótan 2014 Starf Tónlistarskóla Borgarfjarðar er að venju fjölbreytt og líflegt. Nú í febrúar halda tónlistarskólar í landinu Dag tónlistarskólanna hátíðlegan. Hér ætlum við að tengja daginn við Nótutónleikana, en tónlistarskólarnir á Íslandi eru með samstarf er kallast Nótan - uppskeruhátíð tónlistarskólanna. Á tónleikunum sem verða fimmtudaginn 20. febrúar næstkomandi kl. 18:00 í Tónlistarskólanum flytja nemendur á öllum stigum tónlistarnáms verk úr ýmsum áttum. Allir eru velkomnir á tónleikana sem verða fjölbreyttir og kaffihúsastemmning á staðnum. Af þessum tónleikum verða valin nokkur atriði sem koma fram á Nótu-tónleikum Vesturdeildar sem að þessu sinni verða haldnir í Hjálmakletti um miðjan dag, laugardaginn 8. mars nætkomandi. Þar koma fram nemendur tónlistarskóla á Vesturlandi og Vestfjörðum. Þessir tónleikar eru öllum opnir og aðgangur ókeypis. Íbúar Borgarbyggðar

Samspilshópurinn sem tók þátt í Nótutónleikunum á Ísafirði síðasta ár.

eru hvattir til að fjölmenna. Jafnan eru þetta sérlega skemmtilegir tónleikar, nemendur á öllum stigum tónlistarnáms flytja fjölbreytta og fjöruga dagskrá. Lokahátíð Nótunnar verður

síðan haldin í tónlistarhúsinu Hörpu í Reykjavík 23. mars næstkomandi þar sem valin atriði af öllu landinu verða flutt.

Fjárhagsstaða Borgarbyggðar er traust Undanfarin ár hefur fjárhagur Borgarbyggðar verið að styrkjast, en allt frá árinu 2010 hefur niðurstaðan á rekstri sveitarfélagsins verið jákvæð. Flest bendir til þess að rekstur sveitarfélagsins á árinu 2013 skili jákvæðum niðurstöðum og liggur m.a. fyrir að skatttekjur verða umfram áætlanir. Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2014, sem samþykkt var samhljóða af sveitarstjórn nýverið, er áætlað að rekstarniðurstaða verði jákvæð, skuldir haldi áfram að lækka en sköttum og þjónustugjöldum er að mestu haldið óbreyttum. Álagningarprósenta fasteignaskatts og lóðaleigu er óbreytt, sömuleiðis öll gjöld er tengjast félagsþjónustu, grunn-,leik- og tónlistarskólum sem og æskulýðs- og tómstundamálum. Auknu fjármagni verður varið til viðhalds eigna, gatna og gangstétta og áætlað er að verja um 150 milljónum í nýjar framkvæmdir og fjárfestingar. Á sama fundi var samþykkt langtímaáætlun fyrir árin 2015-2017. Jafnvægi verður í rekstri sveitarfélagsins samkvæmt langtímaáætlun og óverulegar breytingar verða á skuldastöðu þrátt fyrir að Borgarbyggð muni verja 400 milljónum til að endurbæta og byggja við húsnæði Grunnskólans í Borgarnesi. Samkvæmt fjárhagsáætlun þá uppfyllir Borgarbyggð fjárhagsleg viðmið sveitarstjórnarlaga um rekstur og skuldsetningu.

Frá Uglukletti

Eftir áramótin höfum við í Uglukletti verið að fjalla um líkamann og starfsemi hans en áhugi barnanna á efninu ræður ferðinni. Við höfum meðal annars kynnt okkur beinagrindina, blóðrásina og meltinguna. Eins og allir vita hefst meltingin í munninum og passaði því mjög vel að fjalla um tennurnar þegar starfsfólkið byrjaði nú um áramótin að bursta tennur barnanna eftir hádegismatinn. Tannburstun er liður í verkefninu Heilsueflandi leikskóli og hefur mælst vel fyrir hjá starfsfólki, börnum og foreldrum. Í tilefni af bóndadeginum buðum við pöbbum, bræðrum, öfum, frændum og vinum að koma til okkar í ,,strákakaffi“. Boðið var upp á morgunverð, hafragraut og slátur. Við höfum hafið Þorrann á þennan hátt síðan 2009 og haft mjög gaman af. Í febrúar verður svo Stelpukaffi í tilefni af Konudeginum og bjóðum við þá mömmum, systrum, ömmum, frænkum og vinkonum okkar í morgunkaffi.


Fréttabréf Borgarbyggðar - Febrúar 2014 - 5

UM HEIMAÞJÓNUSTU

Aðstoð til að geta haldið heimili Stefnt er að því að eldri borgarar geti búið heima og haldið heimili eins lengi og kostur er og þeir sjálfir kjósa og eins að fatlaðir geti átt sitt eigið heimili. Í þessu skyni er margþætt þjónusta í boði af hálfu sveitarfélagsins s.s.: heimilishjálp, innlit, öryggisþjónusta, ferðaþjónusta, heimsending á mat og bæði frekari og félagsleg liðveisla fyrir fatlaða. Markvisst er unnið að uppbyggingu þessarar þjónustu og margt hefur áunnist þó enn sé margur hængur á - einkum er oft á tíðum erfitt að koma við mikilli þjónustu í dreifbýlinu. Engar breytingar urðu á gjaldskrá fyrir heimilishjálp núna um áramótin. Þeir elli- eða örorkulífeyrisþegar sem eru yfir tekjumörkum greiða 560 kr. fyrir hverja klukkustund, aðrir en fyrrgreindir greiða 1.120 kr. Það eina sem hækkaði voru tekjumörk vegna greiðslna fyrir heimilishjálp. Þeir örorku- og ellilífeyrisþegar, sem hafa tekjur undir 233.000 kr. á mánuði - 466.000 kr. fyrir hjón greiða ekki fyrir félagslega heimaþjónustu. Athugið að hér er átt við tekjur fyrir skatt. Sveitarfélagið hefur ekki aðgang að upplýsingum um núverandi tekjur fólks og því byggir það oftlega á gömlum upplýsingum hverjir eru rukkaðir fyrir þjónustuna og hverjir ekki. Notendur eru því hvattir til að skoða tekjur sínar og láta vita ef verið er að rukka þá sem ekki eiga að greiða eða öfugt. Hafið samband við félagsmálastjóra í s: 4337100. Gjöld fyrir matarbakka og ferðaþjónustu eru einnig óbreytt. Matarbakkinn 800 kr. og ferðaþjónustan 330 kr. fyrir hverja ferð, en 270 kr. á afsláttarmiða. Gjald fyrir öryggishnappa og öryggisþjónustu: Borgarbraut 65a: Hjón 4.500 kr. á mánuði. Einstaklingur 3.000 kr. á mánuði. Ánahlíð: 2.500 kr. á íbúð á mánuði. Ef íbúðir eru tómar er einungis rukkað fyrir öryggisþjónustu (vöktun brunavarna og lyftu) 500 kr. í Ánahlíð en 1.000 kr. á Borgarbrautinni. Innlit og liðveisla eru eftir sem áður gjaldfrjáls.


6 - Fréttabréf Borgarbyggðar - Febrúar 2014

Starfsmannahornið:

Hjá Borgarbyggð starfar fjöldi fólks við ýmisleg störf sem þarf að sinna í stóru sveitarfélagi. Starfsmannahornið gefur örlitla innsýn í starfsmannaflóruna.

Anna Stína Kristín Anna Stefánsdóttir, kölluð Anna Stína, er leikskólakennari og deildarstjóri í leikskólanum Klettaborg þar sem hún hefur unnið samfellt síðan árið 1987. Starfið er á Ólátagarði, yngstu deild leikskólans þar sem börnin eru á aldrinum 18 mánaða til 3 ára. Starfið felst aðallega í því að hlúa að almennum þroska barnanna, svo hvert barn fái notið sín og að almenn líðan þeirra sé góð, bæði andlega og líkamlega, þannig að þau fái notið bernsku sinnar. Það skemmtilegasta við starfið er að sjálfsögðu börnin, að vera með þeim gefur Önnu Stínu ótrúlega mikið, þau eru svo opin, hreinskiptin og innileg. Anna Stína er gift Guðjóni Bachmann rafvirkja og á 3 uppkomin börn og eitt barnabarn. Mottóið er: LÍFIÐ ER YNDISLEGT.

Svona lýsir Fanney dæmigerðri dagvakt í íþróttahúsinu: Morgunvakt er frá kl. 7:00 til 14:30 Þegar ég kem til vinnu eru fyrir mætt vaktstjóri sem opnar húsið kl. 6:30 og dagmaður. Um leið og opnað er streyma til okkar fastagestir í sund, þrek og leikfimi. Kl. 7:20 eru moppaðir og skúraðir salir niðri ásamt geymslum. Fyrstu skólabörn dagsins mæta klukkan átta og tökum við á móti þeim og sinnum gæslu í búningsklefa. Við starfsfólkið skiftumst á vöktum í turni eins og við köllum vaktherbergið þar sem allar öryggismyndavélar eru á skjám t.d. fyrir sundlaugar, ganga og þreksal. Við erum klukkutíma í hvert skipti í turninum. Þar fyrir utan erum við með sjónvörp í afgreiðslu og starfsmannaaðstöðu, enda okkar starf fyrst og fremst öryggisgæsla. Skólabörnin ljúka sínum sund- og leikfimitímum kl. 14:20. Strax að því loknu streyma yngstu börnin á fyrstu körfuboltaæfingar dagsins hjá Skallagrími og er vel mætt á þær. Að jafnaði mæta á milli 35 til 40 börn á þessar fyrstu tvær æfingar dagsins. Íþróttamiðstöðin okkar hér í Borgarnesi er vel nýtt frá morgni til kvölds alla daga.

Sissi

Fanney Fanney Kristjánsdóttir er starfsmaður íþróttamiðstöðvarinnar í Borgarnesi. Fanney hefur starfað hjá Borgarbyggð í 16 ár, áður sem stuðningsfulltrúi í Grunnskólanum í Borgarnesi en síðastliðin tvö ár í íþróttamiðstöðinni.

Sigurþór Kristjánsson (Sissi) er starfsmaður félagsmiðstöðvarinnar Óðals í Borgarnesi. Hann hóf störf hjá Borgarbyggð haustið 2004. Starf Sissa er fjölbreytt og skemmtilegt, hann sér um daglegt starf í Óðali, er hægri hönd krakkanna og stjórnar nemendafélagsins í þeirra starfi. Yfir sumartímann er félagsmiðstöðin lokuð en þá sleppir Sissi ekki hendinni af krökkunum sínum því hann stýrir vinnuskólanum. Í Óðali er rekið sumarstarf fyrir börn og eru það bæði vinnuskólakrakkar og fullorðnir sem stýra því. Markmiðið er að þeir sem koma í Óðal og vinnuskólann finni sig vel félagslega og taki virkan þátt í starfinu. Þá sér Sissi að miklu leyti um hljóðkerfismál hjá Borgarbyggð, í Hjálmakletti, íþróttahúsi og kirkju. Sissi hefur gaman að mannamótum og hátíðum og því sér hann um 17. júní hátíðarhöld í Borg-

arnesi og hjálpar til við Brákarhátíð og fleiri skemmtanir. Sissi er trúlofaður Þórdísi Arnardóttur og eiga þau eina dóttur , hana Sif. Áhugamálin eru tónlist, hljóðfæri og upptökuvinna.

Inga Vildís Inga Vildís Bjarnadóttir félagsráðgjafi hefur starfað hjá Borgarbyggð frá því um vorið 2011 þegar hún útskrifaðist úr félagsráðgjafanáminu. Er einnig félagsráðgjafi í Dalabyggð á grunni þjónustusamnings Dalabyggðar og Borgarbyggðar. Starfið er fjölbreytt og gefandi, í því felst m.a, vinna við barnavernd, félagslega ráðgjöf, fjárhagsaðstoð, þjónustu við fólk með fötlun og forvarnir en Vildís er forvarnarfulltrúi Borgarbyggðar. Hún hefur lengi haft mikinn áhuga á málefnum barna og unglinga og telur afar mikilvægt að búa vel að þeim og stuðla að jákværi sjálfsmynd svo þeir verði sterkir og öflugir þjóðfélagsþegnar. Vildís er gift Sveinbirni Eyjólfssyni framkvæmdastjóra nautastöðvar Bændasamtaka Íslands og eiga þau fjórar uppkomnar dætur og fjórar dótturdætur - eiginlega sex, fengu tvær með einum tengdasyninum! Hún er Borgfirðingur í húð og hár, ólst upp í Andakílsárvirkjun, hefur gaman af söng og allkonar tónlist, er hestakerling og hef áhuga á margskonar útivist og hreyfingu. Uppgötvaði til dæmis fyrir nokkrum árum hvað fjallgöngur eru skemmtilegar og hefur gengið töluvert á fjöll síðan. Vildís vill minna á fræðslukvöld fyrir foreldra sem verður 18. febrúar í Hjálmakletti. Þar verða þrjú erindi, um netnotkun barna og unglinga; klám, kynlíf, ofbeldi og tengsl þess við internetið. Þórdís Elva Þorvaldsdóttir sem fjallar um það er einn af höfundum myndarinnar ,,Fáðu já“ sem sýnd var í 10. bekkjum í fyrra. Hún hefur farið í skóla víðsvegar um landið og rætt við unglinga um þessi mál, fór í efstu bekki grunnskólanna í Borgarbyggð og í Menntaskóla Borgarfjarðar í fyrravor. Lögreglan verður svo með fræðslu um áfengis og fíkniefnanotkun unglinga og ábendingar um hvernig má merkja vísbendingar um fíkniefnanotkun.


Fréttabréf Borgarbyggðar - Febrúar 2014 - 7

Grunnskólinn í Borgarnesi

Horft fram á veginn Grunnskólinn í Borgarnesi er samfélag og vinnustaður um það bil 350 einstaklinga sem deila lífi og leik á hverjum skóladegi. En skólanum tengjast mun fleiri einstaklingar ef við teljum saman foreldra og forráðamenn, afa og ömmur og jafnvel enn fleiri. Það er mikilvægt að skólinn bjóði upp á náms- og starfsumhverfi sem fóstrar góða samvinnu allra sem tengjast skólanum ásamt því að efla virka og skapandi hugsun í skólasamfélaginu í heild sinni. Skólinn á að veita nemendum tækifæri til þess að afla sér þekkingar sem er sprottin af þeirra áhuga. Nám og kennsla ætti að vera skipulagt með það að leiðarljósi að nemendur fái það svigrúm og aðhald sem þeir þurfa til að öðlast skilgreinda þekkingu, leikni og hæfni. Það er meðal annars hægt með því að leggja áherslu á lausnamiðað nám sem krefst margþættra námsaðferða. Hægt er að leggja meiri

Breytingar á sorphirðu Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur ákveðið að breyta skipulagi sorphirðu í sveitarfélaginu í samræmi við tillögur starfshóps frá því í mars 2013. Breytingarnar verða í grófum dráttum eftirfarandi: Öll heimili í dreifbýli fá tunnu fyrir almennan úrgang og kar fyrir endurvinnanlegt sorp í júní 2014. Flokkunarstöðvar verða settar upp á sumarhúsasvæðum. Grenndarstöðvarnar verða lagðar niður og mönnuðum móttökustöðvum verður fjölgað í áföngum. Við þessar breytingar verður sorphirða í þéttbýli og dreifbýli með sambærilegum hætti. Í dreifbýli verður þessu til viðbótar haldið áfram að ná í rúlluplast heim að bæjum á hverju ári. Jafnframt verður íbúum reglulega boðið að taka þátt í umhverfisátaki þar sem losna má við timbur og járn eins og verið hefur. Nánari upplýsingar má finna á vef Borgarbyggðar. Þar mun einnig verða birt nýtt sorphirðudagatal áður en sorphirða hefst í dreifbýli. Hafa má samband við Björgu Gunnarsdóttur umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa ef óskað er frekari upplýsinga með því að senda póst á netfangið bjorg@borgarbyggd.is eða hringja í síma 433-7100.

áherslu á skapandi ferli í námi út frá mismunandi þörfum nemenda. Það býr mikill auður í foreldrum sem oft er vannýttur í skólastarfi almennt. Foreldrar eru velkomnir inn í skólastarf barna sinna og leitast verður við að opna skólann betur fyrir aðkomu foreldra. Skóli á að vera vettvangur þar sem nemendur fá andlegan þroska og andlegt þol sem þarf til þess að komast af í daglegu amstri. Það er hægt að kenna atferli og jákvæða hugsun á margan hátt í gegnum þverfaglegt starf. Nemendur þurfa að vita af hverju ákveðin markmið eru sett í námi þeirra og það er líka mikilvægt að þeir fái að móta sín persónulegu markmið í náminu. Skólastarfið ætti að einkennast af andrúmslofti þar sem hver og einn nemandi nær að þróa með sér sinn persónuleika ásamt gagnrýnni og skapandi hugsun allt eins og hentar hverju þroskastigi. Það á að vera gaman að tilheyra samfélagi Grunnskólans í Borgarnesi og á það við um nemendur, foreldra og forráðamenn, kennara og starfsfólk og alla þá sem hafa áhuga á blómstrandi skólastarfi.

Á næstu vikum og mánuðum fer fram mótun framtíðarsýnar fyrir skólann og óhætt að segja að spennandi tímar séu framundan. Allt starfsfólk fær að koma að þeirri stefnumótun ásamt nemendum og foreldrum, en það er mikilvægt að hlusta á allar raddir skólasamfélagsins þegar verið er að þróa og móta náms- og starfsumhverfi skólans. Nú stendur yfir mikil vinna í öllum grunnskólum landsins við innleiðingu nýrrar aðalnámsskrár. Grunnskólinn í Borgarnesi nýtir tækifærið sem felst í því að innleiða ný viðmið í skólanámskrá til þess að skoða skólastarfið í heild sinni. Kennarar eru komnir í vinnu sem leiðir til þróunar kennslustefnu fyrir skólann. Kennslustefnan mun lýsa því hvernig kennsluhætti og námsumhverfi við viljum þróa í skólanum og heildarstefna skólans mun mótast á lengri tíma. Það er mér mikið tilhlökkunarefni að vinna að framtíðarsýn fyrir Grunnskólann í Borgarnesi og ég er bjartýn á að saman munum við efla skólann enn frekar. Signý Óskarsdóttir, skólastjóri Grunnskólans í Borgarnesi


8 - Fréttabréf Borgarbyggðar - Febrúar 2014

Klettaborg - leikskóli fyrir alla Í Klettaborg er fjölbreytileiki mannlífsins metinn að verðleikum. Mörg undanfarin ár hefur sérstök áhersla verið lögð á að koma til móts við þarfir allra barna. Börn eru af ólíku kyni, hafa ólík viðhorf, koma úr ólíkum fjölskyldum, hafa mismunandi getu, þroska, litarhátt, menningu, trúarbrögð, tungumál, áhugamál og hæfileika. Leikskólinn leggur áherslu á að fullt tillit sé tekið til barna sem á einhvern hátt eru með sérþarfir eða tilfinninga- og/eða félagslega erfiðleika. Markmiðið er að öll börn fái viðfangsefni við sitt hæfi, aðlagist barnahópnum og njóti eðlilegra félagslegra tengsla. Í leikskólanum starfar reynslumikið starfsfólk, rúmlega helmingur eru leikskólakennarar og meðalstarfsaldur er samtals um 16 ár. Starfsfólk leikskólans telur mikilvægt að leikskólinn sinni einnig samfélagslegu hlutverki m.a. með því að bjóða alla velkomna til að kynnast leikskólastarfinu af eigin raun. Yfir vetrartímann hafa nemendur af starfsbraut Menntaskóla Borgarfjarðar og starfsfólk Fjöliðjunnar verið hér í leikskólanum hluta úr degi í hverri viku og á sumrin hafa unglingar úr Vinnuskólanum verið í 4-5 vikur. Auk þess hafa 10-12 ára börn dvalið í leikskólanum hluta úr degi í svoköll-

Kátir krakkar í Klettaborg

uðu sumarstarfi sem hefur verið á vegum Borgarbyggðar undanfarin 2 ár. Við teljum alla hagnast á samvinnu sem þessari; leikskólabörnin kynnast fjölbreytileika mannlífsins, eru ánægð með tilbreytingu í daglegu starfi og hafa bæði gagn og gaman af. Unga fólkið fær kynningu á leikskólastarfi sem er gott veganesti fyrir framtíðina, þau læra að taka ábyrgð, hugsa um aðra, vera góð fyrirmynd, leika og hafa gaman. Segja má að þetta sé einskonar starfskynning sem mögu-

Félagsmiðstöðin Óðal

Félagsmiðstöðvarstarf fór vel af stað í Borgarbyggð í haust. Um 160 krakkar í 7. - 10. bekkjum grunnskóla Borgarbyggðar geta nætt í Óðal og á viðburði tengda félagsmiðstöðinni. Strax í haust hófst sala á afsláttarskírteinum til nemenda þar sem fjölmörg fyrirtæki veita afslætti og ætti skírteinið að vera búið að borga sig upp að skóla loknum. Að skírteinissölu lokinni fór húsráð

Óðals á landsmót félagsmiðstöðva sem haldið var á Hvolsvelli. Þar tóku krakkarnir þátt í allskonar smiðjum og fengu að læra ýmislegt tengt stjórnun í félagsmiðstöð, svo sem viðburðarstjórnun og almannatengsl, valdaeflingu ungmenna, sjálfsrýni, árangur í samskiptum, fjölmiðlalæsi og ræðumennsku. Þá var einnig hægt að taka þátt í leiklistarsmiðju, skartgripagerð, Tv phonic og armbandagerð svo eitt-

lega skilar okkur leikskólakennurum í framtíðinni. Starfsfólk leikskólans er duglegt að leiðbeina, finna lausnir, koma með hugmyndir og tekið er á málum jafnóðum ef þess þarf. Það er gaman að segja frá því að þegar Ingibjörg Kristleifsdóttir formaður Félags stjórnenda leikskóla kom í heimsókn s.l. sumar hrósaði hún okkur og sagði að það væri merki um þroskaðan vinnustað að taka þátt í samfélagslegum verkefnum á borð við þetta.

hvað sé nefnt. Þessi helgi var stórkostleg í alla staði og unglingarnir okkar til fyrirmyndar. Forvarnar- og æskulýðsballið fór fram 14. nóvember. Hljómsveitin Buff sá um ballið og útvarpsmaðurinn knái Auddi Blö skemmti. Almennt álit er að vel hafi til tekist þrátt fyrir svo vont veður að nokkrir skólar skiluðu sér ekki á ballið. Einn af stærstu viðburðum sem fram fara í Óðali er jólaútvarpið. Útvarp Óðal fm. 101,3 fór í loftið 9. desember og stóðu útsendingar þá viku. Í lokin var svo heljarinnar jólaútvarpshátíð þar sem útvarpskrakkarnir mættu í jólaveislu í Óðali. Borin var fram jólasteik með öllu tilheyrandi og boðið á diskótek í beinni útsendingu. Þá voru veitt veðlaun til besta útvarpsmannsins og fyrir flottustu auglýsinguna. Með vorinu verða haldin hin ýmsu mót m.a. í Fifa, borðtennis, pool og fleiru. Óðal er opið alla daga og á miðvikudagskvöldum er opið hús, stelpu-, strákakvöld eða bíó og diskótek eru haldin reglulega. Fylgist vel með auglýsingum! Húsráð Óðals

Fréttabréf Borgarbyggðar - febrúar 2014  

Fréttabréf Borgarbyggðar - febrúar 2014

Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you