Reikningar Nótubækur Eyðublöð Fjölritunar- og útgáfuþjónustan s: 437 2360
ÍBÚINN
frétta- og auglýsingablað
2. tbl. 9. árgangur
16. janúar 2014
Allt í plati frumsýnt Félagar úr Leikdeild Umf. Stafholtstungna hafa frá því um miðjan október verið að æfa barna- og fjölskylduleikritið „Allt í plati“ eftir Þröst Guðbjartsson og hann hefur einnig leikstýrt hópnum. Leikritið samdi Þröstur árið 1990 fyrir leikdeild Umf. Skallagríms og var það sýnt í gamla samkomuhúsinu í Borgarnesi við miklar vinsældir. Síðan hefur leikritið verið tekið til sýninga víðsvegar um landið hjá hinum ýmsu leikfélögum, skólum og leikdeildum. Nú er komið að frumsýningu hjá Leikdeild Umf. Stafholtstungna, frumsýningin verður annað kvöld, föstudagskvöldið 17. jan. kl. 20.30 og eru fleiri sýningar auglýstar hér í blaðinu. Leikritið er byggt á þekktum sögupersónum í leikritum úr ýmsum áttum með söng og tónlist. Leikhópurinn telur 13 manns og er afar fjölbreyttur
Getum við aðstoðað þig? Fjölritunar- og útgáfuþjónustan
sími: 437 2360
og skemmtilegur. Sumir eru að stíga sín fyrstu skref í leiklistinni og aðrir hafa leikið áður. Þess ber að geta að fimm stúlkur úr elstu bekkjum Grunnskóla Borgarfjarðar á Varmalandi, fara með hlutverk í leikritinu og ferst þeim það vel úr hendi sem og öllum öðrum leikurum. Leikritið höfðar bæði til barna og fullorðinna og það ætti engum að leiðast á sýningunum í Þinghamri á Varmalandi. Almennt miðaverð er kr 2.500 en börn 4-12 ára greiða 1.500.
Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Dreifibréf - Boðsbréf - Ritgerðir - Skýrslur Fjölskyldumyndirnar á dagatöl og tækifæriskort