Reikningar Nótubækur Eyðublöð Fjölritunar- og útgáfuþjónustan s: 437 2360
ÍBÚINN
frétta- og auglýsingablað
6. tbl. 10. árgangur
19. febrúar 2015
UMSÓKNARFRESTUR Í AFREKSMANNASJÓÐ UMSB ER TIL 1. MARS 2015
Á myndinni eru: Þór Þorsteinsson, Elín Kristinsdóttir og Þorgerður Erla Bjarnadóttir að ræða við grunnskólabörn. Ljósmynd: Guðmunda Ólöf Jónasdóttir
Rauði krossinn og björgunarsveitir heimsóttu grunnskóla Fulltrúar björgunarsveitanna og Rauða krossins fóru í heimsóknir í grunnskóla Borgarbyggðar á 112 deginum. Þar var rætt við nemendur um mikilvægi þess að þekkja neyðarnúmerið og við hvaða aðila hægt er að fá samband í því númeri. Nemendur hjálpuðust að við að nefna aðstæður þar sem ástæða væri til að hringja í 112 og stóðu þeir sig mjög vel í því. Margir höfðu lífsreynslusögur að segja og sköpuðust líflegar og einlægar umræður. Ófáir sýndu því áhuga að starfa með Rauða krossinum eða björgunarsveitunum þegar þeir yrðu eldri svo við þurfum ekki að óttast skort á mannskap í framtíðinni. Minnt var á Skyndihjálparappið og 112-appið. Eftir skólaheimsóknirnar voru við-
bragðsaðilar með viðveru á Hyrnutorgi. Gestir voru hvattir til að prófa hjartahnoð og skoða skyndihjálparmyndbönd. Sett var upp línukerfi til að hífa upp börur en utandyra voru bílar, önnur farartæki og útbúnaður björgunarsveita, lögreglu, slökkviliðs og sjúkrabíll til sýnis og vakti það athygli ungra sem aldinna. Sett var upp sýning með myndum sem tengdust 112 og hanga þær enn á Hyrnutorgi. Í þakklætis- og viðurkenningarskyni fyrir góðar móttökur og fallegar myndir munu nemendahóparnir fá viðurkenningarskjal ásamt skyndihjálpartösku og veggspjaldi að gjöf og verður það sent í skólana næstu daga. Fréttatilkynning
Við óskum eftir umsóknum í afreksmannasjóð UMSB og þurfa þær að berast á skrifstofu UMSB eða í netfangið umsb@umsb.is fyrir 1. mars 2015. Í umsókninni skal m.a. koma fram fullt nafn og aldur íþróttamanns auk samantektar af árangri og helsta árangri á árinu 2014. Reglur sjóðsins má finna á heimasíðu UMSB og frekari upplýsingar veitir Pálmi í síma 869-7092 eða á umsb@umsb.is