Reikningar Nótubækur Eyðublöð Fjölritunar- og útgáfuþjónustan s: 437 2360
ÍBÚINN
frétta- og auglýsingablað
4. tbl. 10. árgangur
29. janúar 2015
Mjög spennandi leikir framundan
Á myndinni sjást þeir Sigtryggur Arnar Björnsson og Daði Berg Grétarsson leikmenn Skallagríms, en framundan eru tveir gríðarlega spennandi heimaleikir þar sem búast má við því að sjá fjölmarga leikmenn Skallagríms fara á kostum. Mynd: Ómar Ragnarsson
Tveir stórleikir eru framundan í körfunni hjá Skallagrími. Úrvalsdeildarliðið leikur undanúrslitaleik á heimavelli gegn Stjörnunni sunnudaginn 1. febrúar nk. í Powerrade bikarkeppninni í körfuknattleik karla. Vinni Skallagrímur þennan leik er liðið komið í úrslit bikarkeppninnar og mun annað hvort leika gegn KR eða Tindastóli. Finnur Jónsson sem tók við sem þjálfari Skallagríms um áramótin segir liðið hafa einu sinni áður komist jafn langt, eða í undanúrslit Bikarkeppninnar en það var árið 2007. „Við erum bara að hugsa um leikinn á fimmtudagskvöldið en stemningin er frábær hjá liðinu. Allt tip top,“ segir hann aðspurður um stöðuna.
RAFGEYMAR!
Brákarbraut 5 - Borgarnesi sími 437 1300
Það er nefnilega líka mikilvægur leikur hjá Skallagrími í kvöld þegar liðið mætir Haukum í Dominosdeildinni. Sá leikur verður einnig á heimavelli Skallagríms í Borgarnesi. Það er því mikil veisla fyrir körfuboltaáhugamenn þessa dagana, tveir æsispennandi heimaleikir á fjórum dögum.
VETRARFRÍ Við verðum í fríi 3.-17. febrúar nk. Íbúinn kemur því ekki út 5. og 12. febrúar
Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Borgarnesi - s: 437 2360
ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað
Seljum YUASA rafgeyma í flestar gerðir fólksbíla og jeppa.
Frí rafgeyma prófun og ísetning.