Íbúinn 28. nóvember 2019

Page 1

ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað

Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplag 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Skilafrestur auglýsinga kl. 12 á þriðjudögum.

Auglýsingasími: 437 2360

ÍBÚINN

frétta- og auglýsingablað

39. tbl. 14. árgangur

28. nóvember 2019

Lúðar og létt jólatónlist

Sólmundur Hólm og Gísli Einarsson, ásamt Rögnvaldi gáfaða og Hvanndalsbræðrum hans láta öllum illum látum í Brúarási í Borgarfirði fimmtudagskvöldið 12. desember. Tónlist og taumlaust bull og kjaftæði. Miðaverð: 3.900 kr. Almennileg gúllassúpa með brauði í boði á undan: 2.150 kr. Opið í mat kl. 19.30 - Lúðar fara á svið kl. 20.53 Miðapantanir í síma 864 1394

Tilvalin skemmtun fyrir þá sem gera engar kröfur!


Viðburðadagatal fi 28/11-19:15 Íþróttamiðstöðin; Skallagrímur-Álftanes - mfl karla fi 28/11-20:00 Lyngbrekka; Samlestur á Bót og betrun fi 28/11-20:00 Snorrastofa; Prjónabóka-kaffi fi 28/11-20:00 Brákarhlíð; Félagsvist fö 29/11-20:00 Landnámssetur; Æskujól - jólatónleikar la 30/11 Oddsstaðir; Járninganámskeið hjá Sigurði Oddi Ragnarssyni járningameistara. Skráning: oddur@ oddsstadir.is og í s. 895 0913 la 30/11 Bílabón Körfuknattleiksdeildar Skallagríms su 1/12-11:00 Borgarneskirkja; Messa su 1/12-13:00 Borgarneskirkja; Barnaguðsþjónusta su 1/12-14:00 Reykholtskirkja; Messa su 1/12-16:00 Skallagrímsgarður; Jólaljósin tendruð su 1/12-16:00 Bókhlaða Snorrastofu; Fyrirlestur um viðhorf Dana til íslenskrar tungu og bókmennta: Auður Hauksdóttir su 1/12-17:30 Hvanneyrarkirkja; Barnakór, kveikt á jólatrénu, kakó og kleinur á eftir í Skemmunni su 1/12-18:00 Íþróttamiðstöðin; Skallagrímur-Snæfell mfl kvenna mi 4/12-19:15 KR-Skallagrímur - mfl kvenna mi 4/12-19:30 Hótel B59; Veitumál í Borgarbyggð fi 5/12-18:00 Safnahús; Lesin verður Aðventa Gunnars Gunnarssonar í þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar þýðanda og skálds frá Reykjum í Lundarreykjadal. Boðið upp á kaffi og piparkökur fi 5/12-19:00 Gunnlaugsgötu 13, Bgn; Foreldrafélag Grunnskólans í Bgn og Blár Apríl bjóða uppá frían aðgang að glænýjum fyrirlestri um heim einhverfunnar fi 5/12-20:00 Hyrnutorg; Kósýkvöld la 7/12-19:00 Brúarás; Jólahlaðborð su 8/12-13:00 Borgarneskirkja; Barnaguðsþjónusta su 8/12-17:00 Borgarneskirkja; Aðventusamkoma Birting viðburða er án endurgjalds og tímasetningar ekki sannreyndar

BARNAHORNIÐ

Umsjón: Hanna Ágústa

Sérð þú hver er öðruvísi?

Finnbogi Rögnvaldsson, Sölvi G. Gylfason, Páll S. Brynjarsson og Jón Arnar Sigurþórsson undirrita ráðningarsamninginn. Mynd: Knattspyrnudeild Skallagríms

Sölvi ráðinn þjálfari

Borgnesingurinn Sölvi G. Gylfason hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks Skallagríms í knattspyrnu fyrir komandi keppnistímabil. Sölvi, sem er þrjátíu og eins árs, verður spilandi þjálfari en miðað er við að ráða einnig aðstoðarþjálfara fyrir liðið. Sölvi hefur leikið stórt hlutverk í liði Skallagríms þrátt fyrir að hafa þurft að glíma við

erfið meiðsli. Hann hefur leikið 108 meistaraflokksleiki fyrir Skallagrím en að auki 31 fyrir BÍ/Bolungarvík og 18 fyrir ÍA. Það er markmið nýs þjálfara, sem og stjórnar Knattspyrnudeildar Skallagríms, að byggja á öflugum kjarna af heimamönnum og nú þegar eru nokkrir, sem hafa ekki mikið verið í boltanum síðustu misseri, komnir á fulla ferð á nýjan leik.


Leitin að vorinu Sigrún Elíasdóttir gefur út bókina Leitin að vorinu hjá Forlaginu. Í tilbúinni veröld Norðurheims hafa íbúar sívaxandi áhyggjur af því að veturinn virðist ætla að verða endalaus eitt árið. Tvær ólíklegar hetjur, Húgó og Alex, veljast til að reyna að komast að því hvernig standi á þessu. Þær þurfa að leggja undir sig langt og erfitt ferðalag, berjast við kynjaskepnur og skrímsli og sigrast á ýmsum vanda. Ævintýrinu lýkur þó ekki í bráð því Leitin að vorinu er aðeins sú fyrsta af þremur í sagnabálkinum Ferðin á heimsenda. Tilvalin bók fyrir nútíma börn á aldrinum 7-12 ára sem gera kröfu um léttan frásagnarstíl og hraða atburðarás. Og nógu mikið af skrímslum og kvikindum. Nokkrir upplestrar eru fyrirhugaðir í Borgarnesi á næstunni; á kósýkvöldi í versluninni Fok í Borgarnesi kl. 20.00 þann 5. desember, á viðburði Amnesty International „Þitt nafn til bjargar lífi“ á Hotel B59 kl. 17.00 þann 10. desember og í Ljómalind kl. 17.00 föstudaginn 20. desember. Sigrún fær góðan liðsauka þann 2. desember þegar Arndís Þórarinsdóttir höfundur Nærbuxnaverksmiðjunnar og Nærbuxnanjósnaranna fer með henni í Grunnskóla Borgarness og þær bjóða svo öllum að hlýða á lestur á söguloftinu í Landnámssetri kl 17.00 sama dag. Getum við aðstoðað þig?

Fjölritunar- og útgáfuþjónustan sími: 437 2360

Njótið aðventunnar og látið Geirabakarí sjá um baksturinn fyrir jólin. Laufabrauð, smákökur, ensk jólakaka, jólabrauðið, tartalettur og tertubotnar.

Geirabakarí óskar viðskiptavinum gleðilegra jóla. Sjáumst hress, ekkert stress. Starfsfólk Geirabakarís Digranesgötu 6 Sími 437-2020

Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Dreifibréf - Boðsbréf - Ritgerðir - Skýrslur Nafnspjöld - Merkispjöld - Reikningar - Eyðublöð


Veitumál í Borgarbyggð Veitur bjóða til fundar um málefni vatns-, hita- og fráveitu í Borgarbyggð Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 4. desember kl. 19:30 á B59 Hótel, Borgarbraut 59. Við munum fara yfir málin, áskoranir sem verið hafa í rekstrinum og framtíðarhorfur. Á fundinum gefst bæjarbúum tækifæri til að fá svör við spurningum er brenna á þeim varðandi starfsemi Veitna í bæjarfélaginu. Fulltrúar frá sveitarstjórn Borgarbyggðar verða á fundinum. Boðið verður upp á kaffi og kleinur. Verið öll velkomin!

veitur.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.