Íbúinn 21. nóvember

Page 1

ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað

Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplag 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Skilafrestur auglýsinga kl. 12 á þriðjudögum.

Auglýsingasími: 437 2360

ÍBÚINN

frétta- og auglýsingablað

38. tbl. 14. árgangur

21. nóvember 2019

Það var fallegt vetrarveður um helgina í Borgarfirði. Slysavarnaskýlið á Kaldadal kúrir hér í köldu mánaskini sem slær bláleitum bjarma á hjarnbreiðuna. Mynd: Olgeir Helgi

FRÍAR BLÓÐSYKURSMÆLINGAR Lionsklúbbarnir í Borgarnesi bjóða íbúum fríar blóðsykursmælingar í Hyrnutorgi, föstudaginn 22. nóvember kl. 14 – 17 Lionshreyfingin beitir sér fyrir forvörnum og upplýsingum um þennan sívaxandi sjúkdóm, sykursýki

Lionsklúbburinn Agla og Lionsklúbbur Borgarness


Viðburðadagatal mi 20/11-20:00 Snorrastofa; Kvæðamannafélagið Snorri heldur opinn fund og æfingu þriðja miðvikudag í hverjum vetrarmánuði mi 20/11-20:00 Lyngbrekka; Samlestur á Bót og betrun fi 21/11-17:00 Félagsbær; Alzheimerkaffi - Gestir: Jórunn María Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur og Aldís Eiríksdóttir iðjuþjálfi fi 21/11-19:15 Íþróttamiðstöðin; Skallagrímur-Sindri - mfl karla fö 22/11-14:00 Hyrnutorg; Ókeypis blóðsykurmælingar Lionsklúbbanna fö 22/11-19:15 Haukar-Skallagrímur mfl kvenna la 23/11-12:00 Hvanneyri; Matarhátíð la 23/11-13:00 Safnahús Borgarfjarðar; Brák, sýningaropnun. Fjórar konur sýna, þær Elísabet Haraldsdóttir, Harpa Einarsdóttir, Ingibjörg Huld Halldórsdóttir og Ósk Gunnlaugsdóttir. Sýningin heitir Brák, eftir fóstru Egils Skallagrímssonar, og er velt upp spurningunni um hvað sagan um Brák þýðir fyrir sjálfsmynd kvenna og hugmyndina um kvenleika á Íslandi. Á sýningunni gefur að líta breitt svið listrænnar tjáningar; leirlist, stór akrýl- og vatnslitaverk, krosssaum, innsetningu og skúlptúr má 25/11-20:00 Lyngbrekka; Samlestur á Bót og betrun þr 26/11-17:00 Geirabakarí; Piparkökuhúsaskreyting mi 27/11-19:15 Grindavík-Skallagrímur - mfl kvenna fi 28/11-19:15 Íþróttamiðstöðin; Skallagrímur-Álftanes - mfl karla fi 28/11-20:00 Lyngbrekka; Samlestur á Bót og betrun fi 28/11-20:00 Snorrastofa; Prjónabóka-kaffi fö 29/11-20:00 Landnámssetur; Æskujól - jólatónleikar su 1/12-18:00 Íþróttamiðstöðin; Skallagrímur-Snæfell mfl kvenna mi 4/12-19:15 KR-Skallagrímur - mfl kvenna fi 5/12-18:00 Safnahús; Lesin verður Birting viðburða er án endurgjalds og tímasetningar ekki sannreyndar

BARNAHORNIÐ

Umsjón: Hanna Ágústa

Punktur í punkt

Framköllunarþjónustan þrítug

Heiðurshjónin Elfa Hauksdóttir og Svanur Steinarsson héldu upp á þrjátíu ára afmæli Framköllunarþjónustunnar á dögunum, en þau hafa rekið fyrirtækið frá stofnun. Gestum og gangandi var boðið upp á léttar veitingar og gómsætar glæsilegar smátertur. Mynd: Olgeir Helgi


Borgnesingar borða áfram saman Heiðrún Helga Bjarnadóttir fluttist heim á ný með fjölskyldu sinni, manni og tveimur börnum, frá Danmörku fyrir rúmu ári. Heiðrún Helga er óhrædd við að stíga skref til að bæta samfélagið og eitt af því var að koma af stað fyrirbærinu Borgarnes borðar saman í fyrravetur. Hún samdi við veitingastaði í bænum og fékk þá til að bjóða upp á hópmáltið eina kvöldstund sem kostaði 1.000 krónur. Þessi góði siður var endurvakinn nú um daginn því Margrét Rósa í Englendingavík óskaði eftir því að fá að bjóða upp á kvöldstund af þessu tagi.

Brák

Margrét Rósa Einarsdóttir í Englendingavík og Heiðrún Helga Bjarnadóttir forsprakki Borgarnes borðar saman. Mynd: Olgeir Helgi

Samsýning kvenna með tengingu við Borgarfjörð 23. nóv. 2019. - 7. jan. 2020 Elísabet Haraldsdóttir, Harpa Einarsdóttir, Ingibjörg Huld Halldórsdóttir og Ósk Gunnlaugsdóttir.

Sýningin verður opnuð laugardaginn 23. nóv. kl. 13.00. Efni hennar tengist sögunni um ambáttina Brák í Egils sögu. Þar má sjá breitt svið listrænnar tjáningar; leirlist, stór akrýl- og vatnslitaverk, krosssaum, innsetningu og skúlptúr. Verið velkomin! Hallsteinssalur er í Safnahúsi, að Bjarnarbr. 4-6 í Borgarnesi. Opið til kl. 16 á opnunardaginn og eftir það 13-18 virka daga. Ókeypis aðgangur.

Getum við aðstoðað þig?

Fjölritunar- og útgáfuþjónustan sími: 437 2360

Safnahús Borgarfjarðar 433 7200 - www.safnahus.is safnahus@safnahus.is

Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Dreifibréf - Boðsbréf - Ritgerðir - Skýrslur Nafnspjöld - Merkispjöld - Reikningar - Eyðublöð


Aðventa Gunnars lesin í Safnahúsi Safnahús Borgarfjarðar stendur fyrir upplestri fimmtudaginn 5. desember nk. frá kl. 18 til 20 á Aðventu Gunnars Gunnarssonar í þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar þýðanda og skálds frá Reykjum í Lundarreykjadal. „Þetta er tveggja tíma törn og þiggjum gjarnan aðstoð sjálfboðaliða við lesturinn. Gestir eru velkomnir hvenær sem er til að hlýða á styttri kafla eða alla bókina. Við þetta tækifæri bjóðum við upp á kaffi og piparkökur og hún Ingibjörg Jónasdóttir ætlar að spinna á rokk fyrir okkur á meðan á lestri stendur.“ segir í frétt frá Safnahúsinu um þennan viðburð. Spuninn er til minningar um Benóníu Jónsdóttur (18721946) sem var fædd á Gilsbakka í Hvítársíðu, dóttir hjónanna Jóns Jónssonar og Sigurbjargar Steingrímsdóttur sem síðar bjuggu í Suddu í Reykholtsdal og fluttu til Ameríku vorið 1898. Nýverið áskotnaðist Byggðasafni Borgarfjarðar rokkur úr eigu Benóníu og var hann smíðaður af Árna Þorsteinssyni smið á Brennistöðum í Flókadal. Rokkinn má sjá á örsýningu þar sem lesið verður. Árni var fæddur 1860 og lést árið 1939. Hann var smiður bæði á tré og járn, hinn mesti þjóðhagi. Það var Svanhildur Ólafsdóttir dótturdóttir Benóníu sem gaf rokkinn til safnsins.

Ferðaþjónustan Húsafelli fékk afhent Nýsköpunarverðlaun SSV að þessu sinni. Á myndinni eru Eggert Kjartansson formaður SSV, hjónin Hrefna Sigmarsdóttir og Bergþór Kristleifsson á Húsafelli og Páll S. Brynjarsson framkvæmdastjóri SSV. Verðlaunagripurinn sem Hrefna heldur á er glæsilegt listaverk eftir Dýrfinnu Torfadóttur gullsmið. Mynd: Olgeir Helgi

Húsfellingar fá nýsköpunarverðlaunin Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) héldu með myndarlegum hætti upp á fimmtíu ára afmæli samtakanna í Hjálmakletti í Borgarnesi á föstudaginn var. Við það tækifæri var m.a. kynnt sviðsmyndagreining um þróun atvinnulífs á Vesturlandi í framtíðinni og ungt efnisfólk af Vesturlandi hugleiddi um sýn sína á framtíð landshlutans. Á afmælishátíðinni voru einnig afhent nýsköpunarverðlaun SSV í fjórða sinn. Að þessu sinni var það Ferðaþjónustan á Húsafelli sem hlaut verðlaunin. Segja má að ferðaþjónusta hafi verið stunduð á Húsafelli um aldir því m.a. lá leiðin milli landshluta um Arnarvatnsheiði og þá var Húsafell í alfaraleið. Upp úr 1960 hófu hjónin

Sigrún Bergþórsdóttir og Kristleifur Þorsteinsson uppbyggingu á þjónustu við ferðamenn og voru í raun frumherjar á því sviði í landshlutanum. Bergþór sonur þeirra hefur ásamt fjölskyldu sinni haldið kyndlinum á lofti af sama dugnaði og forfeðurnir. Í Húsafelli eru um 200 sumarhús, sundlaug, tjaldsvæði, verslun og veitingaþjónusta, golfvöllur og ýmiskonar afþreying. Árið 2015 opnaði nýtt glæsilegt hótel og á árinu 2018 var unnið markvisst að gerð og merkingu göngustíga við og í nágrenni Húsafells og haldið áfram með það verkefni árið 2019. Á þessu ári hefur verið unnið að gerð Giljabaða, sem eru náttúruböð í Hringsgili fyrir ofan Húsafell.

Láttu vita af þér! - Auglýsing í Íbúanum kemst til skila

Auglýsingasími Íbúans: 437 2360


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.