Íbúinn 14. nóvember 2019

Page 1

ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað

Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplag 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Skilafrestur auglýsinga kl. 12 á þriðjudögum.

Auglýsingasími: 437 2360

ÍBÚINN

frétta- og auglýsingablað

37. tbl. 14. árgangur

14. nóvember 2019

Grjótmagnaður hljóðheimur Það má með sanni segja að hljóðheimurinn í Reykholtskirkju hafi verið grjótmagnaður á hátíðartónleikunum Hjartað í fjallinu sem tileinkaðir voru Páli Guðmundssyni listamanni á Húsafelli í tilefni af sextugsafmæli hans. Myndarlegur hópur tónlistarfólks kom fram; Kammerkór Suðurlands undir stjórn Hilmars

Arnar Agnarssonar og Reykholtskórinn undir stjórn Viðars Guðmundssonar. Hljóðfæraleikarar voru ekki af verri endanum, en meðal þeirra voru Herdís Anna Jónsdóttir víóluleikari og slagverksleikararnir Frank Aarnink og Steef van Oosterhout úr Sinfóníuhljómsveit Íslands ásamt Hirti Hjartarsyni frá Fljótstungu.

Þá er ótalinn þáttur Páls sjálfs sem skapaði tónlistina og blés m.a. í panflautu sem hann hefur skapað úr rabbarbara. En það voru hljóðfærin náttúrulegu, hinar grjótmögnuðu steinhörpur Páls og fjölbreytt blásturshljóðfærin sem lögðu grunnin að hljóðheimi fáu líkum utan um sinfóníur skáldsins og listamannsins sextuga.

Gunnlaugi sveitarstjóra sagt upp Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur sagt Gunnlaugi A. Júlíussyni sveitarstjóra upp en hann var ráðinn 17. mars 2017. Í tilkynningu sem sveitarstjórn birtir segir að mismunandi sýn á stjórnun sveitarfélagsins geri það að verkum að sveitarstjórn og Gunnlaugur hafi ákveðið að slíta samstarfi.

Jafnframt segir: „Gunnlaugur hefur frá því að hann kom til starfa fyrir sveitarfélagið unnið vel að mörgum mikilvægum málum og er honum þakkað fyrir sitt framlag.“ Í tilkynningunni segir einnig að sveitarstjórn standi einhuga á bak við þessa ákvörðun. Gunnlaugur vildi ekki tjá sig

um uppsögnina í samtali við Íbúann umfram það að þakka fyrir gott samstarf og það góða sem væri að gerast í sveitarfélaginu.


Viðburðadagatal mi 13/11-19:15 Íþróttamiðstöðin; Skallagrímur-Hamar - mfl karla mi 13/11-20:00 Brákarhlíð; Félagsvist fi 14/11-16:00 Framköllunarþjónustan fagnar 30 ára afmæli sínu. Léttar veitingar í boði - Allir hjartanlega velkomnir fi 14/11-20:00 Brákarhlíð; Fræðsluog aðalfundur Krabbameinsfélags Borgarfjarðar- Kynning á Krafti fi 14/11-20:00 Snorrastofa; Prjónabóka-kaffi fö 15/11-20:30 Reykholtskirkja; Tónleikar Minningarstjóðs Heimis Klemenzsonar la 16/11-14:00 Snorrastaðir; Opið hús í tilefni þess að nýtt fjós hefur verið tekið í notkun má 18/11-19:15 Höttur-Skallagrímur - mfl karla má 18/11-20:00 Lyngbrekka; Samlestur á Bót og betrun mi 20/11-20:00 Snorrastofa; Kvæðamannafélagið Snorri heldur opinn fund og æfingu þriðja miðvikudag í hverjum vetrarmánuði mi 20/11-20:00 Lyngbrekka; Samlestur á Bót og betrun fi 21/11-17:00 Félagsbær; Alzheimerkaffi - Gestir: Jórunn María Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur og Aldís Eiríksdóttir iðjuþjálfi fi 21/11-19:15 Íþróttamiðstöðin; Skallagrímur-Sindri - mfl karla fö 22/11-19:15 Haukar-Skallagrímur mfl kvenna la 23/11-12:00 Hvanneyri; Matarhátíð má 25/11-20:00 Lyngbrekka; Samlestur á Bót og betrun þr 26/11-17:00 Geirabakarí; Piparkökuhúsaskreyting mi 27/11-19:15 Grindavík-Skallagrímur - mfl kvenna fi 28/11-19:15 Íþróttamiðstöðin; Skallagrímur-Álftanes - mfl karla fi 28/11-20:00 Lyngbrekka; Samlestur á Bót og betrun fi 28/11-20:00 Snorrastofa; Prjónabóka-kaffi Birting viðburða er án endurgjalds og tímasetningar ekki sannreyndar

BARNAHORNIÐ

Umsjón: Hanna Ágústa

Hversu margar regnhlífar finnur þú á myndinni?

Nýtt fjós sýnt á Snorrastöðum

Nýtt fjós með mjaltaþjóni hefur verið tekið í notkun á Snorrastöðum og af því tilefni hafa Snorrastaðabændur opið hús nú á laugardaginn 16. nóvember kl. 14 til 18. Í þeim hluta nýja fjóssins sem búið er að taka í notkun eru tæplega 70 kýr en í heildina verður þetta tæplega 90 kúa fjós. „Við vorum með 25 bása í gamla fjósinu þannig að við

erum rúmlega að þrefalda okkur,“ segir Kristján Ágúst Magnússon á Snorrastöðum í samtali við Íbúann. „Bjartsýni segja sumir, brjálæði segja aðrir. Ég segi bara að þetta sé vinnan mín og það verður að gera eitthvað til að hafa þetta í lagi. En hvort það er vit í því, það verður bara að koma í ljós,“ segir Kristján léttur í bragði að vanda.


Aðventuhátíðir í Stafholts- og Hvammssókn í Stafholtsprestakalli Ath. breyttan tíma Áður auglýstar aðventuhátíðir sem vera áttu í Stafholtskirkju 1. des. og að Bifröst þann 8. des. verða haldnar sem hér segir: Í Stafholtskirkju sunnudaginn 15. des. kl. 16:00 Kirkjukórinn syngur undir stjórn Dóru Ernu Ásbjörnsdóttur organista. Fermingarbörn hafa yfirumsjón með hátíðinni ásamt settum sóknarpresti. Ræðumaður á hátíðinni er Guðni Ágústsson á Brúnastöðum. Boðið upp á kaffisamsæti inni í Stafholti eftir samveruna.

Á Bifröst í Hriflu sunnudaginn 15. des. kl. 20:00 Karlakórinn Söngbræður syngur undir stjórn Viðars Guðmundssonar. Ræðumaður kvöldsins er Guðni Ágústsson á Brúnastöðum.

Á hátíðunum verður fjölþætt dagskrá m.a. spurt og því svarað; Hvers vegna höfum við jólatré inni í stofunum hjá okkur á jólum? Takið daginn eða kvöldið 15. des. frá. Með hlýjum kveðjum. Settur sóknarprestur og forysta safnaðanna


UPPBYGGINGARSJÓÐUR VESTURLANDS OPNAÐ HEFUR VERIÐ FYRIR UMSÓKNIR Styrkir til atvinnuþróunar og nýsköpunar Verkefnastyrkir til menningarmála Stofn- og rekstrarstyrkir til menningarmála RAFRÆN UMSÓKNARGÁTT Á vef SSV er rafræn umsóknargátt Kynnið ykkur vel reglur og viðmið varðandi styrkveitingar Allar nánari upplýsingar á www.ssv.is AÐSTOÐ VIÐ UMSÓKNIR Atvinnu- og nýsköpunarverkefni: Ólafur Sveinsson olisv@ssv.is 892-3208 Ólöf Guðmundsdóttir olof@ssv.is 898-0247 Helga Guðjónsdóttir helga@ssv.is 895-6707

Umsóknarfrestur til miðnættis 12. desember 2019

Menningarverkefni: Sigursteinn Sigurðsson sigursteinn@ssv.is 698-8503

Láttu vita af þér! - Auglýsing í Íbúanum kemst til skila

Auglýsingasími Íbúans: 437 2360


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.