ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað
Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplag 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Skilafrestur auglýsinga kl. 12 á þriðjudögum.
Auglýsingasími: 437 2360
ÍBÚINN
frétta- og auglýsingablað
37. tbl. 12. árgangur
7. desember 2017
Síðustu sýningar á vinsælum Móglí Söngleikurinn Móglí sem Tónlistarskóli Borgarfjarðar sýnir um þessar mundir í Hjálmakletti í tilefni af fimmtíu ára afmæli skólans hefur fengið gríðarlega góðar undirtektir. Húsfyllir hefur verið á nánast öllum sýningum en nú fer hver að verða síðastur að sjá söngleikinn því sýningum lýkur um helgina. Síðustu sýningarnar verða í kvöld, fimmtudagskvöld kl. 18:00, annað kvöld föstudagskvöld kl. 18:00 og lokasýningin á laugardaginn kl. 16:00. Miðasala er í símum 864 2539 og 697 4322 og á netfanginu: tonlistarskoli@borgarbyggd.is Myndin er tekin að lokinni frumsýningu. Þeir Bergur Eiríksson og Þorsteinn Logi Þórðarson sem skipta með sér hlutverki Móglí eru fyrir miðri mynd en alls taka um fimmtíu leikarar á ýmsum aldri þátt í sýningunni. Mynd: Hanna Ágústa Olgeirsdóttir
Jólaljósin kveikt á jólatrénu
Margt var um manninn í Skallagrímsgarði sl. sunnudag þegar jólaljósin voru kveikt á jólatré Borgarbyggðar. Það er vel til fundin nýlunda að hafa jólatréð í Skallagrímsgarði. Þar er ágæt aðstaða, skjólsælt og tóku samkomugestir virkan þátt í að ganga í kring um jólatréð og syngja jólalög. Barnakór Borgarness söng jólasöngva undir stjórn Steinunnar Árnadóttur við undirleik Halldórs Hólm. Gunnlaugur A. Júlíusson
Styrkur vegna ljósleiðara Jólasveinar stigu dans í kring um jólatréð og færðu unga fólkinu mandarínur. Mynd: Theodóra Þorsteinsdóttir
sveitarstjóri sagði frá heiti og merkingu aðventukertanna og Andrea Jónsdóttir lék jólalög á saxófón við undirleik Jónínu Ernu Arnardóttur. Nemendur 9. bekkjar Grunnskólans í Borgarnesi buðu uppá heitt kakó og jólasveinarnir voru á sínum stað.
Borgarbyggð fékk seinnipart nóvembermánaðar úthlutað styrk úr Fjarskiptasjóði að upphæð kr. 33.151.000.- til að tengja 66 tengipunkta (notendur) í ljósleiðaravæðingu. Á fjárhagsáætlun eru auk þess kr. 100.000.000.- þannig að ljóst er að aukinn kraftur færist í ljósleiðaravæðingu sveitarfélagsins.