Íbúinn 13. nóvember 2014

Page 1

Reikningar Nótubækur Eyðublöð Fjölritunar- og útgáfuþjónustan s: 437 2360

ÍBÚINN

frétta- og auglýsingablað

36. tbl. 9. árgangur

13. nóvember 2014

Listasprettur í Landnámssetri Komandi sunnudag, 16. nóvember kl. 16.00 verður svokallaður Listasprettur í Landnámssetrinu í Borgarnesi. Þetta er klukkustundarlöng dagskrá þar sem þrjár listakonur bjóða gestum upp á notalega stund með tónlist og upplestri. Jóhanna V. Þórhallsdóttir, söngkona, flytur lög af nýjum diski sínum Söngvar á alvörutímum, Halla Margrét Jóhannesdóttir, rithöfundur og leikari les texta m.a. úr ljóðabók sinni 48 og Ólöf Ingólfsdóttir, rithöfundur og dansari, les úr nýju verki sem heitir Dagar og nætur í Buenos Aires. Aðgangur er ókeypis.

Opið hús fyrir eldri borgara Miðvikudaginn 19. nóvember nk. kl. 16:00-18:00 verður opið hús í Fannahlíð fyrir eldri borgara í Hvalfjarðarsveit. Þórdís Þórisdóttir mun segja frá leikskólastarfi í Hvalfjarðarsveit, fluttar verða frásagnir af mannlífinu í sveitinni, lesin upp ljóð og fleira. Skipuleggjendur vonast til þess að sjá sem flesta.

Fjórði flokkur ætlar erlendis að keppa Strákarnir í fjórða flokki karla í knattspyrnu hjá Skallagrími stefna á keppnisferð til Finnlands eða Danmerkur næsta sumar. Þeir eru fæddir árin 2001 og 2002 og er þarna á ferðinni stór og flottur hópur efnilegra knattspyrnumanna sem hafa mikinn metnað og eru duglegir að æfa og keppa allt árið um kring. Strákarnir byrjuðu að keppa í ellefu manna fótbolta í fyrsta skipti sl. sumar og þrátt fyrir brösótt gengi fyrsta tímabilið á stórum velli þá eru strákarnir

fullir sjálfstrausts. Strákarnir eru byrjaðir að safna fyrir ferðinni með ýmsum fjáröflunum og biðja foreldrar og forráðamenn þeirra um að tekið verði vel á móti þeim þegar þeir banka upp á til að selja nytsaman varning, safna dósum eða leita verkefna. Þeir sem kunna að hafa verkefni sem strákarnir eða foreldrarnir geta tekið að sér til að safna fjár fyrir ferðina eru beðnir að hafa samband við Pálma í síma 869-7092 eða palmi@umsb.is.

Verslum í heimabyggð Borgarnesi


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.