ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað
Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplag 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Skilafrestur auglýsinga kl. 12 á þriðjudögum.
Auglýsingasími: 437 2360
ÍBÚINN
frétta- og auglýsingablað
34. tbl. 12. árgangur
16. nóvember 2017
Handverk í Steðja Á dögunum var handverkssýning og sala í Brugghúsi Steðja. Stóð sýningin yfir eina helgi. Þar var margt góðra muna og var gestum boðið upp á veitingar. Á myndinni hér að neðan er Josefina Morell að ausa dýrindis súpu á disk.
Halldóra Rósa Björnsdóttir leikstjóri leggur þeim sem eru í hlutverki apanna línurnar.
Móglí á svið í næstu viku Söngleikurinn Móglí verður frumsýndur í Hjálmakletti Borgarnesi föstudaginn 24. nóvember nk. Það er Tónlistarskóli Borgarfjarðar sem stendur fyrir sýningunni í tilefni af 50 ára afmæli skólans.
Yfir fjörutíu manns verða á sviðinu þegar mest lætur, bæði leikarar og hljómsveit. Unga fólkið setur mikinn svip á sýninguna en um þrjátíu leikarar á grunnskólaaldri eru þar í ýmsum hlutverkum.