ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað
Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplag 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Skilafrestur auglýsinga kl. 12 á þriðjudögum.
Auglýsingasími: 437 2360
Ásmundur Einar Daðason Framsóknarflokki.
ÍBÚINN
frétta- og auglýsingablað
33. tbl. 12. árgangur
Bergþór Ólason Miðflokki.
Guðlaugur Þór Þórðarson Sjálfstæðisflokki.
2. nóvember 2017
Haraldur Benediktsson Sjálfstæðisflokki.
Sigurður Páll Jónsson Miðflokki.
Fimm Borgfirðingar á Alþingi Fimm Borgfirðingar sem eru ýmist búsettir eða uppaldir í Borgarfjarðarhéraði, munu taka sæti á Alþingi eftir nýliðnar kosningar. Það var mál heimamanna á árum áður að það háði héraðinu nokkuð að eiga ekki þingmann. Þannig var staðan um margra ára skeið. En það hefur orðið breyting á því á undanförnum árum og nú verður að segja að staðan sé orðin nokkuð góð í þingmannatölu. Það má fastlega reikna með að sveitarstjórnarmenn í héraðinu muni eiga í þessum þingmönnum öfluga bandamenn í baráttu fyrir hagsmunamálum svæðisins amk. á meðan
Getum við aðstoðað þig? Fjölritunar- og útgáfuþjónustan
sími: 437 2360
kjörtímabilið endist. Þessir þingmenn eru allir karlkyns og sitja á Alþingi fyrir þrjá flokka. Þingmennirnir eru þessir í stafrófsröð: Ásmundur Einar Daðason Framsóknarflokki, búsettur í Borgarnesi. Fv. alþingismaður og sauðfjárbóndi á Lambeyrum í Dalasýslu. Bergþór Ólason Miðflokki, búsettur á Akranesi en uppalinn í Borgarnesi. Framkvæmdastjóri Byggingalausna ehf. og LOB ehf, áður Loftorku í Borgarnesi ehf. Guðlaugur Þór Þórðarson Sjálfstæðisflokki fyrir Reykjavík norður, búsettur í Reykjavík en uppalinn í Borgar-
nesi. Alþingismaður og utanríkisráðherra. Haraldur Benediktsson Sjálfstæðisflokki. Bóndi á VestriReyn. Alþingismaður og formaður fjárlaganefndar. Sigurður Páll Jónsson Miðflokki. Útgerðarmaður í Stykkishólmi en uppalinn í Borgarnesi. Þá má bæta því við að nágrannar Borgfirðinga, Akurnesingarnir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Sjálfstæðisflokki og Guðjón S. Brjánsson Samfylkingu eru líka þingmenn fyrir Norðvesturkjördæmi. Ótaldir eru þeir alþingismenn sem eiga önnur tengsl við héraðið.
Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Dreifibréf - Boðsbréf - Ritgerðir - Skýrslur Fjölskyldumyndirnar á dagatöl og tækifæriskort Reikningar - Eyðublöð