Íbúinn 10. október 2019

Page 1

ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað

Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplag 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Skilafrestur auglýsinga kl. 12 á þriðjudögum.

Auglýsingasími: 437 2360

ÍBÚINN

frétta- og auglýsingablað

32. tbl. 14. árgangur

10. október 2019

Bátar Björgunarsveitarinnar Brákar við æfingar á Borgarfirði.

Mynd: Olgeir Helgi

Opinn kynningarfundur um slysavarna- og björgunarstarf Björgunarsveitin Brák og slysavarnadeildin Þjóðbjörg bjóða til opins kynningarfundar um björgunarsveitar- og slysavarnastarf miðvikudaginn 16.

október nk. kl. 20:00 í húsi Björgunarsveitarinnar Brákar, Pétursborg, í Brákarey. Farið verður stuttlega yfir hvað felst í því að starfa

með einingunum og eru allir áhugasamir hvattir til að láta sjá sig og eiga notalega kvöldstund. Tekið er fram í tilkynningu að mæting sé án skuldbindinga.

Láttu okkur prenta skýrslurnar fyrir þig Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Kveldúlfsgötu 23 - Borgarnesi sími 437 2360 / 893 2361 Netfang: olgeirhelgi@islandia.is

Hágæðaprentun í vönduðum stafrænum prentvélum Innbinding að þínum óskum


Viðburðadagatal

BARNAHORNIÐ

fö 11/10-12:00 Menntaskóli Borgarfjarðar; Hluthafafundur skólans fö 11/10-21:00 B59 Hótel; Útgáfutónleikar Grasasna la 12/10-15:00 Reykholtskirkja; Tónleikar Kórs Menntaskólans að Laugarvatni þr 15/10-14:00 Gamla sláturhúsið Brákarey; Pútt fyrir eldri borgara mi 16/10-14:00 Gamla sláturhúsið Brákarey; Pílukast fyrir eldri borgara mi 16/10-20:00 Pétursborg Brákarey; Opinn kynningarfundur Björgunarsveitarinnar Brákar og Slysavarnadeildarinnar Þjóðbjargar fi 17/10-14:00 Gamla sláturhúsið Brákarey; Pútt fyrir eldri borgara fi 17/10-17:00 Félagsbær; Alzheimerkaffi. Sigríður Helgadóttir sérfræðingur í öldrunarlækningum og sérnámslæknir í líknarlækningum. Kaffiveitingar, söngur, gleði la 19/10-11:00 Íþróttamiðstöðin; Boccia fyrir eldri borgara Birting viðburða er án endurgjalds og tímasetningar ekki sannreyndar

ÍBÚINN fer inn á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmerum 301, 310, 311, 320 og 356

Láttu vita af þér! - Auglýsing í Íbúanum kemst til skila Auglýsingasími: 437 2360


Kvartlaus október Borgarbyggð – heilsueflandi samfélag fetar í fótspor leikskólans Andabæjar og tekur þátt í kvartlausum október. Áskorunin felst í að hreinsa hugann af ómeðvitaðri neikvæðni með því að kvarta ekki í 31 dag samfleytt. Reglurnar eru einfaldlega að kvarta ekki. Ekki setja fram neikvæðar athugasemdir í kvörtunartóni, ekki baktala. Líttu tilveruna jákvæðum augum í október, sjáðu það góða í upplifunum. Snúðu raunveruleikanum þér í hag með því að beina athyglinni á það góða hverju sinni. Og kannski það allra mikilvægasta: Sýndu þakklæti.

Útgáfutónleikar á B59 hótel Hljómsveitin Grasasnar flytur nýjustu afurð sína, vínilútgáfu af Til í tuskið í heild sinni á útgáfutónleikum á B59 Hótel í Borgarnesi næsta föstudagskvöld kl. 21.00. Grasasnarnir eru bræðurnir Sigurþór Kristjánsson, trommur, söngur og Halldór Hólm Kristjánsson, bassi, söngur ásamt þeim Steinari Berg, söngur, kassagítar og Sigurði

Bachmann, raf- og kassagítar. Grasanarnir urðu til í kringum upptökuverkefni. Eitt leiddi af öðru; ástríða fyrir tónlistinni og sköpuninni og skemmtilegur félagsskapur réði mestu um hvernig mál þróuðust. „Okkur Grasösnum finnst að þessi vínyl útgáfa sýni vel og rammi inn tónlistarlega umgjörð sveitarinnar,“ segir í tilkynningu frá þeim félögum.

Kór Menntaskólans að Laugarvatni mun ferðast í Borgarfjörð helgina 11.- 13. október til æfinga og halda til á Varmalandi

Tónleikar kórsins verða í Reykholtskirkju laugardaginn 12. október kl. 15:00 Kór ML hefur notið mikillar athygli undanfarin ár og hlaut hann, og stjórnandi hans Eyrún Jónasdóttir, snemma á þessu ári Menntaverðlaun Suðurlands fyrir sitt starf. Kórinn er fjölmennasti framhaldsskólakór landsins en í honum syngja 103 nemendur úr 1.-3. bekk sem er rúmlega 75% af öllum nemendum skólans. Á efnisskrá kórsins er fjölbreytt tónlist, bæði íslensk og erlend og því ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Undirleikur í höndum Eyrúnar kórstjóra auk kórfélaga sjálfra.

Heimamenn sem og allir aðrir eru hvattir til að koma í Reykholtskirkju og njóta góðrar tónlistar gegn lágu gjaldi


)XQGDUERè %RèDè HU WLO KOXWKDIDIXQGDU t 0HQQWDVNyOD %RUJDUIMDUèDU HKI I|VWXGDJLQQ RNWyEHU NO t VDO VNyODQV )XQGDUHIQL 'DJVNUi +OXWKDIDVDPNRPXODJ 6WMyUQDUNM|U VDPNY PW QêMX KOXWKDIDVDPNRPXODJL gQQXU PiO O|JOHJD ERULQ XSS 7LOO|JXU Dè ODJDEUH\WLQJXP Pi ILQQD t IUpWW i KHLPDVtèX IpODJVLQV ZZZ PHQQWDERUJ LV


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.