Íbúinn 3. október 2019

Page 1

ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað

Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplag 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Skilafrestur auglýsinga kl. 12 á þriðjudögum.

Auglýsingasími: 437 2360

ÍBÚINN

frétta- og auglýsingablað

31. tbl. 14. árgangur

3. október 2019

Litir haustsins skreyta náttúruna í Grábrókarhrauni sem annars staðar og við fáum að njóta þeirra óvenju lengi í veðurblíðunni sem leikið hefur við okkur undanfarið. Mynd: Olgeir Helgi

Láttu okkur prenta skýrslurnar fyrir þig Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Kveldúlfsgötu 23 - Borgarnesi sími 437 2360 / 893 2361 Netfang: olgeirhelgi@islandia.is

Hágæðaprentun í vönduðum stafrænum prentvélum Innbinding að þínum óskum


Viðburðadagatal

BARNAHORNIÐ

fi 3/10-17:00 Hjálmaklettur; Rauði Krossinn í Borgarfirði býður til kynningar á viðbragðshópi sem nýverið tók til starfa la 5/10 Hausthátíð Knattspyrnudeildar Skallagríms la 5/10-13:00 Hjálmaklettur; Latibær, leikir, grín og glens la 5/10-16:00 Hjálmaklettur; Fjölskylduball með hljómsveitinni Bland la 5/10-20:00 Hjálmaklettur; Kótilettukvöld, Gísli Einarsson stjórnar la 5/10-23:30 Hjálmaklettur; Dansleikur með hljómsveitinni Bland la 5/10-20:30 Hótel Bifröst; Pub-quiz með Villa Naglbít þr 8/10-20:00 Hjálmaklettur; Kaffi- og skemmtikvöld Lionsklúbbanna fyrir eldri borgara la 12/10-15:00 Reykholtskirkja; Tónleikar Kórs Menntaskólans að Laugarvatni fö 8-10/11 Ensku húsin; Lífið er núna helgi í Borgarfirði fyrir krabbameinsgreinda sem og aðstandendur Birting viðburða er án endurgjalds og tímasetningar ekki sannreyndar

ÍBÚINN fer inn á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmerum 301, 310, 311, 320 og 356

Láttu vita af þér! - Auglýsing í Íbúanum kemst til skila Auglýsingasími: 437 2360


Kór Menntaskólans að Laugarvatni mun ferðast í Borgarfjörð helgina 11.- 13. október til æfinga og halda til á Varmalandi

Tónleikar kórsins verða í Reykholtskirkju laugardaginn 12. október kl. 15:00 Kór ML hefur notið mikillar athygli undanfarin ár og hlaut hann, og stjórnandi hans Eyrún Jónasdóttir, snemma á þessu ári Menntaverðlaun Suðurlands fyrir sitt starf. Kórinn er fjölmennasti framhaldsskólakór landsins en í honum syngja 103 nemendur úr 1.-3. bekk sem er rúmlega 75% af öllum nemendum skólans. Á efnisskrá kórsins er fjölbreytt tónlist, bæði íslensk og erlend og því ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Undirleikur í höndum Eyrúnar kórstjóra auk kórfélaga sjálfra.

Heimamenn sem og allir aðrir eru hvattir til að koma í Reykholtskirkju og njóta góðrar tónlistar gegn lágu gjaldi

hausthátíð SKALLAGRÍMS 2019 Latibær og leikir – Ómótstæðilegt kótilettukvöld – Stórdansleikur með Bland Laugardaginn 5. október verður Hausthátíð Skallagríms haldin við og í Hjálmakletti í Borgarnesi og það verður brjálað stuð allan daginn! Kl. 13:00

Latibær, leikir, grín og glens. Keppni í óhefðbundnum íþróttagreinum – verður sett heimsmet í stígvélakasti eða slökkvibíladrætti? Solla stirða og Halla hrekkjusvín verða á staðnum og kannski fleiri íbúar Latabæjar. Uppskeruhátíð yngri flokka Skallagríms.

Kl. 20:00

Kl. 16:00 Ball með Bland. Brjálað stuð fyrir börnin og fjölskylduna með Hljómsveitinni Bland. Kótilettukvöld. Kótilettur í raspi með rauðkáli, rabbarasultu og grænum baunum. Gísli Einarsson stjórnar veislunni, söngur, grín og glens.

Ómótstæðilegt. Aðgangseyrir kr. 4000. Miðapantanir í síma 848 7819. Kl. 23:30

Stórdansleikur með hljómsveitinni Bland. Aldurstakmark 18 ár. Aðgangseyrir kr. 3000.

Allir ofboðslega velkomnir og ef þú tekur allan pakkann, kótilettur og ball, þá kostar þetta bara 6000 þúsund kall

Knattspyrnudeild Skallagríms


Eldri borgarar

Eldri borgarar

Kaffi- og skemmtikvöld Lionsklúbburinn Agla og Lionsklúbbur Borgarness bjóða eldri borgurum á starfssvæði klúbbanna til kaffi- og skemmtikvölds í Hjálmakletti

þriðjudaginn 8. október 2019, kl. 20,00 Kaffiveitingar að hætti Kræsinga Harmonikutónlist Lionsklúbbarnir hvetja eldri borgara til að fjölmenna í Hjálmaklett og eiga saman notalega og skemmtilega kvöldstund Þeir sem óska eftir akstri eru beðnir að hafa samband við einhvern eftirtalinna: Elfu, símar 437-1655 & 844-0456 - Völu, símar 566-6412 & 660-2441 Svein, símar 437-1366 & 898-9205 - Hauk, símar 437-0150 & 843-5375


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.