Íbúinn 26. september

Page 1

ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað

Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplag 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Skilafrestur auglýsinga kl. 12 á þriðjudögum.

Auglýsingasími: 437 2360

ÍBÚINN

frétta- og auglýsingablað

30. tbl. 14. árgangur

Litir haustsins veittu vatnsmikilli Gljúfuránni vinalega umgjörð um helgina.

26. september 2019

Mynd: Olgeir Helgi

Láttu okkur prenta skýrslurnar fyrir þig Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Kveldúlfsgötu 23 - Borgarnesi sími 437 2360 / 893 2361 Netfang: olgeirhelgi@islandia.is

Hágæðaprentun í vönduðum stafrænum prentvélum Innbinding að þínum óskum


Viðburðadagatal

BARNAHORNIÐ

fi 26/9-19:00 Borgarneskirkja; Tónlistarmaðurinn Ingi Bjarni flytur tónlist af hljómplötunni Tenging fö 27/9-20:30 Hvanneyri Pub; KK&Gaukur á tónleikaferð la 28/9-13:00 Safnahús; Opnun sýningar Önnu Bjarkar Bjarnadóttur á vatnslitamyndum su 29/9-20:00 Borgarneskirkja; Hanna Ágústa Olgeirsdóttir heldur hausttónleika ásamt hinum ítalska píanóleikara Tommaso Graiff. Flutt verða íslensk og erlend ljóð, aríur, dúettar og tríó eftir meðal annars Clöru Schumann, Jón Ásgeirsson og W. A. Mozart. Gestasöngvarar á tónleikunum verða Steinunn Þorvaldsdóttir og Ólafur Freyr Birkisson. Aðgangur ókeypis en tekið við frjálsum framlögum. la 5/10 Hausthátíð Knattspyrnudeildar Skallagríms la 5/10-20:30 Hótel Bifröst; Pub-quiz með Villa Naglbít Birting viðburða er án endurgjalds og tímasetningar ekki sannreyndar

ÍBÚINN fer inn á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmerum 301, 310, 311, 320 og 356

Láttu vita af þér! - Auglýsing í Íbúanum kemst til skila Auglýsingasími: 437 2360


Nýr áningastaður í Borgarnesi

Hér bíða þeir Vífill Karlsson og Pálmi Ingólfsson fullir tilhlökkunar eftir nýsteiktum kótilettum. Um afgreiðsluna sjá þær Heiðrún Vilmundardóttir og Kara Lau en Orri Sveinn Jónsson sturtar af kótilettufatinu. Mynd: Olgeir Helgi

Kaupfélag Borgfirðinga opnaði á þriðjudaginn nýjan áningarstað fyrir ferðamenn í Borgarnesi sem hlotið hefur nafnið Food Station. Staðurinn er mjög rúmgóður en þar er bæði veitingahús og verslun. Nokkur gagnrýni hefur komið

fram á að nafngiftin skuli vera upp á engilsaxneska tungu og ýmsir hafa nefnt staðinn Fóðurstöðina. Ástæðan fyrir erlendu nafni mun vera sú að mikill hluti viðskiptavina verður af erlendu bergi brotinn. En ferðamannastraumurinn

er einnig megin ástæða þess að í Borgarfjarðarhéraði er nú hægt að velja milli margra tuga veitingastaða af ýmsu tagi. Á opnunardaginn var boðið upp á kótilettur í raspi á 990 krónur ásamt kaffi og kökusneið á eftir.

Litabækur og litir Opnun sýningar á verkum Önnu Bjarkar Bjarnadóttur í Hallsteinssal 28.09. - 29.10. 2019

Hallsteinssalur er í Safnahúsinu að Bjarnarbr. 4-6 í Borgarnesi. Opið er til kl. 16.00 á opnunardaginn og eftir það 13.00-18.00 virka daga. Ókeypis aðgangur en söfnunarbaukur á staðnum.

Sýningin verður opnuð laugardaginn 28. september kl. 13.00. Anna Björk er fædd og uppalin í Borgarnesi og meginuppistaða sýningarinnar er myndir þaðan. „Það má segja að ég sé í heimsókn hjá æskunni, bæði í vali á myndefni úr Borgarnesi og Borgarfirðinum, en einnig í vatnslitunum, sem voru fyrstu litirnir sem ég prófaði til að mála með sem krakki.“ Verið velkomin Safnahús Borgarfjarðar 433 7200 - www.safnahus.is safnahus@safnahus.is


AÐGANGUR ÓKEYPIS - FRJÁLS FRAMLÖG

TOMMASO GRAIFF PÍANÓLEIKARI ÁSAMT STEINUNNI ÞORVALDSDÓTTUR SÓPRAN OG ÓLAFI FREY BIRKISSYNI BASSA

SUNNUDAGINN 29. SEPTEMBER 2019 KL. 20:00 Í BORGARNESKIRKJU

TÓNLEIKARNIR ERU STYRKTIR AF MENNINGARSJÓÐI BORGARBYGGÐAR OG ÍBÚANUM

HANNA ÁGÚSTA OLGEIRSDÓTTIR SÓPRAN


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.