Íbúinn 11. september 2014

Page 1

Reikningar Nótubækur Eyðublöð Fjölritunar- og útgáfuþjónustan s: 437 2360

ÍBÚINN

frétta- og auglýsingablað

30. tbl. 9. árgangur

11. september 2014

Stimplar fjölbreytt úrval Fjölritunar- og útgáfuþjónustan s: 437 2360

Tré ársins Rastrelli sellókvartettinn er skipaður þeim Kira Kraftzoff, Sergej Drabkin, Mikhail Degtjareff og Kirill Timofeev.

Guðrún og Rússarnir Tónlistarfélag Borgarfjarðar hefur 48. starfsár sitt laugardaginn 20. september næstkomandi. Guðrún Ingimarsdóttir sópransöngkona kemur þá fram á tónleikum í Reykholtskirkju ásamt rússneska sellókvartettinum Rastrelli. Guðrún er Borgfirðingum að góðu kunn en hún er fædd og uppalin á Hvanneyri. Hún stundaði söngnám við Söngskólann í Reykjavík og framhaldsnám m.a. í London og Stuttgart. Eftir að námi lauk hefur Guðrún starfað sem söngkona í Þýskalandi og fleiri löndum á meginlandi Evrópu. Rastrelli sellókvartettinn er skipaður þeim Kira Kraftzoff, Sergej Drabkin, Mikhail

Guðrún Ingimarsdóttir söngkona

Degtjareff og Kirill Timofeev. Dagskráin verður lífleg, rússnesk tónlist, íslensk sönglög, jazz- og dægurlög, tangóar og fleira í þeim dúr. Tónleikarnir í Reykholtskirkju hefjast kl. 16.00. Aðgangseyrir er 2000 krónur, 1000 krónur fyrir eldri borgara og frítt fyrir félaga og börn. Ekki er tekið við greiðslukortum.

Skógræktarfélag Íslands útnefnir árlega Tré ársins. Er útnefningunni ætlað að beina sjónum almennings að því gróskumikla starfi sem unnið er um land allt í trjá- og skógrækt og benda á menningarlegt gildi einstakra trjáa um allt land. Í ár hlýtur þessa nafnbót evrópulerki sem gróðursett var í Arnarholti í Stafholtstungum árið 1909. Á þeim tíma bjó sýslumaðurinn Sigurður Þórðarson í Arnarholti en hann hafði á námsárum sínum í Danmörku kynnst skógi. Hann hafði forgöngu um að útvega plöntur til gróðursetningar af ýmsum tegundum sem Brynjólfur Guðbrandsson í Hlöðutúni gróðursetti í Lundinum undir Arnarholtsklettum. Af þeim trjám eru í dag lifandi bæði evrópuog síberíulerki, ilmreynir og birki en fjallafura sem einnig var gróðursett finnst ekki nú.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Íbúinn 11. september 2014 by Íbúinn - Issuu