Íbúinn 26. janúar 2017

Page 1

Reikningar Nótubækur Eyðublöð Fjölritunar- og útgáfuþjónustan s: 437 2360

ÍBÚINN

frétta- og auglýsingablað

2. tbl. 12. árgangur

26. janúar 2017

Stelpurnar í toppbaráttu Það er mikið um að vera í körfuboltanum hjá Skallagrími í Borgarnesi. Kvennalið Skallagríms í meistaraflokki kvenna í körfuknattleik er í toppbaráttunni í Dominosdeildinni. Liðið er nú í 1. til 2. sæti og stefnir hraðbyri í úrslitakeppni fjögurra efstu liða. Stelpurnar eru einnig komnar í undanúrslit bikarkeppninnar og munu mæta Snæfelli frá Stykkishólmi í undanúrslitaleik í Laugardalshöllinni miðvikudaginn 8. febrúar nk. kl. 20.00. Stuðningsmenn Skallagríms ætla að fjölmenna í höllina til að styðja stelpurnar og lita Laugardalinn grænum og gulum litum. Karlaliðið er í hörku baráttu í Dominosdeildinni og er liðið

núna í 10. sæti en stutt er á milli liða frá 4. sæti niður í það 11. þannig að allt getur gerst á þeim vígstöðvum. „Bæði lið hafa verið að sýna flotta frammistöðu og ánægjulegt hvað stuðningur við liðin hefur verið góður í vetur, fjölmenni sækir leiki liðsins, bæði á heimaleikjum og einnig mæta Borgfirðingar vel á marga útileiki,“ segir Bjarki Þorsteinsson formaður Körfuknattleiksdeildar Skallagríms í samtali við Íbúann. Til viðbótar er yngriflokka starfið hjá Skallagrími í miklum blóma undir öflugri stjórn vaskra þjálfara og yngriflokka ráðs. Lið Skallagríms eru flestar helgar í keppnum víða um land, bæði strákar og stelpur, helgina 4. og

5. febrúar mun 7. flokkur drengja keppa hér heima í Borgarnesi. Þeir drengir áunnu sér rétt til að keppa í A-riðli síns aldursflokks fyrir áramót en í þeim riðli etja kappi 5 sterkustu lið landsins. Það verður spennandi að fylgjast með því ásamt framgöngu annarra flokka í stelpu og strákaflokkunum. Hægt er að nálgast keppnisdagatal einstakra flokka inn á vefsíðu Körfuknattleikssambandsins, www. kki.is og einnig leitast körfuknattleiksdeild Skallagríms við að koma fréttum áleiðis á heimasíðu deildarinnar, www. skallar.is og á facebooksíðum deildarinnar.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.