Ibuinn 27. október 2016

Page 1

Reikningar Nótubækur Eyðublöð Fjölritunar- og útgáfuþjónustan s: 437 2360

ÍBÚINN

frétta- og auglýsingablað

29. tbl. 11. árgangur

27. október 2016

Mynd: Guðrún Jónsdóttir

Ljósmyndir frá Borgarnesi Safnahús Borgarfjarðar (Héraðsskjalasafn) hefur efnt til samkeppni um ljósmyndir sem teknar hafa verið í Borgarnesi á tímabilinu 21. apríl til 31. október 2016. Tilefnið er að á næsta ári er 150 ára afmæli bæjarins sem talið er frá því að staðurinn fékk konunglegt verslunarleyfi þann 22. mars árið 1867. Markmiðið með keppninni er söfnun sjónrænna

samtímaheimilda um bæinn. Vonast er til að almenningur verði duglegur að skila inn myndum svo hægt sé að setja upp sýningu á völdum eintökum úr því safni í ársbyrjun 2017 í tilefni af afmælinu. Góð verðlaun eru í boði og Beco gefur ljósmyndavörur í fyrstu verðlaun og styrkir verkefnið þar með. Dómnefnd mun velja bestu myndirnar og verður þar horft til margra þátta. Þorkell

Þorkelsson ljósmyndari er formaður nefndarinnar og með honum eru Heiður Hörn Hjartardóttir og Kristján Finnur Kristjánsson. Skila á myndunum fyrir 7. nóvember 2016 í jpg formi og í fullri upplausn á netfangið: ljosmyndir@safnahus.is. Nánari upplýsingar má finna á www.safnahus.is undir myndir – ljósmyndasamkeppni.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Ibuinn 27. október 2016 by Íbúinn - Issuu