Íbúinn 4. september 2014

Page 1

Reikningar Nótubækur Eyðublöð Fjölritunar- og útgáfuþjónustan s: 437 2360

ÍBÚINN

frétta- og auglýsingablað

29. tbl. 9. árgangur

4. september 2014

Hluti hópsins sem mætti í Einkunnir þegar Skógræktarfélag Borgarfjarðar stóð fyrir skemmtilegri samverustund í skóginum. Kveiktur var varðeldur, hellt upp á ketilkaffi og ýmsir réttir eldaðir á eldinum. Mynd: Olgeir Helgi

Haustið tími villtrar uppskeru Haustið er tími villtrar uppskeru. Algengt er að gengið sé til berja og sveppatínsla er vaxandi en ræktun hefur gert skóglendi aðgengilegt víða. Í lok ágúst stóð Skógræktarfélag Borgarfjarðar fyrir fjölsóttri, fræðandi og afar skemmtilegri samverustund. Safnast var saman í rjóðri í Einkunnum, útivistarsvæði skammt ofan hesthúsahverfisins við Borgarnes. Eldað var á opnum eldi, tíndir sveppir og gestum veitt aðstoð við að greina lostæta sveppi frá óætum. Mikilvægt er að vita hvaða sveppi er óhætt að borða þar sem sumir eru beinlínis eitraðir.

Margir nýttu tækifærið til að týna sveppi í skóginum og fá aðstoð við að greina þá sem óhætt er að borða. Fjölmargar tegundir af sveppum leyndust í skóginum. Mynd: Olgeir Helgi


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.