Reikningar Nótubækur Eyðublöð Fjölritunar- og útgáfuþjónustan s: 437 2360
ÍBÚINN
frétta- og auglýsingablað
28. tbl. 10. árgangur
22. október 2015
Fyrsti heimaleikur í fyrstu deildinni Strákarnir í Skallagrími taka á móti Ármanni í fyrsta heimaleiknum í fyrstu deildinni á morgun, föstudag kl. 19.15 í Fjósinu. Búast má við æsispennandi leik. Um helgina verður opnuð sýning Halldórs Óla Gunnarssonar (sonur Gunna Jóns og Helgu Halldórs) um sögu körfuboltans í Borgarnesi. Sýningin verður í Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi.
Í tilefni af opnuninni verða gamlar körfuboltakempur Skallagríms heiðursgestir á leiknum og munu verða kynntar til leiks. Börn í 1.- 4. bekk munu leiða leikmenn Skallagríms inná völlinn fyrir leik. Í hálfleik verður undirritaður samningur milli Körfuknattleiksdeildar Skallagríms og Tryggingamiðstöðvarinnar.
Heimamarkaður á Snæfellsnesi
Um er að ræða matarmarkað þar sem framleiðendur á Snæfellsnesi kynna og selja afurðir sínar. Allir eru velkomnir. Hvatt er til samtals og samstarfs. Markmiðið er að varpa ljósi á mat sem framleiddur er á Snæfellsnesi, að hægt sé að kaupa mat og ræða við framleiðendur. Matarmerki svæðisgarðsins Snæfellsnes verður kynnt.
Fjölritunar- og útgáfuþjónustan sími: 437 2360
Einnig verða kynntar hugmyndir um enduropnun Sjávarsafns í Ólafsvík. Staður og stund: 31. október n.k. í Sjávarsafninu í Ólafsvík frá kl. 12 - 16. Þeir sem vilja kynna eða selja matvæli þurfa að skrá sig fyrir miðvikudaginn 28. október n.k. í netfangið: ragnhildur@ snaefellsnes.is eða í síma 8486272.
Styrktartónleikar Næstkomandi þriðjudag, 27. október kl. 18.00 standa nemendur og kennarar Tónlistarskóla Borgarfjarðar fyrir tónleikum í Borgarneskirkju til styrktar Krabbameinsfélagi Borgarfjarðar. Síðastliðinn vetur stóðu nemendur í Tónlistarskólanum á Akranesi fyrir tónleikum til styrktar Krabbameinsfélagi Akraness og þar var boltanum varpað í Borgarfjörð með áskorun um að halda verkefninu áfram. Tónlistarskóli Borgarfjarðar tók áskoruninni. Allur ágóði af tónleikunum rennur til Krabbameinsfélags Borgarfjarðar en baukur mun liggja frammi fyrir frjáls framlög. Standa vonir til að þessu verkefni verði vel tekið og íbúar fjölmenni á tónleikana. Síðan verður boltanum varpað í næsta bæjarfélag.
ALHLIÐA PRENTÞJÓNUSTA Dreifibréf - Bæklingar - Boðsbréf - Ritgerðir - Skýrslur Nafnspjöld - Merkispjöld - Reikningar - Eyðublöð