Íbúinn 7. september

Page 1

ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað

Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplag 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Skilafrestur auglýsinga kl. 12 á þriðjudögum.

Auglýsingasími: 437 2360

ÍBÚINN

frétta- og auglýsingablað

28. tbl. 12. árgangur

7. september 2017

Nær fjórðungur íbúða aukaíbúð heimaaðila Nær því fjórðungur eða 24% íbúða í Borgarbyggð eru aukaíbúðir í eigu íbúa og lögaðila í sveitarfélaginu. Þetta og margt fleira kom fram í nýlegri skýrslu Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) sem heitir Fjarbúar og fasteignamarkaðurinn á landsbyggðunum. Þetta hlutfall er aðeins hærra í tveimur öðrum sveitarfélögum á landinu: í Grímsnes- og Grafningshreppi þar sem það er mest eða 30,2% og Breiðdalshreppi þar sem hlutfallið er örlítið hærra eða 24,1%. Skýringanna fyrir Borgarbyggð kann að vera að leita hjá háskólunum tveimur sem eiga margar íbúðir en málið hefur ekki verið kannað í þaula. Vífill Karlsson, skýrsluhöfundur segir að í skýrslunni hafi fyrst og fremst verið skoðað hversu hátt hlutfall íbúða (ekki sumarhús) væri í eigu utanaðkomandi aðila (fjarbúa og lögaðila með lögheimili í öðrum sveitarfélögum). Þetta hlutfall var 50,2% þar sem það var hæst en í Borgarbyggð var það 18,4%. Hlutfallið var ákaflega misjafnt meðal íslenskra sveitarfélaga eða frá 7,6-51,2%. Almennt gildir að hlutfallslega

Fjölritunar- og útgáfuþjónustan sími: 437 2360

Skipting á eignarhaldi húsnæðis í Borgarbyggð eftir búsetu einstaklinga og lögaðila veturinn 2017. Tölur Þjóðskrár.

fleiri íbúðir eru í eigu fjarbúa í fámennari sveitarfélögum og þeim sem eru nær Reykjavík. Að einhverju leyti má því segja að fólk sem er í leit að frístundahúsi eða öðru heimili horfi frekar til smærri samfélaga (þéttbýla) en stærri og séu ekki of fjarri Reykjavík. Fjarbúar voru síðan spurðir hvernig þeir nýttu þessar íbúðir (ýmist kallaðar frístundahús eða annað heimili). Áhugi var á að skoða hvort þær væru til sölu eða leigu á almennum markaði og þar með aðgengilegar fólki sem gæti hugsað sér að flytja í sveitarfélagið til vinnu og búsetu. Almennt má

segja að í þéttbýli voru þessar íbúðir nokkuð aðgengilegar á almennum markaði en miklu síður til sveita. Þar var miklu minni vilji til staðar. Sókn fólks í sumarhús í þéttbýli, frístundahús eða annað heimili hefur færst í aukana síðustu ár víða í hinum Vestræna heimi. Svisslendingar gengu svo langt að setja 20% hámarkshlutfall á eigu utanaðkomandi aðila árið 2012. Reynslan af því hefur ekki verið góð. Borið hefur á þessari þróun víða hérlendis. Fólk sem býr annarsstaðar kaupir sér íbúð sem það nýtir annað slagið.

ALHLIÐA PRENTÞJÓNUSTA Dreifibréf - Bæklingar - Boðsbréf - Ritgerðir - Skýrslur - Nafnspjöld - Merkispjöld - Reikningar


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Íbúinn 7. september by Íbúinn - Issuu