Íbúinn 17. júlí 2014

Page 1

Reikningar Nótubækur Eyðublöð Fjölritunar- og útgáfuþjónustan s: 437 2360

ÍBÚINN

frétta- og auglýsingablað

24. tbl. 9. árgangur

Nýr skólameistari Guðrún Björg Aðalsteinsdóttir hefur verið ráðin skólameistari Menntaskóla Borgarfjarðar. Guðrún er viðskiptafræðingur frá Bifröst og tók kennsluréttindi við Háskólann á Akureyri. Þá lauk hún meistaranámi í alþjóðlegum viðskiptum frá Bifröst. Guðrún hefur reynslu af kennslu, skipulagningu hennar og stjórnun. Hún hefur víða starfað en lengst af við Háskólann á Bifröst.

17. júlí 2014

Vaxtaklasi fyrirtækja Nýlega undirrituðu Borgarbyggð og Háskólinn á Bifröst samning þess efnis að Háskólinn taki að sér að vinna að stofnun vaxtaklasa fyrirtækja í Borgarbyggð. Í vaxtaklasanum verða einstaklingar og lítil sem stór fyrirtæki sem hafa áhuga og áform um fjárfestingar eða aukna starfsemi. Vaxtarklasinn verður vettvangur fyrir þessi fyrirtæki til að vinna saman og fá stuðning hvert af öðru. Borgarbyggð og Atvinnuráðgjöf Vesturlands koma að verkefninu og verða til hvatningar og stuðnings. Skipuð hefur verið sjö manna verkefnisstjórn sem í eru þrír fulltrúar frá Borgarbyggð, tveir frá Háskólanum á Bifröst og tveir frá Atvinnuráðgjöf Vesturlands.

Félagsmenn Kjalar stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu sem starfa hjá sveitarfélögum og sjálfeignastofnunum Póstatkvæðagreiðsla um framlengingu kjarasamnings frá 1. maí sl. til 30. apríl 2015 stendur yfir og eru félagsmenn beðnir að koma atkvæðaseðlinum í póst eigi síðar en 17. júlí Kjörstjórn Kjalar stéttarfélags Nánar er að finna upplýsingar á www.kjolur.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.