Íbúinn 13. júlí 2017

Page 1

ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað

Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplag 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Skilafrestur auglýsinga kl. 12 á þriðjudögum.

Auglýsingasími: 437 2360

ÍBÚINN

frétta- og auglýsingablað

23. tbl. 12. árgangur

Þar heitir Réttarvatn eitt...

13. júlí 2017

Mynd: Olgeir Helgi

Afmælishátíð Snorrastyttunnar

Snorrastofa býður til afmælishátíðar næstkomandi laugardag 15. júlí 2017 í Reykholti – í tilefni af 70 ára afmæli Snorrastyttunnar sem Norðmenn gáfu Íslendingum. Fullyrða má að einhver merkasti viðburður í sögu héraðsins á seinni tímum hafi verið afhending Snorrastyttunnar í júlímánuði 1947 – en þá var haldin fjölmennasta þjóðhátíð í sögu héraðsins. Hátíðarhöldin 1947 voru í undirbúningi í áratugi – og var ótrúlega mikið við haft, þjóðhöfðingjar og ríkisstjórnir Íslands og Noregs tóku þátt í hátíðarhöldunum og talið er að á

milli 10 og 14 þúsund manns hafi komið í Reykholt til að taka þátt í hátíðinni sem markaði djúp spor í menningarvitund þjóðarinnar. Nú þegar 70 ár eru liðin frá því að styttan af Snorra Sturlusyni eftir norska myndhöggvarann Gustav Vigeland var afhjúpuð við fjölmenna og virðulega athöfn, í júlímánuði 1947 er því verðugt tilefni til afmælishátíðar – og sögusýningar. Viðburðirnir 1947 fóru fram undir styrkri stjórn Snorranefnda – þeirri í Noregi þar sem Ólafur krónprins var heiðursforseti og íslensku Snorranefndinni með formönnum flestra stjórnmálaflokkanna. Stór hópur

Norðmanna kom til landsins af þessu tilefni; herskip og farþegaskip – leiðtogar úr norsku þjóðlífi og ástríðufullir aðdáendur Snorra Sturlusonar. Á 70 árum hefur íslenskt þjóðfélag gjörbreyst – og það er einkar fróðlegt að kynna nútímafólki aðstæður og málafylgju frá þeim tíma sem styttan af Snorra Sturlusyni lagði af stað út í heiminn og þar til henni var komið á stöpul. En sjálf hátíðin var ekki síður eftirminnileg – og þótti ævintýri hversu vel Borgfirðingum tókst að sviðsetja hana á fögrum júlídegi árið 1947. (Fréttatilkynning frá Snorrastofu í Reykholti)


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.