Íbúinn 27. ágúst 2015

Page 1

Reikningar Nótubækur Eyðublöð Fjölritunar- og útgáfuþjónustan s: 437 2360

ÍBÚINN

frétta- og auglýsingablað

23. tbl. 10. árgangur

27. ágúst 2015

Hraunfossar eru alltaf mikið augnayndi og gaman að heimsækja þá og dást að listaverki náttúrunnar þar sem þeir spretta fram undan Hallmundarhrauni og fossa ofan í Hvítá. Þar blandast tært lindarvatn fossanna jökullituðu vatni árinnar. Aðstaða þar er smátt og smátt að taka breytingum. Verið er að lagfæra göngustíga og í fyrra var útsýnispallurinn sem blasir við á myndinni tekinn í notkun. Mynd: Olgeir Helgi

Nýr starfsmaður félagsþjónustu Freyja Þöll Smáradóttir hefur verið ráðin í 60% starf í félagsþjónustu Borgarbyggðar. Freyja lauk meistaragráðu í félagsráðgjöf frá Háskóla

Íslands sl. vor. Sigurður Ragnarsson, sálfræðingur, mun starfa áfram fyrir sveitarfélagið einn dag í viku.

Haustfagnaður KB Haustfagnaður Kaupfélags Borgfirðinga verður haldinn nú á laugardaginn 29. ágúst kl. 1216 við húsnæði Kaupfélagsins. Boðið verður upp á pylsur, gos og ís. Kynningar verða á ýmsum vörum, teymt undir börnum, sölubásar og prúttmarkaður. Þá verða húsdýr á staðnum, keppt verður í sveitafitness og haldið íslandsmeistaramót í reiptogi.

Alls ekki missa af! Fjölskylduskemmtun verður haldin í Hjálmakletti sunnudaginn 6. september kl 14:00. Alls konar söngur, grín og glens. Endilega takið daginn frá. Nánar auglýst þegar nær dregur. Samkoman er haldin af áhugafólki um að afla fjár til kaupa á húsgögnum í Brákarhlíð.

Fjölritunar- og útgáfuþjónustan sími: 437 2360

ALHLIÐA PRENTÞJÓNUSTA Dreifibréf - Bæklingar - Boðsbréf - Ritgerðir - Skýrslur Nafnspjöld - Merkispjöld - Reikningar - Eyðublöð


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Íbúinn 27. ágúst 2015 by Íbúinn - Issuu