Reikningar Nótubækur Eyðublöð Fjölritunar- og útgáfuþjónustan s: 437 2360
ÍBÚINN
frétta- og auglýsingablað
22. tbl. 10. árgangur
20. ágúst 2015
Nýr sviðsstjóri fjölskyldusviðs Fyrir jeppaeigandann er það vel þess virði að leggja á sig ferðalag suður fyrir Hlöðufell að upptökum Brúarár í Brúarárskörðum. Áin sprettur þar fram úr berginu í hvítfyssandi bunum og fellur fram í vaxandi fossum í blátæra hylji. Ekki spillir mikilfengleg fjallasýnin á leiðinni. Mynd: Olgeir Helgi
Meiri aðsókn í sundlaugar Sundlaugargestum hefur fjölgað töluvert í Borgarfjarðarhéraði í sumar. Tæplega 16.000 gestir sóttu sundlaugina í Borgarnesi í júlímánuði og fjölgaði um 30% frá sama mánuði í fyrra. Tvöfalt fleiri, eða tæplega
Fjölritunar- og útgáfuþjónustan sími: 437 2360
3.500, fóru í sund á Varmalandi í júlí í sumar en í júlí í fyrra. Fjölgun sundlaugargesta á Kleppjárnsreykjum er yfir 40% þegar júlímánuður í ár er borinn saman við sama mánuð í fyrra en þar syntu 2.400 gestir í júlí í sumar.
Anna Magnea Hreinsdóttir hefur verið ráðin í starf sviðsstjóra fjölskyldusviðs Borgarbyggðar og mun hafa yfirumsjón með fræðslumálum, félagsþjónustu og íþrótta- og tómstundamálum. Hún lauk B.Ed-gráðu í leikskólafræðum frá Kennaraháskóla Íslands árið 1999 og meistaraprófi frá sama skóla árið 2003 og doktorsprófi í menntunarfræðum frá Menntavísindasviði HÍ árið 2009. Anna Magnea hefur komið að fræðslumálum í tugi ára, m.a. sem leikskólastjóri, leikskólafulltrúi, stundakennari við HÍ og Háskólann á Akureyri.
ALHLIÐA PRENTÞJÓNUSTA Dreifibréf - Bæklingar - Boðsbréf - Ritgerðir - Skýrslur Nafnspjöld - Merkispjöld - Reikningar - Eyðublöð