Íbúinn 28. júní 2018

Page 1

ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað

Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplag 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Skilafrestur auglýsinga kl. 12 á þriðjudögum.

Auglýsingasími: 437 2360

ÍBÚINN

frétta- og auglýsingablað

21. tbl. 13. árgangur

28. júní 2018

Fágætir fuglar í Skorradal

Sigurjón Einarsson ljósmyndari (lengst til vinstri) við opnun sýningar sinnar á Stálpastöðum í Skorradal. Hluti sýningargesta er einnig á myndinni. Mynd: Olgeir Helgi

Sigurjón Einarsson ljósmyndari opnaði á dögunum útisýningu á ljósmyndum af fuglum á Stálpastöðum í Skorradal. Sigurjón hefur verið iðinn við að taka myndir af fuglum, m.a. í Skorradal og gefur að líta árangur þeirrar vinnu á sýningunni. Þar eru bæði algengar og fágætar fuglategundir og vel þess virði að kíkja á myndir Sigurjóns.

Eru útgáfumálin að kaffæra þig?

Léttu þér lífið Við prentum skýrslurnar fyrir þig

Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Kveldúlfsgötu 23 - Borgarnesi sími 437 2360 / 893 2361 Netfang: olgeirhelgi@islandia.is

Hágæðaprentun í vönduðum prentvélum Innbinding að þínum óskum


Viðburðadagatal fi 28/6-18:00 Hreppslaug Skorradal; Hreppslaugarhlaupið. 3 km, 7 km og 14,2 km hlaupaleið. Að hlaupi loknu er boðið í sund í hina gömlu og margrómuðu Hreppslaug fö 29/6-21:00 Hotel B59; Hljómsveitin Key to the Highway - tónleikar. Hljómsveitin var stofnuð árið 2015 í tilefni af 70 ára afmæli Eric Clapton til að gera ferli þessa tónlistarmanns góð skil í lifandi flutningi la 30/6-12:00 Breiðablik; Sveitamarkaður la 30/6 Brákarhátíð er sumarhátíð Borgarbyggðar og er venjulega haldin síðasta laugardag í júní. Hátíðin er tileinkuð Þorgerði Brák fóstru Egils Skallagrímssonar la 30/6-8:30 Brákarey Bgn; Bátasiglingar la 30/6-9:00 Grímshús Bgn; Morgunverður la 30/6-13:00 Landnámssetur; Ævar vísindamaður les upp úr bók sinni la 30/6-13:00 Englendingavík Bgn; Leikfangasafn Soffíu býður alla velkomna la 30/6-13:00 Brákarey; Skemmtidagskrá la 30/6-15:00 Brákarey; Koddaslagur í sjónum la 30/6-19:45 Hjálmaklettur Bgn; Skrúðganga að Dalhalla la 30/6-20:00 Dalhalli Bgn; Kvöldvaka: Hljómlistarfélag Borgarfjarðar & Páll Óskar la 30/6-23:30 Hjálmaklettur; Pallaball - Brákarhátíðarball - Páll Óskar. Haldið af Knattspyrnudeild Skallagríms su 1/7-13:00 Breiðablik; Sveitamarkaður su 1/7-20:00 Landnámssetur; Flamenco tónleikar Reynis Haukssonar fö 6/7-14:00 Hótel Eldborg; Döffmót la 7/7-13:00 Hvanneyri; Hvanneyrarhátíð: 100 ára afmæli dráttarvélarinnar á Íslandi - Útgáfa bókarinnar ,,Íslenskir heyskaparhættir“ eftir Bjarna Guðmundsson - Laufey ísgerð - Kynning bókarinnar ,,Grasnytjar á Íslandi“ eftir Guðrúnu Bjarnadóttur og Jóhann Óla Hilmarsson - Sýningin ,,Konur í landbúnaði í 100 ár“ opnuð á lofti Halldórsfjóss - Reynir Hauksson, flamenco gítarleikari, spilar í Hvanneyrarkirkju Sýning á íslenskum landnámshænum á vegum Eigenda- og ræktendafélags landnámshænsna Birting viðburða er án endurgjalds og tímasetningar ekki sannreyndar

BARNAHORNIÐ

Stefán Ingi Ólafsson Rafvirki GSM 898-9243 Öll almenn raflagnavinna Nýlagnir • Viðhald • Breytingar Brunakerfi • Loftnet • Heitir pottar • Varmadælur

Löggiltur rafverktaki alvegsama@simnet.is


Snorri Hjaltason byggingaverktaki og eigandi B-59 hótel er hér í kjallara hótelsins þar sem gestum og gangandi stendur til boða að njóta slökunar í huggulegri heilsulind með heitum nuddpotti, gufuböðum, líkamsræktaraðstöðu og fleiru. Mynd: Olgeir Helgi

B-59 hótel opnar í Borgarnesi B-59 hótel hefur opnað í Borgarnesi. Innréttingar eru smekklegar og aðlaðandi. Í hótelinu er 81 herbergi af mismunandi stærð - allt upp í 47 fermetra glæsiherbergi á efstu hæð með miklu útsýni yfir héraðið.

Á veitingastaðnum Snorri kitchen and bar er úrval rétta og á bar hótelsins er fjöldi flatskjáa enda hafa margir heimamenn jafnt sem erlendir gestir nýtt sér aðstöðuna þar undanfarna daga til að fylgjast með leikjum íslenska

landsliðsins í knattspyrnu á heimsmeistaramótinu í Rússlandi. Í kjallara hótelsins er vel búin heilsulind með heitum nuttpotti, gufuböðum, líkamsræktaraðstöðu og nuddi.

Verndaráætlun fyrir búsvæði fugla Undanfarið hafa fulltrúar Umhverfisstofnunar, Borgarbyggðar, Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri og landeigenda unnið að gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir búsvæði fugla í Andakíl. Tillaga að áætluninni liggur frammi til kynningar á vef Umhverfisstofnunar, www.ust.is. Þar má finna tillöguna ásamt frekari upplýsingum um verkefnið og hvernig hægt er að skila inn ábendingum og athugasemdum. Frestur til að skila inn ábendingum og

athugasemdum er til og með 9. ágúst nú í sumar. Verndarsvæðið í Andakíl var friðlýst sem búsvæði blesgæsa árið 2002 en var stækkað árið 2011 og er nú friðlýst sem búsvæði fugla samkvæmt auglýsingu í Stjórnartíðindum, nr. 338/2011. Svæðið er einn af mikilvægustu áningarstöðum grænlenska blesgæsastofnsins á Íslandi. Árið 2013 var svæðið skráð á lista Ramsar yfir alþjóðlega mikilvæg votlendissvæði. Stjórnunar- og verndaráætlun

fyrir verndarsvæðið í Andakíl er ætlað að vera stefnumótandi skjal, unnið í samvinnu við sveitarfélag og landeigendur og er hugsuð sem stjórntæki til að móta framtíðarsýn fyrir svæðið. Markmiðið með gerð hennar er að leggja fram stefnu um verndun svæðisins og hvernig viðhalda skuli verndargildi svæðisins þannig að sem mest sátt ríki um. Umhverfisstofnun hvetur fólk til að kynna sér verkefnið og senda inn athugasemdir og ábendingar.



Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.