Íbúinn 15. júní

Page 1

ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað

Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplag 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Skilafrestur auglýsinga kl. 12 á þriðjudögum.

Auglýsingasími: 437 2360

ÍBÚINN

frétta- og auglýsingablað

21. tbl. 12. árgangur

15. júní 2017

Þessir viðræðugóðu Þjóðverjar, Christian, Andreas og Christoph frá Dülmen eru meðal þeirra ferðamanna sem heimsækja okkur. Þeir eru í fjögurra vikna ferð um Ísland, komu með ferjunni til Seyðisfjarðar. Christoph varð fyrir því óláni að hjólið hans bilaði austur á Héraði og þurfti hann að senda það með flutningabíl til Reykjavíkur í viðgerð og taka sér sjálfur far með rútu á meðan félagarnir fylgdu eftir á hjólunum. Þó þetta hefði kostað hann hátt í þúsund Evrur aukalega var létt yfir honum og hann sagði þetta bara hluta af ævintýrinu. Mynd: Olgeir Helgi

Á fimmta tug veitingastaða Aukinn fjöldi ferðamanna hefur meðal annars í för með sér fjölbreyttari þjónustu sem íbúar njóta góðs af. Það kemur ef til vill einna skýrast fram í fjölda veitingastaða, en veitingastaðir af ýmsu tagi á dreifingasvæði Íbúans eru orðnir hátt á fimmta tuginn og opna

nýir staðir á hverju ári. Sunnan Skarðsheiðar eru amk sjö veitingahús. Í dreifbýli Borgarfjarðar norðan Skarðsheiðar eru um tuttugu veitingastaðir og á sunnanverðu Snæfellsnesi eru amk sjö veitingastaðir. Í Borgarnesi eru þeir amk tólf. Sumir staðirnir eru aðeins opnir hluta úr ári.

Þær Aníta Jasmin og Mariana Mendonca starfa á Kaffi Brák sem er í Kaupangi, elsta húsi í Borgarnesi, en það er eitt margra veitingahúsa sem opnað hafa á undanförnum árum. Mynd: Olgeir Helgi


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.