Íbúinn 8. júní 2017

Page 1

ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað

Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplag 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Skilafrestur auglýsinga kl. 12 á þriðjudögum.

Auglýsingasími: 437 2360

ÍBÚINN

frétta- og auglýsingablað

20. tbl. 12. árgangur

8. júní 2017

Hreinsunarátak í dreifbýli

Rob Askew, Unnur Þorsteinsdóttir og Bryndís Ýr Gísladóttir sem önnuðust greiningu steinasafns Þórdísar fyrir Safnahús Borgarfjarðar. Mynd: Guðrún Jónsdóttir

Steinasafn Þórdísar skráð

Nú í maílok var lokið við að greina, mynda og skrá steinasafn Náttúrugripasafns Borgarfjarðar auk þess sem búið var um gripina upp á nýtt og þeim komið í góðar geymslur. Þess má geta að þar með er Náttúrugripasafn Borgarfjarðar fyrsta safn sinnar tegundar sem skráir safnkost sinn í Sarp (www.sarpur.is). Greiningu steinasafnsins annaðist Unnur Þorsteinsdóttir meistaranemi í jarðfræði en einnig komu Bryndís Ýr Gísladóttir og Rob Askew að verkinu. Ljósmyndun, skráning og frágangur var í höndum Halldórs Óla Gunnarssonar. Verkefnið var stutt af Uppbyggingarsjóði Vesturlands og Safnaráði Íslands. Stærsti hluti safnsins er steinasafn sem Þórdís Jónsdóttir, Höfn í Borgarfirði eystra gaf náttúrugripasafninu árið 1983. Fyrsta gjöf Þórdísar kom til

Safnahúss Borgarfjarðar árið 1978 þegar Bjarni Bachmann safnvörður heimsótti hana og árið 1983 gaf hún safnið í heild sem við andlát hennar gekk til náttúrugripasafnsins. Þórdís var úr Mýrasýslu, fædd 8. júlí árið 1900, dóttir Kristínar Herdísar Halldórsdóttur (18681948) og Jóns Böðvarssonar (1856-1934) sem voru m.a. bændur á þremur bæjum í Norðurárdal, Hreðavatni, Hvammi og Brekku en bjuggu síðast í Borgarnesi.

Líkt og undanfarin ár stendur Borgarbyggð fyrir hreinsunarátaki í dreifbýli í tvær vikur, frá 6.-20. júní. Gámar fyrir timbur- og málmúrgang verða aðgengilegir á eftirtöldum stöðum í sveitarfélaginu: Bjarnastaðir – á eyrinni (ath. að hliðið á að vera lokað), Brautartunga, Brekka í Norðurárdal, Bæjarsveit, Grímsstaðir, Hvanneyri, Högnastaðir, Lindartunga, Lyngbrekka og Síðumúlaveggir. Það er ekki ætlast til að gámarnir séu notaðir fyrir aðra úrgangsflokka en timbur og málmúrgang og mikilvægt er að rétt sé flokkað í gámana. Eftir 20. júní verða gámarnir fjarlægðir af öllum svæðum nema Grímsstöðum. Þá verða gámar fyrir almennt heimilissorp fjarlægðir af plani við Lindartungu á sama tíma.

Aðalfundarboð Aðalfundur Grímshúsfélagsins fyrir árið 2017 verður haldinn fimmtud. 8. júní í húsnæði Stéttarfélags Vesturlands Sæunnargötu 2a kl. 20:00 stundvíslega. Dagskrá: 1. Fundur settur 2. Skýrsla stjórnar 3. Lagðir fram reikningar félagsins 4. Stjórnarkjör 5. Önnur mál Stjórn Grímshúsfélagsins


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.