Íbúinn 8. janúar 2014

Page 1

Reikningar Nótubækur Eyðublöð Fjölritunar- og útgáfuþjónustan s: 437 2360

ÍBÚINN

frétta- og auglýsingablað

1. tbl. 10. árgangur

8. janúar 2015

„Litir Borgarness“

- Michelle Bird sýnir í Safnahúsi Borgarfjarðar Laugardaginn 10. janúar n.k. kl. 13.00 verður opnuð sýning á verkum Michelle Bird í Safnahúsinu í Borgarnesi. Litir Borgarness er fyrsta sýning listakonunnar hér á landi, en hún er nýflutt til Íslands og býr í Borgarnesi. Í verkum hennar má sjá hvernig hún sem listamaður og nýr íbúi upplifir mannlíf og umhverfi nýs framandi staðar. Ennfremur hefur Michelle stillt upp vinnustofu í anddyri sýningarrýmisins þar sem hægt er að sjá helstu verkfæri, liti og fleira. Sýningin er í Hallsteinssal í Safnahúsi, en sýningarrýmið er nefnt eftir Hallsteini Sveinssyni sem var mikill listunnandi sem gaf ævisöfnun sína á listaverkum til íbúa Borgarness árið 1971. Vonast er til að skólar geti nýtt sér sýninguna til fræðslu fyrir nemendur um myndlist og vinnuaðferðir við hana. Michelle Bird er fædd í San Francisco árið 1965. Hún er ættuð frá Bandaríkjunum og Kína en ólst upp í San Francisco, Hawai og víðar í Kaliforníu. Hingað kemur hún frá Sviss þar sem hún hefur haft vinnustofu síðustu árin. Hún lærði myndlist í Bandaríkjunum og í Hollandi þar sem hún var búsett um tíma. Þar lærði hún

Michelle Bird við eitt verka sinna.

við Rietveld listaháskólann. Michelle Bird hefur sýnt víða um Evrópu og í Bandaríkjunum.

Eitt málverkanna á sýningunni í Safnahúsi.

Hún hefur haldið fyrirlestra um myndlist og haldið vinnustofur („workshops“) og auk málaralistarinnar hefur hún lagt stund á listrænt handverk. Sýningin stendur til 25. febrúar. Hún verður opin til kl. 16.00 á opnunardaginn og listakonan verður á staðnum þann tíma. Eftir það verður sýningin opin á virkum dögum kl. 13.00 – 18.00 eða á öðrum tímum eftir samkomulagi. Aðgangur er ókeypis. Fréttatilkynning


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.