Íbúinn, 2. júní 2016

Page 1

Reikningar Nótubækur Eyðublöð Fjölritunar- og útgáfuþjónustan s: 437 2360

ÍBÚINN

frétta- og auglýsingablað

19. tbl. 11. árgangur

2. júní 2016

Tún á Skálpastöðum tilefni góðrar sögu Fornar syndir á túni á Skálpastöðum í Lundarreykjadal urðu tilefni góðrar sögu hjá Þór Þorsteinssyni um síðustu helgi. Við gefum Þór orðið: „Sem ungur drengur smíðaði ég forláta fótboltamörk úr timbri á einu túni hérna í sveitinni. Til að þurfa ekki að sækja boltann eins langt setti ég net í mörkin, leifar af einhverri gamalli loðnunót. Síðan var spilaður fótbolti þar til kom að því að slá þurfti túnið. Þá var mér skipað að fjarlægja mörkin sem ég sannarlega gerði. Einhverjar leifar af loðnunótinni urðu hinsvegar eftir og lentu þær að sjálfsögðu í sláttuvélinni. Það tók það sem eftir var af deginum og fram undir morgun að losa netið úr sláttuvélinni og ekkert slegið á meðan. Pabbi var ekki sérlega ánægður með strákinn sinn þennan dag og var starfskrafta minna við að losa netið úr vélinni ekki óskað. Túnið hafði ekkert eiginlegt nafn þegar þetta gerðist ólíkt flestum öðrum túnum á bænum. Það var hluti af Goðalöndunum svokölluðum sem voru í raun fjögur tún og var kallað Efsta Goðaland. Þegar pabbi var búinn

Ferðalangarnir sem viltust á túninu Þórsmörk á Skálpastöðum og Þórsmörk í Rangárþingi. Þór Þorsteinsson hinu megin við parið. Mynd: Þórarinn Svavarsson

að jafna sig á þessum mistökum mínum og sláttur aftur kominn á fullt skrið fékk túnið loksins nafn. Þórsmörk. Nafngiftinni var sennilega ætlað að sjá til þess að ég myndi aldrei gera önnur eins mistök aftur.“ Félag eldri borgara í Borgarfirði hefur unnið mikið starf við skráningu örnefna í samstarfi við Landmælingar Íslands. Dæmi um afraksturinn af því starfi er að túnið Þórsmörk á Skálpastöðum er komið í kortagrunn Landmælinga.

„Í gærkvöldi bankaði uppá bandarískt par sem hafði ætlað sér að eyða deginum í að keyra í allt aðra Þórsmörk. Þau slógu einfaldlega nafnið inn í gps tækið sitt og keyrðu af stað. Mér þótti ég bera einhverja ábyrgð á óförum þeirra og bauð þeim í kvöldmat sem þau þáðu, enda kjötið komið á grillið. Þeim var síðan gefin kortabók og send í burtu í rétta stefnu. Ég vona að þau hafi náð leiðarenda. Í guðanna bænum, aldrei skilja eftir leifar af loðnunót úti á túni. Þú færð það allt í hausinn, jafnvel áratugum seinna.“


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.