Íbúinn 28. maí 2015

Page 1

Reikningar Nótubækur Eyðublöð Fjölritunar- og útgáfuþjónustan s: 437 2360

ÍBÚINN

frétta- og auglýsingablað

19. tbl. 10. árgangur

28. maí 2015

Hún söng dirridí... Vorkvöld í Reykholtsdal í minningu Jónasar Árnasonar og Guðrúnar Jónsdóttur á Kópareykjum. Borgfirðingar minnast Jónasar Árnasonar (1923-1998), kennarans, skáldsins og alþingismannsins með kvöldstund í Logalandi á afmælisdegi hans, fimmtudaginn 28. maí næstkomandi kl. 21:00. Þar verður litið yfir farinn veg hans og þeirra hjóna beggja, Jónasar og Guðrúnar (1923-1997), en þau bjuggu lengi í Reykholtsdal. Minning Jónasar Árnasonar hlýtur fyrst og fremst að litast af því hve marga strengi mannlífsins hann snerti og hve samstíga þau hjón voru í öllum verkefnum sem fyrir þau lögðust. Í Reykholtsdal er Jónasar fyrst og fremst minnst sem kennara við Héraðsskólann í Reykholti, rithöfundar, alþingismanns og máttarstólpa í leikstarfi Ungmennafélags Reykdæla og bæði áttu þau Guðrún litríka og gefandi samleið með sveitungum sínum. Til þess að kvöldstundin verði sem ánægjulegust hafa Snorrastofa, Ungmennafélag Reykdæla og Tónlistarfélag Borgarfjarðar sameinað krafta sína með tilstyrk Menningarráðs Vesturlands og kennir margra grasa í dagskránni. Dagskrá: • Um Jónas, ávarp og hugleiðingar forseta Íslands, herra Ólafs Ragnars Grímssonar. • Úr foreldrahúsum. Börn Jónasar og Guðrúnar segja frá og taka lagið með gestum. • Stóri maðurinn Jónas Árnason, frá sjónarhóli barns. Árni Páll Árnason alþingismaður. • Aridú … Lög við ljóð Jónasar. Guðríður Ringsted syngur. Gunnar Ringsted leikur á gítar, Birgir Baldursson á trommur, Jakob

Frímann Magnússon á píanó og Jón Rafnsson á bassa. Jón Árnason barnabarn leikur einleik á gítar. Dagskrárstjóri verður sr. Geir Waage. Ungmennafélag Reykdæla, sem minnist margra góðra stunda með Jónasi í leikstarfi, býður fram félagsheimili sitt og sér um veitingar í kaffihléi. Þær kosta kr. 500. Snorrastofu er heiður að því að bjóða til slíkrar stundar í svo gefandi samstarfi og hlakkar til líflegs vorkvölds í Reykholtsdal undir merkjum menningar og mannlífs, sem alla tíð Fréttatilkynning einkenndu hjónin á Kópareykjum.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.