ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað
Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplag 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Skilafrestur auglýsinga kl. 12 á þriðjudögum.
Auglýsingasími: 437 2360
ÍBÚINN
frétta- og auglýsingablað
18. tbl. 12. árgangur
24. maí 2017
Nemendur sem útskrifast í vor frá Menntaskóla Borgarfjarðar dimmiteruðu á föstudaginn var. Stúdentarnir verðandi settu svip á Borgarnes og vöktu kennara með söng og glensi um morguninn og borðuðu svo morgunverð með kennurum og starfsfólki í skólanum. Síðan var haldið út í vorið og litið við á ýmsum stöðum í bænum. Útskrift verður laugardaginn 27. maí nk og hefst kl. 14:00. Mynd: Menntaskóli Borgarfjarðar
Stjóra leitað Stjórn Hollvinasamtaka Borgarness leitar að aðila sem er tilbúinn til að stýra undirbúningsvinnu vegna hinnar árlegu Brákarhátíðar sem haldin verður 24. júní nk. Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband við formann samtakanna í síma 894-4618 eða í netfangið eirikur@landnam.is. Á aðalfundi Hollvinasamtakanna fyrr í maímánuði var kjörin ný stjórn. Eiríkur Þór Theodórsson er formaður, Geir Konráð Theodórsson ritari og Sigríður Margrét Guðmundsdóttir gjaldkeri.
Skotfélagið styrkir Zonta Skotfélag Vesturlands styrkti starf Zontaklúbbs Borgarfjarðar um 32.500 kr. en það var upphæðin sem Zontakonur og gestir greiddu fyrir æfingu hjá SkotVest á dögunum. Zonta styrkir konur um víða veröld.