Ibuinn 19. maí 2016

Page 1

Reikningar Nótubækur Eyðublöð Fjölritunar- og útgáfuþjónustan s: 437 2360

ÍBÚINN

frétta- og auglýsingablað

18. tbl. 11. árgangur

19. maí 2016

Hér er Arnar Víðir Jónsson formaður Körfuknattleiksdeildar Skallagríms að ganga frá samningi við bræðurna fræknu Kristófer og Mána Gíslasyni, en þeir bræður munu leika með Skallagrími á fjölunum í Úrvalsdeildinni á næsta tímabili.

Næsti vetur undirbúinn

Hvaða piltar eru nú þetta? Þessir sigurvegarar hafa sopið úr bikari lífsins og fagna 75 ára afmæli laugardaginn 21. maí = 150 ár. Þið fáið að berja þá augum um leið og við vígjum nýja pallinn á Blómasetrinu - Kaffi Kyrrð við Skúlagötu 13 í Borgarnesi frá kl.16:00 til 18:00 á afmælisdaginn. Höfum gaman gleðjumst saman!

SKESSUHORN 2016

Körfuknattleiksdeild Skallagríms er nú þegar farin að undirbúa næsta vetur enda fyrirséð að það verður líf og fjör í körfunni. Bæði meistaraflokksliðin tryggðu sér þátttökurétt í efstu deild. Það er einhugur innan Körfuknattleiksdeildarinnar að byggja liðið áfram upp á þeim ungu leikmönnum sem unnu sig með harðfylgi upp úr fyrstu deildinni í vor og hafa samningar verið gerðir við nokkra leikmenn. „Það má segja að við séum að uppskera ríkulega úr öflugu yngriflokkastarfi síðustu ára þar sem uppistaða liðanna er uppalið Skallagrímsfólk. Slík forréttindi skapa mikinn stöðugleika sem er forsenda framfara,“ segir í tilkynningu frá deildinni. Þá hefur verið undirritaður samstarfssamningur við N1 sem færir Körfuknattleiksdeildinni aukna möguleika á fjáröflun.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.